Tíminn - 07.11.1975, Page 20

Tíminn - 07.11.1975, Page 20
*"" ■. ' Föstudagur 7. nóvember 1975. - SÍMI 12234 ■HERRA GflR'ÐURINN ■AtDALSTRÆTl 8 fyrir góéan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖD SAMBANDSINS Skiptist Angola í tvö sjálfstæð ríki? — átök milli AAPLA og portúgalskra hermanna Hermenn MPLA. MPLA ætlar einhliöa aö lýsa yfir sjálfstæði Angola 11. nóvember n.k. Sadat ræðir vopnakaup við Wilson Reuter/London — Sadat, Egyptalandsforseti, kom i gær til Lundúna og hófst þá þriggja daga heimsókn hans i Bretlandi. í gær ræddi hann meö Eiísabetu Eng- landsdrottningu. Harold Wil- son forsætisráðherra tók á móti Sadat viö komuna tii Lundúna. Talsmaöur Sadats lét þau orö falla i gær, aö heimsókn forsetans til Bret- lands táknaöi ekki aðeins upphaf betra samkomuiags milli Breta og Egypta heldur allra Arabarikja og Breta. Deila lsraelsmanna og Egypta veröur helzta um- ræöuefni Wilsons og Sadats, er þeir ræöast við i dag. Einnig er taliö, aö Sadat muni fara þess á leit viö brezku stjórnina.aö hún selji vopn til Egyptalands. Bæöi löndin, Egyptaland og Bretland, munu hafa mik- inn hug á auknum gagn- kvæmum viöskiptum. Sayem tekinn við í Bangla- desh Reuter/Dacca. — Hinn nýi forseti Bangladesh, Mu- hammad Sayem, sagði I út- varpsávarpi til þjóðar sinnar i gær, að hann hefði gefið hernum fyrirmæli um að koma aftur á lögum og reglu i landinu og skapa skilyrði til þess, að lýðræði yrði endur- reist i Bangladesh. Hann sagði ennfremur i ávarpi sinu, að stjórnin i landinu yrði viðsýn og ætlaði sér að standa við þær skuld- bindingar, er hún hefði gefið á erlendum vettvangi. Reuter/Lissabon, Luanda. Portúgalska stjórnin lýsti þvi yfir i gær, aö hún viöurkenndi allar frelsishreyfingarnar þrjár, sem berjast fyrir sjálf- stæöi Angola, MPLA, FNLA og UNITA. Nýlendumálaráðherra portú- gölsku stjórnarinnar hvatti i gær frelsishreyfingarnar þrjár til þess að mynda samsteypu- stjórn i Angola, er nýlendan hlýtursjálfstæðiá þriöjudaginn. Áður hafði kommúnistaflokk- ur Portúgals hvatt portúgölsku stjórnina til þess að viðurkenna aöeins MPLA, sem er róttækust þessara þriggja hreyfinga, sem hinn eina löglega fulltrúa ibúa Angola. Sagði i yfirlýsingu kommúnistaflokksins, að ef dráttur yrði á viðurkenningu stórnarinnar á MPLA gæti slikt haft skaðleg áhrif á samstarf Portúgals og Sovétrikjanna. Hins vegar var skýrt frá þvi i útvarpinu i Uganda i gær, að frelsishreyfingarnar tvær, UNITA og FMLA ætluðu sér i sameiningu að lýsa yfir sjálf- stæði þeirra landsvæða, sem þær stjórna, og mynda þar rlkisstjórn, ef MPLA ætlar sér að gera slikt hið sama á þeim svæðum, sem þeir ráða. í Ugandaútvarpinu var ennfrem- ur sagt, að sendimenn UNITA og FMLA hefðu skýrt Idi Amin, forseta Einingarsamtaka Afrikurikja, að hreyfingar þeirra réðu nú þremur fjórðu allra landsvæða I Angola. Þessi frétt i Uganda-útvarpinu er i mótsögn við aðra frétt, sem þar var nýlega lesin um Angola, en þar sagði, að sjálfstæðis- hreyfingarnar þrjár ætluðu sér að lýsa yfir sjálfstæði landsins i sameiningu. Þá skýrði Ugandaútvarpið ennfremur frá þvi, að full- trúarnir, sem ræddu við Amin, hafi sagt honum, að hreyfingar þeirra væru reiðubúnar til sam- starfs við MPLA, ef MPLA að- eins viðurkenndi tilverurétt