Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 21
 28. október 2005 FÖSTUDAGUR20 fréttir og fróðleikur SAFNAÐI LÍKA BARNAKLÁMI OG ER Á LEIÐ Í TVEGGJA ÁRA FANGELSI Ólafur Eggert Ólafsson vann á Club Clinton og bjó með súludansara – en það var ekki nóg... Níddist á barnapíunum DV2x15 - lesið 27.10.2005 20:25 Page 1 HJÓNAVÍGSLUR Á HVERJA ÞÚSUND ÍBÚA 1951-1955 8,3 1961-1965 7,9 1971-1975 8,2 1981-1985 5,7 1991-1995 4,7 Umræðan um lagningu Sundabrautar hefur að undanförnu legið nokkuð í skugga flugvallarumræð- unnar. Þrjár lausnir hafa verið kannaðar á fyrsta áfanganum, sem er þverun Kleppsvíkur frá Gufunes- höfða. Þær eru í fyrsta lagi hábrú sem kæmi niður við Sæbraut, í öðru lagi göng undir sundið og í þriðja lagi innri leið, nær Elliðaárdal, með lágbrú. Ríkisstjórnin ákvað í byrjun sept- ember að leggja átta milljarða af söluandvirði Símans til verksins á árunum 2007 til 2010. Í framhaldi af því var ákveðið í borgarstjórn að fara innri leið sem jafnframt er ódýrust. Sú ákvörðun er þó háð samþykki umhverfisráðherra og íbúa í grennd við framkvæmda- svæðið. Seinni áfanginn er svo þverun Kollafjarðar með brú en þar er deilt um hvort viðunandi sé að fjármagna þá framkvæmd með veggjöldum. Júlíus Vífill Ingvarsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ekki sáttur við þessa ákvörð- un borgarstjórnar og segir að skynsamlegast væri að leggja þessar þrjár lausnir í dóm borg- arbúa. Dæmigert mál til að leysa með íbúa lýðræði „Seltirningar fóru þá leið snemm- sumars þegar taka þurfti mjög mikilvægar skipulagslegar ákvarð- anir um framtíð miðbæjarins að leggja tvo kosti í dóm kjósenda og láta svo bæjarstjórn vera bundna af þeirri niðurstöðu sem íbúarnir kæmust að. Fyrir þær kosningar var allt útlit fyrir að mikið fjaðra- fok yrði vegna málsins en síðan að íbúar hafa kveðið upp sinn dóm er málið fallið í ljúfa löð og allir virðast sætta sig við mat fólksins,“ segir Júlíus Vífill. „Það væri hrein vantrú á borg- arbúa að halda að þeir geti ekki komist að skynsamlegri niður- stöðu í þessu máli. Svo er það nú einu sinni þannig að lýðræðið er ekkert stabílt fyrirkomulag sem engum breytingum tekur, það er í þróun eins og allt annað og þró- unin er í þá átt að í mikilvægum málum sem þessum eigi fólkið sjálft að ráða.“ Þrír kostir vænstir Þessar þrjár lausnir sem sett- ar voru fram í upphafi hafa ekki verið fyrirferðarmiklar í almennri umræðu. Nokkrir hafa þó talað um það hve tilkomumikil hábrúin yrði en hún er nær helmingi dýrari en lágbrúin enda yrði hún að vera 48 metra há svo hún hamlaði ekki skipaumferð. Lágbrúin gerir ráð fyrir því að eyja sé mynduð úti á miðju sundi en síðan brúað til beggja stranda og þykir mörgum sú lausn nokkuð rúmfrek. Tvær útfærslur á göngum hafa verið kannaðar en það eru jarð- göng, líkt og Hvalfjarðargöng, og svo botngöng sem lægju á sjávar- botni. Sú útfærsla er sú dýrasta af öllum en áætlað er að hún myndi kosta rúmlega fjórtán milljarða. Að hækka Vesturlandsskattinn Jóhann Ársælsson, sem og fleiri þingmenn, hefur bent á það að Vestfirðingum, Vest- og Norðlend- ingum myndi reynast dýr ferðin í höfuðstaðinn ef ætlunin yrði að fjármagna seinni áfanga Sunda- brautar, brú yfir Kollafjörð, með veggjaldi. Þeir sem koma að vest- an þyrftu þá tvisvar að grípa til buddunnar á leiðinni frá Borgar- nesi til Reykjavíkur, þar sem ekki er útlit fyrir að veggjöld í Hval- fjarðargöng verði lögð af næstu tuttugu árin. „Ég hef lagt fram fyrirspurn til samgönguráðherra um það hvern- ig hann hyggist fjármagna þetta en mér þykir það alveg út í hött að fólki frá vissum landshlutum reynist dýrt að fara til Reykjavík- ur en öðrum ekki,“ segir Jóhann og minnir á að engin veggjöld hindri menn sem komi að sunnan og austan. Dagur B. Eggertsson, formað- ur skipulagsráðs, segir að í ljósi þess að veggjöld í Hvalfjarðar- göng séu stundum kölluð Vestur- landsskattur sé það varhugavert að höggva tvisvar í sama knérunn með því að leggja enn meiri veg- gjöld á leiðina til Reykjavíkur frá Vesturlandi. