Tíminn - 04.10.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.10.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 4. október 1975 TtMINN 11 íUmsjón: Sigmundur ó. Steinarssonz DYNAMO KIEV... kom upp úr hattinum, sem mótherji ÍA í 2. umferð Evrópu keppni meistaraiiða, þegar dregið var í gær ★ Akurnesingar hafa hug ó að leika fyrri leikinn hér heima — jafnvel uppi á Skaga — Mér lízt engan veginn á mótherjana. Við hefum viljað fá allt annað lið en þetta, sagði Jón Alfreðsson, fyrirliði Akraness-liðsins í gær. — Að visu er þetta mjög sterkt lið, sem sést kannski bezt á þvf, að þeir eiga mjög marga leikmenn I sov. landsliðinu, en þetta liðvarekki ofariega á óskalistanum hjá okkur. Mér finnst við ættum að spila annan leikinn hér, fyrst við lentum á móti þessu liði. Ég er ekki ánægður. Þetta var raunar eina liðið, sem ég vildi alls ekki lenda á móti, sagði Jón. — Þetta er alls ekki uppáhaldsiiðið okkar, sagði Karl Þórðarson, er við höfðum samband við hann í gær. Hins vegar er þetta frægt lið og áreiðanlega með sterkustu félagsliðum i heimi. En — Dynamo Kiev er það lið sem maður sízt óskaði sér, engu að siður. Við höf- um verið mjög óheppnir með að lenda alltaf á móti liðum.sem er fjærst okkur. Þetta eru ein- hver álög á liðinu! Það yrði gaman að leika annan leikinn hc'r heima, sagði Karl. — Það vantar ekki'að þetta sér sterkt lið sagði Har-aldur Sturlaugsson, er fþróttasíðan ræddi við hann í gærdag. Það er vitað, áð Dýnamo Kiev er uppistaðan i sovézka lands- liðinu, svo það má með nokkrum sanni segja að þetta verði leikir Akraness og Rússlands! Lið frá 400 manna bæ og mörghundruð milljdna þjóð. Við höfðum óskað eftir öðru liði, en hins vegar er Dynamo Kiev jafn sterkt lið og þau sterkustu sem maður þekkir til. — Er nokkuð annað en að leika heimaleikinn hér á Skaganum? Það yrði gaman, en það hefur þó ekkert verið um það rætt ennþá, sagði Hara ldur. ísland - Pólland í dag kl. 15 — síðari leikur- inn ó morgun kl. 20 i DAG klukkan 15 hefst fyrri landsleikur islendinga og Pólverja i handknattleik, og á morgun kl. 20 hefst siðari leikur þjóðanna. Viðar Simonarson, þjálfari og einvaldur islenzka landsliðsins hefur valið liðið sem veröur skipaö eftirtöidum leikmönnum i leiknum á morgun: Markveröir eru Ólafur Bene- diktsson, Val og Rósmundur Jónsson, Vikingi. Aðrir leik- menn eru, Páll Björgvinsson, Vikingi, sem jafnframt er fyrir- liði liðsins, Magnús Guðmunds- son, Vikingi, Stefán Gunnars- son, Val, Jón Karlsson, Val, Gunnsteinn Skúlason, Val, Sigurbergur Sigsteinsson, Fram, Björgvin Björgvinsson, Fram, Hörður Sigmarsson, Haukum, Gunnar Einarsson, Göppingen, ólafur Einarsson, Donzdorf. Þeir leikmenn sem settirvoru út úr 16 manna hópnum, eru Ingimar Haraldsson, Haukum, Arni Indriðason, Gróttu, Viggó Sigurðsson, Vikingi og Marteinn Arnason, Þrótti. Svo kann að fara að Viðar geri einhverjar breytingar á landsliðinu fyrir leikinn á sunnudagskvöld, en það mun eðlilega fara eftir þvi, hver árangur liðsins verður i fyrri leiknum. Pólska landsliðið kom til landsins i gær frá Kanada, þar sem liðið hefur tekið þátt I fimm landa keppni. Dómarar i leikjunum við Pólverja eru danskir, Palle Thomson og Paul Wolk, en þeir hafa ekki dæmt hér fyrri. Sigurbergur