Fréttablaðið - 14.09.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 14.09.2005, Qupperneq 16
Fyrr á árum var því stundum haldið fram, jafnvel í nokkurri alvöru, að almenn efnahagslög- mál giltu ekki á Íslandi. Að efna- hagslíf okkar Íslendinga á tímum verðbólgu og gengisfellinga, hafta, verkfalla og ofuráherslu á eina atvinnugrein væri svo frá- brugðið því sem tíðkaðist þá ann- ars staðar að hér yrði að beita öðrum fræðum – og öðrum lausn- um. Síðan hefur margt breyst og íslenskt efnahagslíf er um margt farið að líkjast sífellt meira því sem þekkist í öðrum vestrænum löndum. Meira að segja krónan, aumasti gjaldmiðill í Vestur- Evrópu nær allan síðari hluta tuttugustu aldar, lengst af gagns- lítil innan lands og gagnslaus utan þess, hefur fengið nokkra uppreisn æru. Jafnvel hinar ríku nágranna- þjóðir okkar geta horft öfundar- augum á ýmsa þætti íslensks efnahagslífs. Atvinnuleysistölur eins og okkar (um 2%) sjást vart í öðrum löndum og þjóðarfram- leiðsla á mann er með því hæsta sem þekkist. Hagvöxturinn (rúmum 6% spáð í ár og næsta ár) líkist frekar því sem þekkist í þróunarlöndum eins og Kína sem eru að skjótast til velmegunar úr sárri fátækt en því sem þykir eðlilegt í auðugum Evrópulönd- um. Það er líka greinilegt að Ís- lendingum finnst þeir ríkir og eyða í samræmi við það. Hallinn á vöruskiptajöfnuði í júní sl. var rúmir 10 milljarðar sem mun vera Íslandsmet. Það samsvarar útsöluverði á kannski 2.000 ágæt- um jeppum eða t.d. einum fyrir hvern íbúa í Hveragerði, líka þá sem hafa ekki bílpróf. Vöru- skiptajöfnuðurinn segir þó bara hálfa söguna því að það er líka halli á þjónustujöfnuðinum við útlönd. Það skýrist einkum af því að þjóðin er stórskuldug í útlönd- um og þarf að greiða fyrir það. Um mitt árið var áætlað að það munaði rúmum 900 milljörðum á eignum og skuldum Íslendinga í útlöndum þegar tekið er tillit jafnframt til eigna og skulda út- lendinga á Íslandi. Það er ríflega 90% af þjóðarframleiðslu heils árs eða þriggja ára útflutnings- tekjur Íslendinga. Þessi tala fer ört hækkandi, í takt við við- skiptahallann sem er nú um 12% af þjóðarframleiðslu. Það er miklu hærri tala en þekkist í öðrum þróuðum ríkjum. Hvað sem öllum fréttum um eignakaup Íslendinga í útlöndum líður þá öflum við nefnilega ekki nema þriggja króna í gjaldeyristekjur fyrir hverjar fjórar sem við eyðum. Í fyrra var hreinn sparnaður þjóðarinnar um 1% af þjóðar- framleiðslu sem er átakanlega lítið. Við fjárfestum að vísu meira en lögðum sem sé nær ekkert til hliðar til að standa undir því. Hvers vegna eyðum við svona miklu? Skýringin er væntanlega margþætt en það blasir við að snarhækkandi verð á ýmsum inn- lendum eignum hefur valdið því að mörgum einstaklingum finnst þeir vera orðnir mun betur stæðir en áður. Þannig hefur fast- eignaverð hækkað um rúm 80% að raungildi á höfuðborgarsvæð- inu síðan í ársbyrjun 2002. Út á þá eign sem verður til – a.m.k. á pappírnum – við svona verð- hækkun er hægt að taka lán og nota í neyslu. Lánsfé flæðir líka út um allt. Í lok júlí sl. höfðu út- lán innlánsstofnana til innlendra aðila aukist um meira en helming eða rúma 500 milljarða króna á tólf mánuðum. Þeir sem ekki taka lán út á hækkandi fasteignaverð horfa kannski í staðinn til sífellt verð- mætari hlutabréfaeignar. Úrvalsvísitalan hefur meira en ferfaldast á fjórum árum. Það má nota hagnaðinn af því til að standa undir dágóðri neyslu. Þetta hlutabréfaverð lýsir óneit- anlega eitt og sér talsverðri bjartsýni enda þarf t.d. miðað við núverandi arðgreiðslur meira en öld til að þeir sem kaupa bréf í dag fái höfuðstólinn til baka í gegnum arð. Það eykur