Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2005, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 24.10.2005, Qupperneq 86
24. október 2005 MÁNUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 slátra 6 samþykki 8 besti árangur 9 þrá 11 guð 12 ófriður 14 rákir 16 ætíð 17 flýti 18 flana 20 í röð 21 þekkja leið. LÓÐRÉTT 1 útihús 3 hljóm 4 skeði 5 óhreinka 7 áköf þrá 10 knæpa 13 kæla 15 glufa 16 haf 19 bardagi. Lausn. Leigubílstjórinn og tónlistar- áhugamaðurinn Bárður Bárðar- son er einn af þeim sem áttu veg og vanda að endurútgáfunum á Bubbaplötunum Ísbjarnarblús og Konu sem komu út fyrir skömmu. Bárður hefur verið hálfgerð- ur skrásetjari ferils Bubba síðan samnefnd bók um tónlistarmann- inn kom út. „Þetta byrjaði 1990 þegar ég vann listana í bókina hennar Silju [Aðalsteinsdóttur]. Þetta hófst þannig og síðan hef ég verið að halda utan um ferilinn hans. Silja narraði mig í þetta því hún vissi að ég átti þessar plötur og síðan leiddi eitt af öðru,“ segir Bárður. Hefur hann meðal annars gert klárar til útgáfu safnplötu Utan- garðsmanna og Sögu-safnplöturn- ar sem Bubbi sendi frá sér fyrir nokkrum árum. Að auki sér Bárð- ur um heimasíðu Bubba en þess utan hefur hann gert hljóðritaskrá fyrir útgáfu á íslenskum plötum sem hann afritaði síðan fyrir tón- listarsíðuna vinsælu tonlist.is. Hann segist ekki vera aðdáandi Bubba sem slíks, þótt hann eigi allt sem hann hefur gefið út. „Ég hef verið aðdáandi tónlistarinnar miklu frekar. Ég hef aldrei getað hengt mig sem einhvern Bubba- aðdáanda. Ég er miklu frekar tón- listaraðdáandi. Ég get ekki pers- ónugert aðdáun, mér finnst það voða hallærislegt,“ segir hann. Auk þess að eiga gríðarlegt safn af Bubba-plötum á Bárður eitt stærsta David Bowie-safn landsins, sem telur hundruð platna. Nær því tónlistaráhugi hans lengra en bara til Bubba. Á meðal þess sem ekki var haft með á endurútgáfu Ísbjarnarblúss voru upptökur frá Ríkisútvarpinu. „Það er meðal annars út af þessu sem ég er hlynntur því að Ríkisút- varpið verði áfram því það geym- ir allar upptökur sínar. Bylgjan eyðir til dæmis öllum upptökum eftir þrjá mánuði,“ segir Bárður. Næst á dagskrá hjá Bárði er útgáfa á plötunni Geislavirkir með Utangarðsmönnum í sam- starfi við Senu. Hann segist ekki ætla að leggja árar í bát eftir þá plötu. „Ég er að halda í þá von að það verði áframhald á þessum útgáfum og að á næsta ári komi út fleiri plötur. Síðan er ég að safna íslenskum textum í textagagna- banka,“ segir skrásetjarinn ógur- legi, Bárður Bárðarson. freyr@frettabladid.is BÁRÐUR BÁRÐARSON SKRÁSETUR FERIL BUBBA MORTHENS: Enginn aðdáandi Bubba BÁRÐUR BÁRÐARSON Bárður hefur skrásett feril Bubba Morthens síðan 1990. MYND/E.ÓL Ofurtala 6 13 21 33 35 2 6 12 19 28 42 31 32 21 2 3 8 9 7 1 3 2 0 3 22.10. 2005 19.10. 