Tíminn - 04.10.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.10.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 4. október 1975 TÍMINN Gunnar Friöriksson, forseti SVFt, í frlöum hópi kvenna ur kvennadeild SVFt. A boröinu sjást senditæk- in, sem konurnar hafa keypt og senda nú til staöa, þar sem þörfin er mest. Frá vinstri er Svaia Eggerts- dóttir, Ingibjörg Auöbergsdóttir, Dýrfinna Kristjánsdóttir, Hulda Viktorsdóttir, formaöur kvennadeild- ar SVFt, Sigriöur Einarsdóttir, Regina Benediktsdóttir og Gróa ólafsdóttir. Timamynd: Róbert Hlutavelta SVFÍ á sunnudaginn: KVENNADEILDIN GEFUR SJÖ FJARSKIPTATÆKI gébé Rvlk — Það hefur veriö ár- legur viöburður i bæjarlifinu um langt skeiö aö sækja hlutaveltur kvennadeildar Slysavarnafélags tsiands. A þessu ári átti kvenna- deiidin 45 ára starfsafmæli, og aðeins tvisvar sinnum hefur hlutavelta faliiö úr á þessum tima. Agóöi af hlutaveltunni rennur hverju sinni óskiptur til SVFÍ, en kvennadeildin er af- kastamest I fjáröflun hjá SVFt til styrktar björgunarsveitum, til kaupa á tækjum, byggingar skýla og m.fi. Hin árlega hlutavelta verður n.k. sunnudag, og er ekki aö efa, aö hún veröur fjölsótt sem endranær. Hulda Viktorsdóttir, formaður kvennadeildarinnar, sagöi I sam- tali viö Timann, aö geysilega mikið af glæsilegum vinningum yrði á hlutaveltunni á sunnu- daginn, og vildi hún koma á fram- færi þakklæti til þeirra mörgu, sem gefiö hafa muni og peninga til deildarinnar og sagöi, aö lltiö heföi veriö hægt aö gera, ef fólk heföi ekki tekið konunum eins vel og raun varö á viö söfnunina. Meöal þeirra muna, sem veröa á hlutaveltunni, má nefna stóla, bækur, fatnað, leikföng, teppi og margt fleira, og allir eru munirn- ir nýir. Miöinn kostar aöeins eitt hundraö krónur, og engin núll eru né happdrætti. bá veröur þarna einnig lukkupakkasala, og kostar miöinn þar fimmtiu krónur. Hlutaveltan veröur i Iðnaðar- mannahúsinu að Hallveigarstöö- um kl. 14:00 á sunnudaginn 5. okt. Gunnar Friöriksson, forseti SVFÍ, sagöi aö þrir fjóröu hlutar af tekjum kvennadeildar SVFÍ rynnu til starfseminnar, en deild- in I Reykjavik hefur notað þann hluta teknanna, sem eftir var, til kaupa á ýmsum tækjum fyrir björgunarsveitir SVFI úti á landi. — Nú eru áttatiu björgunar- sveitir á landinu, sagöi Gunnar, og þar af 54 meö fjarskiptatæki, og er nú kappkostað aö fá tæki fyrir hin þrjátiu. Kvennadeildin hér hefur verið sterkasta afliö I tekjuöflun á þesu sviði, sagöi Gunnar, og er reynt að senda tæki þangað, sem þörfin er mest. Nýjustu fjarskiptatækin, sem Kvennadeildin hefur keypt, munu nú verða send til Vlkur I Mýrdal i Mývatnssveit, Borgarfjörð eystra, Meöalland, Álftaver og Hvamm undir Eyjafjöllum, auk þess sem Reykjavlkurdeildin fær eina stöð. Mlllll.ll III 1 Hafsteinn Austmann: Vatnslitasýning á Loftinu Hafsteinn Austmann opnaði um seinustu helgi sýningu á rúm- lega 30 vatnslitamynd- um á Loftinu við Skóla- vörðustig og fetar þar troðnar slóðir, sækir niður i skúffur fáein æskuverk, sem hengd eru á pallskör, nýjustu verkin eru svo innst. Hafsteinn Austmann er rúm- lega fertugur að aldri og hefur þegar getið sér gott orð sem myndlistarmaður, en hann nam myndlistir I Reykjavik og suður I Paris um árabil. Hafsteinn Austmann kann vel aö fara með vatnsliti, beitir þeim af tækni og þokka. Þessa tækni með vatnslitina