Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 40

Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 40
Hver er Barði? sýnd á Atlantic Film Festival. Stuttmyndinni Who’s Barði?, eða Hver er Barði?, eftir Ragnar Bragason hefur verið boðið til keppni á hinni virtu, alþjóðlegu kvikmyndahátíð Atlantic Film Festival, sem haldin er árlega í Halifax í Nova Scotia. Að þessu sinni stendur kvikmyndahátíðin yfir frá 15. til 24. september, en þar tekur myndin þátt í flokknum International Perspectives, sem sýnir það besta í alþjóðlegri kvik- myndagerð síðastliðið ár. Á síðustu árum hefur Atlantic Film Festival orðið ein stærsta og virtasta kvikmyndahátíð Norður- Ameríku, en aðalmynd hátíðarinn- ar í ár er nýjasta kvikmynd sænska leikstjórans Lasse Hall- ström, sem ber titilinn An Un- finished Life og skartar þeim Ro- bert Redford, Morgan Freeman og Jennifer Lopez í aðalhlutverkum. Myndin Who’s Barði? hefur ferðast víða um heim undanfarin misseri og vakið athygli á fjölda kvikmyndahátíða; þeirra á meðal Nordisk Panorama, Tekfestival Rome og Paris Tout Court. Who’s Barði? fjallar um tónlist- armanninn Barða Jóhannsson sem skipar hljómsveitina Bang Gang. Hópur kvikmyndagerðar- manna fylgir Barða eftir við upp- tökur á nýrri plötu, þar sem tón- listarmaðurinn gefur þá mynd af sér að hann sé algjört heilsufrík með óbilandi áhuga á andlegum málefnum og íþróttum, en kvik- myndagerðarmennina grunar fljótt að ekki sé allt með felldu. Þeir fara því að fylgjast með Barða án hans vitneskju og upp- götva heim sem er fullur af mót- sögnum, sérvisku og undarlegri notkun á mjólkurvörum. Sjá nánar á http://www.atlant- icfilm.com. 28 6. september 2005 ÞRIÐJUDAGUR > Ekki missa af ... ...hinni rammís- lensku bíó- mynd Strákunum okkar eftir Róbert Douglas. Drepfyndið hommasport með grátbros- legu ívafi. ...af sýningunni Meistari Kjarval 120 ára, sem opnaði í Gerðasafni á laugar- daginn. Þar má sjá lífshlaup Kjarvals frá 1905 til 1966. ...Banners Bright eftir Malcolm Green og Cosmosis-tauþrykki þeirra Godds, Ómars Stefánssonar og Bjarna H. Þórar- inssonar í Kling og Bang galleríi til 25. september. Frá því í ágúst árið 2002 hefur Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, staðið fyrir hádegistónleik- um einu sinni í mánuði. Nú á fimmtudaginn 8. ágúst verða haldnir fyrstu tónleikarnir í hádegistónleikaröð vetrarins, en tónleikarnir hefjast klukkan tólf og standa yfir í hálfa klukkustund. Hádegistónleikarnir eru sérstaklega hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk sem starfar í miðbæ Hafnarfjarðar til þess að njóta góðrar tónlistar í hádegishléinu. Að þessu tilefni hefur Hafnarborg fengið til samstarfs pí- anóleikarann Antoníu Hevesi sem listrænan stjórnanda tónleikaraðarinnar en Antonía er organisti við Hafnar- fjarðarkirkju. Á tónleika septembermánaðar valdi Anton- ía óperusöngkonuna Elínu Ósk Óskarsdóttur sem fyrsta hádegissöngvarann, en tónleikarnir eru í boði Hafnar- borgar, ókeypis og öllum opnir meðan húsrúm leyfir. Fimmtudagskvöldið 8. september verður opnuð sýning á verki myndlist- armannsins Finns Arnars í Epal, Skeifunni 6. Verkið „Stígur“ er inn- setning en í því er gestum boðið í stuttan göngutúr „úti í ósnortinni nátt- úrunni“. Samhliða myndlistinni hefur Finnur starfað sem leikmynda- og sýninga- hönnuður. Sýningin er opin á opnunartíma versl- unarinnar og stendur í þrjár vikur. menning@frettabladid.is Sko›a›i taflbor› Fischers og Spasskís Bandaríska söngkonan Patti Smith var gerð að heiðursfélaga í taflfélaginu Hróknum í gær eftir mót sem félagið hélt henni til heiðurs í Þjóðmenningarhúsinu. Að sögn Hrafns