Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 8

Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 8
SKIPULAGSMÁL Reykjavíkurborg undirbýr að fullum krafti 450 sér- býlis- og fjölbýlishúsalóðir undir Úlfarsfelli fyrir næst áramót. „Borgin kemur þarna til móts við óskir borgarbúa um aukið lóða- framboð. Það skýtur því skökku við þegar Gísli Marteinn Baldurs- son, frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins, vill hætta lóðaúthlutun við Úlfarsfell. Það er ekkert ann- að en lóðaskortsstefna sem hann boðar með þessu,“ segir Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi R-list- ans. Gísli Marteinn hefur gagnrýnt mjög þessar fyrirætlanir borgar- yfirvalda. „Þarna á að úthluta lóð- um fyrir alls 900 íbúðir í fyrsta áfanga. Ég stend við það sem ég hef sagt. Úlfarsfell á ekki að vera í forgangi því við höfum nægt rými annars staðar. Til dæmis Geldinganes sem er í betri tengsl- um við aðra borgarhluta þegar Sundabrautin kemur. Ég get nefnt Mýrargötuskipulagið sem unnið er að. Og þess utan eigum við að beina sjónum okkar að vestari byggðum eins og í Örfirisey og Vatnsmýrinni. Það er hag- kvæmara og umhverfisvænna fyrir borgina að byggja á þessum stöðum því það er engin lausn komin enn á samgöngumálum til og frá Úlfarsfellinu,“ segir Gísli Marteinn, en hann telur að lóða- framboð verði nægt þótt úthlutun yrði frestað við Úlfarsfell. Alfreð segir að borgaryfirvöld hafi haft á stefnuskrá að þétta byggð vestan Elliðaánna en jafn- framt viljað gefa kost á lóðum á eftirsóttum stöðum eins og við Úlfarsfell. „Þetta er í skjólsælum suðurhlíðum líkt og Fossvogsdal- urinn og á áreiðanlega eftir að verða eftirsótt íbúðahverfi. Nú- verandi Vesturlandsvegur annar aukinni umferð til og frá þessu svæði fyrstu árin. Fjarlægðin þaðan í miðborgina er ekkert meiri en í nýbyggðum hverfum Kópavogs og Garðabæjar. Ég skil ekki þennan málflutning Gísla Marteins. Hann hefur greinilega ekki kynnt sér málið nægilega vel,“ segir Alfreð Þorsteinsson. Hann kveðst þess fullviss að með auknu framboði á lóðum lækki verð þeirra frá því sem nú er. johannh@frettabladid.is ALFREÐ ÞORSTEINSSON „Gísli Marteinn boðar lóðaskortsstefnu með þessum tillögum.“ GÍSLI MARTEINN BALDURSSON „Nær- tækara er að bjóða lóðir á Geldinganesi.“ 1Hver er bæjarstjóri á Álftanesi? 2Hvaðan eru foreldrar ungfrúar Eng-lands, Hammasa Kohistani? 3Hvaða flokk leiðir Angela Merkel íÞýskalandi? SVÖRIN ERU Á BLS. 46 VEISTU SVARIÐ? 8 6. september 2005 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSTÓLAR Parið sem grunað er um að hafa myrt athafnamanninn Gísla Þorkelsson í Suður-Afríku, Desireé Oberholzer 43 ára og Willi Theron 28 ára, hefur lagt fram beiðni um að fá lögfræðiaðstoð. Þau voru leidd fyrir dómara í gær, en að sögn Andys Pieke talsmanns lögreglu í Boksburg í Suður-Afríku gerðist ekki annað en að málinu var frestað um sinn. „Talið var að taka ætti fyrir beiðni þeirra um lausn gegn trygg- ingu, en það var víst bara misskiln- ingur,“ segir Pieke og bætir við að næst verður málið tekið fyrir í dómi eftir rúma viku. „Þau verða þá búin að fá umbeðna aðstoð og gæti svo sem verið að þau fari fram á að vera látin laus gegn tryggingu, en það er þó ekki víst.“ Lík Gísla, sem var 54 ára gam- all, fannst 10. júlí falið í tunnu fylltri stein- steypu þannig að aðeins sá í fætur þess. Krufning staðfesti að hann hafði verið skot- inn í höfuðið. Theron og Ober- holzer hafa verið kærð fyrir morð, þjófnað, svik og fyrir að hindra framgang réttvís- innar. - óká Átök um ló›ir undir Úlfarsfelli Alfre› fiorsteinsson segir Gísla Martein Baldursson bo›a ló›askortsstefnu. Úthluta› ver›ur ló›um fyrir 450 íbú›ir vi› Úlfarsfell fyrir næstu áramót. KONGÓ, AP Alþjóðleg ráðstefna til bjargar mannöpum hófst í Kongó í gær. Vonast var til að hægt væri að komast að samkomulagi um al- þjóðlega áætlun sem stuðlar að verndun þeirra. Górillur, sjimpansar og órangútanapar eru af tegund mannapa og eru í útrýmingar- hættu um allan heim, meðal ann- ars vegna veiða. Talið er að aðeins séu um 400 þúsund dýr eftir í Afr- íku og Asíu en fjöldi þeirra hljóp á milljónum á nítjándu öld. Fulltrúar 23 ríkja mættu á ráð- stefnuna, flestir frá Afríkuríkjum, en einnig frá Indónesíu og Malasíu. ■ ALÞJÓÐAFLUGVÖLLURINN Í JÓHANNESARBORG Fólkið sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson, athafnamann í Suður-Afríku, er talið hafa tekið á móti honum á alþjóða- flugvellinum í Jóhannesarborg í lok maí. Hann var þá að koma frá Bandaríkjunum þar sem hann heimsótti systur sína og hitti uppkominn son sinn. GÍSLI ÞORKELSSON Réttarhöld vegna morðs á Íslendingi í Suður-Afríku: Hin grunu›u komu fyrir dómara SÉÐ TIL SUÐVESTURS FRÁ ÚLFARSFELLI 900 íbúðir í sérbýli og fjölbýli verða á þessu land- svæði í fyrsta áfanga. GÓRILLA MEÐ UNGA Mannapar eru í útrýmingarhættu um allan heim. Alþjóðleg ráðstefna í Kongó: Mannöpum bjarga› Jóhann Karl og Soffía: Konungshjón hittu páfann VATIKANIÐ, AP Benedikt páfi XVI átti fund í gær með spænsku kon- ungshjónunum, en Spánverjar leyfðu nýlega samkynhneigðum að ganga í heilagt hjónaband and- stætt vilja kaþólsku kirkjunnar. Jóhann Karl konungur og Sofia drottning heimsóttu páfann í sum- ardvalarstað hans í Vatíkaninu sem stendur í Alban-hæðunum sunnan af Róm. Talsmenn páfa op- inberuðu ekki hvað páfinn og kon- ungshjónin ræddu um á fundi sín- um en sjónvarp Vatíkansins sýndi páfann heilsa þeim og spjalla við þau við skrifborðið sitt. Spánn er þriðja ríkið, þar sem kaþólikkar eru í miklum meiri- hluta, sem lögleiðir hjónaband samkynhneigðra og fylgdi þar með í fótspor Hollendinga og Belga. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.