Fréttablaðið - 24.10.2005, Side 2

Fréttablaðið - 24.10.2005, Side 2
2 24. október 2005 MÁNUDAGUR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 29 93 3 1 0/ 20 05 Þetta er þitt tækifæri til að eignast betri bíl. www.toyota.is Komdu í Toyota Nýbýlavegi, kíktu á úrvalið og verðið, gakktu frá málunum á staðnum og aktu heim á betri notuðum bíl. Toyota Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími 570-5070 BETRI NOTAÐIR BÍLAR ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� VIÐSKIPTI FL Group og Fons eign- arhaldsfélag undirrituðu samning í gær um sölu á Sterling til FL Group fyrir 15 milljarða króna. Tæplega fjórir milljarðar verða greiddir með hlutabréfum í FL Group sem ekki verða afhent fyrr en árið 2007 náist tiltekin rekstr- armarkmið Sterling. Kaupverðið getur hækkað eða lækkað eftir rekstrarárangri Sterling á næsta ári. Ljóst er að Fons innleysir með söl- unni milljarða í hagnað, en talið er að kaupverð Sterling hafi verið um fimm milljarðar króna. Pálmi Haraldsson, einn eiganda Fons segir verðið sem FL Group greiddi fyrir félagið ekki hátt að sínu mati miðað við þau tækifæri sem liggi í rekstrinum: „Fyrir okkur réði það úrslitum að stjórn FL Group deil- ir með okkur sömu sýn á framtíð Sterling.“ Í kjölfar kaupanna og skipulags- breytinga hjá félaginu verður hlutafé aukið um 44 milljarða króna á genginu 13,6. Þegar hafa stærstu hluthafar skrifað sig fyrir 39 milljörðum króna. Hægt verður að greiða fyrir hluti með hlutabréfum tíu stærstu félaga í Kauphöll Íslands, auk reiðufjár. Landsbankinn og KB banki sölu- tryggja það sem á vantar. Við aukninguna verður til stærsta fjárfestingafélag landsins með 65 milljarða í eigið fé. Í ár stefnir í methagnað FL Group og sam- kvæmt bráðabirgðauppgjöri er hagnaður fyrstu níu mánuði árs- ins átta milljarðar króna. FL Group hefur stofnað félag með KB banka sem mun kaupa, leigja og selja Boeing-þotur sem keypt- ar hafa verið að undanförnu. Með stofnun félagsins innleysir FL Group milli þrjá og fjóra milljarða í hagnað sem færast munu á upp- gjör síðasta ársfjórðungs. Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir að með kaupunum og hlutfáraukningunni sé verið að gera grundvallarbreytingar á félaginu: „Markmið okkar er að vera leiðandi áhrifafjárfestir með áherslu á Evrópu.“ Hann segir að með nýju skipulagi sé skilið á milli fjárfestingarstarfseminnar og rekstrarfélaganna. FL Group á um 14 prósenta hlut í easyJet. Sterling er vel sett hvað varðar áfangastaði á Norðurlöndum og eflaust áhugavert fyrir easyJet og Sterling að skoða nánara samstarf í lággjaldaflugi í Evrópu. Sterling er fjórða stærsta lággjaldaflugfé- lag í Evrópu. haflidi@frettabladid.is Milljarða hagnaður Fons á sölu Sterling Eigendur Sterling telja fimmtán milljarða síst of hátt verð fyrir félagið og sam- eiginleg framtíðarsýn hafi ráðið ákvörðun um sölu til FL Group. FL Group mun auka hlutafé og verður með mest eigið fé íslenskra fyrirtækja á eftir bönkunum. FORSVARSMENN FL GROUP KAUPA STERLING FL Group keypti Sterling í gær fyrir fimmtán milljarða króna. Hlutafé FL Group verður aukið um 44 milljarða. Fréttablaðið/E. Ól. VIÐSKIPTI Fyrrverandi eigendur og stjórnendur Sterling munu segja sig úr stjórn Iceland Express sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta eru Almar Örn Hilmarsson, Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson. Hluti kaupverðs Sterling verð- ur greitt með hlutafé í FL Group og þar sem Iceland Express er í samkeppni í millilandaflugi munu þeir víkja af samkeppnisástæð- um. Talið er líklegt að í framhald- inu muni Iceland Express verða sett í söluferli þar sem eigendur Iceland Express eru á leið í hlut- hafahóp FL Group. -hh Salan á Sterling: Fara úr stjórn Iceland Express LÖGREGLA Kona var handtekin og færð til yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hún lagði til sambýlis- manns síns með eggvopni. Hafði sambýlisfólkið verið að rífast heiftarlega og lauk þeim deilum með því að konan lagði til mannsins. Hann hlaut við það skurð á fæti og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Sár hans reyndust ekki alvarleg. Árásin átti sér stað í austurhluta Reykjavíkurborgar og var konan látin laus að yfirheyrslum lokn- um. Ástæður deilunnar vildi lög- regla ekki gefa upp. - sh Líkamsárás í Reykjavík: Stakk kærast- ann í fótinn RÓM, AP Steypiregn olli því að brú hrundi í Puglia-héraði á sunn- anverðri Ítalíu í gær