Tíminn - 15.10.1975, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Miðvikudagur 15. október 1975.
Stanzlausir fundir í Háskólanum:
Hefja námsmenn
mótmælaaðgerðir?
— Vona, að málið leysist fljótlega
segir menntamálaráðherra
gébé Rvik — Allt situr við það
sama í lánamálum náms-
manna, og sagði Vilhjálmur
Hjálmarsson menntainálaráð-
herra i gær, að hann þyrði
ekkert um þaö að spá, hvenær
málið yrði afgreitt á þingi.—Við
vonumst þó til aö þess verði ekki
langt að bíða, sagði ráöherra.
Þetta er vissulega afleitt fyrir
námsmenn, sérstaklega þó þá
sem stunda nám erlendis.
í gær barstTimanum harðorð
mótmælaályktun frá kjara-
baráttunefnd námsmanna, og
segir þar m.a., aö nefndin lýsi
yfir furðu sinni á framkomu
stjórnvalda i garð námsmanna.
Þá leggur nefndin á það þunga
áherzlu, að stjórnvöld hverfi
þegar frá kjaraskerðingar-
áformum si'num og telur
einsýnt, að námsmenn muni
grlpa til aðgerða til að verja
kjör sin, þegar á næstu dögum.
Timinn hafði samband við
Gest Guðmundsson, formann
StUdentaráðs, og spurði hann i
hverju aðgerðir námsmanna
yrðu fólgnar. Ekki kvað Gestur
neitt ákveðið i þeim málum enn,
en að stanzlausir fundir væru
þessa dagana, i flestum deildum
Háskóla Islands, svo og i öðrum
skólum, sem aðild eiga að Lána-
sjóði isl. námsmanna. — Hverj-
ar sem aðgerðirnar verða,
■munu þær verða framkvæmdar
á næstu dögum, sagði Gestur.
Ekki kvaðst hann þó vita, hvort
námsmenn myndu hreinlega
hætta að sækja skóla i mót-
mælaskyni, eða hefja setuverk-
fall: um það yrði tekin ákvörðun
á hinum ýmsu fundum i skólum.
Fyrr má nú rota en dauðrota:
30 veghefilstjórar
til Þorlákshafnar
P.Þ. Þorlákshöfn
— Um tiuleytið í fyrrakvöld
lokuðu Ibúar Þorlákshafnar
veginum að plássinu, og er þetta
i annaö sinn sem þeir grfpa til
þess bragðs. Þótti vegurinn ekki
lengur akfær, en svo brá við i
gærmorgun, að fjórir vegheflar
birtust til starfa á veginum, og
munu um þrjátiu veghefilstjói
ar spreyta sig á veginum vikuna
út, en nú stendur yfir námskeið
veghefilstjóra á vegum Vega-
geröar rikisins, og taka þátt i
þvi veghefilstjórar austan af
Djúpavogi og viðar af Aust-
fjörðum, Suðurlandi og vestur
um til Akraness.
Þetta er i annað skipti, sem
veginum til Þorlákshafnar er
lokað fyrir tilstilli ibúanna á
staðnum. Hið fyrra sinn var i
fyrrahaust, gert i þeim tilgangi
að reka á eftir nýjum vegi niðui
sand, sem nú er búið að leggja
og opna, en umhirða hans og
heflun þykir litil sem engin, og
hafa ibúar staðarins talað lengi
fyrir daufum eyrum vegagerð-
arinnar um úrbætur.
Var vegurinn orðinn algjör-
lega ónothæfur, og fyrst og
fremst Óseyrarbrautin inn i
þorpið. Þar óku menn einvörð-
ungu i fyrsta glr og ökumenn
jeppa á lága drifinu.
Búizt er við, að vegurinn
veröi orðinn vel ökufær fyrir
helgi, enda létti umsáturs-
ástandinu i gærmorgun, er
vegheflarnir komu á vettvang.
Amnesty International
hefur haft afskipti af
brotum á almennum mann
réttindum í 107 löndum
— Islandsdeildin hefur fjársöfnun
Þegar svofritt lið er samankomið, veröur aösjálfsögðu að ráöa ráöum
sinum, og hérna sjáum við liklega herráðið!
Timamyndir: Páll Þorláksson
| Hérskalenginnframhjá—enda engum óhætt á þessum voöalega vegi!
