Tíminn - 12.09.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.09.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 12. september 1975. TÍMINN 13 Í! H i 111, „Alhliða mannfræði- rit”? íslendingaþættir Timans eru dágóðir, og nokkrir munu þeir vera sem kaupa blaðið, aðeins þeirra vegna. Samt gætu þætt- irnir verið betri og dagblaðinu styrkari stoð. Þeir eru einna likastir góðu skipi, sem hrekst um úthöfin án stefnu og stjórn- tauma. Þá vantar stýrimann. Það mun vera kona, sem sér um útkomu þáttanna. Hún dreg- ur litið á bátinn sjálf, en er þeim mun nýtnari á þaö, sem aðrir færa henni. Það kann að hafa sina kosti, en augljósir gallar fylgja þvi. Sjaldan eru allt kjörviðir, sem á fjörurnar berast, þegar mikið rekur, og eitt keflið öðru likt. — Þannig eru oft margar grein- ar um sama manninn, endur- tekin sama rullan blaö eftir blað, ásamt afrekaskrá viðkom- andi, i aðsendum greinum. Ekki efa ég, að þeir dauðu séu vel að þessu öllu komnir, en dálitiö leiðigjörn lesning verður þetta öllum þorra lesenda. I flestum tilfellum nægði ein grein til að halda minningu hins dauða á lofti, að svo miklu leyti sem skrifað orð getur gert það. Sem að likum lætur, eru það oftast Framsóknarmenn, sem mest rúm taka i þáttunum. En fleiri hafa nú menn verið I þessu landi. Dr. Sigurðar próf. Nordal hefur ekki verið getið þar með einu orði, ef ég man rétt. Ekki veit ég hvar hann var til húsa i pólitikinni, en fráleitt hefur hann verið Framsóknar- maður, fyrst svo hljótt hefur verið um hann á þessum vett- vangi. Hélt ég þó, að hann hefði verið dágóður tslendingur, og varla verða um það skiptar skoðanir, að einn mestur and- ans höfðingi var hann meðal sinna samtiðarmanna. Ekki mun heldur hafa verið lögð mikil rækt við minningu Þórbergs Þórðarsonar. Ef ritstjórn blaðsins berast ekki sæmilegar greinar um slika menn, þegar þeir falla frá, á hún tvimælalaust að skrifa þær sjálf, eða fá færa menn til þess. Þeir, sem halda blaðinu saman og láta binda þaö, vilja eiga I þvi aðgang að helztu ævi- atriðum sem flestra mætra manna. Ég held, að þessum fylgifiski Timans ætti að breyta dálitið. Hann þyrfti að vera viðsýnni en hann er, meira alhliða mann- fræðirit. Það gæti ekki kostað nein ósköp. Ég efast ekki um, að konan, sem sér um útkomu þáttanna Sé fullfær um að vinna þá meira en hún gerir, stjórna skrifunum, ef henni væri ætlað það. Hver þáttur þyrfti ekki að vera lengri en sem svaraði einni siðu I ritinu, til þess aö hægt væri að sýna framan i fleiri. Ekki spillti fyrir þótt pappirinn væri dálitið betri. B.Sk. Við þökkum B. Sk. skrif hans um fslendingaþætti, og þar sem ég er sú, sem hann segir, að sjái um útkomu þáttanna, finnst mér rétt að bæta hér viö nokkr- um linum. Þegar Islendingaþættir hófu göngu sina fyrir allmörgum ár- um, var þeim ætlað að létta á Timanum sjálfum, sem oft á tiðum fór aö miklu leyti undir minningargreinar, dag hvern, enda ekki jafn margar siður og hann er I dag. Blaðinu var á engan hátt ætlað aö veröa ,,al- hliða mannfræðirit”, eftir þvi, sem ég bezt man, enda þótt ég tæki ekki beinan þátt I upphaf- legri sköpun þess. Hins vegar fór fljótt að bera á þvi, að menn mátu þættina mikils, og söfnuðu þeim, og vildu mjög gjarnan að minningar og afmælisgreinar sinar birtust i þessu blaöi, sennilega bæði til þess aö minn- ing fólksins lifði og ef til vill til að þeirra eigin ritsmiðar varð- veittust, þegar ljóst varð að Is- lendingaþættirnir fóru siður i ruslatunnuna heldur en blöðin, sem koma út daglega og flytja dagbundið efni. B. Sk. nefnir, að framsóknar- menn taki mest rúm i þáttun- um. Þvi miður get ég hvorki neitað þessu né játað, þar sem ég hef mjög litla hugmynd um stjórnmálaskoðanir flestra þeirra, sem greinar birtast um, en eitt er vist, að ekki er ýtt til hliðar greinum um fólk með aðrar stjórnmálaskoðanir. Einnig mætti að vissu leyti telja eðlilegt, að meira væri