læröi hann i skólum, en hefur siðan bætt við þá þekkingu nýjum persónulegum tæknibrögöum. Þessi sýning sannar okkur ásamt mörgum öðrum, að vatnsliturinn er á uppleið, ásamt grafik og teikningu, sem varla sást á sýningum I eina tvo áratugi. „Oliumálverk á vegg” er sumsé á niðurleiö. Hafsteinn Austmann hefur ekki haldið margar málverka- sýningar, en seinastsýndi hann á Kjarvalsstöðum áöur en þeir GEYMSLU HÓLF GEYMSLUHOLF I ÞREMUR STÆRÐUM, NÝ ÞJONUSTA VIÐ VIDSKIPTAVINI I NÝBYGGINGUNNI BANKASTÆT! 7 Samvinniihankinn HITAVEITU teng mgar i Kópavogi, Garðahreppi, Reykjavik, Seltjarnarnesi. Hilmar J. H. Lúthersson Sími 7-13-88. fóru I bann. Ég sá þá sýningu þvi miður ekki, en eina og eina mynd hefur maður samt séð og þær segja, að viðfangsefnin séu svipuð í oliu og vatnslit, en þar er meöal annars til vitnis um sjálfstæðan stil. Vfkjum nu ögn að myndunum. Elztu myndirnar eru ósköp venjuleg byr jendaverk, og benda ekki til neinna sérstakra hæfileika,' nema liturinn, sem strax tekur mjög ákveðna stefnu. Þessi mýkt á eftir að aukast. Hafsteinn þvær sumar af þessum myndum, þvær úr vatni og málar aftur og fær undarlegar, dularfullar stemmningar upp úr krafsinu. Stundum skiptirhann myndflot- inum svotil I tvennt og neðri helmingur myndarinnar virðist dauf endurspeglun af hinum efri. í innsta salnum eru beztu myndirnar, þar hefur lista- manninum aukizt ásmeginn, eða kraftur. Efnistökin eru djarfari, liturinn betri. Myndir Hafsteins Austmanns eru flestar abstrakt. Hann hefur ekki heyrt ný tiðindi af sam- ferðamönnunum, sem þó er dá- litið bagalegt. Hafsteinn ætti að leita eftir nýjungum, þvi lengra verður naumast farið i sömu átt. | 15 iBi— Hlégarður Kjósarsýsla — Reykjanes- kjördæmi. Héraðsmót framsóknarmanna I Kjósarsýslu verður haldið laugardaginn 4. október. Hefst það kl. 21:00. Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra og Jón Skaftason, al- þingismaður flytja ávörp. Sigurveig Hjaltested og Kristinn Bergþórsson syngja lög Sigfús- ar Halldórssonar við undirleik höfundar. Kátir félagar leika fyr ir dansi. Á miðnætti verður dregið um Kanarleyjaferð fyrir einn. Að- göngumiðinn gildir sem happdrættismiði. Allir eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Stjórnin. Aðalfundur FUF í Hafnarfirði verður haldinn miðvikudaginn 8. október I hinni nýju starfsað- stöðu félagsins að Strandgötu 11, II. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Starf félagsins á komandi vetri. Mætið stund- vislega. Stjórnin. FéSag framsóknarkvenna í Reykjavík Rabbfundur um félagsstarfið i vetur verður að Rauðarárstfg 18 næst komandi þriðjudag 6. þessa mánaðar kl. 21. Takið kaffi- brúsann með ykkur. Stjórnin Haustfagnaður FUF í Reykjavík verður haldinn I Félagsheimili Fóstbræðra laugardaginn 18. október, og hefst kl. 21. Hálfbræður skemmta. Allir velkomnir. Alfreö Flóki segist alltaf vera að mála sömu myndina, aftur ogaftur.Þetta sama eru margir fleiri að gera, ef vel er að gáð. Þeir, sem ekki sætta sig við það, gera tilraunir, leggja frá sér gömul snið og fitja upp á nýjum. Ef til vill eru nýjustu myndir Hafsteins Austmanns spor i þessa átt. Þetta er hugljúf sýning, sem menn ættu ekkiaðláta fram hjá sér fara, ekki sizt málarar. Sýningin mun verða opin eitt- hvað fram eftir næstu viku. Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.