Tíminn - 04.10.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.10.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. október 1975 TÍMINN 3 Skuttogaranum Baldri breytt fyrir svartolíu Fjórum togurum breytt margsinnis: Smíð aðir fyrir svartolíu, breytt ytra fyrir díselolíu, JG-Reykjavik Mikiö er nú rætt um að kaupa skuttogarann Bald- ur frá Dalvik til hafrannsóknar enda liggur fyrir tilboð frá eig- anda skipsins. Er skipið talið henta vel til rannsóknanna og mun það ciga að taka við af haf- rannsóknarskipinu HAFÞÓRI, sem nú þyrfti að fara i rándýra klössun,sem kostar tugi milljóna. Sjávarútvegsráðuneytið hefur látið kanna ýmsa þætti þessa máls og það kom i ljós að skipiö, eða vélar þess eru gerðar fyrir svartolíu, en brenna nú venju- legri diseloliu. Virðist sem eig- endur skipsins hafi látið breyta svartoliuvélum i diseloliuvélar. Sama er að segja um systurskip þessa togara, HRÖNN, VER og ENGEY. Þeim var breytt fyrir diseloliu meðan á smiðinni stóð i Póllandi, en nú er með ærnum til- kostnaði verið að breyta þeim i svartoliuskip, en svartolfa er langtum ódýrara eldsneyti, en diselolia. Segja má þó að vélar skipanna séu gerðar fyrir báðar þessar oliutegundir og það var kaupend- anna að ákveða hvaða eldsneyti yrði notað. Svartoliusjónarmiðið, sem er tilkomið vegna oliukrepp- unnar og þeirra hækkana, sem urðu á oliuverði var ekki komið til skjalanna, þegar samið var um einstök atriði varðandi skipin. Sem dæmi um sparsemina að BALDUR, sem er 1000 tonna tog-. ari mun eftir breytinguna eyða svipuðu til eldsneytis og HAFÞÖR gerir nú, en hann er 250 tonna skip. Að sögn fulltrúa i Sjávarút- vegsráðuneytinu, hefur svartoliu- nefnd starfað á vegum þess og gert tillögur um breytingu á fjölda skipa, en ráðuneytið hefur aðstoðað við að fjármagna þessar breytingar á vélum skipanna, sem nauðsynlegar eru, þegar skipt er yfir á svartoliu. ALDRAÐUR MAÐUR STÓRSLASAST í BÍLSLYSI Skuttogarinn BALDUR við festar i Reykjavikurhöfn i gær. Tlmamynd: Róbert. lögreglunni Annasamt hjd í Reykjavík — tugir slysa og órekstra gébé Rvik — Það var annasamt hjá umferðarlögreglunni í Reykjavík i gærdag. Frá þvi snemma i gærmorgun og þar til klukkan sex i gærkvöldi höfðu orðið 39 árekstrar og slys. Um morguninn var ising á götum á mörgum stöðum i borginni, og olli það nokkrum árekstrum, en eftir hádegi, þegar isingin var horfin, hélt þessi slysa- og árekstraalda áfram. Er óhætt að fullyrða, að þetta hafi verið einn af verstu dögunum I umferðinni á þessu ári. Um klukkan tiu i gærmorgun varð 75 ára gömul koma fyrir strætisvagni á Háteigsvegi, en reyndist litið slösuð. A sama tima rann strætisvagn til á hálku á Háaleiti-Safamýri og rakst á ljósastaur. Tveir farþegar i vagn- inum voru fluttir á slysavarðstof- una til rannsóknar, en reyndust lltið slasaðir. Strætisvagninn er aftur á móti töluvert skemmdurv I íltiIK beygju á Norðurbrún skullu tveir bilar saman af miklú afli igærmorgun. Stúlka, sem var ökumaður annarrar bifreiðarinn- ar, var flutt á slysavarðstofuna, og hafði hún hlotið einhver meiðsl. Um ellefuleytið i gær- morgun varð svo áttræður maður fyrir bifreið á móts við Njálsgötu 49, og hlaut hann nokkur höfuð- meiðsl. A Hverfisgötunni stór- slasaðist einnig aldraður maður, en frá því er sagt á öðrum stað i blaðinu dag. Að undanteknu slysinu á Hverfisgötu i gær, urðu engin alvarleg slys á fólki, svo vitað sé, en mikið var um árekstra, aftanákeyrslur