Fréttablaðið - 18.06.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.06.2005, Blaðsíða 28
6 18. júní 2005 LAUGARDAGUR Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is Almenn smurþjónusta Hjólbarðaþjónusta Sjálfskiptingaþjónusta Rafgeymaþjónusta Ísetning bremsuklossa Dempara – ísetningar o.fl. Vegmúli 4 • Sími 553 0440 Partur–Spyrnan–Lyftarar Eldshöfða 10 s. 585 2500 og 567 8757 TRIO G O L F H J Ó L Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. Gömul rúta fær nýtt andlit Svona lítur bíllinn út í dag og er að taka á sig endanlega mynd. Rúta af gerðinni Mercedes Benz árgerð 1960 er nú nán- ast tilbúin á götuna, en strák- arnir á bílaverkstæði Guð- mundar Jónassonar hafa verið að dunda við að koma henni í upprunalegt horf. Valdimar Ásmundsson bifreiðar- stjóri ók þessari rútu um landið þvert og endilangt á sínum tíma og er harla ánægður með að hún skuli vera að komast í gagnið aft- ur. „Þetta var svokallaður grindar- bíll sem kom húslaus, en það var byggt yfir hann í Bílasmiðjunni. Þetta var ljómandi góður bíll, ég fór á honum margar ferðir austur í Örfæfi löngu áður en þar voru nokkrir vegir eða brýr og það gekk allt að óskum,“ segir Valdi- mar. Bíllinn er óðum að taka á sig upphaflega mynd en nú er hann reyndar framdrifinn sem hann var ekki áður. „Það er verið að gera hann alveg tipptop, búið að sandblása hann og ryðverja, yfirdekkja sætin og leggja nýjan dúk. Þetta verður elsta rútan á götunni þegar allt er tilbúið,“ segir Valdimar. Hann segir að margt hafi breyst á þeim fjörutíu árum sem hann hefur verið langferðabíl- stjóri og þá sérstaklega í umferð- inni. „Bílarnir eru náttúrlega alltaf að batna en umferðin hefur stór- versnað og hraðinn aukist. Ég held mig alltaf á löglegum hraða og þvælist bara fyrir. En farþegarnir eru samir við sig.“ Valdimar segir að mikill munur sé á farþegum eftir þjóðerni þeirra, til dæmis séu Þjóðverjar mjög vel upplýstir áður en þeir koma en Bandaríkjamennirnir síður. „Þeir spyrja oft stórfurðu- legra spurninga,“ segir Valdimar og hlær. „En svona rúta vekur at- hygli allra, þessi bíll var til dæmis notaður fyrir nokkrum árum til að fara með Bandaríkjamenn upp í Heiðmörk og þeir höfðu mjög gaman af því.“ Svaðilför við Hólmavík Valdimar hefur að sjálfsögðu lent í ýmsu þótt alltaf hafi farið vel að lokum en varkárnin er honum í blóð borin. „Ég óð alltaf út í árnar sjálfur og fann út hvar best var að fara. Ég treysti engum nema sjálf- um mér,“ segir hann brosandi. „Það var sennilega það versta sem ég lenti í þegar ég lokaðist inni á Hólmavík í mars árið 1969. Það hafði kyngt niður snjó en veður- spáin var góð þannig að ég fór af stað frá Hólmavík um morguninn. Ég var ekki kominn nema um fjóra kílómetra þegar brast á með norð- an stórhríð. Ég var á gríðarlega öfl- ugum bíl og sneri við í ofboði, og það passaði því svo sá ég ekki glóru næsta hálftímann. Það var auðvit- að ekkert að gera nema fara til baka til Hólmavíkur. Ég athugaði með farþegana hvort einhver gæti keyrt ef ég gengi á undan, en það var enginn. Ég fékk þá ungan mann til að ganga á undan, klæddi hann upp í föt sem ég var með, batt hann við bílinn með spotta og sagði hon- um að ganga í kantinum vinstra megin. Það var algjörlega blint og við vorum átta klukkutíma að kom- ast þessa fjóra kílómetra. Ég varð að taka drenginn inn reglulega svo hann næði almennilega andanum. Svo var ég orðinn hræddur um að við værum komin framhjá, fór út og rak þá tærnar í eitthvað. Þegar ég kraflaði af því snjóinn sá ég að það voru símastaurar og vissi þá nákvæmlega hvar ég var. Þá áttum við eftir nokkra metra að sýslu- mannshúsinu á Hólmavík. Já, þetta var oft skemmtilegt,“ segir Valdi- mar dreyminn og horfir ástúðlega á gömlu rútuna. edda@frettabladid.is Metanbílar teknir í notkun BÍLARNIR TVEIR ERU FYRSTU SINNAR TEGUNDAR Á ÍSLANDI. Tveir nýir vinnubílar í þjónustu einka- fyrirtækja, sem aka á metani, vistvænu íslensku eldsneyti, sem safnað er á urð- unarstað Sorpu, voru formlega afhentir og teknir í notkun í síðustu viku. Um er að ræða Mercedes Benz Econic krókbíl og Ford F450 vöruflutningabíl. Mercedes Benz Econic er í eigu GT verktaka og mun meðal annars sjá um flutning á bögguðum og óbögguðum úrgangi frá móttökustöð Sorpu í Gufu- nesi og á urðunarstaðinn í Álfsnesi. Bíll- inn er fluttur inn af Ræsi. Ford F450 er í eigu Efnamóttökunnar hf. og verður meðal annars notaður til að flytja spilli- efni frá endurvinnslustöðvum Sorpu til Efnamóttökunnar hf en bíllinn var flutt- ur inn af IB bílum hf. á Selfossi. Mikið var um dýrðir þegar bílarnir voru af- hentir og teknir í notkun. Sætin bíða þess að fá ný áklæði og í framhaldi af því nýja ferðalanga. Gamli sjúkrakassinn er úr harðviði. Rútan hefur staðið inni á verkstæði Guð- mundar Jónassonar í þrjú ár, en nú sér fyrir endann á viðgerðunum. Valdimar Ásmundsson er harla ánægður við stýrið á rútunni gölmlu.                        FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.