Fréttablaðið - 18.06.2005, Side 29

Fréttablaðið - 18.06.2005, Side 29
7LAUGARDAGUR 18. júní 2005 Nissan Almera H/B Luxury F. skráð. 10.2003, ekinn 39.000 km Vél: 1800cc 5 g Litur: Blár Verð: 1.440.000 kr. Tilboðsverð: 1.290.000. kr. www.toyota.is Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 28 74 3 0 6/ 20 05 BETRI NOTAÐIR BÍLAR Subaru Impreza WG GX 4x4 F. skráð. 05.2003, ekinn 37.000 km Vél: 2000cc ssk. Litur: Grár Verð: 1.590.000 kr. Peugeot 406 W/G F. skráð. 05.2001, ekinn 49.000 km Vél: 1800cc 5 g Litur: Grár 7 sæta Verð: 1.130.000 kr. Renault Mégane S/D RT F. skráð. 03.2004, ekinn 28.000 km Vél: 1600cc ssk. Litur: Grár Verð: 1.580.000 kr. TOYOTA Corolla W/G 4x4 F. skráð. 07.97, ekinn 72.000 km Vél: 1800cc 5 g Litur: Vínrauður Verð: 650.000 kr. Renault Mégane W/G Scénic F. skráð. 05.2001, ekinn 81.000 km Vél: 1600cc 5 g Litur: Grár Verð: 1.090.090 kr. Daewoo Nubira W/G F. skráð. 01.2000, ekinn 92.000 km Vél: 1600cc 5 g Litur: Grár Verð: 630.000 kr. Tilboðsverð: 450.000. kr. Suzuki Vitara XL-7 Grand F. skráð. 02.2003, ekinn 36.000 km Vél: 2700cc ssk. Aukab: Leður, álfelgur, dráttarbeisli, cruisecontrol, loftkæling Litur: Blár 7 sæta Verð: 2.850.000 kr. Búa yfir krafti, reynslu og staðgóðri þekkingu Sexí tryllitæki og grófur jeppi Nýja Batman-myndin, Batman Begins, var frumsýnd hér á landi á miðvikudaginn og var hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. Nýr Batmobile var hannaður fyrir myndina sem hefur fengið lof bílaáhugamanna og -hönnuða. Batmobile, bíll Leðurblökumanns- ins, er án efa einn frægasti bíll í heimi. Hann er draumabíll bæði bílaáhugamanna og aðdáenda Leðurblökumannsins úti um allan heim. Hreinar línur og fágað snið á bílnum eru algjörlega horfin í nýju útgáfunni. Bíllinn er groddalegur og grófur enda ekki annað hægt á 44 tommu dekkjum. Batmobile er líka í takt við tím- ann því vélin í bílnum, 5,7 lítra Chevy V-8, er blendingsvél. Hún gengur sem sagt bæði fyrir bensíni og rafmagni og er því umhverfis- vænni en í venjulegum bensínbíl- um. Þessar ofurhetjur eru nú eftir allt svo umhverfisvænar og vinna ötult að því að bjarga öllu því sem bjargað verður í umhverfinu. Bíllinn er sambland af sexí tryllitæki og grófum jeppa sem undirstrikar þá dökku og drunga- legu ímynd sem Batman hefur ávallt tileinkað sér. Í myndinni er bíllinn þróaður fyrir herinn af Wayne Enterprises í Gotham-borg, heimkynnum Batmans. Bíllinn er kallaður „The Tumbler“ og er hannaður til að flytja hermenn og búnað yfir á óvinasvæði. Af þeim sökum býr bíllinn yfir stökkkrafti sem er álíka mikill og í þotu. Hönnuður bílsins, Nathan Crowley, vann að bílnum með leik- stjóra myndarinnar, Christopher Nolan, og blandaði saman módel- um af Hummer- og Lamborghini- bifreiðum. Bílahönnuðir eru mjög ánægðir met útkomuna og Patrick Schiavone, forstjóri bílahönnunar hjá Ford, gaf bílnum meðal annars toppeinkunn. Átta Batmobile-bílar voru búnir til fyrir myndina en einn skemmd- ist á leiðinni í tökur þegar fullur vörubílstjóri keyrði á hann. Tökur á nýju Batman-myndinni fóru meðal annars fram hér á landi, en tökulið dvaldi við rætur Svínafellsjökuls í nokkurn tíma við að taka upp upphafsatriði myndar- innar. Ekki sást til hins nýja og endurbreytta Batmobile á Íslandi enda hefur hvílt mikil leynd yfir bílnum hingað til. lilja@frettabladid.is Hinn nýi Batmobile er ansi vígalegur og minnir helst á skriðdreka. Batmobile í myndinni Batman frá árinu 1989. Sitt sýnist hverjum um það hvor Batmobile-bíllinn er flottari. Adam West og Burt Ward í hlutverkum sín- um sem Batman og Robin í Batmobile í sjónvarpsþáttunum um Batman árið 1967. STAÐREYNDIR UM NÝJAN BÍL LEÐURBLÖKUMANNSINS: Vél: 5,7 lítra Chevy V-8 Hestöfl: 340 0 upp í 60 kílómetra hraða: 5 sekúndur Breidd: Tæplega 3 metrar Lengd: 4,5 metrar Þyngd: 2,5 tonn Verð: Um það bil 3,27 milljónir íslenskra króna, eða 500.000 dollarar. M YN D G ET TY Nýr lágverðsbíll frá Volkswagen VOLKSWAGEN ÆTLAR AÐ FRAMLEIÐA ÓDÝRARI BÍL EN LOGAN, LÁGVERÐSBÍLINN FRÁ RENAULT. Hjá Volkswagen í Wolfsburg er nú verið að vinna að nýjum bíl eins og sagt er frá á heimasíðu FÍB, fib.is. Bíllinn á að kosta þrjú þúsund evrur í framleiðslu og verður svar Volkswagen við lágverðs- bílnum Renault Logan. Logan kostar 7.200 til 7.500 evrur sem þýðir að á Ís- landi myndi hann kosta undir einni milljón en bíllinn er aðallega seldur í Austur-Evrópu. Vinnuheiti nýja bílsins frá Volkswagen er -3-K. Bíllinn verður smíðaður í Kína og markaðssettur í Austurlöndum fjær fyrst. Samkvæmt heimildum Auto Motor & Sport verður nýi Volkswagen bíllinn fjögurra dyra stallbakur með til- tölulega stóru farangursrými og rúmbetri og ódýrari en brasilíski Volkswagen smábíllinn Fox. Logan er lágverðsbíllinn frá Renault en Volkswagen hyggst framleiða enn ódýr- ari bíl.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.