og þessháttar, I allan gærdag, sem bezt sést á þvi, að frá þvi i gærmorgun til kl. 6 i gærkvöldi urðu i allt 39 slys og árekstrar. JG—RVK. Um hálffjögurleytið i gær varð 82 ára gamall maður fyrir bifreið á móts viö Hverfis- götu 39 I Reykjavik, rétt austan við gatnamótin við Klapparstig. Maðurinn mun hafa komiö nið- ur Klapparstig og ætlaði yfir göt- una, er stóra fólksbifreið bar að og náði ökumaður ekki að stöðva og skall bifreiöin á manninum, sem féll i götuna. Að sögn sjónarvotta var mað- urinn alvarlega slasaður og hlaut mikil höfuðmeiðsl auk annars. Var hann þegar fluttur á slysa- varðstofuna og til höfuðaögerðar. Bifreiðinni mun hafa verið ekið all greitt og voru hemlaförin á að gizka 15 metrar. Hins vegar mun ekki hafa verið um ofsahraða að ræða, að sögn lög- reglumanns á staðnum. MIÐJAN OPNUÐ — ENLOKAÐ í BÁÐAENDA Flateyri, K.Sn. Fimmtudaginn 2. október var Djúpvegurinn form- lega opnaður. Viðstaddir voru vegagerðarm enn, samgö'ngu- málaráðherra, Halldór E. Sigurðsson, og þingmenn kjör- dæmisins. Þvi miður gátu hvorki önfirð- ingar né Dýrfirðingar verið við- staddir þessa ánægjulegu athöfn, vegna þess að snjóhaft var á Breiðadalsheiöi i kinninni að 'sunnanverðu. Athöfnin fór fram um kl. 15, en snjórinn, sem lokaði Breiðadalsheiöi var ekki meiri en svo, að kl. 19 um kvöldið komust jeppar báðum megin að snjóhaft- inu og voru aöeins 500 m milli bil- Gæzlu- varð- haldið fram- lengt um allt að 90 daga Nú hefur gæzluvarðhald mannsins I Kópavogi, sem um skeið hefur setið inni vegna kynferöisafbrota gagnvart unglingspiltum, verið framlengt um allt að níutiu daga^ Rannsókn málsins er langt komin, og skýrslur skipta orðið tugum, enda málið mjög umfangsmikið. Þykir sannað, að maður þessi hafi haft mök viö fjölda unglings- pilta undir lögaldri, suma aðeins tólf ára. anna. Vegagerðin hefur vörubil með snjótönn og hefði hann getað opnað þetta 500 m haft á 1/2 klukkustund. Nánari atvik voru þau, að Vegagerðin hafði boðið alþingis- mönnum og fleiri, m.a. Hannibal Valdimarssyni fyrrv. samgöngu- málaráðherra að vera viðstaddir opnunina. Gunnlaugur Finnsson alþi'ngismaður að Hvilft i ön- undarfirði og Hannibai Valdi- marsson voru vgstan heiðar og þurftu yfir Breiðadalsheiði tilað mæta. Um hádegi, er þeir komu i kinnina á leið yfir, stöðvuðust þeir á sama stað og bilarnir sem fóru upp kl. 19.00 sama dag. Fór þvi svo, að gestir Vegagerðarinn- ar urðu frá að hverfa vegna smá- skafla og gátu ekki mætt. Fór svo athöfnin þannig fram, að Djúpvegur var opnaður um miðjuna en var lokaður við báða enda, Breiðadalsheiði og Þorska- fjarðarheiði. Undir kvöldið var þó talið liklegt, að Þorskafjarðar- heiði yrði fær, en unnið hafði verið að þvi allan daginn að ýta snjó af henni, þótt ofrausn hafi verið að eyða 3 klst. á vörubil til að opna Breiðadalsheiðina. Skýring Vegagerðarinnar var, að bilalest hefði beðið við Þorska- fjarðarheiði og þvi hefði verið óhjákvæmilegt að opna hana. Til þess að opna Þorskafjarðarheiði þurfti jarðýtu og væntanlega fleiri tæki, en til þess að opna Breiðadalsheiði þurfti ein- ungis vörubil með snjótönn. Með opnun Breiðadalsheiðar opnaðist vegur alla leið að Þorskafjarðarheiði. Bilalest- arinnar vegna hefði mátt láta vera að opna hana, enda fór fólks- bill frá Flateyri til Reykjavikur þennan sama dag hjálparlaust. Dýrfirðingar og önfirðingar finna þegar, hve ill áhrif Djúpvegurinn ætlar að hafa á samgöngur um Breiðadalsheiði, og