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur enn engin svör veitt við fyrirspurn Jóhanns um veggjöld á Sundabraut. Tvískattlagt á leið til Reykjavíkur Þing Norðurlandaráðs samþykkti á miðvikudag tillögu þar sem þeim tilmælum er beint til norrænna stjórnvalda að þau hafi frumkvæði að rannsóknum sem upplýst geti hverjir standi á bak við mansal vegna kynlífs- þrælkunar. Hvert er markmið tillögunnar? Okkur langaði til að búa til einhvers konar stofnun sem myndi bæði reyna að leita lausna hvernig við getum komið fórnarlömbunum til hjálpar, og hvernig við getum, með hjálp fórnar- lambanna, haft upp á þeim sem sem skipuleggja þessa glæpi. Hvers vegna er þörf á formlegri tillögu? Við teljum að þær aðgerðir sem lög- reglan og yfirvöld eru að nota í dag skili ekki árangri, því það eina sem gert er þegar konur eru uppgötvaðar ólöglegar í landinu, þá eru þær bara sendar aftur til baka til þess lands sem þær komu frá. SPURT OG SVARAÐ AÐGERÐIR GEGN MANSALI KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Fulltrúi á Norðurlandaráðsþingi. LAUSN 1 HÁBRÚ Reiknað var með að hábrúin yrði 48 metra há og næði frá Gufuneshöfða og kæmi niður við Sæbraut. Kostnaður hefur verið áætlaður um 12,5 milljarðar. LAUSN 2 GÖNG Tvær gangalausnir koma til greina; botngögn sem er áætluð að myndu kosta 14,2 milljarða og jarðgöng sem áætlað er að myndu kosta 10,4 milljarða. LAUSN 3 INNRI LEIÐ MEÐ LÁGBRÚ Þessi mynd sýnir innri leið, en á henni má sjá landfyllingar sem fallið hefur verið frá. Þess í stað er áætlað að þessi leið verði brúuð með lágbrú. Áætlaður kostnaður er 7,8 milljarðar. FRÉTTASKÝRING JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is Hjálpa fórn- arlömbunum Heilsugæslustöðvar og vinnustaðir eru farin að bjóða upp á inflúensu- bólusetningar, en búast má við inflúensufaraldri í vetur sem fyrr. Hvað er inflúensa? Inflúensa er bráð veirusýking, oftast með hita, sem orsakast af inflúensu A- og B-veirum og veldur faraldri nánast á hverjum vetri. Hlutfall þeirra sem smitast og veikjast í faraldri er tíu til fjörutíu prósent og vara faraldrar gjarnan í fimm til tíu vikur. Inflúensa A er algengari en inflúensa B en báðar tegundir geta greinst í faraldri. Hvernig er hægt að fyrirbyggja hana? Landlæknir mælir með inflúensubólusetningu hjá öllum eldri en sextíu ára og börnum og fullorðnum sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbæl- andi veikindum. Bóluefni til varnar inflúensu hefur verið í notkun um árabil. Í því eru dauðar inflúensu A- og B-veirur. Bóluefnið hefur litlar aukaverkanir í för með sér en má ekki gefa þeim sem hafa ofnæmi fyrir eggjum. Það veldur ónæm- issvörun í líkamanum sem minnkar líkur á eða kemur í veg fyrir að fólk veikist. Einnig dregur það úr veikindum hjá eldra fólki og lækkar jafnframt dánartíðni af völdum inflúensu og lungnafylgikvilla hennar. Hversu oft á að bólusetja? Mælt er með bólusetningu gegn inflúensu árlega þar sem breytingar eiga sér stað á inflúensustofnum frá ári til árs. FBL GREINING: INFLÚENSUSPRAUTA Bólusetja þarf árlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.