Tíminn - 13.09.1975, Side 5

Tíminn - 13.09.1975, Side 5
Laugardagur 13. september 1975. TÍMINN 5 11111 n \\ M m Norskt fordæmi í málgögnum Alþýðubanda- lagsins hafa auknar árásir á samvinnuhreyfinguna verið að undanförnu. Dagur gerir þetta nýlega að umtalsefni I forustugrein og segir: „1 slðasta Alþýðubanda- lagsblaði á Akureyri gefur að lita mjög vanhugsaða rit- stjórnargrein, sem virðist þjóna þeim tilgangi einum, að torvelda samstöðu bænda og verkamanna og að kasta rýrð á samvinnufélögin. Af þvl til- efni er nauðsynlegt að hafa eftirfarandi I huga: Við þær markaðsaðstæður, sem við búum við og verðlags- kerfi, er útilokað, að sam- vinnufélögin geti greitt hærra kaup en aðrir atvinnurekend- ur — og sizt hærra vegna þess, að samvinnufélögin taka á sig ýmsar félagslegar skyldur, sem einkaframtakið gerir ekki. Af þeim sökum hafa t.d. verkalýðssamtökin I Noregi þann hátt á, að þau gera alls ekki verkföll gegn samvinnu- samtökunum, að þvl tilskyldu, að þau greiði sömu laun og aðrir atvinnurekendur hafa samið um.” Samstarf, sem ber að auka Dagur segir ennfremur: „Aðalfundur Sambands Is- lenzkra samvinnufélaga hefur oftar en einu sinni gert ein- dregnar áiyktanir I þá átt, að auka beri samstarf á milli samvinnuhreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar hér á landi og ekki látið sitja við orðin tóm I þvi efni, svo sem Bréfaskólinn ber órækast vitni um. Þá hafa forystumenn Sambandsins sett fram mjög ákveðnar hugmyndir, til þess fram bornar að auka samstarf þessara hreyfinga á allmörg- um sviðum. Undirtektir Al- þýðusambandsins hafa þvi miður verið mjög daufar og það er aðeins I málefnum Bréfaskólans, sem raunveru- legt samstarf hefur tekizt og var það fyrir frumkvæði sam- vinnumanna. Þetta samstarf, sem þó var ekki nálægt þvl eins þróttmikið af hálfu Alþýðusambandsins og vonast var eftir, hefur þetta samstarf þó leitt til þess, að ýmis félagasamtök eru farin að standa saman að bréfaskóla.” Samofnir hagsmunir Að lokum segir Dagur: ,,Þá virðist nauðsyn til bera, að minna á, að kaupfélögin eru samstarfsvettvangur, og reyna þau eftir beztu getu að þjóna hagsmunum beggja, framleiðenda og neytenda. Þeirra störf hafa meðal ann- ars leitt til þess, að milliliða- kostnaður á landbúnaðarvör- um er miklu lægri hér á landi en annars staðar þekkist og hefur það komið bæði fram- leiðendum og neytendum að góðu gagni. Svo samofnir, sem hags- munir fólks I þéttbýli og sveit- um I Islenzkum byggðum eru, er það aðeins til að efla óvina- fagnaðaðsverta forystumenn samvinnumanna og etja sam- an stéttum, sem þurfa að vinna saman.” — Þ.Þ. Vaka eða víma Það, sem Konráð skrifaði Jónasi Hallgrímssyni Laugardaginn 9. september 1843 stofnuðu nokkrir Islending- ar I Kaupmannahöfn bindindis- félag. Tveimur Skagfirðingum, Konráði Gislasyni og Pétri Péturssyni, var falið að semja lög félagsins. Það fékk nafnið Islenzkt hófsemdarfélag. 1 lög- um þess sagði svo: „Það deilir lögum vorum, hvort vér erum á íslandi staddir eða erlendis. 1. A Islandi má enginn félags- maður bergja á neinu, sem áfengt er, án læknis ráði, nema þvi vini, sem klerkar skulu deila mönnum við altarisgöngu. 2. En erlendis er þar að auk leyfilegt að drekka það öl, sem gjört er I því landi, þar sem maður er þá, svo og meðalglas af rlnarvini eða frakknesku rauðvini I sólarhring. Enginn af oss má hafa á boð- stólum nokkurn áfengan drykk, nema honum þyki sem llf manns muni við liggja. Eftir áramótin voru lög þessi endirskoðuð, félagið nefnt bind- indisfélag, afnumin heimild til að drekka létt vin erlendis en látin haldast heimild til að drekka öl innanlands þar sem það var bruggað. Þessi bindindishreyfing er oft kennd við Fjölni, enda skýrði Fjölnir frá þvl hvernig hreyf- ingunni vegnaði á Islandi næstu árin. Snemma á ári 1844 skrifaði Konráð Gislason Jónasi Hall- grímssyni alllangt bréf, en Jón- as dvaldi þá í Sorö en Konráð var I Kaupmannahöfn. Eftir að Konráð hefur varpað kveðju á vin sinn segir svo 1 bréfinu: „En það sem þér viljið að mennirnir gjöri yður það etc. Brynjólfur varð 77 sinnum glað- ari en nokkurn tima áður, þegar hann las að þú gengir I bindind- isfélagið og ég varð 76 sinnum glaðari en vant er að minnsta kosti. Það er eins og okkur þyki ofurlitil „veiði” i þér. Ef Vesturheimsmenn þurfa á bind- indi að halda, þá er ekki vanþörf á þvl fyrir Islendinga. 