Fréttablaðið - 24.10.2005, Page 88

Fréttablaðið - 24.10.2005, Page 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR � � � �� �� �� ��� � ���������������������������������������������������� Það er skuggaleg tilhugsun að rúmur helmingur þjóðarinn- ar skuli telja það nauðsynlegt að fara í verkfall til að minna hinn helminginn á að enn þá skort- ir bæði margt og mikið upp á að báðir hinir jafnnauðsynlegu helmingar þjóðarinnar njóti réttlátra helmingaskipta. Í dag fara konur í skyndiverkfall til að árétta það sameiginlega verk- efni okkar allra að gæta þess að við eigum öll að njóta þess að hafa jafnan aðgang að lífsins gæðum. ÞAÐ er dónaskapur í sam- kvæmum að leggjast á eina sort. Sömuleiðis eru þeir ekki sam- kvæmishæfir sem eru svo gráð- ugir að þeir aféta þá félaga sína sem eru pastursminni og ekki jafnhandfljótir að moka á disk- inn sinn. Það eru margar sort- ir á boðstólum á hinu íslenska veisluborði: Innan um girnileg- asta bakkelsið má sjá frægð með glassúr, peninga með þeytt- um rjóma, völd með sultutaui, stöður, embætti, titla, sambönd og fleira góðgæti. Því miður er það nú svo að við þennan enda veisluborðsins er troðningurinn mestur og sumir sýna græðgis- lega og jafnvel ógnandi tilburði við að raða í sig kræsingum og skeyta því engu þótt hinir sein- færari renni hýru auga til krás- anna og séu jafnvel farnir að hafa áhyggjur af því að borð- ið verði hroðið áður en röðin kemur að þeim að fá að smakka góðgætið. EKKI svo að skilja að nokkur þurfi að vera svangur í sam- kvæminu. Í augnablikinu er nóg fram borið til að seðja alla viðstadda. Þarna er holl og góð menntun, en það eru ekki allir nógu vel tenntir til að vinna á þeim ólseiga undirstöðurétti. Þarna er líka nóg vinna sem að sjálfsögðu er seðjandi, en þó hvorki nógu bragðsterk né spennandi til að geta talist til hinna skrautlegu rétta. GESTGJAFINN hefur í örlæti sínu sagt gestunum að gjöra svo vel, og svo brugðið sér sjálfur upp á efri hæðina til að fá sér síðdegisblund. Maður vonar að samkvæmið fari ekki úr bönd- unum meðan hann sefur, en ef þetta á ekki allt að fara í bál og brand, verða allir veislugestir að sýna hver öðrum kurteisi, tillits- semi og umhyggju. Annars verð- ur þetta óskemmtileg samkoma og viðbúið að einhver fari heim með glóðarauga. Um mannasiði í veislum VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.