Tíminn - 12.09.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.09.1975, Blaðsíða 11
TÍMINN 10 TÍMINN Föstudagur 12. september 1975. Föstudagur 12. september 1975. 11 Ingólfur Davíðsson: LITAZT UM Á MORS Unga kynslóðin á Mors Margir kalla Mors perlu Limafjarðar, frjósama og fjöl- byggða, alla kapprækt- aða að kalla. Kirkjur eru taldar um 30. Ég var að minnast á Ansgarkirkjuna i Jölby siðast. Þar er nú prest- ur Lau Jörgensen, sem áður var lengi blaða- maður og býr i Nyköb- mg.— Ég var með ykk- ur i handritamálinu, sagði hann strax og hann vissi að ég var ís- lendingur . Frikirkju- söfnuð kvað hann stofnaðan hér úti á Mors fyrir 200 árum, einn hinn fyrsta i Dan- mörku — og starfandi ötullega. Eftir fjörugt viðtal, gekk prestur til kirkju og predikaði yfir gömlu fólki, stórum hópi, er þar var mættur og tók hressi- lega undir sönginn. t Jölby, ekki allfjarri kirkju og fyrrverandi prestssetri, hefur verið útbúið útileikhús i gamalli kalkgryfju i skjóli laufmikilla trjáa. Sæti fyrirhundruð manna eru hlaðin úr grastorfi i brekkunni. Leik- arar frá Kaupmannahöfn og víðar að hafa stundum leikið þarna undir berum himni á sumrin. Rétt hjá er iþróttavöll- ur og var verið að æfa hringa- reið (hringarenning) fyrir væntanlegt mót. Hringareið er gamall riddaraleikur, sem enn tiðkast á Mors. Upp er hengdur málmhringur, en riddari með langa stöng i hendi þeysir að og reynir að ná hringnum upp á stöngina. Þarf leikni til og fær sigurvegarinn krans að launum. Það eru ekki nema tvær aldir siðan að nær enginn skógur var á Mors. Landið var aðallega votlendi og beitilyngheiðar. Nú eru viða skógarblettir, lundir og skjólbelti. Votlendið ræst fram og gert að akurlendi. Fyrrum áttu herragarðar mikiö land, en þvi hefur að mestu verið skipt i margar ja ðir. Stórbúskap sýndi Jens uundi mér t.d. i Thyssinggarði. Þar hefur mikið land verið þurrkað og ræktað. Akrar eru viðlendir, fjósið griðarstórt, fjöldi rauðra kúa á beit og einnig nokkur holdanaut. A öðru gömlu herrasetri Uller- upgarðitaldist 500 tunna land en var fyrrum 1500. Frjósama landið þar er allt kornakrar, graslendi og kálgarðar, en skógur ræktaður á hæðum, ein- hver sá mesti þar. Talsverður skógur lika á hæðinni ,,Smiðs- fjalli” kennt við gamla smiðju. Á mörgum bóndabýlum á Mors er landstærð 30-40 tunnur, en 100-200 á stórbæjum (Tunna lands um 1/2 ha). En allt er þetta land ræktað. Við sáum lika allmargar kirkjur, flestar mjög gamlar. Vejerslevkirkja er einhver hin elzta, svipmikil, hlaðin úr stór- um „kampsteinum” vandlega tilhöggnum, en undirstaðan er úr óhöggnu grjóti, e.t.v. leifar af eldri kirkju. Á myndinni sjást glöggt hinir þrir hlutar kirkj- unnar, þ.e. miðhlutinn (skipið), kórinn og fprkirkja með turni. Kannski hefur kirkjan uppruna- lega verið skipið eitt. Við kom- um lika i Ljörslevkirkju, stóra oggamla,alla hlaðna úrhöggnu grjóti og þvi liklega eitthvað yngri en hin. t lokaðri hliðarstúku standa tvær miklar steinkistur með áletrunum. „Poul og Augusta Klingenberg.” Paul Klingen- berg var ættaður frá Hamborg, en gerðist mikill viðskipta- og embættismaður, háttsettur i Danmörku um miðja 17. öld. Hann