Fréttablaðið - 13.07.2005, Side 27

Fréttablaðið - 13.07.2005, Side 27
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.06.2005–30.06.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is 410 4000 | landsbanki.is 8,0%* Peningabréf Landsbankans ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 88 74 07 /2 00 5 Dreamworks í vanda Skrekkur í Shrek Eyrir Gott verður betra Hangsað í vinnunni Afsakanir latra starfsmanna Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 13. júlí 2005 – 15.. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Baugur úr Somerfield | Baugur hefur dregið sig úr samstarfi um mögulega yfirtöku á bresku versl- anakeðjunni Somerfield. Í til- kynningu frá félaginu segir að ákvörðunin hafi verið tekin í þágu fyrirtækjahópsins, aðila hans og hluthafa í Somerfield. Björgólfur stærstur | Stefnt er að samruna finnsku símafyrir- tækjanna Saunalahti og Elisa. Novator Finland, fjárfestingafé- lag Björgólfs Thors Björgólfsson- ar, hafði áður gert yfirtökutilboð í Saunalahti. Gangverk kapítalismans | Hryðjuverkin í Lundúnum höfðu minni áhrif á markaði en óttast var. Verðbréf tóku dýfu er fregn- irnar bárust en réttu úr kútnum eftir því sem leið á daginn. Lítilleg hækkun | Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,12 pró- sent í júlí, sem er minna en spár gerðu ráð fyrir. Skýrist spá- skekkjan af miklum verðlækkun- um á útsölum, minni hækkun hús- næðisverðs en búist var við og lít- illi hækkun matvöruverðs. FME sátt við Sjóvá | Fjármála- eftirlitið samþykkti kaup Karls Wernersonar og fjölskyldu á 66,6 prósent hlut í Sjóvá. Burðarás veðjar | Burðarás hef- ur fest kaup á 25 prósent hlut í sænska getrauna- og leikjafyrir- tækinu Cherryföretagen. Mark- aðsvirði hlutarins er um 2,3 millj- arðar króna. G8 fundinum lokið | Á fundi hel- stu iðnríkja heims var ákveðið að auka þróunaraðstoð við Afríku um 1625 milljarða og að afskrifa skuldir átján ríkja í álfunni. Fund- urinn féll þó í skuggann af voða- verkunum í Lundúnum. EI bank vekur áhuga. Banki í Búlgaríu Björgólfur Thor B j ö r g ó l f s s o n hefur hug á að fjárfesta í búl- garska bankan- um EI Bank og standa viðræð- ur um kaup á 35 prósenta hlut yfir. Niðurstöðu er að vænta inn- an skamms. Áætlað markaðsvirði bankans er undir 10 milljörðum króna en eigið fé bankans er um 2,6 millj- arðar króna. Heildareignir bank- ans nema 30 milljörðum króna og hagnaður hans á síðasta ári var um 400 milljónir króna. Fjöldi banka er í Búlgaríu og sameiningar og kaup eiga líklega eftir að einkenna bankaumhverf- ið þar um hríð þannig að eftir miklu er að falast. Björgólfur, sem er einn af stærstu eigendum Landsbank- ans, hefur fjárfest í fjármálafyr- irtækjum í Svíþjóð og víðar und- anfarið í gegnum Burðarás. -dh Dögg Hjaltalín skrifar Tuttugu stærstu kaup íslenskra fyrirtækja erlendis á síðustu 18 mánuðum nema 450 milljörðum króna. Meðal fyrirtækja sem keypt hafa verið eru bankar, verðbréfafyrirtæki, skipafélög, flugfélög, matvöru- verslanir, tískuverslanir og lyfjafyrirtæki. Flest þessi kaup eru á sviðum þar sem Íslendingar hafa mikla þekkingu, til að mynda á lyfjamarkaði. Verðmætustu kaupin voru kaup KB banka á danska bankanum FIH og þar á eftir koma kaup Bakkavarar á matvælaframleiðslufyrirtækinu Geest