Fréttablaðið - 13.10.2005, Síða 46

Fréttablaðið - 13.10.2005, Síða 46
10 ■■■ { Kópavogur }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Vinsælt hjá fyrirtækjahópum HJÁ SPORTHÚSINU Í DALSMÁRA ER GERVIGRASVÖLLUR SEM VIN- SÆLT ER HJÁ EINSTAKLINGUM OG HÓPUM AÐ LEIGJA SAMAN Göngutúr í logni og 15 stiga hita ÍÞRÓTTARHÖLLIN FÍFAN HEFUR EKKI EINGÖNGU GJÖR- BYLT ÆFINGARAÐSTÖÐU FYRIR KNATTSPYRNU- OG FRJÁLSÍÞRÓTTARFÓLK HELDUR HAFA ÝMSIR NÝTT GÖNGUBRAUTIR HENNAR SÉR TIL HEILSUBÓTA. Evrópukeppni og úrvals- deildin á næsta ári Sumarið hjá knattspyrnudeild Breiðabliks var eitthvert það glæsilegasta sem nokkurt lið hefur upplifað hér á landi. Steini Þorvaldsson, formaður deildarinnar, segir að árangur sumarsins sé markvissu uppbyggingarstarfi að þakka. ,,Hér er mikið um að eldra fólk, gigtarsjúklingar og hjartveikir komi og nýti sér hlaupabrautirnar til ganga, sérstaklega þegar kalt og hált er“ segir Guðni Þórðarson, þjónustu- og markaðsstjóri Fíf- unnar. Hægt er að koma þangað milli klukkan 10 og 12 á daginn og Guðni bætir að engum sé hent þó komið sé utan þess tíma nema verið sé að nota brautirnar til æfinga. Alltaf er logn inni í höllinni og reynt er að halda hitastiginum um 15 gráður. Fífan er aðallega nýtt til knattspyrnuiðkunnar og sem þjálfunar- aðstaða fyrir frjálsar íþróttir. Kópavogsliðin HK og Breiðablik eru helst þeir aðilar sem nýta sér aðstöðuna. Hægt að panta tíma í Fíf- unni en tímar eru lausir milli klukkan 12 og 14 alla daga. ,,Ein- staklingar sem vilja æfa í húsinu, til dæmis frjálsíþróttarfólk geta einnig komið og leigt klukkustund í senn, fyrri part dags.“ segir Guðni að lokum. Uppskeran var glæsileg, meistara- flokkur kvenna vann bæði deild og bikar og karlarnir fóru í gegnum 1. deild án þess að tapa leik. ,,Árang- urinn fór fram úr vonum. Í heildina lönduðum við tólf Íslands- og bikarmeistartitilum og fengum fimm silfur. Þetta er langbesti ár- angur Breiðabliks fyrr og síðar og efast ég um að nokkurt lið á Íslandi hafi náð jafn góðum árangri.“ segir Steini. ,,Við höfum verið að vinna markvisst uppbyggingarstarf í ung- lingaknattspyrnunni og höfum lagt áherslu á að hafa það jafnt fyrir bæði stelpur og stráka. Það er stefnan að byggja upp okkar eigin lið og gefa fólki tækifæri á að vera áfram hjá okkur.“ Steini segir að málin séu í skoðun fyrir næsta ár en þó liggur ljóst fyrir að helsti kjarninn, bæði þjálfarar og leik- menn, munu vera áfram hjá Breið- blik næsta sumar, fyrir utan erlenda leikmenn kvennaliðsins. Steini býst samt við því að bæta nokkrum sterkum leikmönnum við leik- mannahóp liðanna. ,,Kvennaliðið mun á næsta ári fara í Evrópukeppnina og þar ætlum við að reyna að feta í fótspor Valskvenna og karlaliðið er komið í úrvalsdeildina til að vera,“ fullyrðir Steini og bætir við að enn sé mikið uppbyggingarstarf í gangi, ,,Ung- lingastarfið er mjög öflugt og við höfum verið mjög heppnir með þjálfara í gegnum tíðina. Aðstaðan er frábær og tilkoma Fífunnar hef- ur verið lyftistöng fyrir knattspyrn- una. Okkur skortir helst sérstakan heimavöll fyrir Breiðablik. Engin lausn er þar í sjónmáli en maður veit aldrei.“ Steini Þorvaldsson setur markmiðið hátt fyrir næsta sumar. Opið: Mánud.-Föstudag 06:00 - 18:00 Laug. 06:00 - 17:00 Sunn. 07:00 - 17:00 Opið: Mánud.-Föstudag 08:00 - 18:00 Laug. 08:00 - 16:00 Sunn. 09:00 - 16:00 Sporthúsið í Kópavogi hefur verið vinsælt til ýmissar íþróttaiðkunn- ar. Þar er meðal annars að finna stóran gervigrasvöll innandyra og nokkra tennisvelli. Í húsinu er einn völlur sem er á stærð við hálfan alvöru knattspyrnu- völl. Ekki skemmir fyrir að þar sé gervigras samþykkt af FIFA. Völl- urinn þykir því mjög vinsæll fyrir hópa sem áður fyrr létu sér nægja gamla parketgólfið í litum og þröngum íþróttasölum.,,Þetta eru oft fyrirtækjahópar og síðan er mikið af strákum sem taka sig saman, svona til að fá smá hreyfingu. Ein og ein stelpa fylgir stundum með.“ segir Númi Snær Gunnarsson, starfsmaður Sporthúsins. Hann segir þetta gífurlega vinsælt og nær allir tímar á kvöldin og um helgar séu uppbókaðir. Tennisfélag Kópavogs sér um rekstur tennisvallanna en um þá segir Númi að margir nýti sér þá aðstöðu sem er í húsinu enda sé erfitt að hætta spila tennis eftir að maður hefur fyrst prófað íþróttina. Vellirnir eru líklega þeir einu á landinu þar sem hægt er að stunda tennis á grasi, innandyra og geta einstaklingar leigt sér völl. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hjá Tennisfélagi Kópavogs. Fr ét ta bl að ið /H ei ða Göngubraut er innandyra í Fífunni sem öllum er velkomið að nýta sér milli klukkan 10 og 12 á daginn. Fréttablaðið/Hari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.