Fréttablaðið - 14.09.2005, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN18
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Eimskip opnaði í nóvember skrifstofu í
Qingdao í Kína. Fyrir þeirri skrifstofu fer
James Liu, sem stýrir þar örum vexti í kæli-
flutningum, einkum með sjávarfang.
Liu hélt til Bandaríkjanna eftir nám í
endurskoðun til að læra ensku og sjá sig um í
heiminum. Þegar hann sneri aftur heim var
hann ekki laus við útþrá og ævintýralöngun.
„Ég hélt til Hollands. Mig langaði að setja á
fót fyrirtæki á sviði flutninga. Ég fluttist inn
á lítið hótel þar sem var kínverskur veitinga-
staður og byrjaði að reyna að koma mér í
sambönd til að fá atvinnuleyfi og geta stigið
fyrstu skrefin við stofnun fyrirtækis.“
ÞEKKTI ENGAN
James Liu var heppinn og komst í samband
við fólk sem var með laust pláss í skrifstofu-
húsnæði. Hann hafði sjálfur sambönd í Kína
og smátt og smátt tókst honum að koma sér
upp hópi viðskiptamanna. „Það var mjög
erfitt að koma sér af stað. Ég þekkti engan og
enginn þekkti mig. Þegar ég hringdi og vildi
fá samband sögðu flestir að þeir hefðu ekki
tíma til að tala við mig.“ Að lokum tókst
honum að ná áheyrn með því að kíkja í heim-
sókn og kynna sig. „Ég var ódýr í rekstri,
þurfti bara skrifborð, tölvu og síma, en af-
raksturinn var ekki mikill til að byrja með.“
Hann segir fyrstu tvö árin hafa verið býsna
erfið. „Mér tókst þó að lokum að kynnast
nokkrum, þar á meðal Eimskipi. Eftir tvö ár
voru viðskiptin farin að ganga ágætlega. Þá
vildi samstarfsmaður minn í Kína draga sig
út úr rekstrinum. Á sama tíma vildi flutn-
ingafyrirtækið Blue Water kaupa fyrirtækið
af mér. Það varð úr þótt ég vildi ekki selja í
fyrstu.“
LEIDDIST RÓLEGHEITIN
James Liu hóf störf hjá Blue Water á skrif-
stofu þess í Rotterdam. Hann hafði þá kynnst
konu sinni, sem einnig er kín-
versk, þar sem þau unnu í
sama húsi. Þau unnu sam-
an hjá Blue Water. „Fljót-
lega kom upp vandamál
með tengiliði í Kína og það
varð úr að við fórum fyrir
tveimur árum aftur til Kína. Við-
skiptin jukust hratt. Ég hafði lagt mjög hart
að mér við uppbygginguna og vildi vinna hjá
framsæknu félagi. Blue Water er gott fyrir-
tæki, en þar eru menn rólegir í tíðinni. Ég vil
miklu frekar vinna hjá fyrirtæki eins og Eim-
skip þar sem hlutirnir gerast hratt og menn
sækja fram.“
Til stóð að James Liu og Blue Water gerðu
með sér samning til lengri tíma. „Það gekk
hægt fyrir sig og dróst stöðugt að gengið yrði
frá samningi. Ég hafði alltaf verið duglegur
að sækja sýningar og átti töluverð samskipti
við Eimskipsmenn. Þeir buðu mér samning
og voru tilbúnir að ganga strax frá honum. Ég
kunni að meta þann anda sem er í fyrirtækinu
og hann hentar mér vel svo ég sló til og við
opnuðum skrifstofuna í fyrra. Ég vil vinna
hjá fyrirtæki sem er með skýra mynd af því
hvernig það vill vera eftir nokkur ár. Ég fékk
skýr skilaboð um að Eimskipsmenn vildu
vera númer eitt og væru tilbúnir að setja pen-
inga og mannskap í að ná því markmiði.“
LANGUR DAGUR
James Liu byrjaði einn með konu sinni að vinna
fyrir Eimskip. Nú starfa fjórtán manns á skrif-
stofunni og til stendur til fjölga þeim í tuttugu.
