Tíminn - 04.10.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.10.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 4, október 1975 LÖGREGLUHA TARINN 22 Ed McBaÍn Þýðandi Haraldur Blöndal mér tvö hundruð dollara, Tony. Ég er orðinn leiður á að hanga í þessum bölvaða símaklefa. JÁ EÐA NEI? — Þú ert bölvaður tíkarsonur, sagði La Bresca. — Er það sama og já? — Hvar eigum við að hittast, sagði La Bresca. Þetta sama kvöld lá Carella enn í húsasundinu með reifaðar hendur í sáraumbúðum og þar utan yfir var hann í ullarvettlingum. Hann hugsaði minna um strák- hvolpana tvo sem kveikt höfðu í honum en hann hugsaði. um heyrnarsljóa manninn. Carella lá þarna í töturleppum sínum og gatslitnum skóm. Hann var eins og sígilt eintak af einstæðing nútím- ans, hárið fitugt og óþrifalegt, andlitið tekið og sjálfur angaði hann af lélegu og ódýru víni. En undir rifnum og töturlegum frakkanum var hanskaklædd hönd Carella. J henni hvíldi sérstök gerð lögreglubyssu. Hanskinn var skorinn af við vísif ingur. Carella gat því óhindrað skotið þegar hann vildi. I þetta sinn var hann reiðubúinn og ætl- aði ekki að láta steikja sig. Augu hans reikuðu í tilbúinni drykkjuvímu. En hann fylgdist af árvekni með húsasundinu og hleraði eftir fótataki í snjónum. Samt sem áður leitaði hugsun hans í samafarveg. Heyrnarsljói maðurinn. Honum líkaði ekki þessi hugsanagangur. Hann hugsaði til þess með sárs- auka er skotið var á hann f yrir átta árum. Hann minntist tryllandi sársaukans í öxlinni, dofans sem kom í höndina og stöðug högg skammbyssuskafts, sem lamið var í and- lit hans unz hann féll meðvitundarlaus á gólfið. Honum féll ekki að hugsa um hversu nærri dauðanum hann var kominn í höndum heyrnarsljóa mannsins. Þaðan af siður féll honum sú tilhugsun, að þessi glæpakólf ur skyldi vera brögðóttari og slyngari en nokkur leynilögreglumann- anna í 87. umdæmi. Maðurinn var skipuleggjari, gerði nákvæmar áætlanir. Stjórsnjall þrjótur lék sér að lífi og dauða með kaldhamraðri yf irvegun og nákvæmni stærð- fræðingsins. Einhvers staðar þarna úti í borginni leynd- ist heyrnarsljói maðurinn Hann var eins og vél Carelía skefldist alla hluti, sem jafna mátti við nákvæmni og kulda tölvunnar, rökréttir, en varð ekki þokað, óskeikulir og þó f jarlægir, kaldir og banvænir. Hann veigraði sér viðtilhugunina um að eiga nú enn á ný að fara gegn hon- um. En þó vissi hann að þetta mál var smáræði eitt. Tveir strákpjakkar, sem virtust beinlínis sækjast eftir því að láta góma sig. Tveir pjakkar sem myndu nást, vegna þess að þeir gerðu ráð fyrir því að öll fórnarlömb sín væru varnarlaus. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að eitt fórnardýrið gat verið leynilögreglumaður með fingurinn krepptan um stórhættulegt vopn. Þegár búið væri að handsama þá kæmist hann á kaf í hringiðu þessa mikla máls. Bardagann gegn heyrnardaufa manninum. Kannski átti hann enn einu sinni eftir að standa augliti til auglitis við hávaxna, Ijóshærða manninn, sem notaði heyrnartækið. Það var sérkennileg og kátleg tilviljun að manneskjan sem hann unni mest var kona að nafni Teddy Carella. Það var konan hans, heyrnarlaus. En sá, sem hann ótt- aðist mest í starfi sínu var maður, sem heyrði illa. Að minnsta kosti lét hann sem svo — og auglýsti það án blygðunar. Eða var þetta kannski aðeins enn einn þáttur í blekkingarvef hans? Það óhugnanlegasta við heyrnar- sljóa manninn var sú bjargfasta niðurstaða hans, að hann ætti í höggi við hóp af fávitum. Kannski var það rétt. Það var líka enn eitt, sem hann gerði ógnandi. Allar gerðir hans voru framdar af slíkri vissu, að áætlanir hans og getgátur virtust eins og kaldhamraður sannleik- ur. Ef hann sagði að allir lögreglumenn væru bjánar, þá hlaut það bara að vera rétt. Bezt að borga manninum það