Tíminn - 04.10.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.10.1975, Blaðsíða 16
Laugardagur 4. oktöber 1975 JV-; SÍMI 12234 • IVilf m. HERRA IIearðurinn i AIDALSTRflETI a L"J fyrirgóóan mtU $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Beirut: Nýja vopnahléð virt að mestu Reuter/NTB/Beirut. Lifið i Beir- ut, höfuðborg Libanons, tók á sig eðlilegan blæ i gær, eftir að nýja vopnahléð — hið fimmta á tveim- ur vikum —gekk i gildi um klukk- an tiu i gærmorgun. Tveimur timum eftir að vopna- hléð gekk i gildi, var allt með kyrrum kjörum i borgarhverfun- um Al-Rummaneh og Shiyah, en þar hafa hörðustu átökin milli hinna striðandi aðila farið fram. Hins vegar heyrðust einstaka skothvellir i suðurhluta borgar- innar, Naraa Rashid Karami, forsætisráð- herra Libanons, hélt i gær fund meö þjóðlega friðarráðinu, sem komið var á laggirnar eftir að vopnahléð gekk i gildi i siðustu viku, og sagði forsætisráðherr- ann, aðástand mála i Beirut hefðj, batnað til muna eftir að öryggi#t sveitirnar tóku sér stöðu á götym úti. Umferð var með eðlilegum hætti framan af degi, en stóðvað- istsvo algjörlega, þegar liða tók á daginn, þvi að flestir munu telja tryggara að hafast við heima fyrir eftir að skygga fer. tbúar íöfuöbor 'arinnar eru ávartsynir á 'að hið uýja vopnahjé verði virt lengi, þvi að reynslaé hefur sýjnt, að vopnahlé siðustu'tveggja vikna hafa ekki reynzt hildgóð. Beirut-útvarpiðákýrði frá þvi i gær, að 27 manns hefði verið sleppt úr haldi, eftir að þeim hafði verið haldið sem gislum i rúma viku. Rúmlegg 1300 manns hafa veriðdrepnir siðustu sex mánuði i óeirðum þeim, er geisað hafa i Libanon og Tripóli, sem er næst- stærsta borg landsins. Camilld Chanbun, innanrikis- ráöherra,sagði i gær,að öryggis- sveitimar myndu nú reyna að stilla til friðar fyrir fullt og allt. Hann lagði til, að allir þeir, sem gerzt hefðu sekir um mannrán, morð og annan skaða, yrðu leit- aðir uppi og dregnir fyrir dóm. Karami forsætisráðherra sagði i gær, að ákveðnir stjórnmála- menn væru liklegir til þess að skapa óeinungu og óánægju með- al hinna striðandi aþila. Hins veg- -ar kvað hann þjóðina þarfnast al- gjörrar samstöðu, einkum um forsetaembættið. Ýmsir áhrifa- miklir stjórnmálaleiðtogar, t.d. Saeb Salam, fyrrum forsætisráð- herra, hafa látið i ljós þá skoðun, aö Franjieh, forseti Libanon, eigi að láta af embætti. A/Vikil spenna á Spáni: SKOTBARDAGAR f MADRID í GÆR Reuter/Ntb. Spánska stjórnin gaf yfirlýsingu i gær, að hún myndi beita öllum ráð- um til þess að vinna bug á þeirri ofbeldis- og ógnaröldu, sem nú riður yfir landið. Auk þess sagði i yfirlýsingu stjórnarinnar, að hún myndi krefjast bóta, vegna skemmda þeirra, er unnar hafa verið á sendiráðum landsins er- lendis. Tók spænska rikisstjórnin ákvörðun þessa á fundi i gær, en það mun vera annar fundur stjórnarinnar á fimm dögum. Franco, þjóðarleiðtogi Spánar, var i forsæti á fundinum. Hefur Franco sakað vinstrisinnaða fri- múrara um að bera ábyrgð á árásum þeim, er Spánarstjórn hefurorðið fyrir á erlendum vett- vangi. Andrúmsloftið á Spáni var i gær þrungið mikilli spennu. t Madrid kom til skotbardaga milli lögregl- unnarog þriggja ungmenna, sem munu vera frá Baskaborginni San Sebastian. t Cordoba komu um 100 þúsund manns saman til þess að votta Franco hollustu sina og til þess að mótmæla erlendri i- hlutun um innanrikismál Spánar. Eðlilegt járnbrautasamband er nú komið á milli Frakklands og Spánar eftir að hafa legið niðri í um 24 klukkustundir. Lögreglan skaut viðvörur.ar- skotum upp í loftið, er sex menn brutu rúður i skrifstofu sviss- neska flugfélagsins Swissair og belgiska flugfélagsins Sabena i miðborg Madrid i gær. Portúgal — Sovétríkin: A-Þjóðverjar slita stjórn- málasambandi við Spán Reuter/Austur-Berlin. Hin opinbera fréttastofa i Austur- Þýzkalandi, ADN, skýrði frá þvi i gær, að austur-þýzka stjórnin hefði slitið stjórnmálasambandi sinuvið Spánarstjórn. Kemurá- kvörðun þessi i kjölfar kröft- ugra mótmæla mótmæla aust- ur-þýzku stjórnarinnar gegn af- tökum skæruliðanna fimm, sem teknir voru af lifi á Spáni fyrir viku. Austur-þýzka stjórnin kallaðiheim sendiherra sinn frá Spáni fyrir nokkrum dögum. 