Fréttablaðið - 14.09.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 14.09.2005, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Jón Skaftason skrifar Gagnrýnendur eru ekki sammála um nýja Rokr- farsímann sem Apple og Motorola kynntu á dögun- um. Síminn er samvinnuverkefni stórfyrirtækj- anna tveggja og er hvort tveggja í senn, farsími og stafrænn tónlistarspilari. Það var stjórnarformaður Apple, Steve Jobs, sem kynnti farsímann: „Við hugsum þetta sem far- síma með innbyggðum iPod Shuffle-spilara.“ Rokr-síminn getur geymt allt að hundrað lög sem hægt er að hala niður með tölvu gegnum iTunes-forritið frá Apple. Ekki er hægt að hala niður tónlist beint í símann gegnum netið. Síminn er einnig með utanábyggðan stereóhátal- ara auk þess sem hann hristist og blikkar í takt við tónlistina. Sérfræðingar segja símann þó frekar líkjast hefðbundnum farsíma frá Motorola en nýjasta meðlimi iPod-fjölskyldunnar: „Síminn er ekki næstum jafn flottur og aðrar afurðir Apple. Fólk mun ekkert missa hökuna í gólfið þegar maður dregur Rokr-símann út á skemmtistöðunum,“ sagði John Jackson hjá ráðgjafarfyrirtækinu Yankee Group. Kollegi hans hjá OneCompare var heldur ekki ýkja hrifinn: „Ég sé ekki af hverju fólk ætti að borga tvö hundruð dali fyrir þennan síma þegar komnir eru á markað farsímar sem eru bæði flott- ari og geta geymt meira magn af tónlist.“ Ed Snyder hjá Charter Equity var þó öllu sáttari: „Mér sýnist Rokr-síminn flottur og einfaldur í notkun. Mér finnst hann heldur ekki dýr og tel hann líklegan til vinsælda.“ Misjafnar viðtökur iPod-farsímans Rokr-farsíminn virðist ekki falla í kramið. Sérfræðingar segja mun betri farsíma þegar á markaðnum. Apple kynnti, samhliða Rokr-far- símanum, iPod nano; nýjasta stafræna tónlistar- spilara fyrirtækis- ins. iPod nano er að- eins sex millimetrar á þykkt, níu senti- metra langur og fjór- ir sentimetrar á breiddina. Spilaranum er ætl- að að koma í stað hins geysivinsæla iPod Mini, sem selst hefur í 21 milljón eintaka um allan heim. iPod nano getur geymt allt að þúsund lög og notast við minnisörflögur í stað harða disksins sem er á öðrum tónlist- arspilurum frá Apple. Spilarann er hægt að fá í svörtu og hvítu og þykir hönn- unin einstök: „Þetta útspil Apple breytir öllum viðmið- um. Þetta er sá langflottasti til þessa,“ sagði Van Baker hjá ráðgjafarfyrirtækinu Gartner. Um 75 prósent allra staf- rænna spilara sem seljast í heiminum koma frá Apple. - jsk iPod nano slær í gegn Nýi spilarinn frá Apple er sagður gjörbreyta öllum viðmiðum. ROKR-SÍMINN FRÁ APPLE OG MOTOROLA Rokr-farsíminn virðist hafa valdið gagnrýnendum vonbrigðum. Síminn er sagður líkjast hefðbundnum farsíma frá Motorola en ekki nýjasta með- limi iPod-fjölskyldunnar. Fr ét ta bl að ið /A FP Vísindamenn við Frjálsa háskól- ann í Berlín uppgötvuðu nýlega eldkeilubelti á norðurpól Mars og telja ekki loku fyrir það skotið að finna megi virk eldfjöll á plánet- unni. „Fyrir tveimur til þremur milljónum ára var Mars gríðar- lega virk pláneta. Ég tel að á viss- um svæðum séu enn miklar jarð- hræringar. Það gæti þess vegna orðið eldgos á Mars í fyrramálið,“ sagði dr. Gerhard Neukum, prófessor við Frjálsa háskólann í Berlín. Eldkeilurnar uppgötvuðu dr. Neukum og félagar er þeir rannsök- uðu myndir sem teknar voru af Mars með þar til gerðri hátækni- myndavél. - jsk IPOD NANO SPILARINN FRÁ APPLE Virk eldfjöll á Mars FRÁ MARS Þýskir vísindamenn segjast hafa uppgötvað virk eldkeilubelti á Mars. Í nóvember kynnir Og Vodafone ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 94 07 09 /2 00 5 Mobile Office FRÁ OG VODAFONE Global Hotspots veitir viðskiptavinum Og Vodafone aðgang að þúsundum heitra reita í helstu viðskiptalöndum Íslendinga. Þjónustan er aðgengileg bæði fyrir notendur Vodafone Mobile Connect og aðra farsímanotendur Og Vodafone. Viðskiptavinir tengjast með einföldum hætti og notkunin er gjaldfærð á reikning þeirra. » Auðvelt að tengjast » Notkunin er gjaldfærð á reikning viðskiptavinar » Engin þörf á að greiða með kreditkorti Global Hotspots er hluti af MobileOffice, heildstæðu þjónustuframboði Og Vodafone fyrir viðskiptalífið sem gerir fólki mögulegt að miðla upplýsingum óháð stað og stund. Hraði, öryggi og einfaldleiki eru einkunnarorð okkar í þeim lausnum sem við bjóðum fyrirtækjum. Global Hotspots Nánari upplýsingar veitir Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone, Síðumúla 28, í síma 599 9500. Einnig er hægt að senda tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.