Fréttablaðið - 06.09.2005, Page 36

Fréttablaðið - 06.09.2005, Page 36
6. september 2005 ÞRIÐJURDAGUR > Við finnum til með ... ... Akureyringnum Freydísi Önnu Jónsdóttur sem varð fyrir því óhappi að fótbrotna í úrslitaleik 1. deild kvenna um helgina. Freydís hafði áður komið sínu liði í 2–0 í leiknum en varð að fara út af fótbrotin í upphafi seinni hálfleiks. Við vonum að hún ná sér sem allra fyrst af meiðslunum. Heyrst hefur ... ... að Borgnesingar séu að skoða sjö feta Kana til að spila með liðinu í úrvals- deildinni í vetur. Skallagrímsmenn hafa þegar samið við tvo sterka Makedóna og verða ekki árennilegir ef samningar nást við miðherja sem er yfir 2,13 metra. Skallagrímur er eitt fárra liða sem eiga enn eftir að ráða sér Bandaríkjamenn en nú styttist óðum í Íslandsmótið. sport@frettabladid.is 24 > Við hrósum ... .... kvennastarfi Breiðabliks í knattspyrnunni en Blikar hafa eignast þrjá Íslands- meistara í yngri flokkum í sumar auk titilsins sem meistaraflokkur félagsins vann. Það er því ljóst að verið er að vinna frábært starf sem aldrei fyrir í kvennafótboltanum í Kópavogi. Knattspyrnudeild Keflavíkur ætlar ekki a› kæra Gu›jón fiór›arson fyrir brot á samningi flar sem ekkert sé a› sækja á Gu›jón. Hættir við að kæra Guðjón FÓTBOLTI Stjórn knattspyrnudeild- ar Keflavíkur mun ekki kæra Guðjón Þórðarson fyrir samn- ingsrof eins og talað var um að gera þegar Guðjón sagði starfi sínu lausu þrem dögum fyrir fyrsta leik í Landsbankadeildinni. „Það er ekki búið að taka form- lega ákvörðun en ég á ekki von á því að við kærum,“ sagði Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnu- deildar Keflavíkur, við Frétta- blaðið í gær. „Lögfræðingar okkar telja að við séum með unnið mál í höndunum en það er ekkert að sækja á kallinn.“ Með því á Rúnar við að ekki sé hægt að lögsækja einstaklinginn Guðjón Þórðarson heldur verða þeir að kæra eignarhaldsfélagið G.Þ. ráðgjöf, þar sem Guðjón er stjórnarformaður, en þeir sömdu við það „fyrirtæki“ til þess að stýra liði sínu. Varð ævareiður við Guðjón Rúnar varð ævareiður þegar Guð- jón sagði upp enda taldi Rúnar að ástæða uppsagnarinnar væri sú að Guðjón væri búinn að semja við enskt félag. Guðjón sagði aft- ur á móti að Keflavík hefði ekki staðið við fjárhagslegar skuld- bindingar samningsins og því hefði hann ákveðið að segja hon- um upp. „Guðjón lýgur algjörlega. Þetta er lygi og óþverraskapur. Maðurinn fer bara með tóma steypu og þetta eru allt rakalaus ósannindi hjá honum. Þetta er bara skrípaleikur,“ sagði Rúnar meðal annars eftir að Guðjón hafði sagt upp og hann er enn sár í dag. „Ég hefði viljað hjóla í kall- inn en félagið gengur fyrir og við getum ekki farið út í dýr málaferli sem síðan skila okkur engu.