Fréttablaðið - 18.06.2005, Page 22

Fréttablaðið - 18.06.2005, Page 22
22 18. júní 2005 LAUGARDAGUR ALMA GUÐMUNDSDÓTTIR Ölmu fannst rakspíri Auðuns vera dæmigerður fyrir mann í jakkafötum. Þó að Auðunn sé í fótboltagallanum á vellinum má segja að Alma sé sannspá því Auðun er einnig þekktur fyrir að klæða sig vel. HREFNA JÓHANNESDÓTTIR Hrefna var ilmglöggust. Hún giskaði tvisvar á réttu týpuna sem verður að teljast góður árangur, en Alma og Katrín fengu ekkert rétt svar. KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Katrínu fannst rakspíri vinnufélagans á Alþingi, Sigurðar Kára, vera mildur, þægilegur, og „ekki yfir- þyrmandi.“ Hún giskaði á að rakspírinn til- heyrði söngvaranum í hópnum. Þefaðir uppi Er hægt a› lesa í persónuleika manna og starf út frá rakspíranum? Fréttabla›i› fékk fjóra karl- menn úr mismunandi starfsstéttum til a› segja frá uppáhalds rakspíranum sínum og flrjár konur til a› giska á hver ætti hva›a spíra. Það er nú misjafnt eftir til- efnum hvað ég nota, en helst er það Chic frá Carolina Herrera. Hann er rosalega góður, léttur og frískandi rakspíri. Ég nota hann svona mest. Ég keypti hann fyrir nokkrum mánuðum og þá var ég að kaupa annað glasið af honum. Ég átti H20 frá Carolina Herrera og líka fyrstu línuna frá því fyrirtæki áður, allir þessir ilmir eru mjög mildir og ferskir. Álitsgjafarnir Katrín: Ummm, þessi finnst mér góður. Mildur og góður. Umm. Já...uss, ég veit ekki. Hún er ekki yfirþyrmandi, þetta er þægileg lykt. Ég ætla að tippa á að þetta sé söngvar- inn. Alma: Vá. Þessi er mjög góð. Lyktin er svolítið sæt einhvern veginn, en samt fersk. Ég segi fótboltamaðurinn. Hrefna: Þessi er svolítið þung. Ég fíla léttari rakspíra. Ég giska á að þetta sé þingmaður- inn. Mér finnst þetta vera fyrir eldri menn. Ég hef notað Clinique Happy for Men örugglega í tvö ár, eitthvað svoleiðis. Aðallega finnst mér gott að hann er svona frekar ferskur, ég þoli ekki mjög sterka rakspíra. Álitsgjafarnir Katrín: Þetta er ein af þessum nýju, er það ekki. Mér finnst hún góð. Ég held að viðkomandi sé töluvert á ferð og flugi. Þetta gæti verið lykt af þessum fjór- um. Þetta kaupir maður í fríhöfninni, þetta er svolítið þannig. Dálítið trendy. Alma: Mjög fersk og sumar- leg. Mér finnst þetta alveg geta verið leikarinn því hann er í miklu návígi við aðra í vinnunni og þess vegna mikilvægt að vera með létta og ferska lykt. Hrefna: Þetta er sumarlegt. Ég held að þetta sé bara besta lyktin. Ég giska á fót- boltamanninn, hann er kannski með sumarlegri og sportlegri rakspíra. Ég var að kaupa mér nýjan, þennan nýjasta frá Boss. Hugo Boss Soul. Hann fer mínum hormónum vel, eða öfugt. Hann lyktar vel á mér, passar við mig. Konan hefur að minnsta kosti ekki kvartað enn þá. Frekar að hún sækist meira í mig en áður. Þetta er svona meðal karlmann- legt, engin blóm eða grænmeti eða grænt í þessu. Álitsgjafarnir Katrín: Já...Ég er ekki eins hrifin af þessari. Hún er of sterk fyrir minn smekk. Þetta er svona klassískur rakspíri. Þetta er örugglega stjórnmálamaður- inn, þeir vilja oft vera svolítið „safe“. Alma: Þessi er þyngri. Þetta er þung lykt, miðað við hinar, hún er þó ekkert rosalega þung. Svo- lítið krydduð. Ég segi þing- maðurinn. Ég finn þessa lykt í anda á manni sem fer í jakka- fötum í vinnuna. Hrefna: Þessi er of þungur. Ég mæli ekki með þessum. Ég veit ekki hvað ég á að segja, mér finnst þetta ekki góð lykt. Ég þoli ekki svona þunga lykt, það verður að vera smá sumar og sítrónukeimur á þessu. Ég segi að þetta sé þingmaðurinn. Það passar reyndar ekki við það sem ég sagði áðan en það verður að hafa það. Ég nota Issey Miyake ilm- inn, L’eau D’Issey Pour Homme. Kærastan mín gaf mér hann fyrir svona tveimur og hálfu ári. Ég var að klára hann og á eftir að endurnýja. Mér finnst eiginlega best þegar ég hætti að finna lyktina sjálfur. En þegar ég er nýbúinn að setja hana á mig finn ég hana alltaf, það er eitthvað dularfullt og gott við þennan rakspíra. Álitsgjafarnir Katrín: Nei, þetta er bisness-týpa. Teinótt jakkaföt sé ég fyrir mér. Hann er voða góður, þetta er svona sápuilmur einhver. Ég giska á fót- boltamanninn, og að hann vinni í banka. Eitthvað svoleiðis. Alma: Já, vinur minn notar þessa lykt. Mér finnst hún mjög góð. Þetta minnir mig strax á hann en ég veit ekkert hvað hún heitir. Ef þetta er eitthvað líkt honum þá er þetta mjög viðkunnanlegur náungi, mjúkur maður og hugsar um útlitið. Ég segi að þetta sé tónlistarmaður- inn. Hrefna: Þessi er svona... ég veit það ekki alveg. Smá sítrónukeimur. Sumarlegur. Það er erfitt að segja, ekki hægt að dæma fólk út frá lykt- inni. Ég giska á að þetta sé leikar- inn. Auðun Helgason Vignir Snær Vigfússon Sigurður Kári Kristjánsson Björn Ingi Hilmarsson STJÓRNMÁLAMAÐURINN ÁLITSGJAFARNIR LEIKARINN TÓNLISTARMAÐURINN ÍÞRÓTTAMAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.