Fréttablaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 72
 24. október 2005 MÁNUDAGUR24 Stóra svið Salka Valka Su 30/10 kl. 20 Græn kort Fi 3/11 kl. 20 Blá kort Lau 12/11 kl. 20 Fi 17/11 kl. 20 Fi 24/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Woyzeck Í samstarfi við Vesturport og Barbican Center Fi 27/10 kl.20 Forsýning UPPSELT Fö 28/10 kl. 20 Frumsýning UPPSELT Lau 29/10 kl. 20 Gul kort Lau 5/11 kl. 20 Rauð kort Fi 10/11 kl. 20 Græn kort Fö 11/11 kl. 20 Blá kort Kalli á þakinu Su 30/10 kl. 14 UPPSELT Su 6/11 kl. 14 Su 13/11 kl. 14 Su 20/11 kl. 14 Nýja svið/Littla svið Lífsins tré Fi 27/10 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fö 28/10 kl. 20 UPPSELT Fi 3/11 kl. 20 UPPSELT Fö 4/11 kl. 20 Lau 5/11 kl. 20 Fi 10/11 kl. 20 Fö 11/11 kl. 20 Alveg brilljant skilnaður Þr 25/10 kl. 20 UPPSELT Lau 29/10 kl.20 UPPSELT Su 30/10 KL. 20 UPPSELT Su 6/11 kl. 20 UPPSELT Su 13/11 kl. 20 AUKASÝING Su 20/11 kl. 20 AUKASÝNING Manntafl Lau 12/11 kl. 20:00 Forðist okkur Eftir Hugleik Dagsson. Nemendaleikhúsið í sam- vinnu við leikhópinn CommonNonsense. Aðeins sýnt í október Lau 29/10 kl. 18 Lau 29/10 kl. 20 Su 30/10 kl. 20 Má 31/10 kl. 20 Miðasala á netinu Einfalt og þægilegt er að kaupa leikhúsmiða á heimasíðu Borgarleikhússins www.borgarleikhus.is Þar er einnig að finna ýmsan fróðleik um verkin sem sýnd verða í vetur. eftir Thomas MEEHAN, Charles STROUSE & Martin CHARNIN 18. sýn. í dag kl. 15 Annie; Solveig 19. sýn. sun. 30/10 kl. 14 Annie; Thelma Lind 20. sýn. fim. 3/11 kl. 19 Annie; Lilja Björk Miðasala í s:551 4700 alla daga frá kl.13-17 í gamla AUSTURBÆJARBÍÓI www.annie.is • www.midi.is Frábær fjölskylduskemmtun! - Fréttablaðið HHHH -DV �������� ������� ��������������������� �� � � � ������ ���������� ���� ���������� ��� ���� ������ ����� ����������������������������������������������������������������������� ����������� � ���������������������������������������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ���������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������� ���������� ����������������������������������� ������������ ��������������������������������� ������ ������������������������������������������������ 11. sýn í kvöld örfá sæti laus 12. sýn lau 22. okt. örfá sæti laus 13. sýn fös 28. okt 14. sýn lau 29. okt 15. sýn fös 4. nóv 16. sýn lau 5. nóv 17. sýn fös 11. nóv 1 í kvöld örfá sæti laus 2 2 . örfá sæti laus 3 28. okt 4 lau 29. okt 5. f 4. nóv 16. sýn lau 5. nóv 17. sýn fös 11. nóv SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG ER OPINN ALLA DAGA FRÁ KL. 8–22. Breyttur afgreiðslutími í Skaftahlíð 24 F í t o n / S Í A F I 0 1 4 4 1 6 Virka daga kl. 8–18. Helgar kl. 11–16. Ung tveggja barna móðir myrðir eig- inmann sinn, sem er bölvaður tuddi, í æðiskasti eftir rifrildi og fær þrjár konur sem vinna með henni á nætur- vakt í skyndibitaverksmiðju í Tókýó til þess að hjálpa sér að losna við líkið. Svona hefst spennusagan Næturvaktin eftir Kirino Natsuo en ákvörðun kvenn- anna þriggja að blanda sér í einkamál vinkonunnar á svo heldur betur eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Alvöru konur Allar eiga konurnar sín leyndarmál og vandamál sem eiga eftir að koma í bakið á þeim þegar bútar af sund- urhlutuðu líki eiginmannsins dúkka upp í ruslatunnum í almenningsgarði. Hvunndagsleg vandmál þeirra eru raunveruleg og stigmagnast eftir að þær leggja út á glæpabrautina. Lesandinn fær svo að taka virkan þátt í áhyggjum þeirra og vandræðum og þarf að láta sig margt annað varða en bara það hvort þær komist upp með glæp sinn eða ekki. Konurnar fjórar eru á vissan hátt allar fulltrúar ólíkra persónugerða en eru þó langt því frá að vera flatar ster- íótýpur. Þetta eru konur af holdi og blóði sem manni er ekki sama um þó þær séu margfaldar í roðinu. Konurnar fjórar