Fréttablaðið - 10.10.2005, Side 31

Fréttablaðið - 10.10.2005, Side 31
13MÁNUDAGUR 10. október 2005 Sími 575 8585 – Spönginni 37 – 112 Reykjavík – www.fmg.is Sverrir Kristjánsson Lögg. fasteignasali Gsm 896 4489 Karl Dúi Karlsson Sölumaður Gsm 898 6860 Samtengd söluskrá Sex fasteignasölur - ein skráning - minni kostnaður - - margfaldur árangur - www.hus.is Opið virka daga frá kl. 09:00-18:00. www.fmg.is DRÁPUHLÍÐ Falleg 62,7 fm, 3-4ra herb. risíbúð í Hlíðunum. ATH. íbúðin er mikið undir súð þannig að gólfflötur er stærri (ca 90 fm)en gefið er upp. 3 svefnherb. með parket dúk. Rúmgóð og björt stofa með fallegum boga kvistum, nýju gleri og gluggapóstum. Nýjar hellulagðar svalir í suður. Nýleg inn- rétting í eldhúsi. Vaxborið Bruce parket í stofu og eldhúsi. Raflagnir og rafmagnstafla í íbúðinni er u.þ.b.10 ára. V. 17,9 millj. ÖLDUGRANDI Góð 85,4 fm, 3ja herb. endaíbúð á jarðhæð með sérinngang og stæði í lokaðri bílageymslu. Rúmgóð stofa með útgengi á skjólgóða og afgirta hellulagða verönd. Baðherb. með baðkari og innréttingu. Tengt fyrir þvottavél. Sérgeymsla í kjallara. V. 20,5 millj. EIÐISTORG Til sölu 2 íbúðir, samtals 111,4 fm á 4. hæð í lyftuhúsi á góðum stað við Eiðistorgið. Önnur íbúðin er 3ja herb., 76,5 fm ásamt 7,8 fm geymslu í kjallara og á móti henni er 27,1 fm stúdíó íbúð. Flísalagðar vestur-svalir á aðalíbúðinni. Sameiginlegt þvottaherb. á hæðinni. V. 26,8 millj. NAUSTABRYGGJA Glæsileg 66,8 fm, 2ja herb. íbúð á 1. hæð í fallegu húsi við smábátahöfnina í Bryggjuhverfinu. Rauðeikarparket og fal- legar flísar á gólfum. Vandaðir skápar og innréttingar úr kirsuberjavið. Suð-vestur svalir. V. 16,9 millj. HVASSALEITI Mjög björt og falleg 93,5 fm endaí- búð á 3. hæð með gluggum á 3 hliðar ásamt 21,8 fm bíl- skúr. Baðherb. með glugga, lagt er fyrir þvottavél. Eldhús með borðkók. Stærra svefnherb. er mjög rúmgott með stór- um skáp. Á holi, eldhúsi og svefnherb.gólfum er korkur. Stofurnar eru samliggjandi, bjartar og fallegar og með fal- legu stafa parketi. Stigahúsið er ný málað og teppalagt. Vestur svalir. V. 21,9 millj. BERJARIMI - SÉR INNGANGUR 2ja herb. 67 fm íbúð með sérinngangi á 2. hæð í Permaformhúsi á þessum vinsæla stað í Rimahverfi. Íbúðin skiptist m.a. í forstofu, stofu með útgangi út á vestursvalir með fallegu útsýni út á Faxaflóann, svefnherb., eldhús og bað. Þvottaherbergi í íbúð. Stutt í alla þjónustu og skóla, Verð 15,3 millj. LAUFENGI Mjög björt,rúmgóð, falleg og vel skipu- lögð 83,4 fm, 3ja herb íbúð með gluggum í þrjár áttir á 3. hæð í Grafarvoginum. Eldhús með hvítri / beyki innréttingu og borðkrók. Gluggar eru á tvo vegu í eldhúsinu. Stofan er rúmgóð og björt, suður-svalir. Baðherb. með sturtu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Svefnherb. með fataskáp. Geymsla innan íbúðar. Linoleum dúkur er á gólfum. V. 16,9 millj. STYKKISHÓLMUR- EINBÝLI/TVÍBÝLI Stórt 2ja íbúða einbýlis-/tvíbýlishús í Stykkishólmi. Stór sól- pallur. Stærri íbúðin skiptist í sjónvarpshol, stofu, borðstofu, eldhús, 3 svefnherb., rúmgott baðherb. og geymslu. Parket á flestum gólfum, flísar á baðherb.. Á jarðhæð er 3ja herb. íbúð: Sér inngangur, forstofa, 2 herb., stofa, eldhús og bað með sturtu.. Parket á gólfum. Innangengt í íbúðina úr aðalí- búð. Skipti koma til greina. V. 19,9 millj. Arkitekt: Arnór Skúlason SEGIR FRÁ VERKI SÍNU Mjög vel heppnuð viðbygging ARNÓR SKÚLASON ARKITEKT VINNUR Á ARKITEKTA- STOFUNNI BATTERÍINU Í HAFNARFIRÐI. ARKITEKTAR Á ÞEIRRI STOFU SÁU UM AÐ HANNA SKÁLANN VIÐ AL- ÞINGISHÚSIÐ OG TENGIBYGGINGUNA MILLI HÚSANNA VIÐ KIRKJUSTRÆTI SEM HÝSA SKRIFSTOFUR ÞING- MANNA. „Það verkefni sem stendur upp úr hjá mér er hönnun skálans við Alþingishúsið. Það er líka það hús sem er svona mest áberandi í þjóðfélaginu. Þetta er viðkvæmur staður og það er alltaf erfitt að byggja við gamalt hús,“ segir Arnór. Hann segir að þar sem Alþingishúsið sé svo þekkt hús þá hafi þetta verið mjög krefjandi verkefni en það hafi tvímælalaust líka verið það skemmtilegasta. „Við byrjuðum í kringum 1997 og vorum sex til sjö að vinna við þetta þegar mest var. Sigurður Einarsson, eigandi stofunnar, var aðalmaðurinn í þessu en hann var hönn- unarstjórinn.“ Flestum finnst skálinn mjög vel heppnaður og Arnór hef- ur orðið var við það. „Við vorum ánægðust með það hvað fólk var sátt við húsið, þegar upp var staðið. Það var langur ferill að ákveða hvernig ætti að laga húsið að Al- þingishúsinu þannig að sem flestir yrðu sáttir. Það geta náttúrulega aldrei allir verið sáttir en umræðan í þjóð- félaginu var ótrúlega jákvæð. Við höfum að minnsta kosti ekki fengið neinar neikvæðar athugasemdir um þetta hús,“ segir Arnór. Tekningar af skálanum við Alþingishúsið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.