2005 Tvöfaldur 1. vinningur næsta laugardag Einfaldur 1. vinningur næsta miðvikudag Fyrsti vinningur gekk ekki út. Fyrsti vinningur gekk ekki út. 19� Í dag er kvennafrídagurinn endurtekinn, en að baki þeim fyrri sem haldinn var hátíðlegur 24. október 1975 stóð Rauðsokkuhreyfingin. Kristín Ástgeirsdótt- ir sagnfræðingur var ein rauðsokkanna, sem ekki eru lengur til. „Rauðsokkuhreyfingin kom fyrst fram á sjónarsviðið 1. maí 1970 þegar konur voru hvattar til að mæta í kröfugöngu undir slagorðinu: „Konur í rauðum sokk- um; hittumst á Hlemmi“. Þetta vakti mikla athygli og í kjölfarið var Rauðsokkuhreyfingin stofnuð,“ segir Kristín, en rauðsokkur þóttu afar róttækar. „Rauðsokkuhreyfingin lagði áherslu á jafnan rétt kvenna og karla á öllum sviðum. Þær töluðu máli hinna útivinnandi kvenna og mæðra, og lögðu mikla áherslu á dagvistunarmál, launajafnrétti, baráttu gegn kvenfyrirlitningu og ekki síst frjálsum fóstureyðingum sem voru afar takmarkaðar á þeim tíma. Þetta vakti feikna athygli og náðist breið kvennasamstaða um málið sem skilaði sér í nýrri löggjöf árið 1975,“ segir Kristín, en einmitt sama ár kviknaði hugmyndin um kvennafríið. „Kvennafrídagurinn var fyrst ræddur formlega á láglaunaráðstefnu Rauðsokkuhreyfingarinnar í janúar og síðar samþykktur á ráðstefnu um sumarið. Það má segja að blómatímabil rauðsokkanna hafi verið frá 1970 til 1975, en þá fór að halla undan fæti og miklar deilur sem spruttu upp milli róttækra hópa. Þegar umræðan um kvennaframboð og Kvennalist- ann kom til sögunnar lognaðist Rauðsokkuhreyfing- in út af og margar rauðsokkanna gengu til liðs við Kvennalistann,“ segir Kristín og kann sögu um hvern- ig hugmyndin um Rauðsokkuhreyfinguna vatt upp á sig. „Sagt er að Vilborg Dagbjartsdóttir skáld og Helga Gunnarsdóttir tónlistarkennari, sem báðar voru kennarar við Austurbæjarskóla, hafi heyrt í útvarpinu frétt um aðgerðir hollenskra kven- rét t indakvenna. Helga hafi þá sagt: „Ef við gætum nú gert eitt- hvað svona“. Þegar Vilborg kom svo heim að vinnudegi loknum og hafði hugsað um orð Helgu lagðist hún í símann og hringdi og hringdi. Það þurfti ekki meira til. Þetta lá í loftinu.“ LÁRÉTT: 2 lóga, 6 já, 8 met, 9 ósk, 11 ra, 12 stríð, 14 rásir, 16 sí, 17 asa, 18 æða, 20 tu, 21 rata. LÓÐRÉTT: 1 fjós, 3 óm, 4 gerðist, 5 ata, 7 ástríða, 10 krá, 13 ísa, 15 rauf, 16 sær, 19 at. SÉRFRÆÐINGURINN > KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR SAGNFRÆÐINGUR Konur í rauðum sokkum; hittumst á Hlemmi HRÓSIÐ ... fær Íþróttaálfurinn fyrir að skemmta ungum sem öldnum á Latabæjarhátíðinni á laugardag. Rithöfundurinn Kristjón Kormákur Guðjóns- son byggir nýja skáldsögu sína, Frægasti maður í heimi, að hluta til á raunveruleg- um tölvupóstssamskiptum sem hann lét aðalpersónu sína, Tómas Jónsson, standa í við þjóðþekkta Íslendinga. Þeir sem urðu fyrir barðinu á Tómasi/Kristj- óni gerðu sér ekki grein fyrir því að þeir væru að skrifast á við skáld- sagnapersónu en Dr. Gunni er einn þeirra sem stendur nú óvænt uppi sem persóna í skáldverki Kristjóns. Dr. Gunni fjallar um þetta á heimasíðu sinni þar sem hann segir meðal annars: „Ég hafði verið blekktur svona líka illilega! Enginn Tómas var til heldur var þetta Kristjón allan tímann í einhverju raunveruleika-skáld- sögu-stuði með mig og eitthvað annað lið.