Tíminn - 27.09.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.09.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 27. september 1975 TtMINN 13 Tlminn varö fyrstur blaöa til aö birta mynd frá vlgslu Lagarfoss- virkjunar. Þessi mynd kom á for- siöu blaðsins I gær og sýnir stöövarhúsið og inn I hana er felld mynd af Gunnari Thoroddsen, orkumálaráðherra, er hann gaf fyrirmæli um að virkjunin skyldi gangsett. O Lagarfoss Þegar Lagarfoss er nú virkjað- ur fer að liða að þvi að hagkvæmt verði að byggja tengilinu milli Norðurlands og Austurlands, jafnframt þvi sem hugað er að frekari virkjunum i báðum lands- hlutum. Fjárhagslega er ógerlegt að fá neikvæða útkomu um virkjun Lagarfoss og gefur hún vonir um batnandi afkomu Austurlands- veitu, en rekstrarhalli hennar hefur verið verulegur. Valgarð Thoroddsen vék að lok- um, að nauðsynlegum verkefnum til þess að bæta dreifikerfið hér, og nefndi hann einkum þrjú verk- efni i þvi sambandi, — styrkingu háspennukerfa til Suðurfjarða — tengingu Vopnafjarðarlinu við Lagarfossvirkjun — tengingu Hornafjarðarsvæðisins við Lagarfoss. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir mun vera um 1800 milljónir kr. Heimamenn létu i ljósi i ræðum sinum ánægju yfir þvi, að þetta mannvirki væri nú farið að skila sinu hlutverki, þótt seinna hefði verið en æskilegt mætti teljast. Fluttar voru þakkir jil þeirra, sem að virkjuninni stóðu og unnu verkið. Þá var undirstrikað, að þetta væri aðeins áfangi á langri leið i orkumálum þessa lands- hluta, og verkefnin framundan væru risavaxin bg bar styrkingu Gestir viö vlgsluathöfnina skoöa vélabúnaö Laxárvirkjunar. dreifikerfisins mjög á góma i þessu sambandi. Ýmsir létu það i ljós, m.a. Bjarni Bragi Jónsson og Jónas Pétursson, að ekki væri nema hálfur sigur unninn með virkjun Lagarfoss, ef vatnsmiðlun kæmi ekki til. Séö tii stöövarhússins yfir frá rennslisskuröinn GORM HOLTEN: ,,Myndir úr kynjaskógi..." DÖNSK listakona, Gorm Holten sýnir i Bogasal og sýningu hennar lýkur um helg- ina, en hún er hingað til lands komin á vegum Dansk-islenzka menn- ingarsjóðsins, sem virð- ist nú kaupa marga far- miða undir danska lista- menn til íslands. Listakonan er rúmlega þritug, en hefur samt hlotið nokkurn frama og mun einkum kunn . fyrir teikningar I bækur. Hún hefur myndskreytt bækur eigin- manns síns, Knuds Holten, en hann er kunnur m.a. á Islandi fyrir barnabækur sinar og vls- indaskáldsögur. Það hlýtur að vera gott hjónaband, þvi sumar myndir frúarinnar minna einmitt á vlsindaskáldskap og aðrar eru við barna hæfi. Málverk og reyndar öll mynd- list hefur margvlsleg áhrif á manneskjuna. Þá ekki sízt heilar sýningar, sem oft eru fjölefli. Þessi áhrif eru ekki einasta margvisleg heldur er einnig mis auöveldi greiningu. Sumar mynd- ir eru kaldar og þú brettir upp kragann, aðrar heitar og notaleg- ar, eða vinna með öðrum orðum llkt og hitakerfi, virkt, eöa bilað. Aðrar koma þér I gott skap, eða gera þér gramt I geði. Hliðstæður við þetta er ef til vill helzt að finna I ljóðagerð samtímamanna okk- ar, sem oft hrófla ekki minna við miðtaugakerfinu en öðru I mannsins skrokki. Súrrealistarn- ir I myndlist eru þó likastir ljóð- skáldum af öllum myndlistar- mönnum. Þótt umrædd áhrif mynda virð- ist stundum næsta óviss, eða óljós, þá eru þau svo sannarlega staðreynd, að minnsta kosti næmu fólki. Eitthvað „vantar” I stofuna þina ef ákveðin mynd er numin burtu. Ef til vill er þetta ekki þín uppáhalds mynd, en þú skynjar breytinguna á svipaðan hátt og annað I stofunni, rafmagn eða hitaveitu. Návist myndar hefur þannig margháttuð áhrif, Eðli súrrealistamanns er dálítið frábrugðið hefðbundinni myndlistá sýningum. Þar er þess I rauninni krafizt að þú skoðir hverja mynd mjög vel, næstum eins og verið sé að lesa texta I bók. Þetta krefst svo mikillar tækni frá hendi listamannsins, næstum fullkomnunar I vinnubrögðum. Þetta er samt ekki nóg, myndlistarmaðurinn verður líka að vera skáld. Hann má ekki aðeins vera góður I brag- fræði, tækni, þetta tvennt verður að fara saman. Gorm Holten kann þetta tvennt. Að vlsu fer hún svipaðar leiðir I skáldskapnum og margir fleiri, Alfreð Flóki, svo eitthvað sé nefnt. Holdlegar fýsnir, dularfull dýr, snákar og eðlur, filar, en fyrst og fremst er auðugt Imyndunarafl forsenda slikra mynda. Við tökum undir orð Ijóð- skáldsins Jóhanns Hjálmarsson- ;ar, hann ritar svo um þessa sýningu og myndir Gorm Holten: „Rigge Gorm Holten færir okkur myndir úr kynjaskógi þar sem menn, dýr og hlutir lifa ein- kennilegu, draumkenndu llfi. En þetta líf er ekki tómur hugarburð- ur”. Ennfremur segir Jóhann þetta: „Andrúmsloft myndanna vitn- ar oft um holdlegar kenndir, en einkum takmarkalaust samlyndi alls, sem llfsanda dregur”. Að lokum fáein orð til Þjóðminjavarðar um leiö og hon- um er þökkuð ágæt störf fyrir myndlistina með þvi að ljá salinn undir sýningar á öðru en forn- gripum. Brúni liturinn á veggjunum er vondur fyrir myndlistarsýningar og þyrfti annar litur að takast upp I fjárlög hið fyrsta. Jónas Guömundsson. KFUM og KFUK setja á stofn leikskóla, sem rúmar sextíu börn t RÁÐI er að nýr leikskóli taki til starfa f Reykjavik á þessu hausti. Leikskóli þessi verður starfrækt- ur af KFUM og KFUK i félags- heimilinu að Langagerði 1. Verið er að innrétta neðri hæð hússins til þessara nota. Hægt verður að taka á móti 2x30 börnum til vist- unar á aldrinum 2-6 ára þegar leikskólinn verður fullbúinn. Ekki er enn fullvist hvenær skólinn getur tekiö til starfa en innritun verður auglýst nánar I dagblöð- um á næstunni. Rétt er að taka fram að leikskólinn er ekki ein- göngu ætlaður börnum félaga i KFUM og KFUK heldur opinn öll- um. Forstöðukona hins nýja leik- skóla verður Ragnhildur Ragn- arsdóttir fóstra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.