Sigsteinsson er sá leikmaður islenzka lands- liðsins, sem flesta landsleiki hefur að baki, 73 að tölu og á hæla honum kemur félagi hans úr Fram, Björgvin Björgvins- son með 70 landsleiki. Páll Björgvinsson er nú i fyrsta skipti fyrirliði islenzka landsliðsins. íbúðarhapp- drætti HSÍ 52749 Handhafi happdrættismiða með þessu númeri i ibúðarhappdrætti HSÍ hef ur enn ekki gefið sig fra m. Stjórn HSI vill þvi itreka enn einu sinni, að menn leiti betur, að miðunum sinum — og kiki á, hvort númer miðans sé ekki 52749. — Það skyldi þó aldrei vera, að miðinn væri í gömlu skitugu vinnubuxunum??? AKURNESINGAR voru óheppnir, þegar dregið var i Evrópukeppninni um hádegi i gær. Þeir lentu á móti hinu geysi- sterka sovézka liði, Dynamo Kiev eða sovézka landsliðinu, eins og það er nefnt, þvi i liðinu eru hvorki meira né minna en niu landsliðsmenn. Sovétmenn hafa nefnilega þann háttinn á, að landsliðið er styrkt félagslið — og Dynamo Kiev var valið sem kjarni landsliðsins. Já, Akur- nesingar voru óheppnir, þvi sovézka liðið var ekki einu sinn á óskalistanum hjá þeim. Þeir vildu helzt fá Bayern Múnchen og Þjóðverjarnir vildu lika lenda á móti Islendingunum, ef marka má orð Gerd Múllers i gær, eftir að þýzka liðið hafði lent á móti Malmö i Sviþjóð. — ef frá er skilið islenzka liðið, þá eru Sviarnir auðveldustu mótherjarnir, sagði Muller. Dynamo Kiev á rétt á heima- leiknum fyrst, þar sem þeir urðu Evrópubikarhafar i fyrra. Hins vegar sagði Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnuráðs Akra-j ness i gær, að þeir hefðu hug á þvii að fá þvi breytt og leika fyrril leikinn hér heima um miðjan október, og þá annað hvort á Skaganum eða Melavellinum — Þetta lið var siðast á listanum hjá’ okkur, sagði Gunnar, en við lend- um bara á móti Þjóðverjunum eða Englendingunum i 3ju um- ferðinni! Það þýðir ekkert annað en að vinna þá hér i snjónum og frostinu, sagði hann. — Það verður gaman að fá þá hingað og við treystum á það, að við fáum sama stuðning landans og á móti Kýpurbúunum, sagði Gunnar Sigurðsson. — Nei, ekki er hægt að segja, að við séum heppnirmeð mótherjana.sagði Árni Sveinsson i gær, þegar við töluðum við hann. — Ég tel að DynamoKievséeitt af sterkustu liöunum, sem eftir eru I keppninni það verður eflaust gaman að leika við þá.'Við fáum hins vegar aldrei að leika á móti þeim liðum, sem v-ð óskum helzt eftir.Það yrðiskemmtilegt.ef við gætum leikið við þá hér heima, en sigurlíkur okkar eru þó tæpast miklar, sagði Arni. Matthias Hailgrimsson, hinn sókndjarfi framherji Akranessliðsins, sem sést hér i baráttu upp við mark Sovétmanna i landsleik íslands og Sovétrikjanna i sumar. Norðurlandameistaramótið í badminton verður haldið á íslandi á naesta ári Landsleikur í badminton við Færeyinga í lok október ★ Norður- landameistaramótið verður haldið í Sviþjóð í nóvember IL BADMINTONIÞRÖTTIN er ung keppnisgrein hér á landi, og landsleikir i badminton hafa til þessa verið teljandi á fingrum annarrar handar. Megináherzla hefur verið lögð á að taka þátt i Norðurlandameistaramótinu og hafa tslendingar þar verið meðal þátttakenda á öllum undanförn- um árum, — en með slælegum árangri að visu. 1 lok næsta mánaðar leika íslendingar sinn fyrsta landsleik i badminton við