Fréttablaðið - 14.09.2005, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN22
F Y R S T O G S Í Ð A S T
Frummælendur á morgunverðarfundi
Viðskiptaráðs um stöðu efnahagsmála
voru allir sammála um mikill hiti væri í ís-
lensku efnahagslífi um þessar mundir og
menn þyrftu að taka saman höndum ef
ekki ætti illa að fara. Fundurinn er nokk-
urs konar framhald af þeim umræðum
sem fóru fram fyrir hálfu ári en sömu
ræðumenn héldu tölu þá.
VÆNTINGARNAR ÚR TAKTI VIÐ RAUN-
VERULEIKANN
Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu, segir að nýjasta
mæling neysluverðsvísitölunnar „veki
hroll og vonbrigði“ enda hafi annað eins
ekki sést í langan tíma og hann spyr hvort
eftirspurn og launahækkanir hafi verið
vanmetnar.
„Gamalkunnar sögur um
launaskrið eru farnar að
heyrast sem oft áður hafa
reynst orðum auknar. Þó ligg-
ur fyrir að eitthvað meira en
lítið er að gerast á vinnumarkaðnum þeg-
ar tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi
hafa hækkað um tæp tólf prþósent milli
ára á fyrstu sjö mánuðum ársins.“
Vilhjálmur bendir á að fyrstu viðbrögð
við verðbólgutölunum á mánudaginn hafi
verið hækkun á gengi krónunnar, sem er
merki um að markaðurinn telji að Seðla-
bankinn hækki stýrivexti seinna í mánuð-
inum. Frekari hækkun á gengi krónunnar
komi sér afar illa fyrir útflutnings- og
samkeppnisgreinar eins og ferðaþjónustu
og sjávarútveg.
Meginvandi hagstjórnarinnar er sá að
„væntingarnar í hagkerfinu eru komnar
úr takt við raunveruleikann og þær tak-
markanir sem efnahagslífinu eru settar,“
sagði Vilhjálmur meðal annars.
MÆLARNIR STÍGA
Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbank-
ans, sagði í sinni framsögu að flestir
mælar á stöðu ýmissa þátta í hagkerfinu
hefðu hækkað, einkum á vöru- og vinnu-
markaði, og hlutabréfa- og gjaldeyris-
markaðir væru heldur upp á
við. Aftur á móti hefði fast-
eignamarkaður kólnað og býst
hann við fasteignaverð fari
niður á við á næstu misserum.
Skuldabréfamarkaður væri
óbreyttur frá síðasta fundi.
Í hans huga er ekki spurning að eitt-
hvað láti undan síga í hagkerfinu. Útlána-
vöxtur sé meiri en samrýmist jafnvægi,
eignaverð hafi hækkað umfram þær
breytingar sem voru gerðar á húsnæðis-
kerfinu á síðasta ári og krónan sé sterkari
nú en flestir töldu að hún yrði. Gengi
hennar er hærra en útflutningsgreinarnar
þola mikið lengur.
Sigurjón segir að Landsbankinn spái
um sjö prósenta verðbólguskoti á næsta
ári vegna veikingar krónunnar á næsta
ári.
SEÐLABANKI Í HLUTVERKI GLEÐISPILLIS
„Við búum við efnahagslíf sem ber of-
þenslueinkenni,“ sagði Arnór Sighvatsson,
aðalhagfræðingur Seðlabankans, í erindi
sínu. Einkennin lýsa sér í meiri verðbólgu,
mikilli útlánaaukningu sem stenst ekki til
lengdar, meiri viðskiptahalla en spáð hafði
verið og hárri skuldastöðu við útlönd.
Arnór hefur áhyggjur af því hversu háður
þjóðarbúskapurinn er erlendu vaxtastigi.
Hækkun erlendra vaxta geti orsakað
óeðlilegar gengisbreytingar en skamm-
tímavextir myndu ekki til lengdar vera í
sögulegu hundrað ára lágmarki.
Á máli Arnórs mátti skilja að Seðla-
bankinn muni hækka vexti frekar. Mark-
mið Seðlabankans væri að halda verðlagi
stöðugu og til þess hefði hann aðeins eitt
ráð: að hækka stýrivexti.
Hann sagði enn fremur að það væri
raunhæft langtímamarkmið að halda verð-
bólgu í 2,5 prósentum en algjörlega óraun-
sætt að Seðlabankinn komi einn og óstudd-
ur í veg fyrir hagsveiflur.
M Á L I Ð E R
Verðbólga
Er gleðin að fara
úr böndunum?
Mikill þrýstingur og ójafnvægi er í hagkerfinu um þessar
mundir. Allir þurfa að taka höndum saman ef ekki á illa að
fara. Eggert Þór Aðalsteinsson gat ekki greint annað en að
farið væri að styttast í annan endann á veislunni sem við
höfum búið við í efnahagslífinu að undanförnu.
MORGUNVERÐARFUNDUR VIÐSKIPTARÁÐS Ástand í efnahagsmálum hefur færst til verri vegar á síðustu
sex mánuðum. Krónan er enn sterk, verðbólgan er farin af stað og viðskiptahallinn stækkar enn.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/G
VA