Fréttablaðið - 14.09.2005, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 14.09.2005, Qupperneq 12
1 Ekki verður hjá því komist að telja það tímabil sem Davíð hefur gegnt forystuhlutverki í ís- lenskum stjórnmálum undanfarin fjórtán ár einhverja mestu góðæristíma í sögu þjóðarinn- ar. Sjaldan eða aldrei hefur kaupmáttur almenn- ings verið jafn mikill eða vegur fyrirtækja legið jafn mikið upp á við. Ef bera á hagsæld undanfarinna ára saman við önnur tímabil mætti helst líkja því við tíma- bil viðreisnaráranna þegar síldarveiðar skiluðu fólkinu vinnu og ríkinu tekjum og hagvöxtur og kaupmáttur héldust í hendur. Þar var þó sá munur á að ekki var hugað að varðveislu fiski- stofnanna, sem hefur verið einn af hornsteinun- um í þeirri arðsemi sem fiskveiðistjórnunar- kerfið hefur skilað þjóðarbúinu undanfarin ár. UPPHAFIÐ AÐ EFNAHAGSSTJÓRNINNI Áður en ríkisstjórn Davíðs Oddssonar komst til valda árið 1991 hafði verið lagður grunnur að ýmsum veigamiklum málum sem síðar skiluðu sér í þjóðarbúið. Kvótakerfið hafði verið sett á, sem stuðlaði að varðveislu fiskistofnanna. Frjálst framsal aflaheimilda stuðlaði síðar að því að gera sjávarútvegsfyrirtækjum kleift að stækka og auka arðsemi sína með stærðaráhrif- um. Þá höfðu verið gerðar ýmsar breytingar í frelsisátt á fjármálaumhverfinu og hin svokall- aða þjóðarsátt hafði náðst á vinnumarkaði. Enda þótt svo hafi verið hófst þegar í stað mikil vinna við að koma stjórn efnahagsmála á réttan kjöl strax árið 1991. Margir telja að með EES-samningnum og með því að laga ýmsar reglur og löggjöf hér á landi að reglum Evrópu- sambandsins, sem átti eftir að skila sér í fram- förum og auknum viðskiptum við Evrópu, hafi verið stigið stórt skref í átt til frjálsræðis á fjármagnsmarkaði. Ekki síst þar sem fjórfrelsi EES-samningsins varð til þess að frjálst flæði á fjármagni, vörum, þjónustu og vinnuafli varð MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN12 Ú T T E K T 1992 – EINKAVÆÐINGIN HEFST Einkavæðingarferlið fer af stað þegar Prentsmiðjan Gutenberg hf. er seld til einkaaðila. Kaupverðið var 85,6 milljónir króna. 1992 – EES-SAMNINGURINN UNDIRRITAÐUR Samningurinn um Evrópska efnhagssvæðið er undirritaður. Enda þótt hann tæki ekki gildi fyrr en tveimur árum síðar hófst þegar vinna við að laga ís- lenskt lagaumhverfi að samningnum. 1993 – GJALDEYRISMARKAÐUR OPNAÐ- UR Í kjölfar ákvæða EES-samningsins um fullt frelsi fjármagnsflutninga var ekki lengur þörf á að Seðlabankinn ákvarðaði einhliða gengi gjaldmiðla. Gjaldeyrismarkaður í samvinnu við viðskiptabankana og Lánastofnun sparisjóð- anna tók til starfa og framboð og eftirspurn höfðu meiri áhrif en áður á gengi gjaldmiðla. 1993 – LÖG UM VERÐBRÉFA- ÞING ÍSLANDS Sett voru lög um Verðbréfaþing Íslands sem þá hafði verið starfrækt um nokkurt skeið. Með lagasetningunni var enn frekar treyst á skipulagðan markað með verðbréf hér á landi. 1993 – SAMKEPPNISSTOFNUN SETT Á FÓT Samkeppnislög voru staðfest af Alþingi og Samkeppnisstofnun sett á laggirnar. Hlutverk hennar var ekki síst að skapa einkafyrirtækjum sanngjarna og eðlilega samkeppnisstöðu við þann rekst- ur sem var í eigu og á vegum ríkisins. 1993 – SALA SR-MJÖLS HF. Fyrsta stóra einkavæðingin lítur dagsins ljós þegar SR-mjöl hf. fer úr höndum ríkisins yfir til einkaaðila. Kaupverðið var 725 milljónir króna. 1995 – ÁLVERIÐ Á GRUNDARTANGA STÆKKAÐ Ákveðið að stækka álver Alcan á Grundartanga úr 100.000 tonna framleiðslugetu í 162.000 tonn. 1998 – SALA Á 49 PRÓSENTU Í FBA Seld voru 49 prósent af hlutafé Fjárfestingarbanka atvinn lífsins. Söluverðið var tæplega 4, milljarðar króna. 1999 þrettán lands o stakling ríkisins í bönk Davíð Oddsson hefur ekki aðeins gegnt embætti forsætisráðherra megnið af því tímabili sem hann hefur verið efnahagsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar á sama tímabili í einhverjum mesta uppgangstíma í íslensk efnahagsmála landsins hefur verið í forystutíð Davíðs. Efnahagsstjórn á gó EES-samninginn má nefna sem einn af þremur hornsteinum þeirra efnahagslegu framfara sem orðið hafa í stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Með EES-samningnum urðu ýmsar breytingar á fjár- magnskerfinu í átt til frjálsræðis svo sem frjálst flæði fjármagns, frjálsir vöruflutningar, frjálst flæði á vinnuafli og frjálst flæði á þjónustustarf- semi sem oft hefur verið nefnt sem fjórfrelsið. Enda þótt sterkur vilji hafi þegar verið til staðar hjá stjórnvöldum að færa ýmsa löggjöf til sam- ræmis við löggjöf Evrópusambandsins á þeim tíma sem samningurinn var gerður má telja að með samningnum hafi verið stigið stórt skref í átt til þess að treysta á frelsi og frjálsan markað sem grundvöll þess að hér á landi gæti viðskipta- umhverfið orðið bæði alþjóðlegt og án tolla og viðskiptahamla. E V R Ó P S K A E F N A H A G S S V Æ Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.