Hann verður sposkur þegar ég spyr hann um
vöxtinn í starfseminni. „Viðskiptin
ganga vel og mikil aukning
hjá okkur. Mun meiri en við
reiknuðum með,“ segir
hann og brosir. Áherslan er
á kælivörur frá Kína og
sjávarafurðir
eru fyrirferðar-
miklar.
Vinnudagurinn er langur
og James Liu og kona hans
eignuðust dóttur fyrr á ár-
inu. „Ég hef ekki mikinn
tíma til að vera með henni.
Það er helst á morgnana.
Vinnudagurinn er langur og
álagið oft mest seinnipart-
inn. Þá eru menn að mæta á
skrifstofur í Evrópu og
senda mér tölvupóst. Ef þarf
að svara frekar er ég oft
langt fram á kvöld. Vinnu-
tíminn er því frá því á
morgnana og til ellefu á
kvöldin.“ Skrifstofan er líka
opin á laugardögum. „Við
reynum að hætta snemma á
laugardögum. Það vinna
margar konur hjá mér og þær vilja komast í
búðir,“ segir hann og brosir.
JÁ ÞÝÐIR NEI
James Liu segist mjög bjartsýnn á viðskipt-
in í Kína. „Eimskip er í sókn og ég get sífellt
boðið viðskiptavinum mínum meiri og fjöl-
breyttari þjónustu. Með kaupunum á
Daalimpex get ég boðið frysti- og kæli-
geymslu í Evrópu í meiri mæli en áður, auk
kæli- og frystiflutinga.“ Kínverska hagkerf-
ið vex hratt og James Liu segir mikla mögu-
leika felast í því að komast í sambönd við
innflytjendur sem vilji flytja beint frá Kína.
„Ég er með sambönd við
framleiðendur vítt og breitt
um Kína. Hagvöxtur er
mikill í Kína, en við megum
ekki byggja viðskiptin ein-
göngu á því. Við verðum að
hugsa um að viðskiptin
gangi vel, líka þegar vöxtur-
inn er minni.“
Fram undan er mikil
vinna við uppbyggingu
starfseminnar í Kína. James
Liu segir styrk sinn liggja í
því að hafa búið á Vestur-
löndum. Hann þekki því
menningu og hugsunarhátt
Evrópubúa og geti miðlað til
þeirra hvernig Kínverjar
nálgist sín viðskipti og við-
fangsefni. En hver er mun-
urinn á menningu Kínverja
og Vesturlandabúa og hvað
reynist erfiðast? „Þú hefur kannski heyrt
þetta áður, en eitt höfuðvandamálið er að við
segjum alltaf já við öllu. Líka þegar við
meinum nei,“ segir hann og hlær. „Ég sem
Kínverji veit hvenær menn meina nei með
jáinu sínu, en það getur skapað vandamál
þegar vestrænir kaupsýslumenn halda að
eitthvað sé að gerast af því að einhver sagði
já þegar hann meinti nei.“
Hádegisverður fyrir tvo
á Vox
Hádegisverðarhlaðborð
Drykkir
Bjór og pilsner
Kaffi
Alls 6.160 krónur
▲
H Á D E G I S V E R Ð U R I N N
Með James Liu,
framkvæmdastjóra skrifstofu
Eimskips í Kína
Auraveldið
Það er skammt stórra högga á
milli hjá Aurasálinni. Í síðustu
viku tilkynnti hún um stofnun
nýs viðskiptabanka. Eins og
glöggir lesendur muna eftir mun
Aurabankinn lána peninga án
vaxta og mun starfsemin algjör-
lega byggja á trausti. Aðeins
verða innheimt smávægileg þjón-
ustugjöld til að standa straum af
viðskiptunum.
Vinur Aurasálarinnar hefur bent
henni á að þessi framúrstefnu-
lega hugmyndafræði kunni að
eiga erindi á fleiri vígstöðvum
enda er stórgróðabrask víðar
landlægt en í bankaheiminum.
Fréttir um að götustrákarnir í
Baugi Group hafi grætt tíu millj-
arða á fyrstu mánuðum ársins
hafa komið viðvörunarbjöllum
Aurasálarinnar til að hringja.
