Fréttablaðið - 14.09.2005, Side 9

Fréttablaðið - 14.09.2005, Side 9
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að Tsjernóbýl-slysið svokallaða muni kosta um fjögur þúsund mannslíf þegar upp verður staðið. Tsjernóbýl-slysið varð vegna sprengingar í kjarnakljúfi Tsjernóbýl-kjarnorkuversins í Úkra- ínu. Áður hafði verið talið að rekja mætti hundrað þúsund dauðsföll, í fortíð og framtíð, til slyssins. Rannsóknin var á vegum Chernobyl Forum- stofnunarinnar sem er samvinnuverkefni Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar, Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar, Sameinuðu þjóðanna og ríkis- stjórna Rússlands, Úkraínu og Hvíta-Rússlands. Í skýrslu stofnunarinnar segir að um 600 þúsund manns hafi orðið fyrir geislun í kjölfar sprenging- arinnar og að fjögur þúsund manns hafi greinst með krabbamein sem rekja megi beint til áhrifa geislunarinnar. Í skýrslunni segir: „Áhrif Tsjernóbyl-slyssins hafa verið stórlega ofmetin. Mörg dauðsföll á svæðinu kringum Tsjernóbyl hafa verið rakin beint til slyssins en urðu líklega flest af náttúrulegum orsökum.“ - jsk Minni skaði af Tsjernóbýl Í nýrri skýrslu er áætlað að fjögur þúsund dauðsföll megi rekja beint til Tsjernóbýl-slyssins. Er það talsvert lægri tala en búist var við. RÚSTIR KJARNAKLJÚFS TSJERNÓBÝL-VERSINS Vísindamenn telja að færri dauðsföll megi rekja til slyssins en áður hafi verið talið. Fjögur þúsund manns hafa greinst með krabbamein sem rekja má beint til geislunar frá Tsjernóbýl. Harry Potter-bækurnar má nú nálgast á stafrænu formi gegnum iTunes-forritið frá Apple. Hingað til hefur einungis verið hægt að heyra Harry Potter lesinn upp af geisla- diskum. J.K. Rowling, höfundur Harry Potter- bókanna, segist með þessu útspili vera að koma í veg fyrir að sjóræningjaútgáfur gangi kaupum og sölum á netinu: „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir Harry Potter á stafrænu formi. Ég hef látið geisla- diskana nægja til þessa en nú hefur orðið breyting á. Mér finnst aðdáendur Harrys eiga rétt á að heyra ósvikna stafræna út- gáfu af bókunum.“ Stafræn útgáfa Harry Potter-bókanna er gefin út af breska út- gáfurisanum Random House Audio og aðeins er hægt að kaupa þær gegnum iTunes. Hver bók kostar rúmar tvö þúsund krónur en allt safnið má nálgast á um sextán þúsund. Sex bækur hafa komið út um galdrastrákinn Harry Potter og hafa þær selst í rúmlega tvö hundruð milljónum eintaka um allan heim. - jsk Stafrænn galdrastrákur Harry Potter-bækurnar hafa verið gefnar út á stafrænu formi. J.K. Rowling segist vera að koma í veg fyrir sjóræningjaútgáfu. FRAMTÍÐIN ER STAFRÆN Harry Potter-bækurnar má nú nálgast á stafrænu formi í gegn- um iTunes-forritið frá Apple. Uppboðsvefurinn eBay hefur fest kaup á netsímafyrirtækinu Skype. Talið er að Skype muni kosta eBay um 130 milljarða króna. Hugbúnaður Skype gerir notendum kleift að hringja ókeypis milli tölva hvar sem er í veröldinni. Auk þess er hægt að hringja úr tölvu í síma fyrir mun lægra verð en hefðbundin fjar- skiptafyrirtæki bjóða upp á. Stóru netfyrirtækin; Microsoft, Yahoo og Google auk eBay, hafa undanfarið rennt hýru auga til netsímamarkaðarins og hafa flest í hyggju að setja sínar eigin útgáfur á laggirnar. - jsk eBay kaupir Skype SPJALLAÐ MEÐ SKYPE eBay hefur fest kaup á netsímafyrirtækinu Skype. „Faðir internetsins“ til Google Google hefur ráðið til sín einn upphafsmanna internetsins. Fyrirtækið hefur undanfarið sankað að sér þungavigtarfólki. Netrisinn Google hefur ráðið Vint Cerf, sem oft er nefndur faðir internetsins, til að hafa yfirum- sjón með netmálum hjá fyrirtækinu. Google hefur undan- farið sankað að sér þungavigtarfólki úr bransanum, og þykir það benda til þess að mikið standi til hjá fyrirtækinu. Cerf starfaði áður hjá fjar- skiptafyrirtækinu IMC og er sannkölluð goðsögn í netheimum. Cerf vann ásamt hópi manna að þróun internetsins og er talinn upphafs- maður fyrirrennara netsins, Arpanet. Cerf mun vinna að stefnu- mótun hjá Google og mun verða titlaður yfirmaður netmála: „Google er frumkvöðull á sviði internetsins og ég er gríðarlega ánægður með að fá tækifæri til að starfa hjá slíku fyrirtæki. Ég tel að mörg afrek séu óunnin á þessu sviði,“ sagði Cerf, ánægður með nýja starfið. - jsk Í desember kynnir Og Vodafone ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 94 07 09 /2 00 5 Vodafone World tryggir einfalda og skýra GSM verðskrá í útlöndum í krafti öflugs samstarfs Vodafone fyrirtækja um allan heim. Þjónustan hentar þeim sem nota GSM í útlöndum. Vodafone World eru hluti af MobileOffice, heildstæðu þjónustuframboði Og Vodafone fyrir viðskiptalífið sem gerir fólki mögulegt að miðla upplýsingum óháð stað og stund . Hraði, öryggi og einfaldleiki eru einkunnarorð okkar í þeim lausnum sem við bjóðum fyrirtækjum. » Öllum heiminum er skipt upp í fá verðsvæði » Færir GSM áskrifendum Og Vodafone góða yfirsýn yfir kostnað vegna símtala sinna í útlöndum » Ef þú ert á kerfi Vodafone í útlöndum nýtur þú enn frekari ávinnings af Vodafone World. Vodafone World Mobile Office FRÁ OG VODAFONE Nánari upplýsingar veitir Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone, Síðumúla 28, í síma 599 9500. Einnig er hægt að senda tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.