frændur vora i Færeyjum og verður landsleikurinn háður hér á landi, í Laugardalshöll. — Fyrir stuttu voru valdir 16 leikmenn til landsliðsæfinga, en siðan verða valdir 7 úr hópnum i hið endan- lega lándslið. Landsliðsæfingarn- er eru ennfremur undirbúningur fy rir Norðurlandameistaramótið, sem fram fer í Stokkhólmi 15. og 16. nóvember n.k., en islendingar munu sjá um Norðurlandamótið að ári, sem haldið verður i Laugardalshöll. íþróttasiðan ræddi við Karl Maack formann Badmintonsam- bands íslands, og sagði hann að Islendingar hefðu leikið við Finna ílandsleik fyrir tveimur árum og' áður hafði verið leikið við Norðmenn. Badminton er mjög vaxandi — bæði sem almenningsiþrótt og keppnisiþrótt. Okkur telst til, að nú stundi rúmlega 3000 manns badminton og þátttakendum fjölgar ört, sagði Karl. — Nú hefur aðstöðuleysi háð iþróttinni nokkuð hér á landi. Teljið þið ekki, að hið nýja og glæsilega hús TBR muni verða badmintoniþróttinni mikil lyfti- stöng, þegar húsið kemst i gagn- ið? — Jú. Það er alveg rétt, að að- stöðuleysi hefur háð badminton- iþróttinni og það er enginn vafi á þvi, að með tilkomu hins nýja húss á vegur iþróttarinnar eftir að vaxa mjög. Hugmyndin er að húsið verði tekið i notkun að ein- hverju leyti i vetur og það er gleðilegt fyrir okkur badminton- unnendur, að stjórn TBR hefur ákveðið að badminton verði ein- göngu stundað i þessu nýja húsi. I þessu sambandi má nefna, að badminton er mjög þróuð iþrótt i Danmörku, og þeir hafa þá reynslu, að hvar sem góð aðstaða hefur skapast til badmintoniðk- ana, hefur gifurleg aukning þátt- takenda fylgt i kjölfarið. — Jú, það er rétt að sem keppnisiþrótt hefur badminton ekki verið mjög sterk fram að þessu. Við höfum lagt áherzlu á að taka þátt i Norðurlanda- meistaramótinu, og nú hefur ver- iðákveðið, að það verði haldið hér á landi á næsta ári, — og þá gefst Islendingum vonandi tækifæri til að sjá ýmsa snillinga frá Norður- löndunum, en nefna má, að til dæmis Danir standa mjög framarlega i badminton. Badmintonsambandið hefur ákveðið að efna til hópferðar á Norðurlandameistaramótið, sem fram fer i Sviþjóð 15. og 16. nóvember n.k. en meðal þátttak- enda á mótinu verður heims- meistarinn Sven Pri. — Hvernig hafa Islendingarnir staðið sig á Norðurlanda- meistaramótum? — Við höfum óneitanlega staðið okkur illa, þvi miður. Nokkrum sinnum hefur þó Islenzku þátt- takendunum tekizt að sigra i undankeppni, en umtalsverðir sigrar á þessu sviði eru þvi miður engir. Þegar við kepptum við Finna, gerðum við okkur vonir um, að það yrði jöfn keppni, en það fór á annan veg. Hins vegar höldum við þvi fram, að við stöndum nokkuð jafnfætis Finn- um, en það var eitthvað sérstakt ólányfir liðinu þegar landskeppn- in fór fram. Ekki er búið að ákveða ieikja- fjölda við Færeyinga. en gert er ráð fyrir að leiknir verði 7 einliða- leikir og þrir tviliðaleikir. Svar frá færeyska badmintonsam- bandinu um þessa tilhögun hefur þó ekki enn borizt, að sögn Karls. Landsliðsþjálfarar eru Garðar Aifonsson og Rafn Viggósson. Þeir, sem hafa áhuga á að taka þátt í ferð BSÍ á Norðurlanda- meistaramótið eru beðnir um að hafa samband við stjórn BSl sem fyrstog eigi siðar en 15. okt, n.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.