þeirra. Ef hins vegar MPLA einhliða lýsti yfir sjálfstæði á þeim svæðum, sem þeir ráða yf- ir, myndu FMLA og UNITA gera slikt hið sama, en bjóða MPLA til samstarfs. Amin mun hafa sagt, að hann ætlaði sér að fara til Angola og reyna, að koma á sáttum milli hreyfing- anna og jafnvel reyna að vinna að sameiningu þeirra. Fulltrúar FNLA og UNITA sögðust þess hins vegar fullviss ir, að með sameiginlegan her- styrk gætu þær yfirbugað MPLA. I yfirlýsingu flokksins sagði, að stjórn landsins og byltingar- ráð hersins gætu ekki lengur vikið sér undan þeirri ábyrgð, að taka einarða afstöðu i mál- inu. Eins og kunnugter af fréttum hlýtur Angola að öllum likind- um sjálfstæði 11. nóvember n.k. og hafa leiðtogar MPLA, sem nú ræður Luanda, höfuðborg lands- ins sagt, að þeir ætli að lýsa ein- hliða yfir sjálfstæði nýlendunn- ar á þriðjudaginn án tillits til þess, hvaða skoðun Portúgals- stjórn kunni að hafa á þvi. Skotið var á flugvél FNLA, sem flaug lágt yfir þökum i Lu- anda i gær og dreifði áróðurs- miðum. Fregnir eru óljósar um það, hvort flugvélarnar hafi verið ein eða tvær og hvort þær voru skotnar niður eða ekki. Þá segir og i fréttum Reuters frá Luanda i gær, að bardagar hafi brotizt út milli hersveita Portúgalshers og hermanna MPLA i borginni i fyrradag. Skiptust liðin á skotum, er her- menn MPLA sóttu að flugvelli og höfn borgarinnar og hugðust taka þar við stjórn. Engar frétt- ir var af þvi að hafa, hvort manntjón hafi orðið. Fulltrúar frá öllum rikjum Afriku — nema Suður-Afriku og Rhodesiu — verða viðstaddir hátiðarhöldin i tilefni sjálf- stæðisyfirlýsingarinnar. Þá mun Zaire-stjórn heldur ekki senda fulltrúa, þvi aðhún styður FNLA. Þá hefur fulltrúum frá Austur-Evrópu, Hollandi og Belgiu verið boðið til Luanda. Af kunnum einstaklingum, sem hefur verið boðið, má nefna Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu. ísraelar mótmæla skrifstofu PLO í París Reuter/Tel Aviv.— tsraelar báru i gær fram harðorð mótmæli vegna þeirrar ákvörðunar frönsku stjórn- arinnar að leyfa frelsissam- tökum Palestinuaraba (PLO) að opna skrifstofu i Paris. Utanrikisráðherra ísraels, Yigal Allon, sagði i gær er hann hélt til Hollands, að þessa ákvörðun frönsku stjórnarinnar myndu PLO túlka sem hvatningu frá frönsku stjórninni til þess að halda áfram baráttu PLO fyrir útrýmingu Israelsrikis. Talsmaður utanrikisráðu- neytis Israels sagði I gær, að mótmælum hefði verið kom- ið áleiðis til franskra stjórn- valda eftir diplómatiskum leiðum. Þá itrekaði talsmað- urinn, að Israelsstjórn myndi ekki taka þátt I nein- um Genfarviðræðum um frið i Mið-Austurlöndum, ef PLO yrði veitt aðild að ráðstefn- unni. PLO var .ekki boðið til þátttöku i upprunalegu ráð- stefnunni i desember 1973. Segir USA skilið við ILO? Reuter/Genf — Bandarikja- stjórn lýsti þvi formlega yfir i gær, aö hún hugleiddi þann möguleika að segja skilið viö Alþjóöavinnumálastofnun- ina ILO, en vonaði að til þess kæmi ekki. 1 bréfi, sem Kiss- inger utanrikisráöherra sendi til aðalstööva ILO sagöi hann, aö þótt Banda- rikjastjórn hugleiddi þennan möguleika, vonaöist hún til, að svo færi ekki. Þessi ákvöröun Banda- rikjastjórnar stendur meöal annars I sambandi viö þaö, er áheyrnarfulltrúum PLO, frelsissamtökum