Aurasálin ætlar því að stofna
Aurasjoppuna í kjölfar Aura-
bankans. Aurasjoppan verður
rekin með þeirri grundvallarhug-
myndafræði að hver og einn geti
þar fengið þær vörur sem hann
þarf en leggi inn í staðinn þá pen-
inga sem hann getur. Aurasálin
getur ekki sætt sig við að hér á
landi þurfi sumir að svelta á
meðan örfáir höfðingjar græði.
Viðskiptavinir Aurasjoppunnar
geta fengið allar helstu nauð-
synjavörur og þurfa aðeins að
leggja fram tryggingu um
greiðslu í gegnum Aurabankann.
Þeir þurfa sem sagt ekkert að
borga fyrir vöruna – aðeins að
eiga inneign gegn verðmætunum
í Aurabankanum. Kerfið er skot-
helt og ólíkt því sem gerist hjá
Baugsveldinu mun ágóðinn skila
sér beint í vasa viðskiptavinar-
ins.
Vissulega verður verðlagið eitt-
hvað hærra en í öðrum búðum
enda má búast við því að tölu-
verðir dráttarvextir safnist upp
hjá Aurasjoppunni fyrst um sinn
á meðan beðið er eftir því að við-
skiptavinirnir borgi fyrir vörur
sínar. En viðskiptavinirnir geta
huggað sig við það að þeim verð-
ur ekki mismunað á grundvelli
efnahags.
Þannig sér Aurasálin fyrir sér að á
fyrsta árinu muni þjónustugjöldin
nema svona sjö prósentum af
heildarveltu samstæðunnar. Ef
veltan er tíu milljarðar þýðir
þetta að gróði Aurasálarinnar er
ekki nema um sjö hundruð millj-
ónir. Þetta er vitaskuld töluvert
meira en verkamaður græðir á ári
en algjörir smámunir miðað við
Björgólfa, Jón Ásgeir, Bakka-
bræður – svo ekki sé talað um bé-
vítans Engeyjarættina.
Aurasálin mun ekki láta staðar
numið við bankageirann og smá-
söluverslun. Auraútgerðin, Aura-
flug, Auraskip, Aurasjónvarp,
Aurablaðið og Auraálver eru við-
skiptahugmyndir sem eru langt á
veg komnar. Innan skamms
munu menn hlæja að Baugsveld-
inu – Auraveldið verður miklu
stærra. Og til þess að fjármagna
þetta allt hyggst Aurasálin gefa
út nýja mynt – Aura – sem hún
mun prenta sjálf í sínum eigin
Aura-Seðlabanka.
A U R A S Á L I N
James Liu
Starf: Stjórnandi skrifstofu Eimskips í Kína
Fæðingardagur 7. desember 1971
Maki: Elsie Zheng
Börn: Tina Liu f. 2005
JAMES LIU Stjórnandi skrifstofu Eimskips í Kína segir viðskiptin ganga vel. Hann geti sífellt boðið viðskiptavinum sínum
fjölbreyttari þjónustu. Hann segir mikil tækifæri fyrir þá innflytjendur í Evrópu sem vilji eiga milliliðalaus viðskipti við Kína.
Ég vil vinna hjá fyrirtæki sem er með skýra mynd af því hvernig það
vill vera eftir nokkur ár. Ég fékk skýr skilaboð um að Eimskipsmenn
vildu vera númer eitt og væru tilbúnir að setja peninga og mannskap í
að ná því markmiði.
Vildi framsækið fyrirtæki
James Liu fór til Hollands með tvær hendur tómar. Þegar hann sneri þaðan til Kína var hann starfs-
maður flutningafyrirtækis sem hafði keypt hans eigið fyrirtæki. Honum fannst vanta kraft og áræðni
í gamla fyrirtækið og tók því fegins hendi þegar Eimskip falaðist eftir kröftum hans og viðskiptasam-
böndum. Hafliði Helgason hitti hann yfir hádegisverði og ræddi um Kína og viðskiptin.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/H
ei
ða