Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2005, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 06.09.2005, Qupperneq 32
Það er vandaverk að vera ósam- mála. En jafnframt afskaplega mikilvægt. Það væri aldeilis af- leitt ef allir væru alltaf sammála. Þá yrði lítil þróun, engin skoðana- skipti og engin tækifæri til þess að þróa hugmyndir og velta vöng- um. Heimurinn væri einsleitur og líklega heldur leiðinlegur. Þess vegna er svo mikilvægt að við höfum ólíkar skoðanir og tæki- færi til að koma þeim á framfæri og viðra þær. Jafnframt er mikil- vægt að við höfum leyfi til að skipta um skoðun. Það er svolítið undarlegt að heyra fólk álasa öðr- um fyrir að skipta um skoðun. „Hann/hún sagði nú annað í gær eða í fyrra eða einhvern tíma.“ Skárra væri það nú að skipta aldrei um skoðun, taka aldrei sinnaskiptum, hanga bara eins og hundur á roði á einhverju viðhorfi af því að við höfðum það einu sinni, hvaða breytingar sem orðið hafa og hvað sem við höfum lært og fræðst um síðan. Það hefur reynt töluvert á skoðanaskipti að undanförnu. Skoðanir á virkjun við Kára- hnjúka hafa verið afar skiptar og nú nýlega hafa kirkjunnar mál í Garðasókn kallað fram ólíkar skoðanir. Staðsetning þjónustu við innanlandsflug er langvarandi til- efni til skoðanaskipta og strætis- vagnasamgöngur á höfuðborgar- svæðinu hafa valdið miklum hug- hrifum hjá fólki svo fátt eitt sé nefnt af nýlegum dæmum. Þetta er hið besta mál meðan við minn- umst þess að við deilum um skoð- anir en ekki einstaklinga. Verra er þegar fólk persónugerir slíkar deilur og þær valda vinslitum og jafnvel sundrung innan fjöl- skyldna. Slíks eru því miður fjöl- mörg dæmi. Rétturinn til að vera ósammála og hafa frjálsar skoð- anir á ýmsum málefnum er einn okkar helgasti réttur. Á honum byggir lýðræðið, hvorki meira né minna. Okkur ber að virða skoð- anir annarra, hversu vitlausar sem okkur sjálfum finnst þær vera. Framtíðin ein leiðir í ljós hver hefur rétt fyrir sér, ef það kemur í ljós á annað borð. Allir hafa rétt til að hafa sína skoðun og það er afar mikilvægt að við leyf- um og virðum mótmæli gegn gjörðum hins opinbera svo dæmi sé tekið. Það hefur verið nokkuð undarlegt að fylgjast með frétta- flutningi af viðbrögðum við mót- mælum fárra einstaklinga við virkjun við Kárahnjúka. Á sama tíma og íbúar Fljótsdalshéraðs, flestir ef ekki allir, hafa umtals- verðar áhyggjur af umferðarmál- um á ofanverðu Héraði gátu lög- reglumenn varið tíma og kröftum í eftirlit og áhyggjur af nokkrum mótmælendur í tjaldútilegu. Að sama skapi var undarlegt að fylgjast með fréttum af athöfnum þessara mótmælenda. Alveg eins og þeir hafa rétt til sinna skoðana og leyfi til að tjá þær hefur lög- gjafinn rétt til að ætlast til þess að þeir fari að lögum. Það er engum til framdráttar að brjóta lög, jafn- vel þótt við séum á stundum ósammála lögunum. Að vísu geymir sagan fjölmörg dæmi af lögbrjótum, sem mót- mæltu lögum sem þeir töldu vera lögleysu en reyndust síðar hafa rétt fyrir sér. Slíkum lögbrjótum þökkum við af einlægni. Sjálfur frelsarinn var ekki hátt skrifaður hjá yfirvöldum síns tíma. Stund- um eru lögin nefnilega ekki rétt- lát, jafnvel ekki rétt og stundum hefur mótmælendum tekist að færa heiminn í réttlátari átt með lögbrotum. Sagan ein getur kennt okkur hvenær það gerist og aldrei fyrr en síðar, jafnvel löngu síðar en atburðirnir eiga sér stað. Eftir sem áður hljótum við að ætlast til þess að allir virði lög annars veg- ar og hins vegar að allir virði rétt- inn til