“ Gunni viðurkennir einnig að sér hafi alveg verið hætt að lítast á blikuna og talið að hann væri kominn með einhvern geð- sjúkling á bakið eftir því sem póstar Tómasar urðu undarlegri. Hann hefur því sent Kristjóni bréf þar sem hann segist glaður að eiga ekki „á hættu fram- ar að fá email frá Tómasi Jónssyni.“ Tímaritið Grapevine gaf út dagleg blöð um Airwaves-hátíðina á meðan hún stóð yfir. Auglýsingar í sérblöðunum tengdust vit- askuld fyrst og fremst næturlífinu, tónlist og Airwaves. Auglýsingar frá Kaffi Sólon í blað- inu hafa vakið nokkra kátínu en yfirskrift þeirra er „Airway‘s menu“, eða „flugmat- seðill“. Hér hefur væntanlega verið átt við sérstakan Airwaves-matseðil en eins og flestir sem hafa eitthvað flogið að ráði er flugvélamatur síður en svo eftirsóknarverður og vart hafður á boðstólum fínna veitingahúsa. FRÉTTIR AF FÓLKI Ný húfa og plata í farteskinu „Ég er búinn að fá mér nýja húfu,“ segir Guðjón Rúdolf Guðmundsson tónlistarmaður spurður hvað hafi drifið á daga hans síðan hann sló í gegn með laginu Hvar er húfan mín. „Ég hef ekki týnt henni ennþá, en hver veit hvað gerist hérna á Íslandi.“ Guðjón býr í Árósum í Danmörku og er staddur hér á landi til að kynna nýju plötuna sína, Þjóðsöng, sem kom í verslanir fyrir helgi. Þetta er önnur platan sem Guðjón vinnur í samstarfi við Þorkel Atla- son, en gáfu út plötuna Minimaníu fyrir röskum tveimur árum. „Við vorum tilnefndir til verðlauna fyrir Minmaníu og fengum styrki frá Árósarborg og fleirum til að gera þennan disk. Samstarfið er hálfgerð úrvinnsla; ég legg til melódíur og lög sem ég hef legið á en Þorkell bætir melódíum við, útsetur og tekur upp. Hann er verksmiðjan ef ég get verið hráefnið,“ segir Guðjón og hlær. Þjóðsöngur eru öllu tregafyllri smíð en Minimanía og ákaflege ein- lægur að sögn Guðjóns. „Stundum titra ég yfir þaví. Þetta eru tilfinn- ingar manns sem er kominn inn á miðjuna á því ferli sem þetta lífs- hlaup er og þá rifja ég upp gamlar ástir, söknuð og fleira.“ Auk þess að gefa út eigin tónlist er Guðjón í dönsku víkingabandi og eru félagar hans úr því með honum í för. „Við voru fyrir vestan og héld- um tónleika á Ísafirði, Bolungarvík og Þingeyri. En aðaltilgangur ferð- arinnar vr að taka upp í Bjarnafirði. Þar er besta stúdíó landsins og engir farsímar og slíkt að trufla mann.“ Víkingabandið segir Guðjón njóta nokkurra vinsælda og víkingahátíð- um sem eru aðallega á sumrin og því er veturinn hálfdauður tími. Til að eiga fyrir salti í grautinn vinnur Guðjón sem garðyrkjustjóri á elliheimili í Árósum og unir hag sínum vel. „Ég ræð mér nokkurn veginn sjálfur og svo þarf ég ekki að nota hausinn mikið í vinnunni þannig að hann er alltaf fullur af músík.“ GUÐJÓN RÚDOLF Var í Bjarnarfirði með dönskum félögum sínum að taka upp víkingatónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1. Framkvæmdastjóri banka og verðbréfa fyrirtækja 2. Hallgrím Pétursson 3. Rannveig Guðmundsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.