með þeim afleiðingum að þriggja manna fjölskylda sem var í þann mund að aka yfir brúna beið bana. Á þremur klukkustundum rigndi svo mikið í héraðinu að úrkoman samsvaraði ársúrkomu svæðisins. Lækir urðu að stór- fljótum og aurskriður féllu og því sópaðist brúin á brott og fjölskyld- an með. Þá slösuðust 22 þegar lest fór út af sporinu á svipuðum slóðum vegna vatnselgs. Úrhellisrigning á Ítalíu: Þrír dóu þegar brúin hrundi BRÚIN Á BAK OG BURT Auk fjölskyldunnar á brúnni fórust tveir til viðbótar vegna votviðrisins á Ítalíu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BAGDAD, AP Háttsettur lögreglu- foringi í borginni Tikrit í Írak beið bana í sprengjuárás í gær ásamt tveimur ungum sonum sínum. Tvær telpur sem sátu í nálægri bifreið létust jafnframt í tilræð- inu. Alls fórust tuttugu Írakar í árás- um gærdagsins, þar á meðal tveir í Kirkuk þegar bifreið sem hlaðin var sprengiefni var ekið inn í bíla- lest bandarískra hermanna. Her- mennirnir sluppu hins vegar með skrámur. Ofbeldið í Írak: Börn dóu í sprengjuárás SÆRÐ Á LÍKAMA OG SÁL Þessi litla fjöl- skylda var á meðal þeirra sem meiddust í árásinni í Kirkuk í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KVENNAFRÍ Sökum þess að konur landsins ætla að leggja niður störf klukkan 14.08 í dag verður flestum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu lokað. Gerður G. Óskarsdóttir, sviðs- stjóri menntasviðs Reykjavík- urborgar, segir að flestir leik- skólastjórar hafi sent skilaboð til foreldra þar sem þeir óska eftir því að foreldrar sæki börnin sín fyrir klukkan 14.00. Hún á því von á að flestir leikskólar Reykjavíkur loki klukkan 14.08. Gerður bætir við að flestir grunnskólar borg- arinnar séu búnir á þessum tíma en vandræði gætu skapast hjá frí- stundaheimilum skólanna. Elín Thorarensen, framkvæmda- stjóri Heimilis og skóla segist ekki mjög áhyggjufull yfir því að þetta eigi eftir að koma mikið niður á börnunum. Hún styður konur landsins og ekki hafi verið sérstaklega ályktað á stjórnar- fundum félagsins um þau vanda- mál sem gætu skapast í dag. Hún bætir við að feður barnanna hljóti að geta sótt börnin og annast þau á meðan konur mótmæla. - sh Röskun vegna kvennafrídagsins: Flestum leikskólum lokað LEIKSKÓLAR LOKA Í DAG Hér má sjá börnin á leikskólanum Hofi við Gullteig. SVEITARSTJÓRNARMÁL „Ástandið er algjörlega óviðunandi því það er svo illa ræstað í skólanum og fólk er nú alveg búið að fá nóg,“ segir Marinó Björnsson, stundakennari í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Þar í bæ hefur verið kvartað í fjölmörgum skólum vegna slæmr- ar ræstingar. Marinó segir að miklir sam- skiptaörðugleikar geri ástandið enn erfiðara en ræstitæknarnir kunna fæstir íslensku eða ensku. Fyrirtækið Sólar sér um ræst- ingarnar í þeim skólum en það gerði samning við Hafnarfjarð- arbæ fyrir rúmu ári en nú hefur Einar Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sólar, afhent Lúðvíki Geirs- syni bæjarstjóra uppsögn á samn- ingnum. „Við ræstum í samræmi við það sem samið var um við Hafnarfjarðarbæ, við höfum á að skipa mjög góðu fólki og þetta hefur allt farið rétt fram af okkar hálfu,“ segir Einar. Hann segir hins vegar að Hafnarfjarðarbær hafi verið ósamvinnufús og því hafi fyrirtækið ákveðið að segja samningnum upp. Málið verður tekið fyrir í bæj- arstjórn fljótlega í þessari viku. Kolbeinn Gunnarsson, formað- ur Verkalýðsfélagsins Hlífar, seg- ist vonast til þess að ræstingarnar verði aftur í höndum bæjarstarfs- manna. Verkalýðsfélagið rekur nú mál fyrir fyrrverandi starfsmann Sólar sem segist hafa fengið þriðj- ungi lægri laun hjá fyrirtækinu en hjá Hafnarfjarðarbæ fyrir sömu vinnu. Félagsdómur vísaði málinu frá og segir Kolbeinn að það sé nú í vinnslu hjá lögmönnum en hugs- anlega fari það fyrir héraðsdóm. -jse Ræstingafyrirtækið Sólar hefur sagt upp samningi við Hafnarfjarðarbæ: Kvartað yfir óþrifnaði í skóla HAFNARFJÖRÐUR Fjölmargir skólar í Hafnarfirði hafa verið með óþrifalegra móti undanfarið en ræstingin hefur verið með minna móti að mati kennara. Bessí, eru femínistar í Sjálf- stæðisflokknum? Já og ég er einn af þeim. Bessí segir í viðtali við Morgunblaðið að sjálfstæðiskonur sem unnu að undirbúningi kvennafrídagsins fyrir 30 árum hafi verið kallaðar róttæklingar og rauðsokkur og ekki hafi allir verið á eitt sáttir um þátttöku. sjálfstæðiskvenna í kvennafrídeginum. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.