Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. september 1975. TÍMINN 7 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Viðræðurnar við Breta Á morgun hefjast i Reykjavik viðræður milli rikisstjórna Islands og Bretlands i tilefni af út- færslu islenzku fiskveiðilögsögunnar i 200 milur. Það er athyglisvert, að þessar viðræður hefjast á þann hátt, að brezkir ráðherrar koma hingað og að brezk stjórnarvöld hafa átt frumkvæðið að þeim. Þegar Islendingar færðu fiskveiðilög- söguna út i 50 milur var þessu öðru visi háttað. Þá áttu islenzk stjórnarvöld frumkvæðið að viðræðunum og þá hófust þær á þann hátt,að is- lenzkur ráðherra fór til London. Þetta er á vissan hátt táknrænt dæmi um þá þróun, sem hefur orðið á þessum tima. Það er von Islendinga, að þær viðræður sem hefjast milli Breta og íslendinga á morgun, fari fram i anda þeirrar þróunar. Það er jafnframt von íslendinga, að Bretar taki fullt tillit til fleiri staðreynda, sem eru enn ljósari nú en fyrir fjórum árum, þegar viðræður hófust i tilefni af útfærslunni i 50 milur. Þá var ljóst, að þorskstofninn á Islandsmiðum þarfnaðist verulegrar friðunar. Þetta er þó enn ljósara nú. Á þessum tima hefur fiskiskipastóll Islendinga aukizt verulega og þeir þvi orðið fær- ari um að veiða þar allan þann fisk, sem þar má veiða, ef nauðsynlegrar friðunar er gætt. Efna- hagskreppan, sem nú hrjáir vestlæg lönd, gerir Islendinga enn háðari fiskveiðunum en ella. Engin þjóð i heiminum er eins mikið háð fiskveið- um og Islendingar. Staða þeirra er algert einsdæmi i þeim efnum. Þess vegna er rangt að vera að vitna i önnur lönd, sem eru minna háð fiskveiðum, þótt þau kunni að veita eða ætli að veita öðrum þjóðum meiriháttar leyfi til veiði innan fiskveiðilandhelgi sinnar. Samkvæmt drögum þeim að nýjum hafréttar- lögum, sem nefndarformenn hafa lagt fram á hafréttarráðstefnunni og njóta tvimælalaust mikils fylgis þar, hefur strandrikið ótviræðan rétt til að ákveða þann hámarksafla sem veiða má innan fiskveiðilögsögu þess. Það hefur einnig ótviræðan rétt til að ákveða, hvort það getur nýtt þennan afla til fulls af eigin rammleik. Allt bend- ir til, að þessi sjónarmið njóti og muni njóta stuðnings Bretlands á hafréttarráðstefnunni. Þvi má hins vegar halda fram með nokkrum rétti, að þessar reglur séu enn ekki orðnar að alþjóðalög- um. Hin reglan er hins vegar yfirleitt viður- kennd, að ef takmarka þarf heildarafla vegna of- veiði, hafi strandrikið algeran forgangsrétt. Það er þvi alveg sama, hvort þessi gamla regla er höfð i huga eða hin nýja, sem væntanlega verður sett. Réttur Islands er skýlaus samkvæmt þeim báðum. Á það er svo að lita, að Bretar hafa verið að draga saman veiðar sinar við Island og þannig búið sig réttilega undir það, að Islendingar gætu setið að þeim einir. Jafnframt eru Bretar i vax- andi mæli að uppgötva að þeim nægja heima- miðin, ef þeir nýta þau rétt. Ef viðræður þær, sem eru að hefjast milli Breta og íslendinga, verða byggðar á þeim skilningi, sem hér er rakinn, ætti lausn að geta náðst. Að öðrum kosti verður ekki hægt að ná sameiginlegri niðurstöðU. — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Soares veitir nú betur en Cunhal Urslitin eru þó órdðin enn ÞOTT oft sé erfitt að átta sig á stjórnmálaástandi og stjórn- málahorfum i Portúgal, virð- ist það augljóst, að höfuðátök- in hafa staðið milli tveggja manna eða þeirra Mario Soares, leiðtoga Sosialista- flokksins, og Alvaro Cunhals, leiðtoga Kommúnistaflokks- ins. Fyrst eftir byltinguna, sem fór fram i april i fyrra, virtist ætla að takast sæmi- leg samvinna milli þeirra, enda eru þeir góðir kunningjar frá fomu fari og hefur yfirleitt komið vel saman persónulega. Hins vegar hafa skoðanir þeirra ekki átt samleið, en það olli i fyrstu ekki klofningi milli þeirra eftir að þeir tóku þátt i stjórninni, sem herforingjarn- ir mynduðu eftir byltinguna. Soares tók þá sæti utanrikis- ráðherra, en Cunhal varð ráð- herra án stjórnardeildar til þess að geta sinnt flokksmál- um betur. Soares hlaut embætti utanrikisráðherra ekki sizt vegna þess, að hann þekkti marga stjórnmálaleið- toga i Vestur-Evrópu, einkum þó leiðtoga sosialista og sosialdemókrata. Það féll i hlut hans að semja við sjálf- stæðishreyfingarnar i ný- lendunum um að þær tækju við stjórn sem fyrst. Vegna þessa var Soares stöðugt i sviðsljós- inu og varð þekktur bæði heima og erlendis. Heima fyrir aflaði þetta honum álits og vinsælda,enda sýndi það sig i kosningunurn til stjórn - lagaþingsins á siðastliðnu vori, að hann var sá stjórn- málamaður Portúgals er naut orðið langmests trausts og fylgis. 