er þetta eitt dæmið. Vegagerðarmenn hafa sér vissulega það til afsökunar, aö litið sem ekkert fé er til til snjómoksturs. Auk þess vitna þeir i algerlega úreltar snjó- mokstursreglur. Nefnd mun hafa verið skipuð til að gera tillögur um nýjar eða breyttar mokstursreglur. Engín aukning á útldnum viðskiptabanka til dramóta A fundi Seölabankans og við- skiptabankanna 2. október var gert samkomulag um það, að engin aukning skuli verða á út- lánum viöskiptabankanna frá ágústlokum sl. til næstkomandi áramóta öðrum en endurkaupan- legum afurða- og birgðalánum, einkum til sjávarútvegs, iðnaðar og landbúnaðar og reglubundnum viðbótarlánum til sömu greina. Með þessum undantekningum munu bankarnir þvi á samkomu- lagstimabilinu aðeins hafa til ráðstöfunar það fé, sem endur- greiðist af eldri lánum, og munu láta nauðsynlegustu rekstrarlán til atvinnuveganna ganga fyrir um ráðstöfun þessa fjár. Seöla- bankinn hefur mælzt til þess við sparisjóði, að þeir hagi útlánum sinum I samræmi viö þessa stefnu. I sambandi við ofangreint sam- komulag vilja bankarnir taka fram eltirfarandi: Vegna áframhaldandi þenslu I efnahagsmálum, halla i viðskipt- um út á við, og þröngrar lausa- fjárstöðu bankanna I heild, er óhjákvæmilegt að halda áfram þeirri stefnu I útlánamálum, sem fylgt hefur verið frá lokum febrúarmánaðar sl. Stöðvun á útlánaaukningu við- skiptabankanna er mikilvægt tæki til að ná jafnvægi i þjóðar- búskapnum. A hinn bóginn geta aðgerðir bankanna i þessu efni ekki náð árangri, nema stefnt verði að sama marki I útgjöldum rikisins og útlánum fjárfestingar- lánasjóða og lifeyrissjóða. Er samkomulag bankanna gert I trausti þess, að svo verði gert. Nauðsynlegt er að búa betur að sparifjáreigendum en gert hefur verið. Hafa Seðlabankinn og við- skiptabankarnir þvi tekið upp samvinnu um undirbúning þess að verðtryggja innlán og útlán innlánsstofnana að vissu marki. Ör peningamálum Hreyfingar í m.kr. Hreyfingar í % janúar-ágúst janúar-ágúst 197 4 1975 1974 1975 Ötlán innlánsstofnana 10704 6994 34,4 15 ,1 Veltiinnlán í innlánsstofn1577 2146 23 ,9 24 ,0 Spariinnlán í innlánsstofn2047 3506 9 ,0 10 ,8 Heildarinnlán í innlánsst 3625 5651 13 ,2 14 ,0 Peningamagn 1965 3307 19 ,1 24 ,2 Staða 31. águst Hreyfingar janúar-ágúst 1974 1975 1974 1975 Gjaldeyrisstaða bankanna miðað við gengi 31/8 1975 2245 -2126 -9198 -4545 Nettóskuld ríkissjóðs og rfkisst við Seðlabankann -3986 8675 +2547 +3323 Var Idtinn, þegar þyrlan kom gébé—Rvik. — Eins og skýrt var frá I blaðinu i gær, ,’arö sviplegt slys um borð i logskipinu Ársæli Sigurðssyni HF 12 frá Hafnar- firði, er ungur maður varð á milli forhlcra og gálgarúllu þegar ver- ið varð að hifa trollið inn. Missti hann þegar meövitund, en yar talinn með lifsmarki. Þegar þyrla varnarliðsins kom á vettvang, var maðurinn látinn. Hann hét Rúnar Björgvinsson 25 . ára gamall til heimilis að Hraunbrún 2, Hafnarfirði. Slysið varð um klukkan hálf- átta I fyrrakvöld, og var Arsæll Sigurðsson þá að veiðum um 30 sjómilur vestur af Garöskaga. Þegar var haft samband við Slysavarnafélag íslands, sem aft- ur bað varnarliðið að senda þyrlu og lækni til skipsins. Varnarliðið varð strax við þeirri beiðni, og var þyrlan komin á staðinn innan klukkustundar, en þvi miður reyndist það of seint. Arsæll Sigurðsson kom til Hafnarfjarðar i gær, og átti sjóréttur að hefjast i málinu i morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.