Fréttablaðið - 18.06.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.06.2005, Blaðsíða 44
24 18. júní 2005 LAUGARDAGUR Þetta er hluti af vinnunni Kvikmyndafyrirtæki› Saga Film a›sto›a›i kvikmyndatökuli› Batman Begins flegar fla› kom hinga› til lands. Finnur Jóhannsson leyf›i Frey Gígju Gunnarssyni a› skyggnast á bak vi› tjöldin. LEITIN HAFIN Áður en hafist er handa við að taka upp kvikmynd á borð við Batman Begins þurfa menn að vera hundrað prósent vissir um að tökustaðirnir henti fullkomlega. Aðstandendur myndarinnar eyddu drjúgum tíma í að skoða staði á Íslandi og ákváðu að Svínafellsjökull væri heppilegastur. MÁLIN RÆDD Hér eru þeir Liam Neeson og Chris Nolan að bera saman bækur sínar. Fyrir atriðið á svellinu þurfti að bora og ganga úr skugga um að ísinn væri nógu þéttur. Hlýnað hafði nokkuð í veðri á þessum tíma og daginn eftir að tökum lauk var ísinn horfinn. ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Menn þurftu að leggja mikið á sig til þess að koma upp búðunum sem nota átti fyrir myndina. Ekki mátti fara með neinar vinnuvélar inn á svæðið þannig að smiðirnir þurftu að bera upp timbrið eftir snæviþaktri og grýttri leið. Finnur sagði það þó vera þess virði. „Fylgir bara vinnunni.“ ÍSLENSKI VETURINN Oft var mjög kalt og stundum lá hvítt yfir öllu. Menn létu það þó ekki á sig fá heldur börðu í sig hita. JÓN ÞÓR OG FINNUR JÓHANNSSON Eins og sjá má á klæðnaði þeirra félaga var ekkert allt of hlýtt í námunda við jökulinn. Að sögn þeirra kom það mjög á óvart hversu mikið af landinu er notað í myndinni. „Þeir voru hér við tökur í sex daga og þegar ég sá myndina fannst mér eins og þeir hefðu notað nánast allt,“ sagði Jón Þór. Finnur var sömuleiðis mjög hrifinn af því sem hann sá og sagðist vera stoltur af sinni þátttöku enda ekki oft sem kvikmyndir teknar á íslandi fengju jafn mikla athygli. ÓVEÐUR Eins og gefur að skilja í námunda við jökul geta veður oft verið válynd. Það gerðist einn daginn að mikill stormur brast á. Hann feykti risastóru tjaldi að þessum tveimur gámum. Þeir feyktust upp í loft, skullu saman og lentu ofan á hluta af leikmyndinni. AFLEIÐINGARNAR Eins og sjá má fylgdi töluverð eyðilegging veðrinu. Finnur var þó furðu rólegur þegar hann sagði blaðamanni frá þessu veðri. ,,Það þýddi ekkert annað en að bíta á jaxlinn og halda áfram.“ ÁNÆGÐIR Á ÍSLANDI Eins og komið hefur fram í viðtölum eru aðstandendur myndarinnar mjög ánægðir með hvernig til tókst. Þeir hafa einnig hrósað tökunum á Íslandi en útsýnið er ósvikið. NOSTRAÐ VIÐ HÚSIN Húsin komu til landsins í einingum. Þegar tökum var lokið mátti ekki rífa þau niður heldur voru þau tekin í sundur og send vestur um haf til þess að nota í öðrum tökum. Töluverð vinna var því eftir þrátt fyrir að kvikmyndatökuliðið væri farið. Að þeirri vinnu lokinni voru hvergi ummerki um Leðurblökumanninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.