Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.09.1975, Blaðsíða 11
Miðvikutlagur 10. september 1975 TÍMINN 11 Umsjón: Sigmundur ó. SteinarssonH^====-_^== UNDIR PILSINU? — er spurning skozka blaðsins „Scottish Daly News" JÓHANNES EÐVALDSSON.... I skozka þjóAbúningnum. HVAÐ ER BILLY BREMNER ÁTTI STÓRLEIK — þegar Leeds vann sigur (3:2) yfir Ipswich i gærkvöldi i ensku deildarbikarkeppninni BILLY BREMNER, maðurinn sem fær ekki að leika fleiri lands- leiki fyrir Skotland, sýndi snilldarleik i gærkvöldi, þegar Leeds vann góðan sigur (3:2) yfir Ipswich á Elland Road i Leeds i ensku deildarbikarkeppninni. Bremner var hetja leiksins — hann sýndi allar sinar beztu hlið- ar og áhorfendur kunnu vel að meta það. Þeir sýndu honum mikinn stuðning i hinu mikla áfalli sem hann varð fyrir — þeg- ar hann var dæmdur i keppnis- bann á mánudaginn, með þvi að klappa honum hvað eftir annað lof í lófa. Þeir stórskotaliðarnir Duncan McKencie, Allan Clark og Peter Lorimer, sendu knöttinn i mark Ipswich, en mörk Ipswich skoruðu þeir David Johnson og Alan Hunter. Ipswich-liðið varð fyrir áfalli, þegar enski landsliðs- Bremner í bann BILLY BREMNER, fyrirliði skozka landsliðsins hefur verið dæmdur i ævilangt leikbann meö skozka landsliðinu. Eins og við sögðum frá í gær, þá er þetta mikið áfall fyrir Bremner, sem þurfti aðeins tvo landsleiki til að slá út landsleikjamet (55 leikir) Denis Law. Fjórir aðrir leikmenn — Joe Harper (Hibs), Willie Young og Arthur Graham (Aber- deen) og Pat McCluskey (Celtic) — voru einnig dæmdir i ævilangt bann. maðurinn Brian Talbot var bor- inn af leikvelli á 10. minútu leiks- ins — það er talið að hann hafi öklabrotnað. Hinn 18ára Iri Frank Stapleton — sem er einn af sex Irum i Arsenal-liðinu — var hetja Arsenal á Goodison Park i Liver- pool. Hann skoraði jöfnunarmark (2:2) Arsenal rétt fyrir leikslok og tryggði liðinu aukaleik gegn Everton — þá á Highbury i Lundúnum. BILLY BREMNER...átti stórleik i gærkvöldi. West Ham gerði óvænt jafntefli (0:0) gegn Bristol City á heima- velli sinum Upton Park. Þar var einn leikmaður — Jimmy Mann, Bristol City — rekinn af leikvelli, fyrir að slá Billy Jennings. Úrslit i leikjunum, sem voru leiknir i deildarbikarkeppninni i gærkvöldi, urðu þessi: Brimingham —Orient........4:0 Bury — Middlesb...........1:2 Carlisle — Gillingham.....2:0 Charlton — Oxford ........3:3 Darlington — Luton .......2:1 Doncaster — CrystalP .....2:1 Everton — Arsenal.........2:2 Hull—Preston..............4:2 Leeds — Ipswich ..........3:2 NottsC. — Sunderland......2:1 Portsmouth — Leicester....1:1 Shrewsbury — Q.P.R........1:4 Southampton — BristolR....0:1 Swindon — Wolves..........2:2 Watford—Tottenham.........0:1 W.B.A. —Fulham............1:1 WestHam — BristolC........0:0 BAYERN TAPAÐI Evrópubikarmeistarar Dyna- mov Kiev unnu sætan sigur (1:0) yfir Evrópumeisturum Bayern Munchen i gærkvöldi, þegar liðin mættust i Munchen i „Super- Cup”-keppninni, sem hefur verið komið á f Evrópu. I henni keppa Evrópumeistarar meistaraliða og Evrópumeistarar bikarliða — heima og heiman. A þessu sést, að leikmenn úr Dynamov Kiev verða ekki i landsliði Sovétmanna, sem mæta Islendingum i Moskvu i dag. HVAÐ GERIR ÁRNI í MOSKVU? JÓHANNES EÐVALDSSON hefur vakið mikla athygli i Skotlandi, enda ekki á hverjum degi, sem erlendur knatt- spyrnumaöur leikur með hinu INGUNN EINARSDÓTTIR. INGUNN KOMIN Á SKRIÐ INGUNN