Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 49

Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 49
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 KIA umboðið á Ís landi er í e igu Heklu hf . Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5000 Fullbúinn alvörujeppi á aðeins 3.175.000 kr. KIA Sorento er frábær jeppi byggður á grind með aflmikilli 140 hestafla turbo dísilvél, háu og lágu drifi og 5 þrepa sjálfskiptingu. Auk þess ríkulega búinn með ABS hemlakerfi, hraðastilli, tvískiptum afturhlera, álfelgum, þakboga og mörgu fleiru. Þetta er jeppi sem þú verður að prófa. KIA er sá bílaframleiðandi sem er í mestum vexti í heiminum í dag. Það er ekkert skrítið þegar hægt er að bjóða þessi gæði á svona verði. KIA fer fram úr helstu bílaframleiðendum heimsins Í nýrri gæðakönnun JD Power varð KIA Sorento sigurvegari í flokki aldrifsbíla og sá eini sem fékk 5 stjörnur. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 4 0 5 3 BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR Tilkynningar og tilfinningar Auglýsingar lýsa tíðaranda oggeta sagt svo ótal margt um ástand og líðan þjóðar hverju sinni. Þannig gleymist hún seint tilkynningin sem birtist sjón- varpsáhorfendum á áttunda ára- tugnum um að auminginn hún Alda væri loks hætt að þvo í hönd- unum með bretti – hún hefði verið leyst af hólmi með forláta þvotta- vél með sama nafni. Skammt er liðið frá því súkkulaðisjúki gæinn lét sig dreyma um risavaxnar, berrassaðar og olíubornar ljóskur. Einhverjar auglýsingar hitta okk- ur beint í hjartastað og aðrar kitla hláturtaugarnar. VIRÐULEGUR og heimilislegur þulur las eitt sinn á góðu Gufunni: Pallíettujakkar, pallíettujakkar, tveggja tonna pallíettujakkar? Hik kom á þulinn og þögn ríkti í örfá- ar sekúndur, en svo tók hann til máls á ný: Þulur les þetta aftur. Pallettutjakkar, Pallettutjakkar, tveggja tonna pallettutjakkar, sagði hann svo með bros í rödd- inni. Og einhvern veginn svona hljóm- uðu útvarpsauglýsingar á öldum ljósvakans nú fyrir helgina: Ör- yrkjar, öryrkjar! Astmalyfin ókeypis í dag. Meðöl og máttur. Ellilífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar! Astmalyfin ókeypis í dag. Meðöl og máttur. Lyfseðilsskyld lyf hef- ur hingað til ekki mátt auglýsa fyrir almenning og astmalyf ku jú vera lyfseðilsskyld. Þarna má því ef til vill skynja breyttar áherslur. NÚ ER um að gera að vera vak- andi og leggja við hlustir ef mað- ur er sjúklingur því hver vill missa af ókeypis lyfjum sem þarf á þeim að halda alla sína ævidaga? Hver veit nema þessi markaðs- setning nái nýjum hæðum. Þá má ef til vill heyra auglýsingar á þessum nótum: Krakkaormar, krakkaormar! Hegðunarlyfin ókeypis í dag. Meðöl og máttur. Exemsjúklingar, exemsjúklingar! Sterakremin ókeypis í dag. Meðöl og máttur. Hjartveikir,hjartveikir! Sprengitöflur ókeypis í dag, Meðöl og máttur. Þunglyndir, þunglynd- ir! Ókeypis gleðipillur, aðeins í dag. Meðöl og máttur. EINHVERJIR munu áreiðanlega hlusta grannt eftir tilkynningum um ókeypis lyf á næstunni. Það munar um minna þar sem lyf á landinu bláa eru ekki þau ódýr- ustu í álfunni. Stöku lyfsalar virð- ast fikra sig út á sama hála ísinn og áfengissalar og geta þeir nú leiðst hönd í hönd á ótryggri ís- breiðunni. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.