“ henry@frettabladid.is Nokkrir leikmenn úr króatíska knattspyrnulandsliðinu sem var hér á landi: FÓTBOLTI Nokkrir úr föruneyti króatíska knattspyrnulandsliðs- ins lentu í kröppum dansi nú á sunnudag er þeir voru í fólksbíl á leiðinni í flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Þrír leikmenn voru í bílnum en tveir þeirra, Robert Kovac og Josip Simunic, fengu gult spjald í leiknum gegn Íslandi og verða því í banni er landslið Króatíu mætir Möltu á miðvikudag. Sá þriðji, markvörðurinn Tomislav Butina, er með lungnabólgu og verður af þeim sökum ekki með gegn Möltu. Þessir þrír voru því að halda heim á leið til Króatíu er keyrt var inn í hlið bifreiðar þeirra á Reykjanesbrautinni en ökumaður bílsins, Sigurður Sveinn Þórðarson, segir að engan hafi sakað í árekstrinum. „Þeir voru þó greinilega í upp- námi því þeir helltu sér yfir greyið stelpuna sem ók hinum bílnum,“ sagði Sigurður. „Sérstaklega Robert Kovac, hann var alveg brjálaður.“ Kovac hefur lengst af leikið í Þýskalandi en hann gekk í raðir Juventus á Ítalíu nú í sumar. esá Lentu í árekstri á Reykjanesbrautinni Jónas Sigursteinsson, þjálfari Þór/KA/KS í knattspyrnu kvenna, var afar ósáttur með Marínó Þorsteinsson, dómara í úr- slitaleiknum við Fylki í 1.deild kvenna, en honum lauk með 3-2 sigri Fylkis og vann Árbæjarliðið sér með því sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili. Jónas skrifar pistil á heimasíðu Þórs þar sem hann segir dómarann ekki hæfan til þess að sinna starfi sínu. Freydís Jónsdótt- ir, sóknarmaður Þór/KA/KS, fót- brotnaði illa í leikn- um eftir að hafa lent í samstuði við mark- vörð Fylkis en Marínó Þorsteinsson, dómari leiksins, dæmdi ekki á markvörðinn og er ákveðinn í því að ekki hafi verið um leikbrot að ræða. „Sóknar- maður Þór/KA/KS kemst í gegnum vörn- ina og er í miklu kapphlaupi við mark- vörð Fylkis um boltann. Þær renna sér eftir boltanum og skella síðan saman með þessum leiðu afleiðingum. Reyndar nær sóknarmaðurinn að komast á undan í boltann. Aðstoð- ardómarinn var mér sammála í því að ekki hefði verið um neitt leik- brot að ræða heldur einungis slys.“ Jónas er ekki sammála Marinó í þessu og segir hann einfaldlega ekki starfi sínu vaxinn. „Það var óskiljanleg ákvörðun hjá dóm- aranum að dæma ekki leikbrot á mark- vörðinn því þetta var harkalegt brot, þó ekki hafi verið um að neitt viljaverk að ræða. Það eru svona atvik sem knattspyrnudómarar verða að hafa á hreinu ef þeir ætla sér að hafa tök á leiknum. Það er einfaldlega hættu- legt að hafa ekki þor til þess að grípa inn í þegar svona gerist. Það býður hættunni heim.“ Freydís er í gifsi en vonast til þess að losna úr því sem fyrst. „Ég verð að sætta mig við þetta en ég mun ekki spila fót- bolta á næstunni. Vonandi næ ég að jafna mig á mettíma.“ KNATTSPYRNUKONAN FREYDÍS JÓNSDÓTTIR: FÓTBROTNAÐI ILLA Í ÚRSLITALEIK GEGN FYLKI fijálfarinn æfur vegna slakrar dómgæslu VEL FÓR Á MEÐ ÞEIM Hér sést mynd af þeim félögum þegar Guðjón Þórðarson skrifaði undir þjálfarasamning við Landsbankadeildarlið Keflavíkur. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Þriðjudagur MAÍ ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Þátturinn er endursýndur þrisvar sinnum til 09.00 og svo aftur klukkan 17.00.  