Fréttablaðið - 18.06.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.06.2005, Blaðsíða 24
Vatn Á löngu flugi er líkamanum nauðsynlegt að fá nóg af vatni. Ágætt er að hafa vatnsbrúsa með sér í handfarangur og setja sér það markmið að drekka hann allan á meðan flugi stendur.[ ] Jónsmessunæturganga Útivistar Að fá að vera á göngu og fylgjast með sólinni rétt tylla sér þar sem jökulinn ber við himin og rísa einu augnabliki síðar eru forréttindi. Laugavegi 178, sími 562 1000 www.utivist.is Hvar verður þú helgina 24.-26. júní? Bókun stendur yfir nokkur sæti laus Vatnsfjörður er með fallegri stöðum á vestfjörðum Hótel Flókalundur Vatnsfirði býður ykkur velkomin í sumar. Gott tjaldstæði. Við tökum vel á móti ykkur. Sími 456-2011 www.flokalundur.is.is Ljúft andrúmsloft í Oberwesel Húsin eru falleg í Oberwesel. Margir heillandi smábæir eru á bökkum Rínar í Þýskalandi. Einn þeirra er Oberwesel. Hann er í Rínardal miðjum, nærri hinum dulúðuga Lor- eleikletti. Líkt og hin fagra Lorelei seiddi til sín unga menn, að því er þjóðsag- an segir, þá dregur Oberwesel að sér ferðamenn í stórum stíl, bæði á landi og legi. Einkum breiðir bærinn faðminn mót þeim sem koma siglandi um Rín. Kastalinn Schönburg frá 12. öld gnæfir yfir og leifar af þriggja kílómetra virkisvegg með turnum setja æv- intýralegan svip á bæinn. Sagan er við hvert fótmál. Meðal fornra bygginga er Maríukirkjan Rote Kirche sem er 600 ára gömul. Byrjað var á henni árið 1308. Þar er gullaltari er í einum kórnum og frægt Barrokkorgel kirkjunnar var byggt af Ererhardt á árunum 1740-1745. Þegar gengið er um Oberwesel vekja krítarstafir á útihurðum athygli. Skýringin á þeim er sú að árlega ganga bæjarbúar í hús og safna peningum til góðra málefna. Gefendurnir telja sig verndaða af vitringunum þremur Kaspar, Melkíor og Baltasar og það eru upphafsstaðir þeirra þriggja sem ritaðir eru á útihurðirnar ásamt gjafarári. Enda þótt íbúar Oberwesel séu bara rétt um tvö þúsund talsins nú þá er bærinn þekktur fyrir mikla og góða vínframleiðslu, meðal annars á Riesling vínum. Flutn- ingaprammar og farþegaferjur líða eftir Rín en meðfram henni sitt hvorum megin eru vegir og hjólastígar góðir. Flugvöllurinn Frankfurt Hahn er skammt frá og þangað hefur Iceland Express tekið upp áætlunarferðir þrisvar í viku, á þriðjudögum, miðvikudög- um og laugardögum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Kastalar frá miðöldum setja svip sinn á Rínardalinn og bera vitni um stórbrotna sögu héraðsins. Zell er eitt stærsta vínhérað Þýskalands. Það er í miðju ferðamannasvæði Móseldalsins og þrúgurnar vaxa þar vel í mildu og sólríku loftslaginu. Víða er brattinn mikill í hlíðun- um þannig að fólk þarf að vera í böndum við vinnu sína við plönturnar. Schwartze Katz-vínið er eitt frægasta vín héraðsins. Eftirfar- andi saga er til um uppruna þess. Áður fyrr keyptu kaupmenn vín frá framleiðendum í tunn- um en ekki í flöskum eins og nú. Eitt sinn kom hópur kaupmanna til að smakka framleiðsluna og velja vín. Úr því varð allsherjarfyllerí og þegar kaupmennirnir vöknuðu dag- inn eftir mundu þeir ekkert hvaða vín hafði bragðast best. Ofan á einni tunnunni sat svartur köttur og varði hann tunnuna þegar einhver nálgaðist hana. Þó náðu kaup- mennirnir að hrekja hann burtu og kom þá í ljós að sú tunna geymdi besta vínið. Keyptu þeir það allir og síðan uxu vinsældir þess jafnt og þétt. Vínið var skírt Zwartze Katz og það er eðalvara. Kötturinn varði tunnuna Þýskir vínbændur taka vel á móti ferðamönnum. Sumir bjóða gestum í vínkjallara sína, aðrir sýna akrana og enn aðrir gera hvorutveggja. Smökkun á framleiðslunni fylgir með fyrir þá sem vilja. Stoltur bóndi í Zell býður til veislu í vínkjallaranum sínum. Svarti kötturinn er víðfrægur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.