Fréttablaðið - 14.09.2005, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 14.09.2005, Qupperneq 17
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 17 S K O Ð U N Það kemur fáum á óvart að grein- ingardeildir bankanna fjölluðu mikið um verðbólgutölur sept- embermánaðar. Verðbólgan mældist 1,52 prósent, en spár banka höfðu legið á bilinu 0,8 til 0,9 prósenta hækkunar vísitöl- unnar í mánuðinum. Greiningar- deild KB banka velti því fyrir sér hvort verðbólgan væri að breiða úr sér. „Samkvæmt síðustu mæl- ingu Hagstofunnar virðist um- talsverður undirliggjandi verð- bólguþrýstingur vera að brjótast út. Fram til þessa hefur verð- bólgan einkum verið bundin við hækkun fasteignaverðs og olíu. Almenn eftirspurn hefur raunar verið í töluverðum vexti en hún hefur samt einkum beinst að inn- flutningi og mikil gengishækkun krónunnar hefur síðan haldið al- mennum verðlagshækkunum í skefjum. Þetta virðist nú vera að breytast. Verðhækkanirnar virð- ast nú vera orðnar mun almenn- ari og stafa af hækkandi kostnaði í fyrirtækjarekstri hérlendis. Þessa tegund verðbólgu þekkja Íslendingar vel frá fyrri tíð þar sem launaskrið skapast vegna skorts á vinnuafli og fyrirtækin velta svo hærri launareikningi yfir í verðlagið sem kemur fram í vísitölu neysluverðs,“ segir í hálffimmfréttum KB banka. Verðbólga síðustu tólf mánaða er nú 4,8 prósent sem er 0,8 pró- sentustigum yfir þolmörkum Seðlabankans. Greiningardeild Landsbankans veltir fyrir sér tímasetningu vaxtahækkana. „Seðlabankinn þarf því að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess að efri þol- mörkin voru rofin og leiðum til úrbóta. Verðbólgan fór síðast yfir efri þolmörkin í verðmæl- ingunni fyrir febrúar sem birt var þann 10. þess mánaðar. Rúm- lega viku síðar var greinargerð Seðlabankans til ríkisstjórnar- innar birt og notaði Seðlabankinn það tækifæri til þess að hækka stýrivexti bankans um 0,5%. Því virðist blasa við að haldi bankinn uppteknum hætti og sendi ríkis- stjórninni greinargerð fyrir út- gáfu Peningamála noti hann tækifærið og hækki stýrivexti í leiðinni.“ Verðbólgan og vaxtahækkanirnar INNFLUTNINGUR MEÐ DHL EITT FYRIRTÆKI EINN GJALDMIÐILL EINN REIKNINGUR EINU ÁHYGGJUEFNINU FÆRRA Kannaðu málið á dhl.is eða í síma 535 1100. Innflutningshraðsendingar DHL auðvelda innflutning Innflutningur hefur venjulega í för með sér fjölmörg símtöl, marga reikninga, fleiri en einn gjaldmiðil og mörg höfuðverkjarköst. En ekki með innflutningshraðsendingum DHL. Allt sem þarf er eitt símtal. Við sjáum um restina, allt frá því að sækja vöruna, þangað til við afhendum hana viðtakanda. Auk þess færðu fullt verð uppgefið fyrirfram. Og aðeins einn reikning í íslenskum krónum. Engu skiptir hvort þú ert að flytja inn þungan farm frá Sjanghæ eða sýnishorn frá San Francisco, þú getur alltaf treyst á DHL. Þeir sem halda að það sé sældar- líf að eiga fullt af peningum sem maður ávaxtar vel með áhættu- sömum fjárfestingum ættu bara að fara í fötin mín eina viku eins og þá síðustu. Vikan hófst eins og venjuleg vika hjá mér þar sem ég sest við tölvuna þegar markaðirnir opna um tíuleytið með cappuccino úr ítölsku espressóvélinni minni. Þetta leit allt saman vel út. Mark- aðurinn á fleygiferð og fram- virku samningarnir á móti er- lendu lánunum bara að gefa vel af sér. Ég hugsaði með mér að Austurríki ætti fullt erindi á ferðalistann minn eftir að hafa gefið mér svona mikið með skuldabréfaútgáfunni. Vín er víst frábær borg, háborg tónlist- arinnar. Því að eiga mikla pen- inga fylgir auðvitað að maður reynir að þroska með sér góðan smekk. Maður hefur því verið að reyna að þroska tónilstarsmekk- inn með því að hlusta á Mozart og Beethoven og þessa kalla sem voru með annan fótinn í Austur- ríki af því að þangað fóru þeir bestu. Nema hvað, ríkið spilar út Símapeningunum, Davíð hættir og Seðlabankinn ákveður að fara að kaupa gjaldeyri og vinna þannig gegn uppbyggingarstarfi Austurríkis. Svo bætist við meiri verðbólga en búist var við og hlutabréfin lækka. Allur hagnað- urinn frá því vikuna á undan farinn. Maður er eðlilega ekkert kátur með þetta. Mér líst hins vegar vel á að fá Davíð í bank- ann. Ég hef talsverða vantrú á hagfræðingum og finnst betra að í stólnum sé maður sem er sjóað- ur í stjórnmálum og skilur að það er engin ástæða til að vera að hafa áhyggjur af einhverju sem mun hvort eð er ekki gerast fyrr en eftir langan tíma. Mér hlýnaði líka um hjartaræturnar þegar Samson keypti í Landsbankanum um leið og hann lækkaði. Þeir gerðu þetta líka í fyrra þegar bankinn lækkaði. Þá hikaði ég ekki við að taka stóra stöðu í bankanum eins og Sindri Sindra og sé ekki eftir því. Ég bætti að- eins við mig núna og bíð svo bara eftir því að Austurríki haldi áfram að styðja við þá viðleitni mína að skapa verðmæti. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Almenn eftirspurn hefur raunar verið í töluverðum vexti en hún hefur samt einkum beinst að innflutningi og mikil gengishækkun krónunnar hefur síðan haldið almennum verðlagshækkunum í skefjum. Þetta virðist nú vera að breyt- ast. Verðhækkanirnar virðast nú vera orðnar mun almennari og stafa af hækk- andi kostnaði í fyrirtækjarekstri hérlendis. Ég, Davíð og Austurríki Ég hef talsverða vantrú á hagfræðingum og finnst betra að í stólnum sé maður sem er sjóaður í stjórn- málum og skilur að það er engin ástæða til að vera að hafa áhyggjur af einhverju sem mun hvort eð er ekki gerast fyrr en eftir langan tíma.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.