17.30 Deutsche Bank PGA- meistaramótið í golfi á Sýn.  20.30 Toyota-mótaröðin í golfi 2005 á Sýn.  21.30 Mótorsport 2005 á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Strandblak á Sýn.  23.40 Leikur Tyrkja og Dana í undankeppni fyrir HM 2006 á Sýn. Konur og karlar Æfingatímar í vetur í Fylkishöll á fimmtudögum kl. 20:40 - 22:20 og á sunnudögum kl. 19:40 - 21:10 Karlar eru sérstaklega hvattir til að mæta til að efla nýhafið karlastarf blakdeildarinnar. Sérstakir byrjendatímar með sér þjálfara (fyrir konur og karla) verða samhliða æfingunum og eru allir sem áhuga hafa á að byrja i blaki en hafa ekki eða lítið spilað fyrr hvattir til að koma og nýta sér þá. Fyrirspurnir hjá Andreu í síma 8491769 eða á fylkir@fylkir.org Byrjendur eru teknir inn í september en eðli málsins samkvæmt er erfitt að fólk byrji á miðju tímabili. Bendum líka á að barnastarfið er hafið í Fylkishöll og Ingunnarskóla. Frá Blakdeild Fylkis Ari Gunnarsson, Ármanni: Sundma›ur féll á lyfjaprófi LYFJAMÁL Sundmaðurinn Ari Gunn- arsson, í sunddeild Glímufélags- ins Ármanns, kolféll á lyfjaprófi sem tekið var 3. júlí síðastliðinn að lokinni Bikarkeppni Sundsam- bands Íslands. Í kjölfarið var hann dæmdur í tveggja ára æf- inga- og keppnisbann. Ari er fyrsti íslenski sundmaðurinn sem fellur á lyfjaprófi. Í sýni Ara greindust sterarnir testosteron og nandrolone auk efederíns. Hlutfall testosterons í sýni Ara reyndist vera 26.6 en við- miðunarmörkin eru 4 og mældist hann því langt yfir leyfilegum mörkum. Við framkvæmd lyfjaprófsins viðurkenndi Ari að hann hefði neytt efni af bannlista og ákvað hann að skila ekki inn greinargerð vegna málsins. Þá mætti hann heldur ekki fyrir dóm þegar málið var tekið fyrir. Í yfirlýsingu harmar Sundsam- band Íslands þetta mál og ætlar að endurskoða upplýsingaferli um lyfjamál innan sambandsins. Sunddeild Ármanns keppti í 2. deild Bikarkeppni Sundsambands- ins þegar lyfjaprófið var tekið. Ari varð þar meðal annars í 4. sæti í 100 metra bringusundi, sjöundi í 100 m skriðsundi, áttundi í 200 m skriðsundi. ÞoGu ROBERT KOVAC Robert eltir hér Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsleik Íslands og Króatíu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Fjölnismenn eru búnir að ná sér í bandarískan leikmann fyrir komandi leiktíð í úrvals- deildinni en sá heitir Jason Clark og spilaði með Virginia-háskólan- um í 1. deild bandaríska háskóla- boltans. Jason er 203 sm framherji sem skoraði 6,8 stig og tók 5,2 fráköst að meðaltali á lokaári sínu í skól- anum en hann fékk mikið lof fyrir baráttuþrek og varnarleik hjá þjálfurum sínum í skólanum. Clark nýtti færin sín vel (61,7% skotnýting síðasta árið) og þá varði hann 112 skot á tíma sínum hjá Virginia sem er fimmta mesta í sögu skólans. „Þetta er hörku varnarmaður og kemur til með að hjálpa okkur mikið þótt hann sé ekki mikill skorari. Clark kemur til með að binda saman vörnina og þetta er örugglega öðruvísi leik- maður en liðin hafa verið að taka í þessu eins Kana kerfi,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari spútnikliðs síðasta tímabils sem komst í bikarúrslitaleikinn og undanúrslit úrslitakeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins. óój Spútniklið síðasta árs fær til sín topp varnarmann: Fjölnismenn komnir me› Kana NÝR KANI Í GRAFARVOG Benedikt Guð- mundsson er búinn að krækja í nýjan Bandaríkjamann fyrir komandi tímabil. SÁ FYRSTI FALLINN Íslenskur sundmaður hefur nú fallið á lyfjaprófi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.