Fréttablaðið - 06.09.2005, Page 12

Fréttablaðið - 06.09.2005, Page 12
FORSETAKOSNINGAR Í EGYPTALANDI Egypskir borgarar ganga undir auglýsinga- skilti sem vekur athygli á hinum níræða forsetaframbjóðanda Ahmed el-Sabahi, leiðtoga al-Ummah, eða Þjóðarflokksins. Kjósendur geta valið milli tíu frambjóð- enda í forsetakosningunum sem fram fara á morgun, þar á meðal er forseti Egypta- lands, Hosni Mubarak. Þetta er í fyrsta sinn í sögu landsins sem fleiri en einn sækjast eftir forsetaembætti. 12 6. september 2005 ÞRIÐJUDAGUR Málaferli vegna fyrirtækja tengdum Frjálsri fjölmiðlun: Framhaldsákæra kom of seint DÓMSTÓLAR Lögfræðingar þriggja sakborninga í máli ríkislögreglu- stjóra á hendur feðgunum Sveini R. Eyjólfssyni og Eyjólfi Sveins- syni og átta öðrum fóru í gær fram á að framhaldsákæru sem lögð var fram í málinu yrði vísað frá. Ákært er fyrir umboðssvik og vanskil á virðisauka- og vörslu- sköttum í rekstri fjölda fyrir- tækja, en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður eins sakborninga, segir framhaldsákæruna sem lögð var fram í gær til komna af augljósum villum í ákærunni sem komið hafi í ljós eftir að málið var þingfest í lok júní. „Þær voru leiðréttar með þessari framhaldsákæru, en gall- inn er bara sá að lögin gera ráð fyrir að framhaldsákærur skuli gefnar út þremur vikum eftir að gallar koma í ljós. Núna er hins vegar liðinn lengri tími og því fáir kostir aðrir hjá dómara en að vísa þessu frá,“ segir hann og bætir við að með því verði sakaragiftum á hendur stórs hluta sakborninga einnig vísað frá. Frávísunarkrafan verður tekin fyrir í héraðsdómi 19. þessa mán- aðar. - óká SAMEINING Umfangsmesta sam- einingarkosningin, með tilliti til fjölda sveitarfélaga, 8. október næstkomandi snýst um samein- ingu níu sveitarfélaga á Eyja- fjarðarsvæðinu. Það eru: Siglufjarðarkaup- staður, Ólafsfjarðarbær, Dalvík- urbyggð, Arnarneshreppur, Hörgárbyggð, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðs- strandarhreppur og Grýtu- bakkahreppur. Samkvæmt viðhorfskönnun Rannsóknarstofnunar Háskól- ans á Akureyri (RHA) síðasta vetur voru Akureyringar og Siglfirðingar mjög jákvæðir í garð sameiningar en íbúar Grýtubakkahrepps og Eyja- fjarðarsveitar voru henni mjög andsnúnir. Naumur meirihluti íbúa Ólafsfjarðar og Dalvíkur- byggðar voru hlynntir samein- ingu en heldur fleiri íbúar Sval- barðsstrandarhrepps, Hörgár- byggðar og Arnarneshrepps voru henni andsnúnir. Til að stórsameining við Eyjafjörð nái fram að ganga þarf meirihluti íbúa sex sveitarfélaga að vera henni fylgjandi. Litlar líkur eru á að afstaða íbúa Eyjafjarðarsveitar og Grýtubakkahrepps breytist. Bæði sveitarfélögin njóta ná- lægðarinnar við Akureyri í þjónustu, verslun og afþreyingu á sama tíma og lítill áhugi er fyrir því að færa ákvörðunar- valdið úr héraði til Akureyrar. Auk þess vilja íbúar Grenivíkur, sem teljast til Grýtubakka- hrepps, ógjarnan missa forræði yfir aflaheimildum sem bærinn á og metnar eru á 500 til 600 milljónir króna. Ljóst er að sameining skilar fjárhagslegum ávinningi í minni kostnað við stjórnsýslu. Í stað átta bæjar- og sveitar- stjóra, auk eins starfandi odd- vita, verður einn bæjarstjóri. Í stað 65 sveitarstjórnamanna er gert ráð fyrir 15 manna bæjar- stjórn og nefndarsætum fækkar um 350. Verði framkvæmd samein- ingar á þá lund sem skýrslur vinnuhópa gefa til kynna er hins vegar vandséð hvar annar veru- legur sparnaður eða hagræðing næst fram í náinni framtíð. Allir vinnuhóparnir leggja áherslu á mild áhrif sameiningar; engum starfsmönnum sveitarfélaganna verður sagt upp, engum skóla lokað og þjónusta við íbúa á al- mennt ekki að verða lakari. kk@frettabladid.is Slys í Njarðvík: Skar sig á púls LÖGREGLA Óskað var aðstoðar sjúkraliðs og lögreglu í húsi í Njarðvík vegna manns með slagæðablæðingu laust eftir klukkan hálf tólf á sunnudags- kvöldið. Að sögn lögreglu hafði maður verið að opna kassa með hnífi, en slysast til að stinga honum í handlegginn á sér og skarst við það á púls. Maðurinn var í fyrstu fluttur á sjúkrahús í Keflavík og síðan á Landspítala í Fossvogi í Reykjavík. Aðfaranótt mánudags var að sögn lögreglu tíðindalítil. Þó bárust næturvaktinni tvö ölvunarútköll og eitt vegna heimilisófriðar. - óká 800 7000 - siminn.is Siemens S440 Verð aðeins: 12.980kr. • Stílhrein hönnun • SMS móttaka og sending • Rafhlaða endist 6 daga án hleðslu • 50 m. drægni • Númerabirting síðustu 30 númera • 200 nafna símaskrá • Tengi fyrir höfuðheyrnatól • Handfrjáls notkun möguleg • Dagsetning og klukka • Hraðvalsminni E N N E M M / S IA / N M 17 6 7 2 AKUREYRI SÍÐLA SUMARS Til að stórsameining við Eyjafjörð nái fram að ganga þarf meiri- hluti íbúa sex sveitarfélaga að vera henni fylgjandi en um 70 prósent íbúanna í samein- uðu sveitarfélagi yrði búsettur á Akureyri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN fieir minni eru á móti Íbúar fjögurra stóru fléttb‡lissta›anna vi› Eyjafjör› eru hlynntari sameiningu en íbúar smærri og dreif›ari bygg›a. Sameining dregur úr kostna›i vi› stjórn- s‡slu en annar verulegur sparna›ur er ekki fyrirsjáanlegur í náinni framtí›. FJÖLDI ÍBÚA Í SVEITARFÉLÖGUNUM: Akureyrarbær 16.450 Arnarneshreppur 183 Eyjafjarðarsveit 993 Dalvíkurbyggð 1.946 Grýtubakkahreppur 393 Hörgárbyggð 390 Ólafsfjarðarbær 980 Siglufjarðarkaupstaður 1.386 Svalbarðsstrandarhreppur 365 Samtals: 23.086 Heimild: Hagstofa Íslands. Tölur frá 1. desember 2004 Í RÉTTARSAL Í GÆR Sveinn Andri Sveins- son var einn lögmanna sem fóru fram á frávísun framhaldsákæru sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, eftir að tilskilinn frestur til þess var út runninn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.