Fréttablaðið - 13.10.2005, Side 42

Fréttablaðið - 13.10.2005, Side 42
6 ■■■ { Kópavogur }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Í kjölfar samkeppni sem haldin var um miðbæ Kópavogs í kringum 1970 var unnið deiliskipulag að Hamraborginni. Tveir stórir byggingameistarar skiptu svæðinu á milli sín þannig að annan helm- inginn fékk Trésmiðja Hákonar og Kristjáns ásamt múrarameistaran- um Magnúsi Baldvinssyni. Sonur Magnúsar, arkitektinn Benjamín Magnússon, var fenginn til að teikna. Hans hluti var vestari hluti Hamraborgarinnar, sem stendur nær gjánni. Hann hafði þá verið í námi erlendis og ætlaði sér að dvelja þar örlítið lengur þegar honum féll verkefnið í skaut. Varð það til þess að hann flýtti heimför árið 1972. „Hugmyndin var að búa til þétta byggð miðsvæðis, þar sem stutt væri í þjónustu,“ segir Benjamín Magnússon arkitekt. Hann segir hugmyndirnar að deiliskipulaginu hafa verið að erlendri fyrirmynd og minnist hann þess að um sama leyti hafi staðið yfir þétting á byggð í miðbæ Lundúna. Háhýsa- byggðin hvílir á verslunarkjarna sem liggur uppi við aðalgötuna. Undir háhýsunum er að finna bíla- stæðahús á tveimur hæðum með bílastæði fyrir hverja íbúð. „Verið var að vinna í því að stytta vega- lengdir fyrir fólk og sáum við fyrir að eldra fólk sem væri að minnka við sig myndi sjá hag sínum best borgið á þessu svæði. Hins vegar kom það í ljós seinna að alls kon- ar fólk keypti þarna íbúðir, jafnt ungt fólk með börn sem fullorðið fólk,“ segir Benjamín. Verkið var viðamikið á sínum tíma þó að háhýsi hefðu risið víðar á höfuðborgarsvæðinu. „Nýjungin við Hamraborgina var fyrst og fremst bílageymslurnar, sem voru þær fystu sinnar tegundar. Var brugðið á þetta ráð til að nýta landið betur og skilja eftir garðinn að ofan fyrir íbúana,“ segir Benja- mín. Fréttablaðið/E.Ól. Í anda Manhattan Skipulagi Hamraborgarinnar svipar til erlendra stórborga Hamraborgin há og fögur, blasir við þegar ekið er inn í Kópavoginn. Skýjakljúfur í Hamraborg. Gengið fram hjá stóru auglýsingaskilti. Mannlífið spegl- ast í gluggunum. Horft yfir brúna í átt að Hamraborginni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.