Fréttablaðið - 06.09.2005, Page 23

Fréttablaðið - 06.09.2005, Page 23
5ÞRIÐJUDAGUR 6. september 2005 „Í stangarstökki reynir mikið á liðina. Ég hef lengi verið með brjóskvandamál í baki og verki í puttum. Ég finn alveg gríðarlegan mun á mér þegar ég tek inn Lið-Aktín en þá hverfa þrautirnar. Nú nota ég Lið-Aktín að staðaldri til að viðhalda heilbrigðum liðum og koma í veg fyrir slit. Lið-Aktín gerir mér kleift að stunda íþróttir af fullum krafti, þrautalaust“ ÞÓREY EDDA Norðurlandamethafi í stangarstökki K R A F T A V E R K „Lid-Aktín gerir mér kleift ad stunda ítrótt mína af fullum krafti, laus vid trautir“ K R A F T A V E R K SÖLVI GEFUR GÓÐ RÁÐ Hið „ljúfa“ líf? Sófakartöflur? Það er ljúft að liggja í sófanum heima og hafa allan heiminn í kassa fyrir framan sig, þjóta heimshorna á milli með hraða ljóssins, með því einu að þrýsta á hnapp. Fylgjast með öllu amstrinu í kringum sig, árangri annarra í íþróttum og fleiru. Það er gott að borða, ýmiss konar „snarla“ meðan maður horfir á sjónvarpið. Mörgum finnst „toppurinn“ að teygja sig eftir bjórnum og snakkinu og njóta sælunnar sem fylgir þessu letilífi. Þungur, þyngri... Með árunum verður hins vegar alltaf erfiðara og erfiðara að rísa upp úr sófanum eftir meiri birgðum eða til þess að losa sig við þær. Það gerist einfaldlega vegna þess að „birgðirnar“ hafa tilhneigingu til þess að setjast utan á okkur og safnast fyrir í líkamanum með tímanum. Kominn tími á breytingar? Það er lítil lífsfylling í því að fylgjast með árangri annarra, í það minnsta minni en að ná ár- angri sjálfur, og óhjákvæmilega leitar sú hugsun á mann hvort ekki sé kominn tími til að gera eitthvað í sínum málum. Jafnvel vinna eigin sigra, sigrast á kyrr- setulífinu og ört vaxandi fyrirferð eigin líkama. Hvernig væri að fara að rækta eigin líkama og sál? Heilsan Samkvæmt minni reynslu sem heilsuráðgjafi, sem spannar nú vel rúman áratug, má segja að flestir, sem eru ekki þegar byrj- aðir að rækta líkama og sál, séu einungis að bíða eftir ástæðu og tækifæri til þess að byrja. Það er margt sem vinnur á móti okkur. Eitt af því sem við óttumst hvað mest í lífinu, er að standast ekki raunina, hver svo sem hún er, og þess vegna finnst okkur oft bet- ur heima setið en af stað farið. Þannig eru flest áramótaheitin nú gleymd og grafin og sömu leið fór hjá mörgum að hefja lík- amsræktarátak og betra líf, ekki satt? En hvað ef það væri til leið sem því sem næst tryggir árangur í líkamsrækt? Sú leið er reyndar til og mun ég fjalla um hana og ýmsar aðferðir til að ná há- marksárangri í næstu pistlum mínum. Sjáumst í næstu viku! Sölvi Fannar Viðarsson Er framkvæmdastjóri Heilsuráðgjaf- ar. Hann hefur starfað við einka- þjálfun og heilsuráðgjöf um árabil. Vikuna 23. til 30. október býður Heilsustofnun NLFÍ upp á nám- skeið gegn reykingum. Rann- sóknir hafa sýnt að hreyfing, fræðsla, umræður, slökun og útivist hefur jákvæð áhrif á fólk og hjálpar því í baráttunni við tóbaksdjöfulinn. Heilsustofnunin býður upp á dvöl í friðsælu um- hverfi fjarri hversdagslegum vandamálum svo fólk geti ein- beitt sér að því að losna við fíknina í eitt skipti fyrir öll. Í stofnuninni er boðið upp á alls konar heilsustyrkjandi meðferð. Frekari upplýsingar eru á heima- síðu Heilsustofnunarinnar www.hnlfi.is. Hættu að reykja HEILSUSTOFNUNIN Í HVERAGERÐI BÝÐUR UPP Á NÁMSKEIÐ Í FALLEGU UMHVERFI. Heilsustofnunin hefur sérhæft sig í vatns- meðferð. Því hefur oft verið haldið fram að streita minnki líkur á þungun. Oft er sagt að konur sem reyni án ár- angurs að eignast börn séu bara of stressaðar og þeim sagt að um leið og þær slaki á þá hljóti þetta að koma. Málið er hins vegar ekki svo einfalt og nú hefur ný sænsk rannsókn leitt í ljós að streita hef- ur lítil áhrif á frjósemina. Tvær ljósmæður við Sa- hlgrenska-háskólasjúkrahúsið í Gautaborg unnu að rannsókninni. Þær fylgdu eftir 166 konum sem voru að reyna að eignast börn með tæknifrjóvgun. Streita kvennanna var mæld í upphafi meðferðar og einnig eftir að henni lauk. Frjóvguðu eggi var komið fyrir í legi 139 kvenna og þar af urðu 58 þungaðar. Streita virtist engin áhrif hafa og þær konur sem mældust stressaðar áttu alveg jafn miklar líkur á að verða þungaðar eins og þær ró- legu. Þessar niðurstöður eru fróð- legar fyrir þau pör sem eiga í erfiðleikum með að eignast börn og hafa tengt ófrjósemina við streitu og vinnuálag. Streita minnkar ekki líkur á flungun Konur sem þjást af streitu eiga jafn mikla möguleika á að verða þungaðar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.