Fréttablaðið - 24.10.2005, Page 36

Fréttablaðið - 24.10.2005, Page 36
16 24. október 2005 MÁNUDAGUR Fasteignasalan Lyngvík hefur til sölu fjórar þriggja herbergja íbúðir og tólf fjögurra herbergja íbúðir í 16 íbúða fjölbýlishúsi Lýsing: HURÐIR OG SÓLBEKKIR: Innihurðir og karmar eru spónlagð- ar með maghony, yfirfeldar. Sólbekkir eru þar sem við á hvítir plastlagðir. Þröskuldar er í hurðaropum úr baði og þvottahúsi. Fataskápar eru frá HTH. spónlagðir úr eik. Fataskápar eru í forstofu og svefnherbergjum og ná allir upp í loft. ELDHÚS:Í eldhúsi eru HTH innréttingar úr einingum. Hurðir á eldhússkápum eru spónlagðar með eik sem og sýnilegar hliðar skápa og framhliðar á skúffum. Í skápum eru hillur eftir því sem við á. Borðplötur eru plastlagðar. Gert er ráð fyrir stórum kæliskáp og uppþvottavél í innréttingu. Tæki í eldhúsi verða frá AEG keramikeldavél feld í borðplötu, AEG veggofn og vifta frá Airforce. Í borði verður stálvaskur og einnar hand- ar blöndunartæki, einnig verður tengikrani fyrir uppþvottavél. Læsanlegur skápur fyrir lyf og hættuleg efni fylgir með. Ljósa- kúpull í lofti fylgir. BAÐHERBERGI: Í baðherbergi verður upphengt salerni með innbyggðum vatnskasa. Handlaug verður úr hvítu postulíni er feld inn í hvíta 90 sentimetra neðriskápaeiningu, einnar handa blöndunartæki fylgja. Baðkar verður 170 x 70 senti- metrar og sturtubotn 80 x 80 sentimetrar með sturtuklefa fylgja. Hitastýrð blöndunartæki með sturtusetti. Veggir verða flísalagðir með ljósum flísum. Ljósakúpull í lofti fylgir. ÞVOTTAHÚS: Þvottahús verður flísalagt á gólfi með ljósum flísum. Stálvaskur verður í plastlagðri borðplotu með einnar handar blöndunartæki og tengi fyrir þvottavél. SÉRGEYMSLA: Sérgeymsla fylgir á jarðhæð. Úti: BÍLAGEYMSLA: Bílageymsla verður afhent fullbúin með sjál- virkum hurðaropnara, í lofti með 25 mm herastik plötur til hljóðdempunar og upphituð með blásurum. Annað: SAMEIGN: Öll sameign afhendist fullbúin samkvæmt skilalýs- ingu. RAFMAGN OG BOÐLEIÐIR: Útiljós verða á svölum og verönd- um einnig við útihurðir. Vatnsvarinn tengill á svölum og ver- öndum. Tveir sjónvarps og símatenglar fylgjaÝ íbúðinni. Sjón- varpskerfi er tengt við breiðband, ekki loftnet. Eitt dyrasím- tæki, tveir reykskynjarar og eitt handslökkvitæki fylgir. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólefna. Íbúðirnar verða afhent- ar í mars 2006. Fermetrar: frá 101 til 140 fermetrar Verð: frá 24.5 milljónum Fasteignasala: Lyngvík 113 Reykjavík: Fullbúnar íbúðir Þorláksgeisli 1-3: 16 íbúða fjölbýlishús á góðum stað. Langamýri Mjög skemmtileg íbúð í raðhúsi á tveimur hæðum á verði blokkaríbúðar. Íbúðin er 3ja herbergja með geymslulofti og er tæplega fullbú- in þ.e. búið er að fullmála í ljósum lit, fullklára rafmagn og hitalagnir. Loft eru klædd með ljósum loftaþiljum. Innfeld halogenlýsing í loftum. Einungis eftir að velja innréttingar þannig að auðvelt er að klára fyrir jól – Frábær fyrstu kaup Fífumói Um er að ræða íbúð í nýju fjórbýlishúsi á Selfossi. Íbúðin er 94,8 m2 og skiptist í forstofu, eldhús, stofu, baðherbergi, tvö rúmgóð svefnherbergi, þvottahús og geymslu. Íbúðin afhendist tilbúin til blettspörslunar og málunar. Allir inniveggir eru hlaðnir eða steyptir. Lóð verður grófjöfnuð og bílaplan malbikað. Verð 14.950.000 Réttarholt Vorum að fá í einkasölu gott 133,7 m2 einbýlis- hús ásamt 64,9 m2 bílskúr í grónu hverfi á Selfossi. Eignin telur, forstofu, forstofusnyrtingu, stofu, borðstofu, sjónvarpsherbergi, eldhús með góðri hvítlakkaðri innréttingu, 3 herbergi, mjög flott baðherbergi og þvottahús. Eikarparket er á stofu, borðstofu, sjónvarpsholi og gangi. Svalahurð er útúr stofu sem liggur út á stóran og góðan sólpall. Bílskúr er mjög stór og rúmgóður. Garð- urinn er skjólgóður og gróinn. Verð 29.500.000 Á R B O R G I R • A u s t u r v e g i 3 8 • 8 0 0 S e l f o s s • S í m i 4 8 2 4 8 0 0 • F a x : 4 8 2 4 8 4 8 • w w w . a r b o r g i r . i s Starmói Vorum að fá í einkasölu glæsilegt parhús á frábærum stað á Sel- fossi. Íbúðin er 129,8 m2 og er hin vand- aðasta og ekkert hefur verið til sparað við innréttingar..Íbúðin telur 4 herbergi með fataskápum, eldhús, stofu, forstofu með skápum, baðherbergi með sturtu- klefa og hornbaðkari og þvottahús með innréttingu. Flísar eru á öllu húsinu og er gólfhiti í öllum gólfum. Bílskúr 43 m2 er flísalagður. Búið er að setja herbergi og wc í endann á skúrnum. Sól- pallur er bakvið húsið og er útsýni þar glæsilegt. Eign í sérflokki. Verð 33.500.000 Eyrargata - Eyrarbakka Vorum að fá í einka- sölu þessu flottu íbúð á Eyrarbakka. Íbúðin er ný að öllu leyti. Eignin telur forstofu, eldhús, stofu, baðherbebergi, Þvotta- hús og tvö rúmgóð svefnherbergi. Á gólfum er nýtt fallegt eikarparket, allr innihurðir eru nýjar eikarhurðir sem og eld- húsinnrétting sem er einnig úr eik.Ý Flísar eru á forstofu, baðherbergi og þvottahúsi.. Eikarskápar eru í herbergjum og forstofu. Hér er allt tipp topp, allur frágangur vandaður og hvergi til sparað. Verð 14.900.000 Fossvegur – Penthouse Um er að ræða 4 herbergja “penthouse” íbúð með sérinngangi á tveim- ur hæðum í glæsilegu fjölbýlishúsi við bakka Ölfusár í Fosslandi á Selfossi. Eignin telur á neðri hæð: forstofu, baðherbergi, 1 svefnherbergi, stofu og eldhús. Flísar eru á gólfum í stofu, eldhúsi og forstofu en gólfefni vantar á önnur rými íbúðarinnar. Á efri hæð: 2 svefnher- bergi,sjónvarpshol/fjölskyldurými og geymsla. Góðar suðursvalir á neðri hæð og svalir í norður á efri hæð. Frábært útsýni yfir ár og fjöll. Bílgeymsla og geymsla eru kjallara undir húsinu. Lyfta er í húsinu. Birgir Ásgeir Kristjánsson Sölumaður Anna Björg Stefánsdóttir ritari/sölumaður Þorsteinn Magnússon sölumaður Guðjón Ægir Sigurjónsson hdl. Óskar Sigurðsson hrl. www.arborgir.is 16-17 efni 23.10.2005 12:48 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.