Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 10. september 1975. Fótboltalið kvenna í Bonn það bezta Hin tuttugu.og tveggja ára gamla Beverley Ranger frá Jamalka var stjarnan I Bonn SC-kvenna- fótboltaliðinu. Hún er tennis- kennari þessi kaffibrúna fót- boltakona, og hún átti hvað stærstan hlut I sigri kvennaliðs- ins frá Bonn, en Bonn-stúlkurn- ar fóru með sigur af hólmi i Þýzkalandskeppninni I kvenna- fótbolta 1975. Beverley er köll- uð Pelé kvenna'fótboltans, og með leik hennar fylgdust 100 þúsund áhorfendur I sjónvarpi. Hún gerði þá eitt stórkostleg- asta mark, sem hægt er aö hugsa sér, að þvi er fagmenn segja, og mark Berverley var útnefnt „mark mánaðarins”. Nú velta stúlkurnar i Bonn þvi fyrir sér, hvort ekki sé rétt að halda áfram, og reyna að keppa að stærra marki en þvi að verða Þýzkalandsmeistarar. Hver veit nema þær verði heims- meistarar áður en langt Hður. Fordómarnir hverfa eins og dögg fyrir sólu Þegar litið er á þessa mynd sér maður hóp glaðlegra barna. Það mætti segja, að þarna væri smásamkoma Sameinuðu þjóð- anna. Börnin eru nefnilega af sex mismunandi þjóðernum og eru meðal þeirra 35 barna, sem tekið var á móti i Haus am Löwentor, en það er alþjóðlegt barnaheimili I Stuttgart I Þýzkalandi. Þarna eru börn er- lendra manna, sem vinna i Þýzkalandi, en auk þess er allt- af dálitið af þýzkum börnum innan um, en séð er til þess, að þau verði ætið I minnihluta. Tveir þriðju hlutar þeirra, sem á þessu barnaheimili eru, skilja ekki þýzku, þegar þeir koma, en yfirmaður heimilisins, Gisela Theer segir, að eftir átta vikur sé fullvist, að þau séu búin að læra nóg til þess að gera sig skiljanleg og skilja aðra. Gisela lætur börnin fara I leiki, sem þau geta notað sitt eigið mál I. Þarna eru sagðar sögur frá ýmsum löndum, og allt gert til þess að börnin blandist sem allra bezt, og gleymi þvi, að þau eru ekki af sama þjóðerni. Auk þess sem börnin bindast , vináttuböndum, má geta þess, að stofnuð hafa verið samtök foreldra þeirra barna, sem sækja þ'etta barnaheimili, og er markmið samtaka þeirra einnig að ryðja úr vegi öllum fordóm- um, sem kunna að vera fyrir hendi hjá hinum fullorðnu. ★ Isbjarnarþrí- burar í Kharkov Birna I dýragarðinum I Khar- kov hefur nú fætt pf sér þrjá húna, en þetta er annað skiptið, sem hún eignast þribura. A þeim tiu árum, sem birnan hef- ur verið I Kharkov, hefur hún alls fætt 14 húna sem nú eru I öðrum dýragörðum I Sovét- rikjunum, að einum undanskild- um, en hann er i Hollandi. Hinir ungu þriburar eru við góða heilsu og starfsmenn dýra- garðsins eru stoltir af þessum fósturbörnum sinum, ekki slzt fyrir þá sök að það er mjög sjaldgæft, að isbirnir auki kyn sitt I dýragörðum. — Ég sagöi kerlingumii, að ég ætti að vinna yfirvinnu, og heldurðu ekki að hún hafi trúaö mér. DENNI DÆMALÁUSI Þeim mun öllum lika vel við þig, svo þú skalt láta þig geltið og há- vaðann engu skipta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.