Fréttablaðið - 06.09.2005, Page 2

Fréttablaðið - 06.09.2005, Page 2
2 6. september 2005 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Davíð Oddsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, gaf engar yfirlýsingar um framtíð sína í stjórnmálum þegar hann ávarpaði fjölmennan fund Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík í gær. Orðrómur hefur verið uppi um að Davíð hyggist standa upp úr sæti formanns Sjálfstæðisflokks- ins á landsfundi flokksins sem haldinn verður eftir um sex vikur. „Ég hef ekki gefið neina til- kynningu um annað. Meðan það stendur er það þannig,“ sagði Davíð þegar blaða- og fréttamenn spurðu hann eftir fundinn í gær hvort hann ætlaði að bjóða sig fram til formanns flokksins. Aðspurður um það hvort hann skuldaði flokksmönnum svar á hvorn veginn sem það yrði sagði Davíð að landsfundurinn væri endapunkturinn. „Ég þarf ekki að gefa neitt út fyrr en þar. Á landsfundinum eru allir í kjöri. Það er óbundin kosn- ing. Þessi fundur nú var aðeins um borgarmálin og prófkjörið,“ sagði Davíð. Samþykkt var á fulltrúaráðs- fundinum í gær að halda prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 4. og 5. nóvember vegna borgar- stjórnarkosninganna næsta vor. - jh HAMFARIR Einnar íslenskrar konu, Ritu Daudin, er saknað eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir New Orleans og nágrenni fyrir rúmri viku. Rita er 67 ára gömul og býr í hverfinu Metairie í New Or- leans. Hilmar Skagfield, ræðismaður Íslendinga í Tallahassee, segir lögreglumenn leita Ritu en út- hverfið þar sem hún búi sé á kafi í vatni eftir fellibylinn. Lilja Aðalbjörg Ólafsdóttir Hansch sem leitað var frá fyrsta degi fannst heil á húfi á heimili sínu í Gulfport á sunnudagsmorg- un. Karly Jóna Kristjónsdóttur Legere, kölluð Systa, eiginmaður hennar og tvær uppkomnar dætur komu svo í leitirnar um miðjan dag í gær. Þeirra hafði verið leitað frá því í fyrradag. Halldór Gunnarsson, sem býr í Long Beach í Mississippi, bankaði fyrst upp á hjá Lilju: „Henni leið vel. Ég spurði hvort hana vantaði eitthvað en hún kvað svo ekki vera.“ Halldór hóf leit að Lilju eft- ir að mágur hennar hafði sam- band við hann og bað um aðstoð við leitina. Í kjölfarið hafði utan- ríkisráðuneytið samband við Hall- dór og bað hann að leita að Systu. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Diamond Head, um 75 kílómetra norðaustur af New Orleans sem fór illa í óveðrinu. Þangað hélt Halldór í gær. „Miklar skemmdir urðu á bíl- skúrnum við heimili Systu en hús- ið stóð. Henni leið mjög vel og var að leggja sig þegar ég fann hana. Hvorki amaði neitt að henni né að fjölskyldu hennar,“ sagði Halldór sem hafði ekki sofið í tvo sólar- hringa vegna leitarinnar að ís- lensku konunum. Halldór mun ekki leita að Ritu: „Það er miklu erfiðara fyrir mig að komast til New Orleans því búið er að loka þjóðveginum. Ég hef því aðeins getað leitað hér í kring. Ég myndi þó keyra til Kali- forníu og leita að fólki þar, ef þyrfti og ég gæti, því það er sann- arlega þess virði að geta fært ætt- ingjum svona gleðifréttir.“ Systkini Lilju, Jakob og Helga, voru að vonum ánægð að heyra að systir þeirra væri óhult. „Þetta er sannarlega mikill léttir,“ segir Jakob sem hafði ráðgert að halda utan í dag og leita sjálfur að henni. bergsteinn@frettabladid.is gag@frettabladid.is Danir áhyggjufullir: Lifa skemur en a›rir í Evrópu DANMÖRK Danir lifa skemur en aðrir Evrópubúar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá OECD og er áfengisdrykkju og of lítilli lyfjanotkun kennt um. Íslending- ar, Norðmenn og Svíar eru hins vegar meðal fimm langlífustu þjóða Evrópu. Töluverð umræða hefur verið í Danmörku um hreyfingarleysi þjóðarinnar. Hrundið hefur verið af stað átaki til þess að fá öll börn á skólaaldri til að hreyfa sig í að minnsta kosti klukkustund á dag. Þá hefur Friðrik krónprins hvatt þjóð sína til þess að hreyfa sig meira og draga um leið úr notkun bílsins og lyftunnar. - ks SPURNING DAGSINS Rúnar, voru fleir farnir a› lykta? „Nei, það var ekki orðið svo slæmt.