andmæla. Skoðanaskipti eiga sér stöðugt stað og það er mikilvægt að kunna að skiptast á skoðunum. Þetta er eitt af fjölmörgu sem við þurfum að kenna börnunum okkar, að skiptast á skoðunum án þess að rífast, hafa ólíkar skoðanir og rökstyðja þær án þess að persónu- gera ólíka afstöðu þannig að allt fari í bál og brand. Fullorðna fólk- ið er ekki alltaf góð fyrirmynd að þessu leyti, né reyndar svo mörgu öðru. Við verðum reið og æst, höf- um jafnvel uppi skammir og vammir og notum ljót orð þegar við þurfum að rökstyðja mál okk- ar á málefnalegan hátt og virða þá sem eru okkur ósammála. Vett- vangur skoðanaskipta er víða; í fjölmiðlum, á fundum, í heima- húsum og á samkomum ýmiss konar. Og við leyfum okkur að fjúka upp, jafnvel opinberlega og sumt af því sem er skrifað og sagt er ekki eftir hafandi. En samt eft- ir haft, ekki síst af börnunum. Oft er í holti heyrandi nær og börnin hlusta grannt eftir því sem full- orðna fólkið segir. Það er til lítils að banna börnum að leysa ágrein- ingsmál með slagsmálum ef full- orðna fólkið gerir það sjálft, jafn- vel þótt þau slagsmál séu frekar munnleg en líkamleg. Börnin eru nefnilega þannig gerð að þau taka frekar mark á gjörðum okkar en fyrirmælum. ■ Spennan fyrir kosningarnar til Stórþingsins í Noregi ámánudag er nú að ná hámarki. Í norskum fjölmiðlum birt-ast nú skoðanakannanir á hverjum degi, bæði almennt um stöðu stjórnmálaflokkanna í landinu öllu og svo staðbundnar kannanir og kannanir um einstök mál kosningabaráttunnar. Samkvæmt þeim könnunum sem birtar voru í gær er alls ekki fullljóst hvers konar ríkisstjórn verður mynduð að loknum kosn- ingum. Rauðgrænu flokkarnir svokölluðu með Jens Stoltenberg, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem forsætisráðherraefni hafa fram undir þetta virst nokkuð öruggir um sigur í kosningunum, en nú þegar nær dregur kjördegi hefur heldur dregið úr fylgi við Miðflokkinn, sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir flokkana þrjá á vinstri vængnum. Jafnframt hefur Kristilegi þjóðarflokurinn, flokkur Bondeviks forsætisráðherra, sótt í sig veðrið og það sama er að segja um tvo aðra flokka sem tilheyra borgaraflokkunum, Hægriflokkinn og Framfaraflokkinn. Það er eins með flokkana í Noregi og hér á landi, að sumir þeirra koma betur út í skoðanakönnunum en í kosningunum sjálfum, og aðrir sýna betri árangur í kosningunum en í könnun- um fyrir þær. Þeir leiðtogar sem mest hefur borið á í kosningabaráttunni í Noregi eru Bondevik forsætisráðherra og Stoltenberg, leiðtogi jafnaðarmanna, sem líka hefur gegnt starfi forsætisráðherra, þótt stutt væri. Meðal þess sem þessir tveir leiðtogar hafa tekist á um í kosningabaráttunni er einkavæðing ríkisfyrirtækja. Jafnaðar- menn hafa mjög varað við frekari einkavæðingu ríkisfyrirtækja í Noregi en Bondevik hefur á móti bent á að Verkamannaflokk- urinn hafi selt hlut í mörgum ríkisfyrirtækjum á stuttri valda- tíð sinni fyrir nokkrum árum. Þeir benda á að á valdatíma þeirra hafi bæði ríkisolíufyrirtækið Statoil verið sett á markað auk norska símans og hlutur ríkisins í einum öflugasta banka landsins verið seldur og hann sé nú í sænskum höndum. Þrátt fyrir að norska ríkið hafi selt stóran hluta fyrirtækja sem það átti í, er enn af nógu að taka hvað varðar sölu ríkisfyrirtækja í Noregi. Þannig á ríkið enn stóran hlut í Statoil og Norsk Hydro, auk áburðar- og gasframleiðslufyrirtækja, og er stærsti ein- staki hluthafinn í stærsta banka Noregs. Umræða um aðild Norðmanna að Evrópusambandinu er ekki