1 fyrstu fréttum ADN af á- kvörðun þessari, sagði ekki, hverjar ástæður væru fyrir á- kvörðun austur-þýzku stjórnar- innar, heldur sagði einungis, að stjómin hefði ákveðið að rjúfa stjómmálasamband við Spán- arstjóm. Ræðismaður Austur- Þjóðverja I Madrid var beðinn að koma tilkynningu um þessa ákvörðun til spænskra yfir- valda. Onnur lönd, sem kallað hafa sendimenn sfna heim frá Spáni vegna aftöku skæruliðanna fimm, eru: Bretland, Austur- riki, Finnland, Sviþjóð, Noregur og Danmörk. Irska ríkisstjórnin neitar að semja við mannræningjana — hafin er umfangsmikil leit að þeim Reuter/ntb./Dublin. Hollenzka iðnjöfrinum dr. Herrema, sem er forstjóri stálverksmiðju á tr- landi, var rænt i gær af hópi manna, sem hótar að taka hann af lifi, innan tveggja sólarhringa verði þrir meðlimir trska lýð- veldishersins, sem nú sitja ifang- elsi, ekki látnir lausir. IRA hefur neitað að bera ábyrgð á ráninu á forstjóranum. trska stjórnin neitar með öllu að ganga að kröfum ræningjanna um að láta mennina þrjá lausa úr fangelsi. Dr.Herrema var rænt, er hann var á leið til vinnu i biTsinum i gærmorgun. Þremur timum eftir að ránið átti sér stað, hringdi kona.ein til holtenzka sendiráðs- ins I Dublin, og sagði hún að Herrema yrði tekinn af lifi, ef mennimir þrir, sem fyrr er getið, yrðu ekki látnir lausir úr fangels- inu.Tveirhinna þriggja eru hátt- settir I trska lýðveldishemum, þeir KveinMallonog Jim Hyland. Einnig vilja ræningjarnir, að milljónamæringsdóttirin Rose Dugdale, sem þátt tók i einu mesta listaverkaráni, sem um getur, i fyrra verði látin laus. trska rikisstjórnin ákvað á fundi sinum, sem fyrr segir, að verða ekki við kröfum ræningj- anna, og einnig var samþykkt að hefja umfangsmikla leit að þeim, þótt þeir hafi krafizt þess, að svo verði ekki gert. Talsmaður frsku Vopnasölubanni á Tyrkland aflétt Reuter/Ntb/Washington. öldungadeild Bandarikjaþings samþykkti i gær að nema úr gildi vopnasölubannið til Tyrklands. Hefur frumvarpið nú verið sent til Fords forseta, sem þarf að undir- rita það, áður en það öðlast laga- gildi. Öldungadeildin tók ákvörðun þessa mjög fljótt eftir að fulltrúa- deild þingsins samþykkti seint i fyrrakvöld að láta Tyrkjum i té vopn fyrir um 185 milljónir doll- ara, auk annarrar hernaðarað- stoðar. Tyrkir höfðu greitt þessa upphæð, þegar öldungadeildin samþykkti vopnasölubannið á landið 5. febrúar sl. vegna átak- anna á Kýpur, sem þá voru i há- marki. t viðbótarákvæði, sem fulltrúa- deildin samþykkti með heimild- inni til að aflétta vopnasölubann- 1 inu að hluta, sagði, að Ford for- seti skyldi beita sér fyrir viðræð- um við Tyrki um betra eftirlit með ópiumrækt i landinu. John Bradman, öldungadeildarþing- maður frá Indiana, sem greiddi atkvæði gegn þvi að vopnasölu- banninu yrði aflétt, sagði, að til- lagan heföi veriðsamþykkt vegna þrýstings frá stjórn Fords for- seta. Margir öldungadeildarþing- menn eru áhyggjufullir yfir þvi, að Bandarikjastjórn og Nato hafi misst margar mikilvægar her- stöðvar og hernaðaraðstöðu i Tyrklandi vegna vopnasölu- bannsins. Blaðafulltrúi Hvita hússins, Ron Nessen, sagði I gær, að sam- þykkt tillögunnar um að aflétta vopnasölubanninu á Tyrkland