fyrir 70 milljarða króna. Kaupin hafa verið stór og tekist vel en nú kem- ur til með að reyna á hæfileikana til að reka fyrir- tækin. Fyrirtækin hafa þó flest verið rekin ágæt- lega hingað til og því þarf ekki að lyfta neinu grettistaki til að reksturinn haldi áfram að skila hagnaði. Skráð félög hafa verið áberandi í fjárfestingum erlendis og félögin hafa fjármagnað kaupin að hluta til með hlutafjárútboðum sem hafa tekist vel. Einnig hafa íslenskir bankar staðið við hlið ís- lensku fyrirtækjanna í útrásinni og leitt hana að vissu marki. Félögin sem keypt hafa verið skipta tugum og má því reikna með að kaupverð þeirra nemi sam- tals meira en 500 milljörðum króna. Þegar talað er um kaupverð er einungis átt við markaðsvirði fyr- irtækjanna og eru þá yfirteknar skuldir og fé til rekstrarins ótalið. Sjá síðu 10 – 11 F R É T T I R V I K U N N A R 6 8 2 Björgvin Guðmundsson skrifar Fundur stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar verður haldinn 21. júlí næstkomandi. Fimm stofnfjáreigendur fóru fram á það við stjórn sparisjóðs- ins að fundurinn yrði haldinn og þar yrði fimm spurningum svar- að. Stjórninni ber samkvæmt samþykktum sparisjóðsins að verða við beiðninni og eru aðeins þessar fimm spurningar á dag- skrá fundarins. Fimmmenningarnir vilja að stjórnin upplýsi stofnfjáreigend- ur um hvort einhver áform séu uppi um breytingar á eignarhaldi Sparisjóðs Hafnarfjarðar, en mikill órói hefur verið í kringum núverandi stjórn. Sagðar hafa verið fréttir af því að meirihluti stjórnar hafi boðið stofnfjáreig- endum að kaupa hluti þeirra fyr- ir tugi milljóna króna og ætli sér að taka sparisjóðinn yfir. Einnig vilja fimmmenningarn- ir fá upplýsingar um gerða starfslokasamninga og uppsagnir á sparisjóðsstjóranum, aðstoðar- sparisjóðsstjóranum og forstöðu- manni innra eftirlits. Einnig er spurt um áform um að efla Spari- sjóð Hafnarfjarðar, sérstaklega hvað varðar fyrirtækjasvið, og hugsanlegar skipulagsbreytingar sem framundan séu. Stjórn sparisjóðsins mun sitja fyrir svörum og upplýsa stofn- fjáreigendur um þessi mál. Útrásarvísitalan lækkar: Hlutabréfa- verð hækkar Útrásarvísitalan lækkar um eitt prósent milli vikna og stendur nú í tæpum 110 stigum. Gengi krón- unnar styrkist milli vikna og ef gengið hefði verið óbreytt hefði Útrásarvísitalan hækkað lítilega milli vikna. Hryðjuverkin í London virðast því ekki hafa haft mikil áhrif á hlutabréfaverð í London. deCODE hækkar mest milli vikna eða um rúm átta prósent. Bresku félögin í Útrásarvísitöl- unni lækka flest og NWF mest eða um tæp fimm prósent. Mesta flugið hefur verið á gengi deCODE að undanförnu og hefur gengi félagsins hækkað um 82 prósent frá upphafi Úrvals- vísitölunnar. Sjá síðu 6. Fyrirtækjakaup fyrir 450 milljarða Félög í eigu Íslendinga og tengdra aðila hafa vakið athygli á erlendri grundu fyrir gríðarlegan kaupmátt sinn. Fimmmenningar krefja sparisjóðsstjórn svara Fundur stofnfjáreigenda boðaður í Sparisjóði Hafnarfjarðar 21. júlí. ÞEKKIR VEL TIL Í BÚLGARÍU Björg- ólfur Thor Björgólfs- son fjárfestir víða. KREFJAST UPPLÝSINGA Fimm stofnfjár- eigendur hafa krafið stjórn Sparisjóðs Hafn- arfjarðar svara við fimm spurningum. 01-20 markadur 12.7.2005 17:01 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.