eru vægast sagt ólíkar og eiga fátt sameiginlegt annað en að þær vinna vel saman á færi- bandi verksmiðjunnar. Unga konan sem verður fyrir því óláni að bana eiginmanni sínum er óttaleg mús sem læðist en tekur áhugaverðum breyt- ingum eftir að karlpungurinn er úr sög- unni. Ótvíræður leiðtogi kvennahóps- ins og aðalsögupersóna bókarinnar er Masako, miðaldra, lífsreynd kona sem sýnir ótrúlega þrautseigju á rauna- stundum. Hún skipuleggur hvarf lík- sins og heldur hópnum saman en eftir því sem hringurinn um þær þrengist verður erfiðara að berja í brestina og það kemur á daginn að hver er sjálfum sér næstur. Morð er ekki leikur einn Kirino Natsuo fer lét með að gera Masako að „okkar konu“ og maður stendur sig fljótlega að því að standa með konunum og finnast sjálfsagt að þær komist upp með glæpinn. Vandræði þeirra eru þó rétt að byrja og eftir því sem fleiri karlmenn bland- ast í málið, lögreglumenn, okurlánari og skuggalegur næturklúbbseigandi, rennur upp fyrir konunum að þær hafa grafið sér gröf á meðan þær grófu og þetta er ekki lengur spurning um að komast upp með glæp, heldur að sleppa lifandi frá þessum hrunadansi. Það er nefnilega hægara sagt en gert að drepa mann, búta sundur lík hans, dreifa því í ruslatunnur og ætla svo að halda áfram að lifa lífinu eins og ekkert hafi í skorist. Þegar grunur lögreglu fellur á næt- urklúbbseigandann Satake lítur út fyrir að konurnar ætli að komast upp með allt, þó þær sleppi ekki óskaddaðar andlega frá þessu. Satake er hins vegar látinn laus vegna skorts á sönnunum og þá æsist fyrst leikurinn, Fortíðar- draugar hans vakna við fangelsisvistina og hann er staðráðinn í að hefna sín á þeim sem komu honum í klandur. Þarna skiptir sagan heldur betur um gír. Framan af hefur hún verið sálfræðistúdía kvennanna og hverfst um þetta eina morð. Nú breytist hún í leik kattarins að músinni þegar Sat- ake beinir spjótum sínum að vinkon- unum. Engin leið að hætta Þessi taktbreyting um miðbik bók- arinnar keyrir spennuna upp úr öllu valdi og það er ekki gott að láta hana frá sér fyrr en síðasta blaðsíðan hefur verið lesin. Það er ekki nóg með að klassískir spennuvaldar haldi manni við efnið heldur eru persónurnar svo vel saman settar af hendi höfundar að maður hefur raunverulegar áhyggj- ur af þeim. Jafnvel óbermið Satake á inni smá samúð og það er enginn alvondur og því síður algóður. Þræðir sögunnar eru margir og ligga í ýmsar áttir en Natsuo fléttar þá saman af mikilli leikni þannig að úr þessu skemmtilega persónugalleríi og groddalegu ofbeldinu sem fólk- ið flækist í kemur ótrúlega flottur og skemmtilegur reyfari. Ég minnist þess ekki að hafa lesið glæpasögu þar sem höfundur hefur jafn sterk tök á öllum þáttum og nær slíku tangarhaldi á lesandanum. Höfundurinn þvælist úr hugskoti einnar persónu til annarrar þannig að maður fær innsýn í hug- arheim allra helstu persóna, kynnist þeim betur og ræktar með sér í bland andúð á þeim og samúð með þeim. Þá fer frásögnin fram og aftur í tíma sem eykur enn á spennuna og sum atriði fær maður að upplifa frá ólík- um sjónarhornum. Allt er þetta feyki- lega vel gert og gerir það að verkum að Næturvaktin ristir mun dýpra en maður á að venjast í hefðbundnum glæpasögum. Natsuo toppar þetta svo allt með æsilegu lokauppgjöri sem er farið að minna óþægilega mikið á sígilda ameríska spennumynd en þá kemur japanskur viðsnúningur og maður fær gott kjaftshögg í lokin og veit varla hvaðan á mann stendur veðrið. Svona eiga glæpasögur að vera. Þórarinn Þórarinsson Æsispennandi eðalkrimmi NÆTURVAKTIN HÖFUNDUR: KIRINO NATSUO ÚTGEFANDI: BJARTUR NIÐURSTAÐA: Þessi taktbreyting um miðbik bókarinnar keyrir spennuna upp úr öllu valdi og það er ekki gott að láta hana frá sér fyrr en síðasta blaðsíðan hefur verið lesin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.