Tíminn - 15.10.1975, Blaðsíða 20
*
Miðvikudagur 15. október 1975.
-
SÍM112234
■HERRfl
GflRÐURiNN
AöALSTRfETl 3
fyrir gódun niai
^ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS
Sovézkur og bandarískur prófessor
fengu Nóbeisverðlaunin í hagfræði
Frakklandsforseta vel fagnað
við komuna til Sovétríkjanna
— ákvörðunin kemur Sovétstjórn í klípu
Reuter/NTB/Moskvu, Stokk-
hólmi. Sænska visindaakademian
ákvaö i gær, að Nóbelsverðlaunin
i hagfræöi skyldu að þessu sinni
hljóta sovézki hagfræðiprófessor-
inn Leonid Kantorovitsj og
handariski hagfræðiprófessorinn
C. Koopmann fyrir framlag sitt til
þess að auka nýtingu efnahags-
legra auðlinda. Er Kantorovitsj
fyrsti Austur-Evrópubúinn, sem
vcrðlaunin hlýtur, frá þvi er þau
voru fyrst veitt 1969.
Nóbelsverðlaunin i hagfræði
eru ekki eiginleg Nóbelsverðlaun
heldur var til þeirra stofnað i
minningu Alfreds Nobel, sem
verðlaunin eru kennd við, á 300
ára afmæli sænska rikisbankans
1968. Verðlaunin munu verða af-
hent 10. desember, eins og friðar-
verðlaun Nóbels, sem norska
stórþingið veitir.
Koopman er 65 ára að aldri,
fæddur i Hollandi, en starfar sem
prófessor i hagfræðum við Yale-
háskólann i Bandarikjunum.
Kantorovitsj er 63 ára gamall,
prófessor við stærðfræðiháskól-
ann Novosibirsk. t fréttum, sem
bárust frá Stokkhólmi i gær, seg-
ir, að visindaakademian rökstyðji
niðurstöðu sina með þvi, að pró-
fessorarnir tveir hafi, án sam-
Skozki þjóðernissinnaflokkurinn
lýsir stuðningi við 200 mílurnar
FB—Reykjavik — Skozkir þjóð-
ernissinnar itreka enn einu sinni
stuðning sinn við útfærslu is-
lenzku landhelginnar i fréttatil-
kynningu, sem þeir hafa sent frá
sér. Segja þeir i tilkynningunni,
að nú sé svo sannarlega kominn
timi til þess að hætt verði eyði-
leggingu á einum aöalatvinnu-
vegi tslendinga, þvi annars sé
sjálfstæði og öryggi tslands og ts-
lendinga i hættu. 200 milna
landhelgin er eina ráðið til þess
að tryggja auðæfi hafsins, og ts-
land hefur orðið fyrsta Evrópu-
rikið, sem tekur það stóra skref
fram á við að færa landhelgina út
i 200 milur, segir að lokum i til-
kynningunni, sem er undirrituð af
William McDougall.
starfs hvor við annan, endurnýj-
að, alhæft og afmarkað aðferðir
til þess að skilgreina hin venju-
bundnu vandamál þjóðhagfræð-
innar til hagkvæmustu og áhrifa-
rikustu nýtingar takmarkaðra
auðlinda. t kenningum þeirra er
m.a. að finna ráð um það, hvaða
vörur skuli framleiða og I hve
miklu magni við framangreind
skilyrði.
Coopmann hefur hlotið sér-
staka viðurkenningu fyrirframlag
sitt til þess að varpa skýrara ljósi
á samspil framboðs, eftirspurnar
og verðs. Hann sagði i gær, að
hann væri ákaflega glaður og
stoltur yfir þvi, að hafa fengið
þessa miklu viðurkenningu. Jafn-
framt sagði hann, að það væri sér
mikill heiður, að deila verðlaun-
unum með Kantorovitsj, sem
hann kvaðst oft hafa hitt i Sovét-
rikjunum. Hann neitaði að svara
spurningum um ástand og horfur
i efnahagsmálum Bandarikj-
anna.
Kantorovitsj gaf 1939 út rit, sem
fjallaði um þýðingu þess að beita
stærðfræðilegum aðferðum við
skipulagningu og ákvarðanatöku
varðandi framleiðslu. Hann tók
sæti i sovézku visindaakademi-
unni 1964 og hefur hlotið þrjár
Leninorður fyrir framlag sitt til
hagfræðinnar. Talsmaður sænsku
visindaakademiunnar sagði i
gær, að Kantorovitsj væri ekki
sérlega vinsæll í Sovétrikjunum.
Með kenningum sinum hefði hann
gagnrýnt sovézka hagkerfið og
þau grundvallarsjónarmið, sem
það hvilir á.
Kantorovitsj kvaðst að vonum
mjög ánægður yfir þeim heiðri,er
sér hefði hlotnazt, og kvaðst hann
vonast til þess að geta farið til
Stokkhólms og veitt verðlaunum
viðtöku 10. desember.
Telja fréttaskýrendur, að þessi
ákvörðun sænsku visinda-
akademiunnar muni koma sov-
ézku stjórninni i mikinn vanda,
þvi að ekki geti hún veitt
Kantorotvitsj leyfi til þess að fara
til Stokkhólms og veita verðlaun-
um viðtöku, ef hún á sama tima
myndi neita Andrei Sakharov um
leyfi til þess að fara til Oslóar og
veiia þar viðtöku friðarverðlaun-
um Nóbels.
Reuter-Moskvu. Frakklandsfor-
seti, Valery Giscard d’Estaing,
kom i gær i fimm daga opinbera
heimsókn til Sovétrikjanna. Mun
hann þar eiga viðræður við sov-
ézka leiðtoga um framtiðarmögu-
leika á þvi að dregið verði úr
hernaðarspennu i Evrópu, svo og
aukin samskipti ibúa austan- og
vestantjaldslandanna. Frakk-
landsforseti er fyrsti Evrópuleið-
toginn, sem kemur i heimsókn til
Sovétrikjanna frá þvi öryggisráð-
stefna Evrópu var haldin i sumar.