Skeyti til ríkisstjórnarinnar fró
27 togaraskipstjórum:
Vilja láta banna allar
veiðar erlendra skipa
innan 200 sjómílnanna
gébé Rvik — Nýlega var á ferð
hér á landi framkvæmdastjóri
Amnesty International, Martin
Ennals, en hann var á leið frá
London, þar sem aöalstöðvar AI
eru, til New York á allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna. Þetta er I
þriðja sinn sem Ennals vinnur að
SJ-Reykjavik Mennirnir, sem
staðnir voru að veiðiþjófnaði við
Kirkjufellsvatn á Landmannaaf-
rétti sl. föstudag, eru úr Kópavogi
(þrir), Reykjavik (tveir) og
Rangárvallasýslu (einn). A.m.k.
einn þeirra er starfsmaður Orku-
stofnunar, en ekki kemur fram af
lögregluskýrslu, hvort um fleiri
starfsmenn Orkustofnunar er að
ræða, að sögn Eggerts Óskars-
sonar, fulltrúa sýslumannsins á
Hvolsvelli. Málið verður fyrst
tekið fyrir sakadóm i Rangár-
vallasýslu, þar sem einn
mannanna er búsettur þar, en
Eggert bjóst ekki við að til hans
næðist fyrr en i fyrsta lagi á föstu-
dag, þvi hann væri staddur
verkefnum AI hjá Sameinuðu
þjóðunum, cn aðalverkefni sam-
takanna er sem kunnugt er að
beita sér fyrir verndun mannrétt-
inda. Hér á landi ræddi Ennals
við fulltrúa i utanrikisráðuneyt-
inu og ýmsa fleiri.
Martin Ennals hefur veriö
annars staðar á landinu. Siðan
verður málið sent til framhalds-
rannsóknar i Kópavogi og
Reykjavik, en loks tekur sak-
sóknari rikisins ákvörðun um,
hvort höfðað verður mál á hendur
mönnunum.
Upptæk gögn eru i höndum
sýslumannsembættisins I Rang-
árvallasýslu, en i málum sem
þessum er vaninn að eyðileggja
ekki verðmæti, og þvi hefur afl-
anum, 43 kg. af urriða og bleikju,
væntanlega verið komið i verð.
Að sögn Eggerts Óskarssonar
hefur Orkustofnun verið send lög-
regluskýrslan samkvæmt ósk, og
mun hún hafa borizt þangað um
hádegi I dag.
framkvæmdastjóri Amnesty
International siðan 1968, en starf-
aði áður hjá Unesco og mannrétt-
indanefndinni. Það eru aðallega
tvö baráttumál AI, sem Ennals
kemur til með að ræða á allsherj-
arþinginu, en þaö er að fylgja
eftir samþykkt um afnám pynd-
inga á föngum, sem þvi miður er
enn við lýði i fjölmörgum löndum,
en þetta atriði er nú á dagskrá Sþ.
Þá mun Ennals, fyrir hönd AI,
reyna að koma á reglum hjá Sþ
um að skylda verði að tilkynna öll
brot á mannréttindaskrá Sþ.
A fundi með blaðamönnum kom
i ljós, að starfsárið mai ’74 til mai
’75 voru starfandi 1592 hópar
innan samtakanna AI I 31 landi,
og yfir sjötiu þúsund einstakling-
ar I 65 löndum voru meðlimir i
samtökunum. A þessu timabili
voru 3650 fangar annaðhvort
skjólstæðingar AI eða mál þeirra
könnuð af starfshópum viða um
heim.
Þá hafði AI á þessu starfsári
haft afskipti af brotum á almenn-
um mannréttindum I 107 löndum
og varið um það bil tvö hundruð
og fjörutfu þúsund dollurum til að
aðstoða fanga og fjölskyldur
þeirra. Þá sendu samtökin menn
til 31 lands, t.d. til að fylgjast með
réttarhöldum. A þessu starfsári
voru 1403 fangar leystir úr haldi.
A vegum Islandsdeildar
Amnesty International fer nú
fram fjársöfnun til styrktar
hjálparstarfi samtakanna. Mun
söfnun þessi standa I þrjár vikur
og kemur deildin þvi á framfæri
beiðni um framlög til einstakl-
inga, fyrirtækja og félagasam-
taka i landinu, sem vilja leggja
lóð á vogarskál mannréttinda i
heiminum. Kjörorð söfnunarinn-
ar eru: Minnumst þeirra, sem
liða ófrelsi og pyndingar. Sálar-
kvöl þeirra er samvizka vor.