“ Rúnar Arnarsson er formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sem brá á það ráð á dögunum að aug- lýsa eftir þvottavélum og öðrum heimilistækjum fyrir erlenda leikmenn Keflavíkur. LÖGREGLUFRÉTTIR HRAÐAKSTUR Á SUÐURLANDI Lögreglan á Vík í Mýrdal hafði tekið alls sex ökumenn fyrir of hraðan akstur á þjóðveginum laust eftir hádegi í gær en fjöld- inn þykir mikill þar á bæ svo snemma dags. EIGNASPJÖLL Í KEFLAVÍK Framin voru eignaspjöll á tveim- ur bifreiðum í Keflavík í gærnótt og er um töluverðar skemmdir að ræða á báðum bílum. Lögregla rannsakar málið en tjónvaldurinn er ófundinn. SNÝR HEIM Í MATAIRIE-HVERFIÐ Í NEW ORLEANS Hér sést bandaríska konan Car- roll Zehner heilsa hamstrinum sínum þeg- ar hún sneri heim eftir fellibylinn. Hún býr rétt eins og Rita í hverfinu Matairie í New Orleans sem er umlukið vatni. Aron Pálmi Ágústsson: Enn bi› á lausn DÓMSMÁL Aroni Pálma Ágústssyni verður ekki sleppt úr stofu- fangelsi í Texas eins og vonir stóðu til fyrr en í fyrsta lagi um miðjan þennan mánuð. Afreiðslu mála á borð við hans hefur verið frestað vegna aðgerða fylkisstjórnarinnar í kjölfar fellibyljarins Katrínar. Von er á þúsundum flóttamanna til Texas frá þeim héruðum sem verst urðu úti þegar Katrín gekk yfir suðurhluta Bandaríkjannau. Hafa stjórnvöld sett allan kraft í það verkefni og verður Aron því að bíða enn um sinn eftir að kom- ast til Íslands. - aöe Leikskólar: Vantar 120 starfsmenn LEIKSKÓLAR Um eitt hundrað starfsmenn vantar enn til að full- manna leikskólana í Reykjavík, segir Gerður G. Óskarsdóttir sviðstjóri Menntasviðs Reykja- víkurborgar. Á leikskólum Kópa- vogsbæjar vantar starfsmenn í um tuttugu stöður í sextán leik- skóla bæjarins. Sesselja Hauksdóttir, leik- skólafulltrúi Kópavogsbæjar, seg- ir ástandið með versta móti í ár. Fleiri en einn starfsmann vanti á suma leikskólana en aðrir séu fullmannaðir. Hún segir engar töl- ur tækar um hve mörg börn bíði þess að komast að vegna mann- eklunnar. - gag Tvær konur fundnar en einnar enn leita› Lilja A›albjörg Ólafsdóttir Hansch og Karly Jóna Kristjónsdóttir Legere eru fundnar. fiær voru bá›ar heilar á húfi heima eftir fellibylinn Katrínu. Halldór Gunnarsson banka›i upp á hjá fleim. Einnar konu, Ritu Daudin, er leita›. FÓLK SNÝR AFTUR HEIM Allt að 30 kíló- metra langar bifraðir mynduðust á þjóð- vegi númer 61 þegar fólk sneri aftur heim til Jefferson Parish sem er rétt utan við New Orleans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M BÖRNIN HJÁLPA TIL Á HOFI Ísabella Ösp, Arnór og Klara Rún voru iðin við störf á leik- skólanum Hofi við Gullteig í Reykjavík í gær. HAMFARIR Lilja Aðalbjörg Ólafs- dóttir Hansch segir það versta við fellibylinn hafa verið að missa sambandið heim og ná ekki í syst- ur sína Helgu Hrönn. Henni hafi liðið eins og á eyðieyju fyrstu dag- ana því hjálpin var engin. Lilja lá á útidyrahurðinni í þrjár klukku- stundir til að halda henni aftur á meðan fellibylurinn geisaði. „Þetta er ekki bara rok eins og heima á Íslandi. Þrátt fyrir að vera í sterk- byggðu steinhúsi skjálfa veggirnir,“ sagði Lilja þegar símasambandið við heimili hennar var nýkomið á. Enn var rafmagnslaust. Fyrstu þrjá dag- ana eftir felli- bylinn Katrínu var einnig vatnslaust. „Þá drakk ég það sem var í ís- skápnum, en vegna rafmagnsleys- is varð maturinn í honum fljótt ónýtur.“ Lilja segir útgöngubann í gildi eftir klukkan sjö á kvöldin. Fyrir þann tíma þurfi þurfi fólk að versla og taka bensín. Hvor röðin um sig taki þrjár klukku- stundir. „Við erum mjög hepp- in hérna,“ segir Lilja spurð um aðstæðurnar: „Þakið er hálft farið og allt það, en þetta bjarg- ast. Maður bjargar sér.“ - gag Lilja Aðalbjörg Ólafsdóttir Hansch er fundin: Lei› eins og á ey›ieyju LILJA ÓLAFSDÓTTIR HANSCH Lilja segir að sér hafi mestum áhyggjum valdið að ná ekki símasam- bandi heim til fjöl- skyldu sinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Davíð Oddsson ávarpar flokksfulltrúana í Reykjavík: Er í frambo›i me›an anna› er ekki tilkynnt DAVÍÐ ODDSSON MEÐ FRÉTTAMÖNNUM VIÐ VALHÖLL Fundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Valhöll var fjölmennur og var allt eins búist við að Davíð hygðist ræða pólitíska framtíð sína nú þegar sex vikur eru til landsfundar flokksins. Banaslys við Vagnhöfða: Féll í sandsíló SLYS Ungur maður lést í vinnuslysi við Vagnhöfða skömmu eftir há- degi í gær eftir að hann féll ofan í sandsíló. Var hann úrskurðaður látinn þegar sjúkra- og slökkviliði tókst að ná honum út. Óvíst er um tildrög slyssins en bæði rannsóknardeild lögreglu og Vinnueftirlitið fara með rannsókn þess. - aöe FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FRÁ SLYSSTAÐNUM Tilkynning um slysið barst lögreglu um klukkan tvö en maður- inn var á tvítugsaldri. LÖGREGLUFRÉTTIR SLASAÐIST Á VÉLHJÓLI Ungur piltur fótbrotnaði þegar hann ók utan í vegaskilti á vespu sem hann hafði ekki tilskilinn aldur til að aka í Vestmannaeyj- um seinnipartinn í gær. Var hann fluttur á slysadeild suður til Reykjavíkur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.