Þúsundir Moskvubúa stóðu við
leiðina.sem Frakklandsforseti ók
eftir til Kremlar, og fögnuðu þeir
forsetanum ákaft.
Helztu leiðtogar Sovétrikjanna
tóku á móti F'rakklandsforseta
við komuna, þeirra á meðal
Brjesneff, sem virtist við góða
heilsu, þrátt fyri þrálátan orðróm
i vestrænum fjölmiðlum um ai-
varleg veikindi hans.
Gert er ráð fyrir þvi, að Frakk-
landsforseti inni Brjesneff eftir á-
formum hans um að auka mann-
réttindi i Sovétrikjunum, og að
dregið verði úr hinu skerta ferða-
írelsi til og frá Sovétrikjunum.
Búizt er við, að þjóðarleiðtog-
arnir tveir muni undirrita fjóra
sáttmála i lok heimsóknar Frakk-
landsforseta. Ekki er talið, að
d’Estaing
sáttmálar þessir séu mikilvægir
frá pólitisku sjónarhorni séð.
Brjesncff
Beirut:
Tala látinna
tæplega 600
Reuter/Beirut. Allt var með
kyrrum kjörum I Beirut i gær,
að þvi frátöldu, að einstaka
skothvellir heyrðust I tveimur
úthverfum nálægt palestinsk-
um flóttabúðum. Bankar hófu
starfsemi sina að nýju eftir
um tveggja vikna hlé.
Útvarpið I Beirut sagði, að
fáeinar leyniskyttur væru enn
á ferli I borginni, en bætti þvi
við, að þær færu rólega að öllu,
og geröi það öryggissveitum
lögreglunnar ákaflega erfitt
fyrir við að finna þær. Bryn-
varðir vagnar óku um stræti
borgarinnar, og jafnvel götu-
lögregluþjónar báru riffla á
sér.
Lifið virtist vera með eðli-
legum blæ i hafnarborginni
Tripoli. Þar var mikil umferð
bifreiða og fótgangandi. Lög-
regluyfirvöld i Beirut skýrðu
frá þvi I gær, að 20 lik hefðu
fundizt 1 borginni, en i mörg-
um tilfellum væri sennilega
um að ræða fólk, sem látizt
hefði fyrir nokkrum dögum.
Einn maður beið bana, er
leyniskytta skaut á hann 'i
austurhluta borgarinnar, og
sjö lik til viðbótar fundust,
þegar birti.
Tala þeirra, er látið hafa
lífið I átökum siðustu sex
vikna, er nú komin upp I 585,
en rúmlega tólf hundruð
manns hafa særzt alvarlega.
I dag hefst i Kairó, höfuð-
borg Egyptalands, ráðstefna
utanrikisráðherra Araba-
rikja, en þeir munu taka til
meðferðar hið alvarlega
ástand i Libanon. Sýrlenzka
stjórnin hefur lýst þvi yfir, að
hún muni ekki sækja fund
þennan. í tilkynningu stjórnar
Sýrlands sagði, að hún teldi
ákjósanlegra, að utanrikis-
ráðherrarnir hittust fremur til
þess að ræða hið nýja bráða-
birgðasamkomulag með
Egyptum og Israelsmönnum.
V-ÞJÓÐVERJAR ÆTLA EKKI
AÐ VIRÐA 200 MÍLURNAR
Reuter/Ntb, Bonn. Haft var eftir
talsmanni vestur-þýzku stjórnar-
innar I gær, að rikisstjóm lands-
ins myndi virða að vettugi ein-
hliða útfærsiu Islenzku landheig-
innar I 200 milur, þar til sam-
komulag hafi náðst i deilu rikj-
anna um fiskveiðiréttindi við Is-
land. í fréttinni segir enn fremur,
aö vestur-þýzka stjórnin harmi,
að fslenzk stjórnvöld skuli ekki
hafa svaraö tilboði Vestur-Þjóð-
verja um viðræður um land-
helgismálið.
Annar talsmaður vestur-þýzku
stjórnarinnar lýsti þvi enn frem-
ur yfir, aö meðan samkomulag
hefði ekki tekizt viö Islendinga,
myndi vestur-þýzka stjórnin
byggja rétt sinn á alþjóðalögum,
sem kveöi svo á, að Islenzk
stjórnvöld hafi ekki rétt til þess
að lýsa einhliða yfir útfærslu
landhelginnar.
Þá var og haft eftir starfsmanni
i vestur-þýzka landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðuneytinu, að
stjórnvöld þar i landi viðurkenni
mikilvægi fiskiðnaðar fyrir efna-
hagsafkomu Islendinga, og þvi sé
stjórnin i Bonn tilbúin til samn-
ingaviðræðna, sem leitt gætu til
málamiðlunar. Þá sagði i
Zueddeutsche Zeitung, sem gefið
er út I Mtinchen, að málamiðlun i
deilunni væri vel hugsanleg. I
málamiölun þessari myndi þá fel-
ast, að islenzka rikisstjórnin
leyfði vestur-þýzkum togurum að
veiða ákveðnar fisktegundir á
ákveðnum timum og ákveðnum
svæðum. I stað þess myndi
vestur-þýzka stjórnin aflétta
þeim viðskiptahömlum, sem nú
eru I viðskiptum íslendinga og
Efnahagsbandalags Evrópu.
Eins myndi hafnbanninu á Is-
lenzka togara, sem landa vildu
afla sinum i Vestur-Þýzkalandi,
aflétt.