Fréttablaðið - 18.06.2005, Page 26

Fréttablaðið - 18.06.2005, Page 26
Framrúða Á ferðalagi um landið er alveg nauðsynlegt að hafa gluggahreinsi og klúta í bílnum til að þrífa rúðuna. Fátt er leiðinlegra en að keyra með framrúðu fulla af dauðum flugum og langt í næstu bensínstöð. [ ] REYNSLUAKSTUR Almennar bílaviðgerðir • SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR • BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA ALLT Á EINUM STAÐ SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Tjónaskoðun Kawasaki Zetan snýr aftur Zetan í essinu sínu. Z750-S-hjólið nýtur sín bezt á beygjuríkum þjóðvegi. Z750 S er nýtt götuhjól frá Kawasaki. Það er nýjasta kynslóð Kawasaki-hjóls sem ber einkennisstafinn Z, en sú nafngift á sér 30 ára hefð. Þótt bókstafurinn Z hafi verið gerð- ur útlægur úr opinberri réttritun ís- lenzkrar tungu fyrir þremur ára- tugum hefur þessi formfagri bók- stafur á sama tímabili áunnið sér verðugan sess í hugum íslenzkra mótorhjólaáhugamanna. Þökk sé japönsku mótorhjólasmiðjunni Kawasaki, sem lagði grunninn að velgengni sinni með fyrstu „zet- unni“, Z1 900-hjólinu, sem kom á markað árið 1973 og heillaði mótor- hjólaáhugamenn um allan heim. Það sem heillaði mest var fjögurra strokka línu-fjarkinn sem skilaði afli á við öflugustu kappaksturshjól þess tíma, en var samt áreiðanlegri og langlífari en evrópska sam- keppnin – og þar að auki á lægra verði. Sjálfur tók undirritaður mótor- hjólaprófið á sínum tíma á Z650, sem er annað klassískt Z-hjól úr smiðju Kawasaki. Það var á áttunda áratugnum, þegar GPZ1100 var toppurinn á sporthjólamarkaðnum, en það hafði tekið við af upp- runalega Z1000-hjólinu. Á tíunda áratungum týndist síðan zetan svo- lítið í bókstafasúpunni í fram- leiðslulínu Kawasaki – dæmi: ZRX, ZX-R, ZZR. Þegar Kawasaki kynnti nýja Z1000-hjólið árið 2002, nákvæmlega þrjátíu árum eftir að fyrsta Zetan var kynnt, var því sem japanska sporthjólasmiðlan hefði snúið aftur til gamalla gilda sinna. Þessu stutta og laggóða nafni með sögulega skír- skotun var heldur ekki spanderað á neina málamiðlunarsmíð. Klæðn- ingarlausa Z1000-hjólið sló í gegn og er nú með þeim söluhæstu í Evr- ópu. En Kawasaki-menn létu kné fylgja kviði er þeir kynntu Z750- hjólið einu ári síðar. Þar var mætt í samkeppnina hjól í sama verðflokki og 600-hjól, en með vél sem er að grunni til sú sama og í Z1000-hjól- inu með aðeins minni útborun. Það er einmitt þessi vél sem gerir Z750- hjólið að svo spennandi valkosti. Það var blaðamanni því kær- komið að fá tækifæri til að sann- reyna þann orðstír sem af nýjustu zetunni fer, er honum gafst tæki- færi til að reynsluaka 2005-árgerð- inni af Z750 S. „S“-týpan kom fyrst á markað nú í ár, en aðalmunurinn er að hún er búin hálfklæðingu og heilum hnakki (þ.e. ekki stökum sætum fyrir ökumann og farþega). Um það má deila hvort klæðningin fegri gripinn, en hjólið á þannig að vera betur búið til ferðalaga. Í stuttu máli má segja að hjólið hafi sannarlega staðið undir vænt- ingum. Með Z750 S-hjólinu fæst gríðarlega mikið mótorhjól fyrir peninginn. Það er satt að segja erfitt að sjá að nokkur mótorhjóla- maður sem búsettur er á hinu kappakstursbrautalausa Íslandi hafi við meira afl, meiri aksturs- getu að gera en fæst í þessu hjóli. Vélin skilar góðu togi strax á til- tölulega lágum snúningi (frá 3000 sn.) og feykinógu afli sé henni snúið í átt að „rauða strikinu“ – hámarks- tog er 75 Nm v. 8200 snúninga, há- marksafl 110 hö. við 11.000 snún- inga. Þetta er þar að auki mjög vel „skammtanlegt“ afl, sem gerir hjól- ið mjög viðráðanlegt. Þessir eigin- leikar vélarinnar ásamt hinu góða jafnvægi í hjólinu, lipri gírskipting- unni, mátulega stífri fjöðruninni (þ.e. ekki of stífri fyrir íslenzka vegi), gripmiklum dekkjunum (Bridgestone BT-012), mátulega öfl- ugum hemlunum og afslappaðri en þó sportlegri ásetunni gerir að verkum að strax á fyrstu kílómetr- unum öðlast knapinn mikið traust á tækinu sem hann stýrir. Við sex þúsund snúninga fer titr- ingur frá vélinni að gera allóþægi- lega vart við sig, en hann hverfur aftur þegar 8.000-snúningamarkið nálgast. Þetta veldur ökumanni ann- ars litlu angri í raun, þar sem undir 6.000 sn. er feykinóg afl í innanbæj- arsnattið. Ef meira afls er óskað – svo sem við framúrakstur – þarf ekki annað en að gefa inn og há- marksaflið – sem er á bilinu átta til ellefu þús. sn. – kýlist inn og rífur mann bókstaflega áfram. Síðan skiptir maður bara upp í hærri gír – þeir eru sex svo af nógu er að taka – og lætur vélina mala með sínum örvandi bassatón á þægilegum „krúsing“-snúningi. Annað sem mætti gagnrýna er að vindvörnin sem hálfklæðningin veitir er takmörkuð, þar sem hún beinir vindinum á axlir og höfuð ökumanns. En það fylgir hinni af- slappað-uppréttu ásetu, einkum og sér í lagi ef ökumaður er yfir með- alhæð. Í hnotskurn má segja að Kawa- saki Z750 S hafi allt til að bera sem maður óskar sér að gott götuhjól búi yfir – og það á sannarlega sam- keppnishæfu verði. Það er mjög lip- urt og meðfærilegt og þannig þægi- legt til hversdagsbrúks, en býr samt yfir nægu afli til að gefa jafn- vel vönustu knöpum „hröðunar- kikkið“ sem gerir svona tæki jú svo eftirsóknarverð. audunn@frettabladid.is f31240105 _ s p r e y - brusi_0.jpg FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Vatnskælda 750 cc-innspýtingarvélin er kjarninn í akstursánægjunni. Nýju S-týpuna einkennir hálfklæðning og langur hnakkur. KAWASAKI Z750 S Vél: 4 str. vatnskæld línuvél m. innspýtingu, púst 4-í-1 Afl: 110 hö. (81 kW) v. 11.000 sn/mín, 75 Nm tog v. 8.200 sn/mín Þyngd: Þurrvigt 199 kg., fulltankað 218 kg. Hröðun: 3,2 sek. 0-100 km/klst Hámarkshraði: 235 km/klst Eyðsla: 5,9 l/100 km Listaverð: 980.000 kr. Umboð: Nítró ehf. (www.nitro.is)                       

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.