átti miklar jarðeignir, lánaöi konungi fé„ var lengi aðalpóstmeistari og endur- skipulagði póstþjónustuna. Dó fátækur. Klingenbergættin lifir enn i góðu gengi i Þýzkalandi, Höfn, Álaborg og viðar. Ég nefni þetta vegna þess að ein grein ættarinnar festi rætur i Borgarfirði fyrir alllöngu. Rakti t.d. Þorgeir Sveinbjarnarson frá Efstabæ i Skorradal einn þátt ættar sinnar til Klingen- bergsættar. Yngsta miðalda- kirkjan á Mors er sú i Jörsby.og talin er jafnframt hin eina gamla úr tigulsteini. Kór og aðalkirkja frá gotneskum tima (e.t.v. 15. öld), en vopnahúsið yngra. Þar hengdu menn vopn sin, er gengið var til messu. Á hliöarvegg Lejerlevskirkjuhafa verið mjóar aukadyr, sem múr- að hefur verið i fyrir löngu. Þetta voru kvennadyr. Þar gengu konur inn, en karlmenn um aðaldyrnar. Ekki er raunar langt siðan alsiða var að konur sætu sér i samkomuhúsum, einnig hér á landi. Kirkjurnar gömlu eru sannar- lega forvitnilegar og geyma mikla sögu kynslóðanna. Stærsta kirkjan á Mors er i Nyköping, 44 m löng og rúmir 43 m á hæð með -koparklæddri turnspíru, sem sést langt að. Þessi kirkja var byggð 1891. Nú var orðið fært að gera miklar hvelfingar út tigulsteini og reisa fjölbreytta turna. Hér á landi getið þið borið saman torfkirkj- ur, timburkirkjur og stein- steyptar kirkjur o.fl. byggingar, en okkur vantar leir i múrstein- inn. Gamlar hallir eru til á Mors t.d. Ilöjrishöll.sem Klingenberg eitt sinn átti. Höllin er nefnd á 14. öld. Við sáum glitta i hana gegnum laufþykkni. Hún var umgirt fornri virkisgröf og gnæfir hátt með turni 'og spiru, en fagur trjágarður umhverfis. Ekki er búið lengur i' höllinni. Eigandinn kvað nú vera þýzkur greifi kvæntur danskri baró- nessu og stendur hús þeirra skammt frá. Þarna var áður mikill búskapur og eru gripahús ærið stór. Leifar af gamalli kornmyllu sjást við læk i grenndinni i skógarlundi. Ekki bftur fénaður kornið, þvi að kýrnar eru hvarvetna i rafgirð- ingum og hinar fáu kindur tjóðr- aðar. Jens bóndi var óþreytandi að aka og sýna mér landið. Við komum i frilandssafnið i Glomstrup (eins konar Árbær) og sáum gömul hús með strá- þaki og fjölda gamalla muna, einkum i sambandi við forn vinnubrögð. Safnið er aðeins 10 ára gamalt. Jarðfræðisafn merkilegt er einnig á Mors, enda eyjan forvitnileg jarð- fræðilega. Við gengum á höfð- ana bröttu á norðurströndinni, Feggeklit og Hanklit og nutum fagurs útsýnis, þótt talsverð sól- móða væri oft á lofti. Við blasa grænar öldur, bæjarlundir, bleikir byggakrar, dökkgrænir kálgarðar, fagurgulir raps- og mustarðsblettir, löng skjólbelti, hlýleg sveitaþorp á öldóttu landinu, bátar á Limafirði o.s.frv. Græni liturinn er alls staðar yfirgnæfandi, enda sér varla nokkurs staðar i stein, nema við ströndina. t höfðunum er i jörðu hinn frægi „moler”, þ.e. kisilleir, myndaður i sjó af skeljum ör- smárra kisilþörunga fyrir tug- milljónum ára. Kisilleirlögin eru ljós en i þeim sjást greini- lega bugðótt leir og öskulög dökk eða ljós. Einhvern tima hefur gosið i Danmörku eða haf- inu úti fyrir. Hin dökku lög hugðu menn fyrrum vera kol. Þessi danski kisilleir er nú brenndur i stórum stil og hag- nýttur til múrsteinsgerðar og einangrunar bæði gegn kulda og hávaða. Mikið er i jörðu af kalki og krit inni i miðri Mors og hefur verið allmikið unnið. 