Fréttablaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 44
8 ■■■ { Kópavogur }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Auðvelt að keyra go- kart bíla Go-kart bílarnir þóttu með því skemmtilegasta. Ólöf Anna Rudolfsdóttir, Herdís Hermannsdóttir og Sigrún Skafta- dóttir prófuðu go-kart bílana og sögðu það alls ekki erfitt að keyra þá. Ólöf Anna er með bílpróf og hún sagði að þó að hún væri vön að keyra bíl þá væri þetta allt öðru- vísi. Stelpurnar sögðust ekki hafa verið í keppni heldur bara að leika sér. „Strákarnir fara frekar í keppni,“ sögðu þær. „En ef maður keyrir of glannalega og klessir á þá þarf maður að hætta,“ bætti Herdís við. Þær ákváðu því að keyra frek- ar varlega. Stelpurnar voru búnar að fara í jóga og Herdís hafði sýnt á tísku- sýningu. Þær ætluðu svo að drífa sig í keilu. Stelpurnar sögðu að það væri margt spennandi í boði og voru mjög ánægðar með Tyllidag- ana. Þær vildu samt meina að tískusýningin og go-kartbílarnir stæðu upp úr. Útsaumur hljómar spennandi Margir prófuðu útsaum og krosssaum. Bjart framundan Nakin kona boðar gæfu. Afró-danskennsla Trommuslátturinn heyrðist um gangana. Hrekkjavökustemning í MK Mikið um að vera á Tyllidögum Menntaskólans í Kópavogi. Tyllidagar Menntaskólans í Kópa- vogi voru haldnir í vikunni. Tylli- dagarnir eru árlegur viðburður og þema daganna í ár var hrekkja- vakan. Skólinn var skreyttur í samræmi við þemað og nokkrir nemendanna líka. Dagskráin var fjölbreytt og margt var í boði. Nemendur gátu meðal annars hlustað á draugasögur, lært flugu- hnýtingar, farið í jóga, bakað mexíkóskar pönnukökur, farið í hipp hopp og afró-danskennslu, keyrt go-kart bíla og farið í keilu og bíó. Hlynur Már Magnússon og Arnar Hrafn Árnason sauma út. Sigrún Skaftadóttir, Ólöf Anna Rudolfsdótt- ir og Herdís Hermannsdóttir við go-kart brautina. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Steinunn Hákonardóttir við hauskúpuna á tjaldi spákonunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Steinunn Hákonardóttir fór til spá- konu og var sátt við spádóminn sem hún fékk. „Spákonan hafði nú bara nokkuð rétt fyrir sér með for- tíðina mína, en ég var látin draga fjögur tarotspil sem hún las úr.“ Steinunn sagðist hafa kannast við ýmislegt sem spákonan sagði og fannst hún alveg vita hvað hún væri að segja. „Hún spáði líka fyrir fram- tíðinni og sam- kvæmt henni er bara bjart framundan. Ég dró spil með mynd af naktri konu og hún sagði að það væri mjög gott spil.“ Steinunni fundust Tyllidagarnir mjög vel heppnað- ir í ár og ennþá betri en í fyrra. Hún ætlaði að fara næst í bíó en hún sagði að dag- skráin væri fjölbreytt og það væri erfitt að velja á milli. Díana Íris Guð- mundsdóttir og Bryndís María Theodórsdóttir fóru í afró-dans- kennslu. Þær höfðu aldrei próf- að afró áður og fannst það alveg frábært. Stelpurnar völdu afró af því að þeim fannst það spennandi og þær urðu greinilega ekki fyrir vonbrigðum. Þær voru mjög ánægðar með Tylli- dagana og sögðu að þeir væru alltaf jafn skemmtilegir. „Við tók- um báðar þátt í tískusýningunni í morgun og nú erum við að fara í keilu,“ sögðu þær. Bryndís María Theodórsdóttir og Díana Íris Guðmundsdóttir fóru í danskennslu. „Það gengur nú bara svona sæmilega vel að sauma,“ sögðu þeir Hlynur Már Magnússon og Arnar Hrafn Árnason sem ákváðu að prófa útsaum. Strákarnir höfðu ekki saumað út síðan í grunnskóla að eigin sögn. Hlynur Már var að sauma kassa en Arnar Hrafn saumaði upphafsstafina sína. „Við völdum útsaum því að það hljómaði svo spennandi,“ sagði Hlynur Már. Þeir voru ánægðir með Tyllidagana og ætl- uðu að fara í keilu þegar þeir væru búnir að sauma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.