svo enn á kaupgleð- ina í útlöndum að krónan sjálf hefur hækkað duglega, eða um 40% eða svo síðan hún var lægst undir lok ársins 2001. Það er út af fyrir sig ekkert að því að þeir sem efnast noti eitthvað af því í neyslu. Það er hins vegar íhugun- arefni hér að þjóðin sem heild verður ekkert ríkari við það að innlent eignaverð, t.d. fasteigna- verð, hækkar – hún er bara búin að setja annan verðmiða á eignir sem hún átti fyrir. Það sama á að einhverju leyti við þegar hluta- bréfaverð hækkar. Hækkunin þar endurspeglar að vísu vænt- anlega að jafnaði að hluta til breytingar á getu hlutafélaga til að búa til hagnað og greiða hann út. Afgangurinn er einfaldlega nýr verðmiði á gömul fyrirtæki. Þegar krónan hækkar finnst okkur við ríkari í útlöndum en kaupgeta þjóðarinnar sem heild- ar í útlöndum eykst ekkert við það. Kaupgeta þjóðarinnar í út- löndum fer þegar til lengdar er litið eftir samkeppnishæfni út- flutningsatvinnuveganna og hún batnar ekkert með hækkandi gengi (því er raunar öfugt farið). Hér verður engu um það spáð hvort og þá hvenær er líklegt að þyngdaraflið fari aftur að ná til íslenska hagkerfisins og hvað þá verði um þetta háa innlenda eignaverð. Það verður þó ekki komist hjá því að huga fyrr eða síðar að því að greiða niður er- lendu skuldirnar. Nú eða þótt ekki væri nema að hætta að bæta við þær. Þangað til er sjálfsagt hægt að njóta veislunnar. Skál! MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN16 S K O Ð U N Blikurnar hrannast upp á himni efnahagslífsins: Ábyrgðin er allra Hafliði Helgason Efnahagsmálin eru í sviðsljósinu þessa dagana sem eðlilegt er þegar nýjar vísbendingar um stöðu og stefnu hagkerfisins streyma inn. Viðskiptaráð Íslands hélt fund um stöðu efnahagsmála í gær líkt og ráðið gerði fyrir hálfu ári. Aðalhagfræðingur Seðlabankans, Arnór Sighvatsson, flutti erindi nú eins og hann gerði fyrir sex mánuðum. Fyrir sex mánuðum börðu margir á Seðlabankanum fyrir vaxtahækkanir og töldu að hægar ætti að fara. Verðbólguskot nú bendir til þess að bankinn hafi síst farið of geyst í hækkun vaxta. Aðhald Seðlabankans er nauðsynlegt nú og því meira sem færri leggjast á árar með honum að halda aftur af þenslu í hag- kerfinu. Arnór talaði raunar fremur skýrt um afstöðu bankans. Ekki verða orð hans skilin öðruvísi en svo að Seðlabankinn muni senda skýr skilaboð um að ekki verði hvikað frá þeirri stefnu að reyna að koma böndum á þensluna með hækkun stýrivaxta. Ef rétt er lesið í skilaboðin má búast við að vextir verði að lágmarki hækkaðir í tíu prósent fyrir lok þessa mánaðar. Slíkri hækkun fylgir óhjákvæmilega að öðru óbreyttu að krónan helst veru- lega sterk. Seðlabankinn á fárra kosta völ við núverandi kringumstæður. Vaxtahækkun með tilheyrandi styrk- ingu krónunnar er illskásti kosturinn. Afleiðing hágengis krónunnar er sú að útflutnings- og samkeppnisgreinar munu eiga erfitt uppdráttar. Ef heldur fram sem horfir má búast við gjald- þroti veikustu fyrirtækjanna í þessum greinum eða að þau nái fram frekari hagræðingu. Þetta gildir um iðnfyrir- tæki, sjávarútveg og ferðaþjónustu. Af þessum greinum býr sjávarútvegurinn við aðra löggjöf. Núverandi kringum- stæður ættu að verða til þess að svig- rúm til hagræðingar í greininni verði aukið og kvótaþakinu lyft. Með fjöl- breyttari stoðum hagkerfisins fækkar rökum fyrir því að sjávarútvegur lúti annarri löggjöf og öðrum skilyrðum en aðrar atvinnugreinar. Eins og staðan er núna munu rauð strik kjarasamninga bresta. Það eru ekki góð tíðindi fyrir launafólk og eðlilegt að heyrist í forsvarsfólki verkalýðshreyfingarinnar. Mikilvægi þess að atvinnurekendur og fulltrúar