skrifað um framsóknarmenn í blað, sem gefið er út af Framsóknar- flokknum, og fólk imyndar sér ef til vill I framhaldi af þvi, að sé meira lesið af fólki I þeim flokki, þótt það þurfi ekki að ,vera algila regla. Þá segir B. Sk. að sjaldan séu allt kjörviðir, sem á fjörurnar berast.... Það kann að vera rétt, en það getur verið nokkrum erfiðleikum bundið að segja viö fólk, að grein þess sé ekki nægi- lega góð, og kannski að aðrar betri hafi borizt. Tilfinningar fara meö stórt hlutverk I minn- ingagreinaskrifum, og grein, sem ekki er rituð af stilsnillingi, getur haft meira að segja en grein snillinga fyrir þann, eöa þá sem eftir lifa ef um minningargrein er að ræða. Rétt er, að margra merkra manna hefur ekki verið getiö I tslendingaþáttum, en þvi miður held ég, að litið þætti i minningargrein varið t.d. um Sigurð Nordal eða Þórberg Þórðarson, sem ég hefði skrif- aö. Minningargreinar þurfa helzt að vera ofurlitið meira en upptalning á staöreyndum, fæðingardagur og ár, og helztu próf eða afrek manna, hafi þeir unnið einhver slik, sem sögur fara af. Sllkar staðreyndir má I mörgum tilfellum finna i ritum eins og Samtiðarmönnum, eða Hver er maðurinn, og svo jafn- vel aftan á bókarkápum og I formálum að bókum manna eins og Þórbergs og Sigurðar Nordals. I minningargrein er sagt frá persónulegum kynnum, og slikt geta ekki aðrir gert, en þeir, sem þekkt hafa fólkið af eigin raun. FB. Um siðustu helgi opnaöi Gunnar Geir Kristjánsson málverkasýningu á Mokka, en þetta er I annaö skipt- iö, sem hann sýnir þarna og i annaö skiptiö, sem hann heldur málverkasýningu. Gunnar Geir stundaöi nám i myndlistaskólanum viö Freyjugötu og sótti þar tima m.a. hjá Hringi Jóhannessvni og nýveriö var hann á myndlistarnámskeiði i Noregi. Naut Gunnar Geir styrks frá norska rikinu og menntamálaráöu- neytinu hér. A sýningunni I Mokka eru 32 verk, þar af tiu litografiur, en hitt eru oliumálverk. Gunnar er 31 árs að aldri fæddur i Reykjavik og búsettur. Auglýsið í Tímanum -—— Sparið fé og fyrirhöfn VIÐ TÖKUM af ykkur ómakið UM LEIÐ og þið pantið gistingu hjá Hótel Hof i látið þið okkur vita um ósk- ir ykkar varðandi dvölina í Reykjavík og við útvegum m.a. bílaleigubíla með hagkvæmum kjörum, aðgöngumiða í leikhús eða að sýningum, borð i veitingahúsum og ýmislegt annað. Hótelið er lítið og notalegt og þvi á starfsfólk okkar auðvelt með að sinna óskum ykkar — og svo eruð þið mjög vel sett gagnvart strætisvagnaf erðum (rétt við Hlemm). Kynnið ykkur okkar hagstæða vetrar- verð. Sérstakur afsláttur fyrir hópa og langdvalargesti. HÓTEL HOF Rouðará rstíg 18 3* 2-88-66 CREDA-tauþurrkarinn er nauösynlegt hjálpartæki á nútimaheimili og ódýrasti þurrkarinn I sinum gæöaflokki. Fjórar gerðir fáanlegar. Ennfremur útblástursbarkar f/Creda, o.fl. þurrkara. Veggfestingar f/Creda T.D. 275 þurrkara. (Sýndur I bás 46 á vörusýn- ingunni). SMYRILL Armúla 7. — Simi 84450. DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐIÐ i ræðumennsku og mannlegum samskipt- um er að hefjast. Námskeiðið mun hjálpa þér að: ★ öðlast hugrekki og sjálfstraust. ★Bæta minni þitt á nöfn, andlit og stað- reyndir. ★ Láta i ljósi skoðanir þinar af meiri sann- færingarkrafti i samræðum og á fundum. ★Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. ★ Talið er að 85% af velgengni þinni sé kom- in undir þvi, hvernig þér tekst að umgang- ast aðra. ★ Starfa af meiri lifskrafti — heima og á vinnustað. ★Halda áhyggjum i skefjum og draga úr kviða. ★ Verða hæfari að taka við meiri ábyrgð án óþarfa spennu og kviða. Okkar ráðlegging er þvi: Taktu þátt i Dale Carnegie nám- skeiðinu. Fjórfesting í menntun gefur þér arð ævilangt Innritun og upplýsingar í sima 82411 í Grindavik hjá Tómasi Tómassyni i Festi, simi 8389 og 8346. í Keflavik hjá Reyni Sigurðssyni, simi 1523. Stjórnunarskólinn KONRÁD ADOLPHSSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.