Jökulssonar, formanns Hróksins, er Smith, sem heldur tónleika á Nasa í kvöld, mikil skákáhugakona. Hafði hún óskað eftir því við tón- leikahaldara að sjá taflborðið sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu í heimsmeistaraeinvígi sínu hér á landi árið 1972. Í fram- haldi af því ákvað Hrafn að slá upp stuttu móti fyrir unga skák- menn í lestrarsal Þjóðmenningar- hússins, þar sem taflið er geymt. Einnig voru Patti sýndar myndir frá Grænlandsferð Hróksins sem var farin á dögunum auk þess sem Andrea Gylfadóttir sæmdi hana Silfurhróknum, sem gerir söng- konuna þar með að heiðursfélaga í Hróknum. „Hún var stórhrifin af þessu öllu. Henni fannst gaman að sjá borðið og tók myndir af því í bak og fyrir,“ segir Hrafn. „Henni fannst æðislegt að hitta krakkana líka og síðan ákvað hún að koma í næstu Grænlandsferð með okkur. Hún er greinilega mjög áhugasöm um skák og þekkir vel til skáklistarinn- ar. Hún talaði um hvað skákin væri góð fyrir rökhugsun, ímyndunar- aflið og sköpunargáfuna.“ Patti fékk einnig forláta tafl- borð að gjöf frá Hróknum svo að hún gæti þjálfað sig fyrir Græn- landsferðina, en að sögn Hrafns er hún mjög hógvær þegar kemur að eigin taflmennsku. Alls tóku fimmtán krakkar þátt í mótinu og urðu þær Júlía Rós Hafþórsdóttir og Sigríður B. Helgadóttir jafnar í efsta sætinu. Patti Smith er talinn einn áhrifamesti kvenrokkari og texta- smiður allra tíma. Á meðal fræg- ustu laga hennar er dúettinn Because the Night sem hún söng með Bruce Springsteen og Dancing Barefoot sem hljóm- sveitin U2 setti á lagalista sinn um miðjan síðasta áratug við miklar vinsældir. freyr@frettabladid.is ! ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR ÓPERUSÖNG- KONA Elín verður fyrsti gestasöngvari Hafnarborg- ar á hádegistónleikum septembermánaðar. Menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar í Hafnarborg opnaði sýningu á málverkum Eiríks Smith 27. ágúst, í tilefni áttræðis- afmælis Eiríks 9. ágúst síðastlið- inn. Á sýningunni eru ný verk eft- ir listamanninn, bæði olíu- og vatnslitamálverk. Ferill Eiríks sem listmálara spannar meira en hálfa öld og í verkum hans speglast mörg helstu viðfangsefni í listasögu þess tíma, enda hefur Eiríkur aldrei verið hræddur við að feta nýjar slóðir í list sinni. Í sýningarskrá segir Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur meðal annars: „Myndlist Eiríks hefur alla tíð verið trú þeim mark- miðum sem flestir góðir lista- menn setja sér, leynt eða ljóst, nefnilega að brjóta til mergjar grundvallaratriði á borð við tilvist manns í síbreytilegum heimi, samskipti hans við náttúruna, hlutverk tilfinningalífsins í öllu því tilvistar-og samskiptamynstri og síðast en ekki síst tæpir lista- maðurinn óhræddur á helsta feimnismáli samtímamyndlistar, eilífðarspursmálinu.“ Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og sýn- ingunni lýkur 26. september. Fetar n‡jar sló›ir EIRÍKUR SMITH Ferill hans sem listmálara spannar meira en hálfa öld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A VIÐ TAFLBORÐIÐ Söngkonan goðsagn- akennda hafði gaman af heimsókn sinni í Þjóðmenningarhúsið í gær. HVER ER HANN EIGINLEGA ÞESSI BARÐI? Myndin er fengin að láni úr kvikmynd Ragnars Bragasonar, Who’s Barði, sem sýnd verður á hinni virtu Atlantic Film Festival síðar í mánuðinum. Í myndinni eru sýndar óvæntar senur úr lífi hins dularfulla Barða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R AG N AR B R AG AS O N Fullur af mótsögnum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE IN U N N Hádegissprengja í Hafnarborg

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.