hafi úrslitaþýðingu fyrir varnir og öryggi Bandarikjanna. AUKIN SAMVINNA LANDANNA í MILLI — árangur heimsóknar Francisco da Costa Gomes Reutcr/Ntb Moskvu. Leiðtogar Sovétrikjanna og Portúgals skýrðu frá þvi I gær i sameigin- legri yfirlýsingu, sem gefin var i lok heimsóknar Portúgalsforseta til Sovétrikjanna, að þeir hygðust koma á föstum árlegum viðræð- um milli fulltrúa landanna beggja til þess að fjalla um sameiginleg hagsmunamál og alþjóðleg vandamál. Auk þess á það að vera hlutverk þessara viðræðu- nefndar að auka samvinnu Sovét- rikjanna og Portúgals á sviði efnahags- og stjórnmála. t sameiginlegri yfirlýsingu. sem gefin var út i lok heim- sóknarinnar, segir enn fremur, að Podgorny, forseti Sovétrikjanna, hafi þegið boð um að koma i opin- bera heimsókn til Portúgals, en ekki sagði i fréttum frá Moskvu i gær, hvenær af þeirri heimsókn yröi. Forsetar landanna undirrituðu sáttmála um aukið samstarf rikj- anna tveggja á sviði lista, visinda og tækni, að þvi' er segir i hinni sameiginlegu yfirlýsingu. Eins og fyrr segir, ætla löndin tvö að koma á árlegum viðræðum um sameiginleghagsmunamál og vandamál á sviði alþjóðastjórn- mála. Munu viðræður þessar fara fram eftir diplómatiskum leiðum, en auk þess er markmiðið að koma á föstumviðræðunefndum, aö þvi er segir i yfirlýsingunni, sem gefin var, er da Costa Gomes hélt til Leningrad, en þar endar hin opinbera heimsókn hans til Sovétrikjanna. t yfirlýsingunni segir, að aukin verði samvinna á sviði stjórnmálá, efnahagsmála, visinda, tækni og lista. Bæði rikin lýsi yfir fögnuði yfir árangri þeim, er náðist á öryggismála- ráöstefnu Evrópu, sem haldin var i Helsinki i Finnlandi i' sumar. Segir i yfirlýsingunni, að árangur ráöstefnunnar sé merkur áfangi i þá átt að skapa bætta sambúð milli rikja, er byggja á ólikum þjóðfélagskerfum. 1 yfirlýsingunni segirenn frem- ur, að draga þurfi úr hernaðar- spennu, jafnframt þvi að dregið er úr spennu á sviði stjórnmála i Evrópu. Þá segir loks, að Portú- galir styðji áfrom Sovétmanna um bann við kjarnorkuvopnum og öðrum gereyðingarvopnum. stjómarinnar sagði i gær, að ef gengið yrði að kröfum mannræningjanna, stofnaði það lifi annarra i' hættu og græfj und- an friði og öryggi i landinu. Hlaupið að réna gébé-Rvfk — Hlaupið I Súlu var mjög I rénum I gær og virðist þvi ekki ætla aö veröa neitt úr þvi. Enn er ekki fullkannað hvort hlaupið er úr Grænalóni. Filipus Hannesson á Núpsstööum sagði i gærkvöldi, aö það væri aö fjara núna og að það væri aðeins um metersborð á vatninu núna. — Þetta var ekki meira en þegar vatnavextir eru i ánni, sagði hann. — Það eru jakar um alla aura, en enginn þeirra er stór, sagði Filipus. Það eru nú um rúm tvö ár siðan að siöasta hlaup var I Súlu. Fellibylur stefnir í átt til íslands Reuter/St. John’s, Nýfundna- landi. Fellibylurinn Gladys, sem fór hjá Nýfundnalandi i gær, jók mjög hraða sinn og stefndi út á Norður-Atlantshaf i átt til ts- lands. Veðurstofan á St. John’s sagði, að fellibylurinn geisaði með 73 km hraða á klukkustund, en hefði farið framhjá Nýfundnalandi með 110 km hraða á klukkustund. Jarðskjálfta kippur í Chile Reuter/Santiago. Allsnarpur jarðskjálftakippur fannst i gær i borginni Valparaiso i Chile, og mældist hann fjög- ur stig á Merkalli-kvarða, sem telur alls tólf jarö- skjálftastig. Mikill titringur fór um strandsvæðið um- hverfis borgina. Jarðskjálftakippur þessi fannst einnig I Santiago og Mendoza, sem er borg i Argentinu, hinum megin Andesfjallanna. Þaðan bár- ust engar fréttir um skemmdir af völdum jarð- skjálftans. .Nánari fréttir af jarð- skjálftakipp þessum var ekki að hafa i gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.