Tíminn - 07.11.1975, Síða 14

Tíminn - 07.11.1975, Síða 14
14 TÍMINN Föstudagur 7. nóvember 1975. LÖGREGLUHA TARINN 60 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal ingamennsku á sjálfum sér. En ef þú vilt ræöa viö flokksforingjann, þá legg ég til að þú hringir aftur um klukkan tiu. Þá verður hann án efa mættur. — Vertu ekki svona harður við mig, sagði Butterf ield. — Ég þræla við mína vinnu engu siður en þú. — Sama er að segja um f lokksforingjann, sagði Meyer og skellti á. Þegar klukkan var hálf tíu hringdi síminn í annað sinn. Murchison varðstjóri svaraði, en gaf óðar samband við Meyer. — Cliff Savage, mannstu eftir mér, spurði röddin. — Allt of vel, svaraði Meyer. Hvað vilt þú? — Er Carella viðstaddur? — Nei. — Hvar er hann? — Hann er ekki við. — Ég vil fá að tala við hann. — Hann vill ekki tala við þig, sagði Meyer. Konan hans var nærri drepin vegna þessarar saurugu blaðamennsku þinnar. Þú skalt hafa mitt ráð og láta hann ekki sjá þig. — Þá verð ég víst að tala við þig, sagði Savage. — Mér er heldur ekki allt of vel við þig, ef ég á að segja eins og er. — Þakka þér fyrir, svaraði Savage. En í dag leita ég annars sannleika. — Hvað viltu nú? — í morgun hringdi í mig maður, sem ekki vildi segja til nafns. Hann lét mér í té mjög forvitnilegar upplýsing- ar. Savage þagnaði svolitla stund. Kannast þú eitthvað við þetta? — Hjartað barðist um í brjósti Meyers, en hann svaraði af rósemi: — Ég er ekki huglesari, Savage. — Mér f laug i hug að þú vissir eitthvað um þetta. — Savage, ég er búinn að fórna í þig f imm dýrmætum mínútum af vinnutíma mínum. Ef þú hefur eitthvað að seg ja.... — Jæja þá.... Maðurinn sem ég ræddi við sagði, að 87. sveitin hefði fengið nokkrar símhótanir áður en Cowper lögreglufulltrúi dó — og þrjú f járkúgunarbréf áður en Scanlon varaborgarstjóri fór yfir landamærin. Veizt þú eitthvað um þetta? — Ég ráðlegg þér að hafa samband við símafélagið varðandi þessi símtöl, sem þú vilt kanna. Hafðu svo samband við skjaladeild Almenningsbókasafnsins. — Vertu ekki að hæða mig, Meyer. — Okkur er bannað að veita blaðamönnum upplýsing- ar. Þér er fullkunnugt um það. — Hve mikið, spurði Savage. — Hvað þá? — Hvað viltu mikið, Meyer? — Hvað getur þú borgað mikið, spurði Meyer á móti. — Hvað segir þú um hundrað dali? — Það er ekki nógu gott. — En tvö hundruð dalir? — Ég fæ meira fyrir að verja eiturlyf jasala hverfis- ins. — Þrjú hundruð dalir eru mitt hæsta boð. — Vilt þú gera svo vel að endurtaka þetta tilboð fyrir segulbandið, sagði Meyer.. Ég vil gjarna hafa ótvíræðar sannanir þegar ég kæri þig fyrir tilraun til að múta lög- reglumanni. — Ég var aðeins að bjóða þér tímabundið lán, svaraði Savage sakleysislega. — Vei yður lánadrottnar og þér sem fyrir þeim skríð- ur, svaraði Meyer og skellti á. Þetta var alls ekki gott. Raunar var þetta mjög slæmt. Hann var í þann veginn að hringja heim til f lokksforingj- ans í þeirri veiku von að ná sambandi við hann áður en hann færi á skrifstof una. En þá hringdi síminn enn. — Sveit 87. Meyer leynilögreglumaður talar. Sá sem hringdi var blaðamaður eins kvöldblaðanna. Frásögn hans var í aðalatriðum samhljóða þvi sem hinir tveir höfðu sagt. Svo spurði hann Meyer, hvort hann kannaðist eitthvað við þetta. Meyer