1 Fröslevsá ég gamla kalknámu ogyfirgefna verksmiðju i djúpri lægð er grafin hafði verið i kalkið. Sjá mynd. Náman gaf góðar tekjur á árunum 1924—1970. 1 brattri brekku Feggehöfða (Feggeklit) sjávar- megin hefur verið reistur bautasteinn Fegge konungs, er munnmæli telja hér heygðan. Hann var talinn hafa myrt föður Hamlets og siðan kvænzt ekkj- unni. Drap Hamlet hann siðar til hefnda. Ég kom á nokkra bóndabæi og virtist mjög smekklegt innan- húss sem utan og þrifalegt. HúS- gögn hentug og margt góðra muna, sumt erfðagripir. Virtist hér meira um það en heima að sama ættin búi á staðnum kyn- slóð eftir kynslóð. Kvað fátt fólk flytjast burtu frá Mors. En ferðamannastraumur þangað er nú mikill. Alls staðar eru keypt einhver blöð og fræðibæk- ur um ræktun, búfé, byggingar o.s.frv. en fremur litið virtist um aðrar bækur. 1 görðum við bæina eru rækt- aðar matjurtir og ýmis blóm. Annast konan oft mest um garð- inn en bóndinn ræður á ökrun- um. Ekki er mikil ávaxtarækt á Mors, en þó vaxa nokkur ávaxtatré hjá flestum bæjurh — epli, perur, plómur, kirsuber o.fl. til heimilisnotkunar. Flestir stunda „blandaðan búskap”. þ.e.komyrkju og hafa jafnframt margt kúa og svina — annað eða hvort tveggja (kúabændur eða svinabændur). Flugur eru mikil plága á bónda- bæjunum, eða voru það a.m.k. i hitunum I sumar. Þær klekjast i búfjáráburðinum og gripahús- unum og sækja þaðan inn i bæ- ina, þótt reynt sé að halda þeim i skefjum með lyfjum og ýmiss konar ráðum. 1 stiunum voru svinin sums staðar svört af flug- um. Á ökrum þarf að hafa mikla gát á illgresi t.d. þistlum og „flughöfrunum” illræmdu, sem geta eyðilagt uppskeruna, eða stórlækkað hana i verði. Á myndinni frá i sumar sjáið þið kirkju forna, gamalt kalk- brennsluhús, bóndabæ, brauð- gerðarhús og börn úti við skjól- belti. Þau hafa fundið risavaxna jurt — dúnkamar að nafni — og útbýta til nágrannanna, glöð i bragði. 1 sveitaþorpinu Fröslev á Mors sjáið þið kaupfélagið (Brugsen, sem Danir kalla og verzla mikið i). Vejerslevkirkja á Mors (1975) Gamalt kalkbrennsluhús 1 Fröslev á Mors (1975) Jón Kr. Kristjónsson: Er þjóðkirkjan í hættu? Á nýafstöðnum héraðsfundi Þing- eyjarprófastsdæmis flutti ég eftirfarandi tillögu og greinar- gerð. Hún hlaut þar ekki fulln- aðarafgreiðslu. „Héraðsfundur Þingeyjarpró- fastsdæmis, haldinn að Skúla- garði 1 Kelduhverfi 31. ágúst 1975, vill lýsa eftirfarandi áliti sinu: Brýn nauðsyn ber til að þjóð- kirkja Islendinga sé það viðsýn og umburðarlynd, að landsmenn geti fundið sig sem meðbræöur innan hennar, þrátt fyrir ólfkar skoðanir og lifsviðhorf. Það væri óbætanlegt tjón, ef þröng sjónarmið og ein- strengingsleg túlkun trúarskoð- ana, eða óhæfileg fastheldni við játningar og samþykktir kirkju- þinga og funda, leiddu til þess, að fleiri eða færri segðu sig úr þjóð- kirkjunni, gengju i sérsöfnuði, eða stæðu utan allra trúarsam- taka, enda mundi það algerlega kippa fótum undan safnaðarlifi með almennri þátttöku, aö minnsta kosti I strjálbýli.” Greinargerð