Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 21

Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 6. september 2005 FJÖLVÍTAMÍN MEÐ GINSENG Aukin líkamleg orka og andleg vellíðan FÆST Í APÓTEKUM, HAGKAUP, NETTÓ, SAMKAUP, SPARKAUP, NÓATÚNI, ÚRVALI OG STRAX , , , , , , Ragnhildur Sigurðardóttir, golfari: Keppnisgolf er mjög krefj- andi, þess vegna nota ég Rautt Eðal Ginseng. Þannig kemst ég í andlegt jafnvægi, skerpi athyglina og eyk úthaldið. Lilja Valdimarsdóttir, hornaleikari: Til að vera frísk og svo er ég líka einbeittari. Ragnheiður Runólfsdóttir, sundþjálfari: Það er gott fyrir heilsuna og eflir mann í leik og starfi. Kogga, listakona: Það eykur einbeitingu og sköpun. Sjöfn Har. myndlistarmaður: Það eykur hugmyndaflugið. Hvers vegna notar þú Rautt Eðal Ginseng? Rautt Eðal Ginseng Skerpir athygli og eykur þol www.ginseng.is Fjörefni er ný bætiefnaformúla sem inniheldur auk vítamína og steinefna, öflugan skammt af ginkgo og ginseng. Fjörefni stuðlar að auknu þreki og betri einbeitingu. K R A F T A V E R K Eflum einbeitingu og trek med kjarnmiklu fjörefni. Náttúrulega ECC Skúlagötu 63 Sími 511 1001 Opið 10-18 Hreinsar loftið Eyðir lykt Drepur bakteríur Von fyrir ey›nismita›a karlmenn Ný tækni gefur eyðnismituðum karlmönnum tækifæri til að eignast börn. Í framtíðinni eru miklir mögu- leikar á því að eyðnismitaðir karl- menn geti eignast börn án þess að eiga á hættu að smita barnið eða móðurina. Verið er að þróa aðferð þar sem sæði karlmannsins er „þveg- ið“ á tilraunastofu og öll ummerki um HIV-vírusinn eru fjarlægð. Að þvotti loknum er sæðið rann- sakað vel og sé það hreint má nota það til þess að frjóvga egg kon- unnar. Þessi tækni er að ryðja sér til rúms víða um heim og nú vilja nokkrir læknar í Noregi fá leyfi til þess að framkvæma slíkar að- gerðir þar í landi. Þeir vilja að HIV-smitaðir foreldrar eigi jafna möguleika á barneignum og heil- brigt fólk. Þráin eftir börnum get- ur verið sterk og til eru mörg dæmi um að eyðnismitaðir for- eldrar reyni að eignast börn á hefðbundinn hátt þótt þeir viti að með því stofni þeir lífi sínu og barnsins í mikla hættu. Það er nauðsynlegt fyrir hvern þann sem leitar sér þjónustu hjá sjúkrahúsum, heilsugæslu eða á einkastofum að þekkja rétt sinn innan heilbrigðiskerfisins. Á heimasíðu Landlæknisemb- ættisins www.landlaeknir.is má finna upplýsingabækling um rétt- indi sjúklinga. Þar er meðal ann- ars fjallað um þátttöku sjúklinga í kostnaði, samþykki fyrir með- ferð, réttindi barna og foreldra þeirra og hvernig skuli bera sig að við að koma fram kvörtunum eða kærum. Í upplýsingabæk- lingnum má einnig finna lista yfir félög sjúklinga og samtaka til stuðnings þeim. Mörg þessara fé- laga geta reynst stoð og stytta fyrir þá sem sjá fram á að þurfa að leita sér stöðugrar læknisþjón- ustu vegna sjúkdóms. Mörg þess- ara félaga hafa mikla reynslu og þekkingu af málefnum sem snerta sjúklinga og geta veitt að- stoð til þeirra sem þurfa á henni að halda. Nú stefnir Landlæknisembætt- ið á að safna upplýsingum um staðfestar kærur eða kvartanir og gera aðgengilegar almenningi á næstu misserum. Sé fólk kunnugt rétti sínum á það síður til að týn- ast innan kerfis heilbrigðisþjón- ustunnar. T‡ndur í heilbrig›iskerfinu? Upplýsingar um réttindi sjúklinga á landlaeknir.is Ormar gegn ofnæmi Rannsóknir írskra vísindamanna benda til þess að innan tíðar verði hægt að nota sníkjudýr til góðs. Írskir vísindamenn við Trinity College í Dublin hafa náð að kom- ast fyrir astma í músum með því að smita þær af sníkjuormum. Astma- og ofnæmissjúkdómar hafa næstum þrefaldast í vest- rænum heimi síðastliðin þrjátíu ár. Vísindamennirnir telja ástæð- una vera þá að Vesturlandabúar búi í svo sótthreinsuðu umhverfi að ónæmiskerfið hafi ekkert merkilegra að kljást við en örver- ur og próteinagnir í loftinu. Rann- sókn sem gerð var í Gabon í Afr- íku sýndi fram á að börn sem voru sýkt af ormum sýndu minni ofnæmisviðbrögð við rykmaurum en þau ósýktu. Þegar ormarnir voru fjarlægðir með lyfjum juk- ust ofnæmisviðbrögðin aftur. Vís- indamennirnir telja að sníkjudýr- in stjórni á vissan hátt viðbrögð- um rauðu blóðkornanna í hýslun- um við ofnæmisvöldum til að gera hýsilinn að lífvænlegra um- hverfi fyrir sig. Næsta verkefni telja þeir vera að komast að því hvernig ormarnir gera þetta svo hægt sé að nýta þá þekkingu til þess að búa til ofnæmislyf og jafnvel lyf gegn sjálfsofnæmi. Þetta litla sníkjudýr gæti stuðlað að vellíð- an hjá mörgum ofnæmissjúklingum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.