óttaðist, að þegar fréttin birtist yrði vikið að ósamvinnuþýðum lögreglu- manni. Þess vegna var honúm illa við að fara með ósannindi. Þess vegna sagði hann manninum að reyna að ræða við flokksforingjann síðar um daginn. Hann lagði tólið á og leit á klukkuna. Svo ákvað hann að bíða næstu hringingar áður en hann reyndi að ná sambandi við f lokksforingjann. Sem betur fer voru aðeins f jögur dag- blöð í borginni. Ekki var biðin löng. Fulltrúi f jórða blaðs- ins hringdi innan fimm mínútna. Rödd mannsins var kristaltær og áherzlurík. En hann fékk ekki aukatekið orð út úr Meyer og skellti loks á í reiði. Klukkan var nú f imm mínútur í tíu og orðið of seint að hringja heim til Byrnes. Meyer virti fyrir sér mynd af manni,sem er að skjóta Föstudagur 7. nóv 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Frettir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.20 Hálfur fridagur, smá- saga eftir Aldos Huxley. Kjartan Ragnarsson leikari les. 14.30 Miðdegissagan: ,,A fullri ferö” eftir óscar Clausen Þorsteinn Matthiasson les (16) 15.00 Miðdegistónleikar John de Lancie og Sinfóniu- hljómsveit Lundúna leika „L’Horologe de Flore” — „Blómaklukkuna” —, tónverk fyrir óbó og hljóm- sveit eftir Jean Francaix, André Previn stjórnar. Hljómsveit undir stjórn Stanley Black leikur „Spartacus”, balletttónlist eftir Aram Katsjatúrian. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri” eftir Gunnar M. Magnúss Höfundur les (6) 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál.Helgi Hall- dórsson flytur. 20.00 „Athvarf”, tónverk eftir Herbert H. Agústsson við kvæöiö „Sýn” eftir Jóhann Hjálmarsson (frumflutn- ingur). Sinfóniuhljómsveit Islands leikur. Einsöngvari: Elisabet Erlingsdóttir. Framsögn: Gunnar Eyjólfsson. Stjórn- andi: Páll P. Pálsson. 22.20 „Ef biistjórann vantaði, þá var alit ómögulegt” Pétur Pétursson ræðir við „ Gunnar Ólafsson ökumann. 21.20 Kórsöngur Kór Howard- háskólans syngur amerisk trúarljóö. 21.30 Útvarpssagan: „Fóstbræöur” eftir Gunnar Gunnarsson Jakob Jóh. Smári þýddi. Þorsteinn O. Stephensen leikari les (12). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Leikiistarþáttur Umsjón: Sigurður Pálsson. 22.50 Skákfréttir. 22.55 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.45 Fréttir i stuttu máli Dagskrárlok. Föstudagur 7. nóvember 1975. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Pagskrá og augiýsingar. 20.40 Kastijós. Þáttur um inn- iend málefni. Umsjónar- maður Eiður Guðnason. 21.30 Saga loftskipanna. Sænsk mynd um ævintýra- legan þátt I loftferðasög- unni, sem virðist að fullu lokiö. Þýöandi Hallveig Thorlacius og þulur ásamt henni Ingi Karl Jóhannes- son. (Nordvision — Sænska sjónvarpiö). 22.25 Elmer Gantry. Banda- rísk biómynd frá árinu 1960, byggð á sögu eftir Sinclair Lewis. Leikstjóri Richard Brooks. Aðalhlutverk Burt Lancaster, Jean Simmons og Arthur Kennedy. Aðal- persónan, Elmer Gantry, er bandariskur farandprédik- ari seint á öldinni sem leið. Hann er sjálfur meir en litið blendinn i trúnni, en predik- anir hans hrifa almenning meö meiri krafti en hann gat sjálfan órað fyrir. Þýö- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. Aður á dagskrá 17. ágúst 1974. 00.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.