Tillaga sú, sem hér hefur verið skýrt frá, á rót að rekja til þeirra deilna, sem átt hafa sér stað I fjölmiðlum á þessu ári. Þær hóf- ust með grein séra Heimis Steins- sonar I 4. hefti Kirkjurits Presta- félágs Islands, ársettu 1974. Þótt enginn hafi treyst sér til þess að gerast opinber málsvari veigamikilla atriða, sem þar koma fram, litur svo út sem hún hafi orðið kærkomið tækifæri þeim prestum, sem sr. Heimir telur hafa hina réttu trú, til þess að hefja merki sitt að húni. Nægir I því efni að benda á velþóknunar- orð ritstjóra Kirkjuritsins og hina mjög umdeildu samþykkt slðustu prestastefnu. Þetta er efni, sem alla varðar, er um trúmál hugsa. Til glöggvunar skal samþykkt prestastefnunnar lesin I heild. Hún hljóðar svo: ,,a) Prestastefna íslands 1975 varar við dultrúarfyrirbrigðum af ýmsu tagi, sem á síðari timum hafa breiðzt út meðal þjóðarinn- ar, og hvetur söfnuði landsins til þess að v«ra vel á verði gagnvart þess kyns áróðri. Kristin kirkja byggir boðun slna og lif á Jesú Kristi einum, eins og honum er borið vitni I Nýja testamentinu, og brýnir fyrir öllum að láta ekki bifast af þeim grundvelli. b) Prestastefnan beinir þeim tilmælum til biskups, að afstaða kirkjunnar til þessara mála verði formlega tekin til ýtarlegrar um- ræðu á prestaráöstefnu sem fyrst.” Glöggt er, aö hér er um þrjú atriði að ræða: Það er yfirlýsing um Krist Nýja testamentisins sem grundvöll kirkjunnar —-yfirlýsing, sem allir kristnir menn eru fúsir að sam- þykkja — höfö að buröarási. Við hana er svo tyllt annars vegar varnaðarorðum gegn dultrú, nán- ar vitað fyrst og fremst spiri- tisma, og hins vegar ósk um ráð- stefnu til þess að ræöa afstööu kirkjunnar til þessara mála. Oll- um, sem lesið hafa fyrrnefnda grein séra Heimis, hlýtur að vera ljóst samband þarna á milli. Hinir mörgu trúflokkar, er telja sig byggja á Kristi Nýja testa- mentisins, bera þess glöggt vitni, hve breytilegur skilningur þeirra er. Er það nú ekki fullkomið sjálfstraust, hvers þeirra fyrir sig, að einmitt þeirra trú sé „trú- in hreina”? Veröum viö ekki að sættast á þá hugsun, að jafnvel af engum presti sé heimtandi meir, en að hann kenni samkvæmt sin- um skilningi og sinni trú? Vilja menn til dæmis enn I dag áfella þá séra Pál I Gaulverjabæ og séra Matthlas Jochumsson fyrir frávik þeirra af troðnum leiðum kirkjunnar manna á þeirra tlð? Er manninum ikki veitt álykt- unarhæfni, vaxtar- og eillfðarþrá vegna hans sjálfs — gjafir, sem hann hefur skyldur við — fremur en hann sé til þess fæddur að játa vissan skilning misviturra samtiðarmanna eða forvera þeirra? Einum er vegur, sem öör- um sýnist ófæra. Og þaö er þröng- sýni aö viðurkenna það ekki. Hvaö má svo segja um splri- tismann I þessu sambandi? Er hann hófst hér til vegs, gætti mikils efa og efnishyggju og frá- hvarfs almennings frá hefð- bundnum boðskap kirkjunnar. Splritisminn leiddi margan manninn beinlinis I sátt við hana og inn á nýjar brautir vonar og trúar. Hversu mörgum hefur hann til dæmis hjálpað örðugustu skrefin I sambandi við ástvinamissi? Skyldi sú áherzla, sem splritism- inn leggur á kærleiksrlkar hugs- anir til hinna framliðnu og