Tíminn - 12.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.09.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 12. september 1975. Útgetandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Svar Lúðvíks Ólik er afstaða Þjóðviljans og nýlokins þings brezka Alþýðusambandsins til kaupgjalds og verðlagsmála. Þing brezka Alþýðusambandsins samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að fall- ast á kaupbindingarstefnu rikisstjórnar Verka- mannaflokksins, sem felur það i sér að kaup megi ekki hækka meira en sex sterlingspund á viku á timabilinu til 1. ágúst 1976. Slika kaupbindingu telur brezka rikisstjórnin frumskilyrði þess, að hægt verði að verjast stórfelldum verðhækkunum og auknu atvinnuleysi. Á sama tima og brezk verkalýðssamtök taka þessa afstöðu, blæs mál- gagn Alþýðubandalagsins i kaupkröfulúðurinn og krefst þess að kaupið fylgi óbreyttri framfærslu- visitölu og vixlhækkanir verðlags og kaupgjalds, sem allir tapa á nema braskarar, haldist þannig áfram. A timum, þegar verðlag i viðskiptalöndum okk- ar er nokkurn veginn stöðugt, eins og var t.d. i tið viðreisnarstjórnarinnar, getur það verið hyggi- legt til að tryggja vinnufrið, að kaupið fylgi vissri verðlagsvisitölu. Þetta er hins vegar útilokað, ef ekki á þvi verr að fara, þegar verðhækkanir eru örar og miklar á aðfluttum vörum og útflutnings- vörur fylgjast ekki með. Enginn hefur skýrt þetta betur en Lúðvik Jósefsson i ræðu, sem hann flutti á Alþingi siðastl. sumar. Lúðvik Jósefsson sagði m.a.: ,,Það þarf að koma i veg fyrir það að kaupið eftir einhverjum visitölureglum eins og þeim, sem við höfum búið við, æði upp á eftir verðlagi, þvi að það kippir vitanlega fótunum undan eðli- legum rekstri, eins og nú er ástatt. Þetta var gert i tið fyrrverandi rikisstjórnar með bráðabirgða- lögum frá þvi i mai s.l. Þá átti að réttu lagi kaup- gjald að hækka um 14,5%, eða um 15,5 K-visitölu- stig 1. júni, og á eftir slíkri hækkun hefðu land- búnaðarvörur hækkað gifurlega strax á eftir, vinna hefði hækkað gifurlega, og siðan orðið önn- ur kollsteypa þar á eftir. Mér er það alveg ljóst, að við þær aðstæður, sem við búum við i dag, er engin leið að halda atvinnurekstrinum gangandi i fullum krafti, eins og verið hefur, ef þessi skrúfu- gangur yrði látinn ganga áfram eins og ástatt er. Það visitölukerfi, sem við búum við hefur vissa kosti. Það getur skapað meiri kyrrð á vinnu- markaðnum undir vissum kringumstæðum, að launþegar vita það, að þeir hafa vissa tryggingu fyrir kaupmætti sinna launa. En það sjá allir, að ef t.d. er um það að ræða, að erlendar verðhækk- anir eru mjög miklar og hafa viðtæk áhrif, sem leið til hækkunar á mörgum sviðum, og það gerist á þeim tima, sem útflutningsverð okkar hækkar ekki, stendur i stað eða jafnvel fer lækkandi, þá fær svona skrúfugangur ekki staðizt, og þá er að finna ráð til að koma i veg fyrir þennan vanda, þannig að launafólkið i landinu fái við unað, en atvinnurekstrinum sé forðað frá afleiðingum þessara sifelldu hækkana. Þetta er að minum dómi langsamlega stærsta vandamálið.” Þessi ummæli Lúðviks Jósefssonar eru alveg nægilegt svar við umræddum kröfum Þjóðvilj- ans. Þau skýra einnig þá stefnu brezku rikis- stjórnarinnar að binda kaupið i eitt ár svo að hægt verði að draga úr vixlhækkunum þess og verðlagsins. Þ.Þ. TÍMINN 9 Mikhail Budyko, APN: Hvernig verður lofts lagið í heiminum? Iðnþróunin getur valdið miklum breytingum Höfundur eftirfarandi greinar, Mikhail Budyko, er bréffélagi Visinda-akademiu Sovétrikjanna og hefur hlotiö Lenin-verölaun fyrir visinda- störf sin. Grein þessa hefur hann skrifaö fyrir fréttastof- una APN og er þýöingin gerö á hennar vegum. HÉR AÐUR fyrr áttu sér stað miklar loftslagsbreytingar á jörðunni. Isaldir komu og fóru og rfkti hvert ísaldartimabil tugi þúsunda ára. Nú geta aftur á móti átt sér stað breVt- ingar á loftslagi á nokkrum áratugum. Hvaða aðgerðir mannsins nú á timum geta haft I för með sér loftslagsbreytingar I heiminum? Fyrst og fremst er það aukin framleiðsla á þeirri orku, sem maðurinn notar. A landsvæði þeirra landa, sem hvað þróuðust eru, skilst stöð- ugt út svonefndur „iðnaðar- hiti”. Nú á dögum eykst