launafólks komi fram af ábyrgð hefur sjaldan verið meira. Við stöndum frammi fyrir raunverulegri hættu á víxlhækk- un vöru og launa með þeirri sóun í verðmætasköpun þjóðarinnar sem slíku fylgir. Ávinningur af velsæld stöðugleikans er fljótur að hverfa ef sú hringekja fer af stað. Ríkisstjórnin þarf líka að senda skilaboð inn í efnahagslífið. Skaðinn er skeður með boðaðar skattalækkanir sem birtast í því að heimilin í landinu eru þegar búin að ráðstafa hagsauka aukins kaupmáttar með meiri skuldsetningu. Krafan nú er að allir kyndar- ar efnahagslífsins beri saman ábyrgð á því að ekki sjóði upp úr. SKJALASKÁPAR ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF Sundaborg 3 • sími 568 4800 www.olafurgislason.is SKJALAPOKAR OG MILLIMÖPPUR -og allt á sínum stað! ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Hjálmar Blöndal, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jón Skaftason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hnignun evrópskra háskóla The Economist | veltir fyrir sér ástandi evrópskra há- skóla. Áður fyrr hafi flestar mestu menntastofnan- ir mannkyns verið í Evrópu, Oxford og Cambridge í Englandi og rannsóknarháskól- arnir í Þýskalandi. Fyrir hundrað árum hafi menntamenn alls staðar að úr heiminum streymt til Evrópu enda ungum afreksmönnum hvergi betra umhverfi búið. Nú sé hins vegar öldin önnur og bandarískir háskólar beri höfuð og herðar yfir aðra. Sautján af tuttugu bestu skólum heims séu í Bandaríkjunum, sjötíu prósent núlifandi nóbels- verðlaunahafa kenni við bandaríska háskóla og fræðimenn við bandaríska skóla skrifi flest þau fræðirit sem einhverju máli skipta. Blaðið telur að eini möguleiki Evrópumanna til að snúa þessari þróun við sé að losa háskólana úr viðjum ríkisins. „Evrópskir háskólar geta ekki keppt við þá banda- rísku þegar fræðimennirnir eru allir ríkisstarfs- menn og fá greitt sem slíkir.“ Olíusamband Evrópu The Financial Times | hvetur Evrópuríkin til að standa sameinuð gegn lækkun á eldsneytisskatti. Gríðar- leg pressa er á stjórnvöld í mörgum Evrópulöndum að lækka skatta á eldsneyti, almenningur er að missa þolinmæðina og mót- mælendur vígbúast. Financial Times segir Evrópulöndin hins vegar hreinlega ekki í aðstöðu til að lækka skatta, halli sé á fjárlögum flestra ríkja auk þess sem umhverfissjónarmið mæli gegn því að skatturinn lækki. Tími sé til kominn að ríkis- stjórnir geri hreint fyrir sínum dyrum og geri þegnum sínum ljóst að ólíklegt sé að verð á elds- neyti lækki í bráð. Því ráði einfaldlega lögmál markaðarins, eftirspurn aukist í sífellu á meðan framleiðsla standi í stað. „Með því að lækka skatta á eldsneyti er aðeins verið að strá salti í sárin. Ríkisstjórnir mega ekki láta undan kröfum neyt- enda,“ segir Financial Times. U M V Í Ð A V E R Ö L D Ef heldur fram sem horfir má búast við gjaldþroti veikustu fyrirtækjanna í þess- um greinum eða að þau nái fram frekari hagræðingu. Þetta gildir um iðnfyrir- tæki, sjávarútveg og ferðaþjónustu. Af þessum greinum býr sjávarútvegurinn við aðra löggjöf. Núver- andi kringumstæður ættu að verða til þess að svigrúm til hagræðingar í grein- inni verði aukið og kvótaþakinu lyft. bjorgvin@markadurinn.is l hjalmar@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is Gylfi Magnús- son dósent við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... Þjóð án þyngdarafls Það er líka greinilegt að Íslendingum finnst þeir ríkir og eyða í samræmi við það. Hallinn á vöru- skiptajöfnuði í júní sl. var rúmir 10 milljarðar sem mun vera Íslandsmet. Fr ét ta bl að ið /E .Ó l

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.