áberandi í norskum fjölmiðlum nú þegar vika er til kosn- inga. Verkamannaflokkurinn er hlynntur því að Norðmenn gangi í Evrópusambandið og tala um að undirbúa aðildarvið- ræður á næsta kjörtímabili nái þeir völdum. Væntanlegur sam- starfsflokkur þeirra, Sósíalíski vinstriflokkurinn, er hins veg- ar ekki sömu skoðunar og gæti þetta atriði því orðið ásteyting- arsteinn í stjórnarmyndunarviðræðum. Kristilegi þjóðarflokk- urinn er á móti aðild og Framfaraflokkurinn vill bera málið undir þjóðina áður en nokkuð verður aðhafst. Hægri flokkur- inn er hlynntur aðild. Afstaða Norðmanna til Evrópusambands- ins getur haft mikil áhrif hér á landi og því verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist í þessum málum að loknum Stórþings- kosningunum í Noregi á mánudag, þar sem 3,4 milljónir manna hafa kosningarétt. ■ 6. september 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON FRÁ DEGI TIL DAGS A› vir›a sko›anir annarra Deyfð og drungi Einkennilegt er hve margir alþingismenn okkar eru þreyttir og framtakslausir við að birta kjósendum skoðanir sínar og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Af 63 þingmönnum halda að- eins 25 úti heimasíðum á netinu. Vantar þó ekki að þingið borgar allan kostnað við slíkar síður, útvegar til dæmis tölvur og greiðir afnotagjöld af nettengingum. En jafnvel þótt 25 þingmenn séu skráðir fyrir heimasíðum eru nokkrar þeirra al- gjörlega óvirkar. Sex þessara þingmanna hafa ekki sett staf á síðu sína svo mán- uðum skiptir; sumir hafa ekki gert það í nokkur ár! Er von nema sú spurning vakni hjá einhverjum hvort þetta blessaða fólk ætti ekki að fara að leita sér að annarri vinnu? Þrettán virkir Samkvæmt könnun sem þessi dálkur gerði í gær hafa þrettán þingmenn sett efni inn á heimasíður sínar í þessum mánuði. Við hrósum þeim fyrir framtak- ið með því að birta nöfn þeirra í staf- rófsröð: Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Bjarna- son, Einar K. Guðfinnsson, Jóhanna Sig- urðardóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Sigurjón Þórð- arson, Sturla Böðvarsson , Siv Friðleifs- dóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Ög- mundur Jónasson og Össur Skarphéð- insson. Sá síðastnefndi er virkastur – og skrifar yfirleitt læsilegustu pistlana. Ólík afstaða Athyglisvert er að fylgjast með því hve fjölmiðlar í Bandaríkjunum gera andláti Williams H. Rehnquist, forseta Hæsta- réttar góð skil. Fréttir af því skyggðu um tíma á frásagnir af hörmungum á flóðasvæðunum við Mexíkóflóa og er þá mikið sagt. Þetta stafar af þeirri virð- ingu og stöðu sem dómsvaldið hefur vestanhafs. Litið er svo á að það sé jafnsett framkvæmdavaldinu og lög- gjafarvaldinu. Nú þarf Bush forseti að tilnefna nýjan dómara í réttinn, en hann verður þó ekki skipaður í emb- ætti nema að fengnu samþykki þings- ins. Í Bandaríkjunum þykir það fráleit hugmynd, sem hér er siðvenja, að dómsmálaráðherra geti upp á sitt ein- dæmi ráðið því hver er dómari í Hæstarétti. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG SKOÐANASKIPTI INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR Skárra væri fla› nú a› skipta aldrei um sko›un, taka aldrei sinnaskiptum, hanga bara eins og hundur á ro›i á ein- hverju vi›horfi af flví a› vi› höf›um fla› einu sinni, hva›a breytingar sem or›i› hafa og hva› sem vi› höfum lært og fræ›st um sí›an. Tekist á um einkavæðingu ríkisfyrirtækja í kosningabaráttunni. Stórflingskosningar eftir viku í Noregi

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.