orku- framleiöslan i heiminum um 6% á ári. Og þó hlutur orku- framleiðslunnar i upphitun andrúmsloftsins sé enn litill, þá mun hlutfallið milli nátt- úrulegs og iðnaöarlegs hita verða allt annað eftir 100 ár. 6% aukning orkuframleiðsl- unnar á ári er nægileg, til að hröð hitaaukning hefjist um miðja 21. öld. I ÞESSU sambandi vaknar sú spurning, hvort „hitamörk” geti komið I veg fyrir þróun orkuiðnaðar I framtíðinni, en ekki tæming eldsneytisbirgða. Hér kemur fram ný hugmynd um umfangsmikla nýtingu sólarorkunnar i iðnaðartil- gangi I framtiöinni og er Nikolaj Semjonov, félagi sov- ézku Vísindaakademíunnar, talsmaður þessarar hug- myndar i Sovétrikjunum. Verður aðeins nýttur sá hluti sólarorkunnar, sem fer til upphitunar andrúmsloftsins. Hér þarf að bæta við mjög þýðingarmikilli útskýringu. Aðalhættan er ekki fólgin i þvi að við ofhitum jöröina. Löngu áður en það gerist, geta átt sér stað djúptækar loftslagsbreyt- ingar vegna eyðileggingar á veðurkerfinu. Annar þáttur, sem getur breytt lofslaginu er aukiö kol- sýrumagn i andrúmsloftinu. Rannsóknir, sem gerðar hafa veriö I Jarðfræðistofnuninni i Leningrad leiða i ljós, aö á undanförnum árum hefur kol- sýrumagniö i andrúmsloftinu aukizt um 0,2% á ári. Kolsýra hindrar hitann I að komast út úr gufuhvolfinu og út I geiminn og leiðir þannig til hitaaukningar við yfirborð jaröar. Hitajafnvægið, sem öldum saman hefur rikt á piánetunni, er aö ganga úr skorðum. Mikiö rykmagn i andrúms- loftinu getur haft i för með sér snöggar loftslagsbreytingar. Margir vlsindamenn telja, að isaldartimarnir hafi staöið i sambandi við virka eldfjalla- starfsemi, þegar reykur og hiti fóru út I gufuhvolfið i miklu magni á gostimum. Andrúmsloftið þéttist, erfið- ara varð að komast i gegn og minni sólarhiti komst til jarð- arinnar. A hinn bóginn var loftslagið á fyrri hluta þessar- ar aldar hlýrra vegna þess, að á áratugunum þar á undan áttu sér stað fá stórgos. Iönaöarþróunin getur haft mikil áhrif á loftslag og hitamörk NÚ ER maðurinn farinn að „keppa” viö eldfjöllin um, hvort þeirra getur sent frá sér meira rykmagn út I andrúms- loftið. Nú er ekki auðvelt að segja fyrir um, á hvaða hátt rykmengun i andrúmsloftinu verkar á loftslagið i framtiö- inni. Það er ekki kunnugt um, hversu mikiö rykmengunin i loftinu eykst vegna starfsemi mannsins. Mörg lönd gera ráðstafanir til að rykmenga andrúmsloftið sem minnst. T.d. hafa veriö I Sovétrikjun- um hönnuð hreinsitæki sam- kvæmt nýjustu tækni og byggðar verksmiðjur, sem menga ekki borgarumhverfi. Vegna aukins kolsýrumagns og orkuframleiðslu má reikna með þvi að heimskautin gegni ýmsum hlutverkum i gangi hins hækkandi meðal- hita i heiminum. Um árið 2000 verða strendur Norðurheimskautsins komn- ar tveim gráðum norðar en núna. Útreikningar sovézkra vísindamanna sýna, að við það mun eiga sér stað hita- aukning, einkum á kaldari árshlutum. Það þarf um það bil 80 ár til að bræða fyllilega hafisinn á Norðurheimskautinu. Það mun leiða af sér miklar breyt- ingar á hitakerfinu. ÞAÐ ER augljóst, að lofts- lagsbreytingar við bráðnun haflssins takmarkast ekki að- eins af hitaaukningu. Ein möguleg afleiðing er sú, að Grænlandsjökull og jöklar Suðurheimskautsins bráðni smátt og smátt, en það mun hafa i för með sér yfirborös- hækkun heimshafanna. Rannsóknir á hlýindaskeiði þriðja og fjóröa tugs aldarinn- ar leiddu i ljós, að rakahlutföll breyttust verulega á noröur- hluta hnattarins vegna þess að tiltölulega lítill hluti Norður- heimskautsins bráðnaði. Það leiddi til aukinna þurrka i mörgum löndum, til breytinga á árrennsli og yfirborði út- hafa. Ef áframhaldandi rann- sóknir staðfesta tilgáturnar um miklar loftslagsbreytingar á næstu öld, verða geröar ráð- stafanir sem takmarka áhrif iðnaðarþróunar. 1 sósialisku þjóðfélagi fer þjóðarbúskapurinn fram sam- kvæmt áætlun. Þess vegna hjálpa þróunarhorfur mikil- vægustu greina þjóöarbú- skaparins til að^ gefa upp- lýsingar um loftslagið i heim- inum i framtiðinni. En vanda- malið er vandamál alls heims- ins og þarfast viðtækara alþjóðasamstarfs, samræmds átaks allra landa, sem eru langt komin á veg iðnaðarþró- unar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.