Mannréttindayfirlýsing Samein-
uðu þjóðanna er grundvöllur
baráttunnar.
Framlög óskast lögð inn á giró-
reikning Islandsdeildarinnar,
sem er númer 11220, en einnig
mun skrifstofa deildarinnar vera
opin klukkan 5-^-7 virka daga, en
hún er til húsa að Amtmannsstig
2, Reykjavik.
TUTTUGU og sjö skipstjórar á
togaraflotanum fagna útfærslu
fiskveiðilandhelginnar I 200 mil-
ur, og sendu af þvi tilefni rikis-
stjórninni og forsætisráðherra
eftirfarandi skeyti:
„Til Rikisstjórnar Islands,
herra forsætisráðherra Geirs
Hallgrimssonar.
Við undirritaðir skipstjórar
fögnum útfærslu fiskveiðiland-
helginnar i 200 sjómilur. En jafn-
framt mótmælum við öllum nauð-
ungarsamningum innan hennar.
Fiskaflinn við landið fer hrað-
minnkandi miðað við sókn frá ári
til árs, það sýna aflaskýrslur. Til-
koma 50 nýrra skuttogara til við-
bótar þeim sem fyrir voru hefur
aðeins getað bjargað þvi, að
heildarafli okkar hefur ekki farið
hraðminnkandi undanfarin ár, en
þessi nýju skip hafa sótt sinn afla
á svæði, sem útlendingum voru
látin eftir vegna fækkunar I tog-
araflota okkar á áratugnum milli
1960 og ’70. Ástæðan fyrir fækkun
Islenzku togaranna var meðal
annars sú, að um 1960 fóru þjóðir
sem sóttu á tslandsmið að rikis-
styrkja togaraútgerð sina. Við það
versnaði samkeppnisaðstaða is-
lenzkra skipa til muna. Það, á-
samt háum innflutningstollum,
hefur valdið þvi, að samkeppnis-
aðstaða okkar hefur verið meira
en 40% verri heldur en þeirra
eigin skipa á erlendum mörkuð-
um, ásamt meiri og minni lönd-
unarhindrunum þar, vegna
þeirra eigin skipa, sem hafa
gengið fyrir i höfnum þeirra.
Þorsk, ýsu, ufsa og karfamagn
hefur stórum minnkað á miðun-
um undanfarin ár, og er nærri
uppurið á stórum svæðum við
landið. Af þessu ætti að vera ljóst,
aö áframhaldandi undanþágur til
handa erlendum þjóðum stefna
þjóðarhagsmunum og þvi, að
hægt sé að byggja Island og halda
hér uppi menningarlifi, i beinan
voða. Enda sýnir það hvert stefn-
ir, að eytt hefur verið hér 10—15%
meira en aflað undanfarin 2 ár.
Við álitum að allir Islendingar
muni ætlast lil að öllum erlendum
skipum verði bönnuð veiði innan
200 milna fiskveiðimarkanna og
fiskstofnarnir ræktaðir upp. En
tilþess þarf einbeitni stjórnvalda,
Framhald á bls. 19
AAilljónatjón á Eyrarbakka:
BRENNUVARGAR
Á FERÐ?
MÓ-Iteykjavik. Milljónatjón
varð i eldsvoða á Eyrarbakka i
fyrrinótt, þegar þar brann til
kaldra kola geymslubraggi
hraðfrystihúss Eyrarbakka.
Eldsins varð vart kl. rúmlega
þrjú og kom slökkvilið Eyrar-
bakka skjótt á staðinn. Ekki
varð þó viö neitt ráöið, enda
hvassviðri á suðaustan. 1 húsinu
voru mörg humartroll, salt-
birgöir, ásamt varahlutum i
báta.
Ekki er vitað um eldsupptök
en I húsinu mun ekki hafa verið
neitt sem gat valdið ikveikju.
Hafa þvi vaknað grunsemdir
um hugsanlega Ikveikju af
mannavöldum.
Sýslumaðurinn í Rangár-
vallasýslu fjallar um
veiðiþjófnaðinn