sem hann setur upp, áður en hann drepur alla æðstu embættismenn borgarinnar. Ef maðurinn vogaði sér að opinbera morðáætlun og framkvæma hana fyrir augun helztu manna borgarinnar — hvernig í ósköpunum átti þá að stöðva hann áður en hann fremdi NÆSTA morð? Eða þarnæsta morð. Ellegar morðið þar á eftir? Carella líkaði ekki sú tilhugsun, að hann væri blábjáni. Þeir tímar komu, að honum líkaði ekki starf lögreglu- mannsins. Eins og til dæmís nú, liggjandi hálffrosinn í húsasundi. En alltaf bar hann virðingu fyrir vinnu sinni. Hugmyndin um framkvæmd laga og reglu var ofur ein- föld í huga hans. Þeir góðu gegn þeim vondu. Hann var einn af þeim góðu. Þeir vondu unnu að vísu ýmsa þá sigra nú á tímum, sem gerðu dyggðina oft heldur gamal- dags. Samt sem áður fannst Carella að mannsmorð væri til dæmis ekkert skemmtilegur atburður. Ekki fannst honum það heldur mikil tillitssemi að brjótast inn í híbýli manna að næturlagi. Eiturlyf jasala, rán á götum úti, falsanir og svik, barnsrán, vændisrekstur og jafnvel hrækingar á gangstéttar þóttu honum ekki þesslegar HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R Lita út eins og"| 1 Já, þetta er stórkostlegt, hér er margt eins og var á jörðinni. Og nú vitum við að fólk býr hér. Fólk sem til hrein Kannski er það vingjarnlegt listaverk.lr " f Einu sinni fannst mér \ / Hvað\ gaman að tala við Hadda i ) ( var ) sima. enhávaðinn.... / \bað?^ 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Sigurðardóttir les „Disu og söguna af Svartskegg” eftir Kára Tryggvason (4). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskalög sjúklingakl. 10.25: Kristin Sveinbjörns- dóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 A slóðum Stephans G., — fyrsti þáttur Agnars Guðna- sonar með frásögnum og viðtölum við v-islendinga. 15. Miðdegistónleikar. John Ogdon og Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leika Pianó- konsert nr. 2 i d-moll eftir Mendelssohn, Aldo Ceccato stjórnar. Hollywood Bowl hljómsveitin leikur Slav- neskan mars op. 31 eftir Tsjaikovski, Miklos Rozsa stjórnar. 15.40 Landsleikur i handknatt- leik. ísl. — Pólland. Lýsi- ingu útvarpað frá Laugar- dalshöll. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. „Tvö hjörtu i valstakti” Guð- mundur Jónssori minnist austurriska tónskáldsins og hljómsveitarstjórans Ro- berts Stolz og kynnir nokkur laga hans. — Aður útv. 3. ágúst s.l. 17.30 Popp á laugardegi 18.20 Siðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hernám á heimaslóðum Guðmundur Magnússon skólastjóri flytur minningar frá hernámsárunum, siðari þáttur. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Treyst á landið Siðari þáttur Guðrúnar Guðlaugs- dóttur um bændastéttina. 21.15 Poikar og dansar eftir Bedrich Smetana Fil- harmoniusveitin i Brno leik- ur, Frantisek Jilek stj. 21.40 „Skemmdirnar á gufu- skipinu Oskawa” og fleiri ljóð eftir BrechtErlingur E. Halldórsson les þýðingar sinar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 4.október 1975 17.00 íþróttir. Enska knatt- spyrnan o.fl. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Læknir i vanda. Breskur gamanmyndaflokkur. A ystu nöf. Þýðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Rolf Harris. Breskur skemmtiþáttur með söng og dansi. Þýðandi Sigrún Heigadóttir. 21.35 Bunny Lake er saknað (Bunny Lake Is Missing). Bandarisk biómynd frá ár- inu 1965. Leikstjóri Otto Preminger. Aðalhlutverk Laurence Olivier og Carol Lynley. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Ung, bandarisk kona sest að i London. Hún fer með 4 ára dóttur sina á dagheimili, en er hún kemur að sækja hana um kvöldið, er litla stúlkan horfin, og enginn kannast við, að hún hafi verið þar. 23.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.