77000 og nokkur hundruð dala fara út úr landinu árlega fyrir tóm vín- föng, mestallt brennivinsteg- Laus störf Rafmagnsveita Reykjavikur óskar eftir að ráða starfsfólk i eftirtalin störf: 1. Mælaálestur. 2. Lokanir (umsækjandi þarf að hafa bif- reið til umráða). 3. Skrifstofustörf. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um störfin fást á skrifstofu Rafmagnsveit- unnar, Hafnarhúsinu, 4. hæð. Umsóknarfrestur er til 19. september. F, 1RAFMAGNS þ.l VEITA U1 REYKJAVlKUR undir, 77000 og nokkur hundruð eftir lágum reikningi — þvl er ekki vant að færa allt þess hátt- ar upp heima, þegar út á llður veturinn? En hvað meturðu það, að menn koma I kaupstað- ina, drekka sig fulla og kaupa svo hálfu dýrra og hálfu meira af óþarfa en ella? Hvað meturðu þá skömm, sem landið hefur að minnsta kosti af drykkjuskap prest- anna? Hvað meturðu allan þann tima, sem gengur I drykkjuskap? Hvað meturðu spillingu likamans? Spillingu vits og minnis og Imyndunar- afls? Aflögun tilfinningarinnar og deyfingu viljans? Morð góðra siða og trúarbragðanna, þar sem þau eru nokkur? Ef Is- lendingar eiga að komast upp sem þjóð — absit risus, absit scurrilitas — (þ.e. burt með hlátur, burt með flflaskap) þá stoðar ekki annað en reka úr landinu alla þá djöfla, sem hafð- ar verða hendur I hári þeirra, en drykkjudjöfullinn verður ekki burtu rekinn, nema fýrir föstur og bænir, það er að skilja bindindisfélög. Allir, sem ekki drekka, eða geta stillt sig um að drekka, eiga að stofna regluleg félög, til að sýna öðrum, einkan- lega þeim, sem upp eru að vaxa, að sér þyki ekki sómi I að vera drykkjumaður, eins og nú þykir á Islandi — það er eins og annað. Aðsjá þessa eldibranda, 6 vetra gamla, með pyttluna upp á vasann”. Þeir Konráð og Brynjólfur Pétursson nutu ekki lengi þeirr- ar gleði að Jónas væri bindind- ismaður, þvi að hann dó drykkjumannsdauða rúmu ári eftir að þetta bréf var skrifað. En finnst ekki einhverjum að Konráð eigi enn erindi við landa sina með þessu bréfi? Er ekki ennþá ástæða til að spyrja: Hvað meturðu? Og er ekki ihug- unarefni fyrir þá, „sem ekki drekka eða geta stillt sig um að drekka” að ganga á hólm við „drykkjudjöfulinn” og „sýna öðrum að sér þyki ekki sómi að þvi að vera drykkjumaður, eins og nú þykir á Islandi.” H.Kr. 100 fermetrar á 3 þúsund kr. 10 lítra fötur með PLASTMÁLNINGU á aðeins kr. 3.000 Innihaldið þekur 100 fermeira Litir: Hvítt — Beinhvitt — Beingult — Margir dökkir litir Allt á kr. 3.000 fatan Grípið tækifærið strax og sparið ykkur stórfé ii VIHIÍiVI i Veggfóður- ög málnlngadöild Ármúla 38 • Reykjavlk Simar 8-54-66 l 8-54-71 Opið til kl.10 á föstudögum Sparið fé og fyrirhöfn VIÐ TÖKUM af ykkur ómakið UM LEIÐ og þið pantið gistingu hjá Hótel Hof i látið þið okkur vita um ósk- ir ykkar varðandi dvölina í Reykjavík og við útvegum m.a. bílaleigubíla með hagkvæmum kjörum, aðgöngumiða í leikhús eða að sýningum, borð í veitingahúsum og ýmislegt annað. Hótelið er lítið og notalegt og því á starfsfólk okkar auðvelt með að sinna óskum ykkar — og svo eruð þið mjög vel sett gagnvart strætisvagnaferðum (rétt við Hlemm). Kynnið ykkur okkar hagstæða vetrar- verð. Sérstakur afsláttur fyrir hópa og langdva largesti. Tilboö óskast I verulegt magn af hreinlætistækjum meö tilhcyrandi fyrir baðherbergi. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað 30. september 1975, kl 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÖNI 7 SÍMI 26844 Kýr til sölu Tiu ungar mjólkandi kýr til sölu. Upplýsingar hjá Sigurjóni á Þaravöllum Simi 93-2149.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.