bænir fyrir þeim, vera ófarsæl látnum og lifendum? Þeir, sem muna Harald Nlels- son, hvernig hann og snjöllustu lærisveinar hans gáfu nýjar sýnir, fegurri jörð og hærri himin, eiga erfitt með að samþykkja, að þar hafifalsspámenn veriðá ferð. Án efa hafa þeir, sem vara við dultrú, guðspekina ekki siður i huga. Eigum við að trúa þvi, að mannræktarhugsjónir, kærleiks- boðun hennar og umburöarlyndi, hafi reynzt Jakobi Kristinssyni, Sigurði Kristófer Péturssyni og skoðanabræðrum þeirra allt ann- að en þroskavegur? Er íslenzka þjóðkirkjan i hættu? Margt bendir til að svo sé. Ekki þó fyrst og fremst frá frjálshuga, leitandi mönnum. Þeir hafa yfir- leitt reynzt kirkju sinni trúir og borið uppi safnaðarlif I sóknum sinum. Hættan mesta er sú, að hinir ihaldssamari prestar og for- ystumenn um kirkjuleg efni brjóta svo á hinum frjálslyndu, að þeir telji sig ekki geta átt með þeim samleið. Það er trúfrelsi i landinu. Margur maðurinn mun ekki telja sig þurfa að fá itrekað- ar ábendingar frá prestastefnu, um að skoðanir hans séu rangar, til þess að hann segi sig úr þjóð- kirkjunni. Þá verður hún ekki lengur þjóðkirkja, og starfsmenn hennar naumast launaðir af rikis- fé. Yfir þetta á ekki að draga fjöð- ur. Þjóöin öll verður að gera sér hættuna ljósa, en gæta þess að rasa ekki um ráö fram. Ýmsir tæpa á þvi að frikirkja sé það sem koma skal. Tiðindi' hins forna Hólastiftis 1975 eru komin út, með gagn- merku erindi eftir séra Friðrik A. Friðriksson, fyrrum prófast i Húsavik. Það heitir: „Allir eiga þeir að vera eitt” — Þjóðkirkjan og framtið hennar —. Þetta erindi ættu sem flestir að lesa. Þar kem- ur fram i hvert óefni væri stefnt, ef Islenzka þjóðkirkjan sundrað- ist, og styðst höfundurinn við margra ára reynslu sina I prests- starfi meðal islendinga i Vestur- heimi. Brugsen (kaupfélagiö) I Fröslev á Mors „Bakarí” I Elsö á Mors Tvíkeppni skákmanna og bridge- spilara hefst í dag Bridgefélag Reykjavikur bauð nýlega Taflfélagi Reykjavikur i tvíkeppni i skák og bridge. Tafl- félag Reykjavikur hefur þegið boðið. Ákveðið hefur verið. að keppnin skuli hefjast kl. 20:00 föstudaginn 12. sept. i Hreyfils- húsinu við Grensásveg og siðan framhaldið laugardaginn 13. sept kl. 14:00. Kepninni lýkur mánu- dagskvöldið 15. sept. Fyrirkomulag keppninnar verður að 12 félagar úr hvoru félagi keppa og verða sömu keppendur i bridge og skák. Keppnin stendur i 4 tima dag hvem. Fvrri tvo timana verður spilað og seinni tvo teflt. Tefldar verða hraðskákir eða 2x5 min. skákir við hvorn and- stæðing og spiluð sveitakeppni i bridge. Liðin hafa ekki verið endanlega valin en vitað er. að þekktar kempur verða i báðum. T.d. frá Taflfélaginu: IngiR. Jóhannsson. Jón Kristins- son. Ölafur Magnússon. Helgi Olafsson. Guðmundur Agústsson og Jón Þorseinsson. og frá Bridgefélaginu m.a.: Hjalti Eliasson. Karl Sigur- hjartarson. Jón Baldursson. Gylfi Baldursson. Jakob Ármannsson og Sigurður Sverrisson. Keppni sem þessi ætti að vera mjög hörð og skemmtileg. þvi bæði félögin leggja mikið kapp á aðsigra. Miðar verða seldir við innganginn og kosta kr. 200.00. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.