EINARSDÓTTIRúr IR setti glæsilegt met i 400 m hlaupi á frjálsiþróttamóti i Gautaborg á mánudagskvöldið. Ingunn hljóp vegalengdina á 57.8 sek. og bætti gamla metið (58.0) sitt um tvö brot úr sekúndu. Þetta met Ingunnar er mjög gott og það er greinilegt, að hún er að ná sér á strik eftir meiðslin, sem hafa háð henni i sumar. I REVIE HRÓSAÐ c heimsfræga Celtic-Iiði. Skotar hafa tekið vinsamlega á móti Jóhannesi, eins og hann væri innfæddur. Og þegar skozka blaðið „Scottish Daily News” birti mynd af honum, þar sem hann var íklæddur hinum fræga skozka þjóðbúningi, þá veltu Skotar þvi fyrir sér — i hverju hann væri innanundir pilsinu. En eins og menn vita, þá er tal- ið, að Skotar gangi buxnalausir, þegar þeir spóka sig um f þjóöarbúningnum. Já, i hverju er Jóhannes undir pilsinu? Islendingar mæta Sovétmönnum þar i dag ARNI STEFANSSON, hinn frá- bæri markvörður úr Fram, verð- ur i sviðsljósinu í Móskvu i dag, þegar islenzka landsliðið mætir Sovétmönnum I undankeppni Olympiuleikanna. Árni, sem átti stórleiki i Nantes og Liege, þarf örugglega að taka á honum stóra sinum, þegar Islenzka liðið leikur gegn sovézku listamönnunum — sem ætla að tryggja sér farseðil- inn til Montreal. Sovétmenn verða að vinna sigur yfir Is- lendingum, til þess að gulltryggja sér OL-farseðilinn. Það verður örugglega erfiður róður hjá islenzka liðinu, sem átti frábæran leik gegn Belgiumönn- um. Þeir leika án Ásgeirs Sigur- vinssonar, Guðgeirs Leifssonar og Jóhannesar Eðvaldssonar, sem hafa verið aðalmáttarstólpar islenzka liðsins að undanförnu. Að öllum likindum verður liðið, sem leikur í Moskvu i dag, þannig skipað: Árni Stefánsson, Ólafur Sigur- vinsson, Björn Lárusson, Jón Pétursson, Marteinn Geirsson, Matthias Hallgrimsson, Gisli Torfason, Jón Alfreðsson, Ámi Sveinsson, Elmar Geirsson og Teitur Þórðarson. Allt bendir til að knatt- spyrnukappinn Stan Bowles, hinn leikni leikmaður Lundúnaliðsins Queens Park Rangers fái fljót- lega að klæöast landsliðs- peysunni. Bowles, sem lék með enska landsliðinu sl. keppnis- timabil, missti landsliðssæti sitt, vegna óreglu — þar sem hann var orðinn mikiU fjárhættuspilari. Bowles var vandræðabarnið hjá félagi sinu — Q.P.R. — og fór hann t.d. fram á, að verða settur á sölulista sl. vetur, eftir að hann hafði verið settur út úr aðalliði Lundúnaliðsins. Ein aðalástæðan fyrir óreglu Bowles var, að eiginkona hans, sem er fædd i Manchester, vildi ekki flytja til Lundúna. Þannig að Bowles átti engan samastað til að eyða frjtimum sinum i — svo að — sem er nú hættur öllu fjárhættuspili hanndróstúti óreglu. Nú er þetta breytt, þvf að konan hans er flutt til London. — Nú er ég hamingjusamur i London, með konu minni og börn- um. Ég eyði minum fritimum með fjölskyldunni, sagði Bowles, og bætti við — að óreglunni væri lokið. Stan Bowles er þó ekki hættur að spila, en það hafa orðið breytingar á spilamennskunni hjá honum — hann spilar núna aðallega fyrir ánægjuna, en ekki upp á miklar peninga- upphæðir,eins og áður. — Ég hef Bowles nú ofarlega i huga, sagði Don Revie, einvaldur enska landsliðsins, 'i sjónvarps- viðtali I gærkvöldi. Bowleserfrá- bær spilari og hann er nú kominn i sama gæðaflokkog Georg Best, þegar hann var upp á sitt bezta. Bowles leikur skemmtilega knattspyrnu, sem áhorfendur kunna að meta, sagði Revie I viðtali við BBC-sjónvamsstöðina i gærkvöldi. -SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.