1 kosningunum fékk flokkur hans mun meira fylgi en spáð hafði verið, en kommúnistar aftur á móti minna. Fljótt eftir þetta, kom málefnaágreiningurinn milli þeirra Soares og Cunhals upp á yfirborðið. Cunhal reyndi nú allt,sem hann gat til að hindra þingræði og írjálsar kosningar og stefndi markvisst að sama stjórnarfari og i Austur- Evrópu. Soares, sem beitir sér fyrir lýðræðislegum sósial- isma, sá að hverju stefndi og reyndi eftir megni aö hindra áform Cunhals. Cunhal virtist I fyrstu eiga meiri stuðning meðal herforingjanna, sem fóru með völdin, og leiddi það til þess, að Soares fór úr rfkis- stjórninni i mótmælaskyni. Um skeið virtust meiri likur Mario Soares benda til þess, að Cunhal færi með sigur af hólmi, en siðustu vikurnar virðist striðsgæfan hafa breytzt. Nú virðist eins og herforingjar þeir, sem fylgja Soares að málum, séu að ná undirtökunum, og að stefna hans beri þvi sigur úr býtum. MARIO SOARES er um fimmtugt og hefur tekið þátt i st jórnmálabaráttunni frá barnsaldri. Faðir hans, sem var frægur skólamaður, var eindreginn lýðræðissinni og lét það óspart i ljós. Salazar lét þvi oft setja hann i fangelsi. Soares var kornungur, þegar hann byrjaði að heimsækja föður sinn þar. Sfðar sátu þeir eitt sinn i sama klefanum, en þá var sonurinn einnig farinn að láta taka til sin á stjórn- málasviðinu. Á þessum árum setti faðir hans sérstakan skóla á stofn, Colegio Moderno, sem vann sér mikið álit, og var mjög sóttur af börnum stjórnarandstæðinga. Cunhal var um skeið kennari við þennan skóla og var Soares einn af nemendum hans. Sennilega hefur það verið að einhverju leyti vegna áhrifa frá Cunhal að Soares var orðinn eldheitur kommún- isti, þegar hann hóf háskóla- nám 17 ára gamall. Næstu árin lét Soares stjórnmál sig miklu varða og hann hafði setið fjórum sinnum i fangelsi, þegar hann lauk háskólanámi 24 ára gamall. Eftir það gerð- isthann kennari við skóla föð- ur sins. Á þessum árum hafði Soares verið smám samari að fjarlægjast kommúnismann og átti það mestan þátt i þvi, að kommúnisminn samræmd- ist ekki hugmyndum hans um frelsi einstaklingsins og lýð- ræðislegt stjórnarfar. Svo fór. að hann sleit alveg tengslin við kommúnista. Árið 1964 var hann aðalstofnandi Sosialista- flokksins, sem nú er stærsti flokkurinn i Portúgal. Þótt flokkurinn starfaði levnilega, fylgdist leynilögreglan með starfsemi hans. Árið 1968 var Soares fluttur til eyjarinnar Sao Tome af yfirvöldunum. án þess að nokkur dómur hefði gengið i máli hans, en honum var gefið að sök, að hafa móðgað Salazar. Timann þar notaði hann til að rita bók um portúgölsk stjórnmál, sem vakið hefur mikla athygli. Árið 1970 var hann endanlega dæmdurtil útlegðar og dvaldi hann eftir það i Frakklandi, þar sem hann kenndi sögu og portúgölsku. Soares sneri svo heimleiðis strax eftir bylting- una i fyrra. Meðan Soares var I útlegð stjórnaði kona hans Colegio Moderno, en hún hefur veriðhonum samhent i stjórn- málabaráttunni. Þau eiga tvö börn. uppkomin. SA SOSIALISMI, sem fyrir Soares vakir, er mun róttæk- ari en sósialdemókrata á Norðurlöndum. Flokki hans svipar að ýmsu leyti til Sosial- istaflokksins á ltaliu.en þar er einnig starfandi flokkur sósialdemókrata. Soares úti- lokar ekki samstarf við kommúnista, ef þeir undir- gangast að vinna á grundvelli persónufrelsis og þingræðis. Deilan milli hans og Cunhals er sprottin af þvi, að þegar til alvörunnar kemur, vill Cunhal ekki vinna á lvðræðisgrund- velli. Viða i Vestur-Evrópu hafa leiðtogar kommúnista gagnrýnt afstöðu Cunhals, en það er þó engan veginn öruggt. að þeir myndu vinna öðru visi en hann.ef þeir væru i sporum hans. i Portúgal ganga kommúnistar nú undir sögulegt próf. sem þeir hafa ekki staðizt að dómi Soares. Þess vegna hafa leiðir hans og Cunhals skilið, þótt báðir aðhyllist sosialisma. Þ.Þ. Cuiihiil og Soares

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.