Palestinu- araba var leyft að vera viöstaddir hið árlega þing stofnunarinnar, I júni sl. Argentina: Peron neitar að segja af sér! — segist njóta stuðnings hersins Sahara: _ SPÆNSKI HERINN BÍÐUR ÁTEKTA Reuter/El Aaiun — Friðarganga manna, sem Hassan konungur hinna 350 þúsund Marokko- hefur sent inn I Spænsku Sahara, Reuter/Buenos Aires — Maria Estella Peron flutti útvarpsávarp til þjóöar sinn- ar i gær, þar sem hún bar harölega til baka sögusagnir þær, sem gengiðhafa fjöllum hærra aö undanförnu, aö hún hygöist segja af sér. Ræðu forsetans var út- varpað tveimur og hálfri klukkustund siðar en áformað hafði verið, óg telja fréttaskýrendur, að ástæðan hafi verið sú, að fylgismenn hennar hafi á meðan reynt að telja hana á að flytja ekki eins harðorða ræðu, og hún i upphafi hafði áformað aö gera. Einu harðorðu ummælin, sem Peron lét falla, voru i garð þeirra blaöamánna, sem gælthefðu aö undanförnu við þá hug- mynd, að hún hygðist segja af sér. Sagði hún, að Argen- tina yrði fyrir stöðugu áreiti frá ofbeldissinnuðum og ærumeiðandi slúðurburði innlendra og erlendra aðila. Sagði hún, að rikisstjórn hennar myndi sækja þá til saka, er ábyrgð bæru á þessu. Forsetinn sagði i ræðu sinni, að timabundin heilsu- farsvandræði sin réttlættu ekki tilraunir siðferðis- brenglaðra minnihlutahópa, sem andstæðir væru hags- munum fólksins, til þess að svipta hana þvi valdi, er þjóð hennar heföi falið henni að fara með. Fréttaskýrendur telja, að þrátt fyrir framangreind ummæli forsetans, sé hún enn undir stöðugum þrýst- ingi um að segja af sér emb- ætti vegna þess fjármála- hneykslis, sem i uppsiglingu er i landinu og hún mun vera að einhverju leyti viðriðin. Andstæðingar hennar hafa opinberlega skorað á forsetann að segja af sér, og sama sinnis munu margir af flokksmönnum hennar vera. Forsetinn flutti ávarp sitt af sjúkrabeði og sagðist alls ekki myndu segja af sér embætti. Hún kvaðst njóta stuönings hersins, kirkjunn- ar, verkalýðshreyfingarinn- ar og stjórnmálaflokka. Þessi fullyrðing hennar virðist ekki koma heim og saman við staðreyndir, þvi að verkalýðshreyfingin mun þeirrar skoðunar, að hún eigi að segja af sér, og sama sinnis munu leiðtogar hers- ins. Þeir vilja hins vegar ekki að herinn geri byltingu til að steypa henni af stóli, heldur telja þeir þetta vera deilu stjórnmálalegs eðlis, og hana beri að leysa á þeim grundvelli. nam staöar I dag, er hún kom aö sprengjusvæöum spænska hers- ins, segir i tilkynningu hernaöar- ylirvalda i El Aaiun. I tilkynningunni sagöi, að göngumenn hefðu haldið yfir landamærin og inn á yfirráða- svæöi Spánverja klukkan 20 minútur fyrir 11 i gærmorgun. I broddi fylkingarinnar óku nokkr- ir flutningavagnar. Göngumenn námu staðar um 9 km framan við landamærastöðina I Tah og i um 5 km fjarlægð frá fyrsta jarð- sprengjusvæðinu. Þá var klukkan um fimm minútur yfir tvö. Þá var mat útdeilt til göngu manna. Nokkrir vagnanna óku alveg að jarðsprengjusvæðunum og teknar voru myndir af aðvör- unarskiltunum, em letruð eru á arabisku og spænsku. Þá sagði og i tilkynningu hernaðaryfirvalda i E1 Aaiun, að spænski herinn fylgdist náið með göngunni frá varðstöðvum si'num. f’ramhald á 19. siðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.